17.11.2007 | 10:41
Hóprefsingar eru stríðsglæpur
Það er ekki hægt að nota verkjalyf eða varahluti í lækningartæki til árása á Ísrael. Þessar aðgerðir Ísraelsstjórnar eru því einungis til þess gerðar að auka þjáningar Palestínumanna í þeirri von að þeir stoppi af þá herkáu menn úr sínum hópi, sem eru að skjóta rekettum á Ísrael. Þeir eru sem sagt að refsa heilli þjóð fyrir aðgerðir fárra einstaklinga úr þeirra hópi. Slíkar aðgerðir kallast "hóprefsingar" (collectiv punishment) og teljast til alvarlegustu stríðsglæpa.
![]() |
Gazabúar þola ekki margar vikur enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Held að Ísrael sé eitt stærsta stríðsglæpaland heimsins í dag, en það yrði aldrei viðurkennt af nokkru sambandi eða mönnum.
ViceRoy, 17.11.2007 kl. 16:41
Ég skal fúslega viðurkenna það!!
Sema Erla Serdar, 17.11.2007 kl. 17:22
Erla Serdar, hvað ertu að viðurkenna hérna. Hvað með að viðurkenna að það ríkir borgarastyrjöld og óöld meðal Palestínumanna og að íslamisminn er að eyðileggja Palestínuþjóðina og er einnig á góðri leið með að eyðileggja aðrar þjóðir í Miðausturlöndum.
Þú getur, og munt aldrei geta, viðurkennt eitt eða neitt fyrir hönd Ísraels. Viltu kannski í leiðinni viðurkenna að það eru kynþáttafordómar og Aparteit þegar gyðingar mega ekki búa á Vesturbakkanum? Þeir hafa verið flæmdir frá flestum ríkjum múslima. Viltu ekki meðan þú ert að, viðurkenna að Tyrkir slátruðu milljón Armenum? Viðurkenndu heldur að múslímar hafa í aldaraðir ofsótt gyðinga og Armena vegna þess að þeir litu á þá sem svikara við Múhameð. Vonandi viðurkennir þú að Palestínumenn voru yfirlýstir bandamenn Hitlers í útrýmingunni á gyðingum. Og meðan þú ert að, gætir þú velt því fyrir þér hvort þú ættir ekki bara líka að viðurkenna að Portúgalar slátruðu gyðingum í þúsundatali á 15. og 16. öld. Í nafni Múhammeðs og Allah og Krists og pabba hans. Þið, sem trúið á þá kappa, eigið ýmislegt á samviskunni sem þið getið fúslega viðurkennt. En vertu feginn því að þú býrð í landi sem á enga óvini og þar sem mjög fáir trúa því að útrýming annarra þjóða sé lausn á eigin vanda.
Þessi stóryrði sem þú og Sæþór takið ykkur í munn eru ekki Íslendingum sæmandi. Það er alveg hægt að hafa samúð með málstað Palestínumanna án þess að kalla aðrar þjóðir stríðsglæpamenn. Vandi ykkar er að þið þekkið ekki nógu vel til sögunnar og þess sem þið styðjið. Gerið það fyrir mig, og líka Siggi Maggi, að kynna ykkur hlutina betur. Þið eruð ekki alltof vel að ykkur í fordómum ykkar á Ísraelsríki.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.11.2007 kl. 18:03
Sigurður, ég er hræddur um þú segðir eitthvað ef ég færi að skjóta á þig flugeldum þarna í Kópavogi, vegna þess að ég ætti ekki panódíl.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.11.2007 kl. 18:36
Ef þú hefur eitthvað að segja við mig skaltu vinsamlegast byrja á því að kalla mig réttu nafni...
Sema Erla Serdar, 17.11.2007 kl. 20:15
Svo er ég með söguna alveg á hreinu, og var ekki að viðurkenna neitt fyrir hönd neins, einungis segja mína skoðun... óþarfi að fara að hárreita sig..
Sema Erla Serdar, 17.11.2007 kl. 20:18
Vilhjálmur. Hvenær hef ég þrætt fyrir það að það ríki í raun borgarastyrjöld á sumum svæðum í Paleatínu? Hvenær hef ég þrætt fyrir það að Tyrkir hafi slátrað meira en milljón Armenum? Hvenær hef ég borið í bætifáka fyrir öfga islmista eða aðra öfgatrúarmenn? Hvenær hef ég þrætt fyrir það að gyðingar hafa löngum mátt þola ofsóknir bæði frá hendi kristinna manna og fylgenda islam?
Ég hef aldrei þrætt fyrir neitt af þessu. Þetta afsakar hins vegar ekki á nokkurn hátt grimmd og hrottaskap Ísraela í garð Palestínumanna. Ísraelar eru og hafa verið að fremja alvarlega stríðsglæpi gagnvart Palestínumönnum og það er ekkert að því að nefna það, enda er þetta blog við grein þar, sem einmitt er verið að tala um meðferð Ísraela á Palestínumönnum, sem telst til stríðsglæpa. Baráttan gegn stríðsglæpum felst ekki í því að þegja um þá.
Ég gæti á móti spurt þig. Getur þú ekki stutt málstað Ísraela án þess að kalla aðrar þjóðir hryðjuverkamenn. Þú gengur meira að segja svo langt í þínum skrifum að kalla þá menn, sem styðja frelsisbaráttu Palestínumanna "hryðjuverkamenn", "terrorista", "stuðningsmenn hryðjuverkamanna" og þaðan af verri nöfnum. Þú notar svipuð orð um félagið Ísland Palestína. Svo gerir þú mikið af því að leggja af jöfnu gagnrýni á Ísrael og gyðingahatur. Gott dæmi um þetta er byrting þinni á grein eftir Svein Rúnar Hauksson á blogsíðu þinni á slóð undir yfirskriftinni "gyðingahatur á Íslandi". Það er nákvæmlega ekkert í þessari grein, sem flokkast getur undir gyðingahatur enda kemur orðið "gyðingur" hvergi fram í þessari grein í neinni mynd. Þessi grein er gagnrýni á þjóðríkið Ísrael og ekkert annað en það.
Það er alveg rétt hjá þér að ég yrði ekki hrifin af því að fá heimatilbúnar rakettur Palestínumanna á okkur Kópavogsbúa. Af tvennu illi myndi ég þó frekar vilja þær en flusgskeyti Ísraela. Þessi rakettuskot Palestínumanna eru nú eins og prakkarastrik miðað við öll þau voðaverk, sem Ísrelar hafa verið og eru að fremja gagnvart Palestínumönnum með einhverjum fullkomnustu flugskeytum í heimi. Enda eru þessar rakettuárásir Palestínumanna ekkert annað en afleiðing af þessum voðaverkum Ísraela.
Sigurður M Grétarsson, 18.11.2007 kl. 08:30
Samkvæmt skilgreiningum alþjóðastofnanna og fremstu sérfræðinga heims í því hvernig skilgreina á gyðingahatur, er grein formannsins, sem hægt er að lesa á http://www.palestina.is/greinar/archive/gr021.htm gyðingahatur.
Ádeila á Ísrael getur auðveldlega verið gyðingahatur og mikið af áróðri hryðjuverkasamtakanna Hamas, Fatah og PFLP er einmitt gyðingahatur, þar sem ósjáldan eru notaðar samlíkingar við böðla gyðinga, nasistana.
Mikilvægur þáttur í ófrægingarherferð "prakkaranna", eins og þú velur að kalla Hamas og aðra morðingja, er að afneita helförinni gegn gyðingum og afneita tilvist gyðinga. Þú, SMG, tekur virkan þátt í þeim leik. Þér má vera það mætavel kunnugt, að Hamas lítur á alla Ísraela sem hermenn og telur þá réttdræpa hvar sem þá er að finna. Þú, SMG, getur ekki heldur tekið gyðingdóm frá meginþorra Ísraelsþjóðarinnar. Ísraelsmenn eru gyðingar! Sættu þig bara við það.
Mundu einnig að prakkararnir, vinir þínir á Gaza, eru ekki einu sinni taldir í húsum hæfir af öðrum Palestínumönnum. Skálmöldin á Gaza er ekki nema að mjög litlu leyti Ísraelsríki að kenna.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.11.2007 kl. 15:57
Ég biðst velvirðingar Sema Erla Serdar. Ég skil ekkert í því að þú notar ekki bara Serdaroglu. Það er hið rétta nafn þitt, er það ekki? Það þýðir sonur Serdars.
"Saga Mið-Austurlanda er mér mjög mikið hitamál enda rek ég ættir á þær slóðir" skrifar þú einhvers staðar. Það skil ég vel. Tyrkir voru margir og fjölmennir í "Palestínu" og telja margir sig hafa misst mikið þar.
Hvað finnst þér um útrýmingartilraun Tyrkja á Armenum? Ég þekki marga Armena. Fyrir þá er helförin gegn þeim enn mikið hitamál. Hvað með Kúrda, og allar aðrar þjóðir sem hafa þurft að blæða fyrir öfgarnar í Íslam? Er sú saga eins mikið hitamál fyrir þig og stuðningur þinn við prakkarana hans Sigga Magga í Gaza?
Ég biðst afsökunar á þessari spurningu, ef þú telur hana óviðeigandi, þar sem þú berð að sjálfsögðu enga ábyrgð á því sem Tyrkir gerðu fyrir nær 100 árum. Þú ert líka bara hálfur Tyrki, eins og þú skrifar. Ég tel hins vegar að þegar ungir Tyrkir (hálfir sem heilir) og ungir Þjóðverjar vilja ekki tjá sig um helfarir "forfeðranna", að þá geti verið ástæða til að vera á verði. Sumir afneita líka öllu eins og þú veist.
Áður en menn kalla ástandið á Gazaströndinni helför, sem Ísraelum er kennt um, og líkja ástandinu þar við útrýmingarbúðir er gott að gera hreint fyrir sínum eigin dyrum og vita hvað gerðist á heimaslóðum annars "helmings" síns, áður en íslenski helmingurinn er notaður til að setja helgislepju fáviskunnar yfir skoðanir sínar á vanda Palestínumanna.
Vissir þú, Sema, að stærstu fjöldamorðin á Palestínumönnum fór fram í Jórdaníu árið 1967? 8000 lágu í valnum. Ísraelar komu þar hvergi nærri.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.11.2007 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.