Húrra fyrir Pólverjum.

Í síðustu kosningum kusu Pólverjar til vanda menn, sem vildu kalla pólska herinn frá Írak. Nú verður það væntanlega að veruleika.

 

Það eru fleiri og fleiri farir að sjá í gagnum þann blekkingavef Bush og hans kompána að innrásin í Írak var ekki gerð með hagsmuni írösku þjóðarinnar að leiðarljósi. Þessi innras var gerð með sérhagsmuni ákveðinna barnarískra fyrirtækja að leiðarljósi. Einnig þurfti að tryggja Bandaríkjamönnum stuðningsríki meðal arabaríkja í Miðausturlöndum þegar í ljós kom að ekki er hægt að treysta eins vel á Saudi Araba eins og menn höfðu haldið.

 

Vonandi verður þess ekki langt að bíða að Bandaríkjaemnn sitji einir eftir í þeim pytt, sem þeir hafa grafið í Írak.


mbl.is Pólverjar ætla að kalla hermenn sína heim frá Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband