Hvað með herskáa Ísraela

Mögum finnst í lagi að Ísraelar drepi "herskáa" Palestínumenn en telja það hryðjuverk ef Palestínumenn drepa ísraelska hermenn eða vopnaða íbúa lanránsbyggða Ísraela. Hver er munurinn.

 

Er einhver munur á að drepa Palestínumann, sem hefur herjað á Ísraela eða að drepa Ísraela, sem hefur herjað á Palestínumann, hvort sem hann er í búningi hermanns eða ekki?

 

Er einhver munur á því að útvega Palestínumönnum vopn og því að útvega Ísraelum vopn?

 

Gleymum því ekki að það eru Ísraelar, sem eru hernámsliðið á þessum slóðum. Þeir eru því árásaraðilinn. Hvort er verra að útvega hernámsliði vopn en að útvega vopn til hernuminnar þjóðar, sem berst fyrir frelsi sínu og landi?

 

Hvenær ætli tekið verði á "herskáum" Ísraelum með sama hætti og tekið er á "herskáum" Palestínumönnum í dag?


mbl.is Ísraelar skutu lífvörð Qureia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband