11.2.2008 | 12:47
Hvað ef fólkið neitar að fara?
Hvað vill innanríkisráðherra Ísraels gera ef fólkið í hverfinu neitar að fara. Vill hann að ísraelski herinn mæti þá á svæðið og dragi fólkið í burtu með valdi eða vill hann bara að þeir sprengi hverfið samt?
Þetta, sem innanríkisráðherra Ísraels leggur þarna til kallast hóprefsingar (collectiv punishment) og flokkast, sem stríðsglæpur samkvæmt Genfarsáttmálanum. Hér gefur að líta góða grein um það eftir Svein Rúnar Hauksson:
http://www.palestina.is/greinar/archive/gr021.htm
Það eru reyndar ákveðnir öfga stuðninsmenn Ísraels, sem vilja meina að þessi grein innihaldi gyðingahatur þó orðið "gyðingur" komi þar hvergi fram í nokkurri mynd og greinin sé aðeins vel skrfuð og verskulduð gagnrýni á framferði Ísraela. Þetta er þekkt taktík gegn aðilum með óþægilega gagnrýni, sem ekki er hægt að svara af neinu viti af því að hún er sönn. Með þessu er verið að reyna að gera þann, sem kemur fram með gagnrýnina ótrúverðugan og þannig gera lítið úr gagnrýninni.
Hvetur Ísraela til stillingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er alveg laukrétt. Þetta hafa ísraelsmenn lært af nazistum í síðari heimstyrjöld; fyrir hvern þjóðverja sem drepinn er tóku þeir 30 fanga af lífi.
Ég sá nýlega afar vel gerða mynd, Black Book, sem á sér stað í Hollandi í seinni heimstyrjöld. Ég mæli með þessari mynd fyrir þá sem vilja kynnast siðferði stríða. Þessi mynd dregur ekki taum neins málsstaðar heldur sýnir þann óhugnað sem lifir í mannskepnunni óháð því hvort hún er gyðingur, nazisti eða eitthvað verra.
Jonni, 11.2.2008 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.