Af hverju ekki að taka bara samlíkingu við spænska rannsóknarréttinn

Það væri mun eðlilegri samlíking að bera þau sýndarréttarhöld, sem nú eiga að fara fram í Bandaríknunum við spænska rannsóknarréttinn. Þar var ekki verið að láta hluti eins og sannanir þvælast fyrir sér þegar refsa þurfti mönnum fremur en mun verða í þessum sýndarréttarhöldum. Í báðum tilfellum hafa játningar verið fengnar fram með pyntingum.

 

Helstu "sannanir" gegn þessum mönnum eru játningar fengnar með pyntingum. Einnig hefur Bandaríkjaþing samþykkt að í þessum sérstaka dómstóli megi nota vitnisburð frá þriðja aðila fengnum fram með pyntingum yfir honum. Væntanlega hefur það samþykki verið fengið fram vegna þess að það hefur þurft til að geta náð fram "sönnunum" gegn þessum mönnum.

 

Er ekki lágmarkskrafa að réttarhöldin yfir þessum mönnum fari fram fyrir almennum dómstólum með sömu kröfum um sannanir eins og þar er krafist. Nú veltir maður því fyrir sér hvort ein af ástæðunum fyrir því að Bandaríkjamenn vilja ekki gerast aðilar að alþjóða stríðsglæpadómstólnum sé sú að ef þeri væru það yrðu þeir að láta hann rétta í máli þessara manna og þá gætu þessar svokölluðu "sannanir" þeirra ekki dugað til sakfellingar auk þess, sem dauðadómar væru útilokaðir færi svo að eihver yrði sakfelldur.

 

Það er einnig út í hött að taka 60 ára dómafordæmi og horfa síðan fram hjá öllum dómafordæmum síðan þá. Viðhorf til dauðarefsinga voru einfaldlega önnur á þessum tíma. Á þessum tíma voru nær öll lönd í heiminum, þar með talið Vesturlönd, með dauðarefsingar inni í sinni réttarheimild þó þær væru mismikið notaðar. Í dag eru Bandaríkin eina landið á Vesturlöndum með dauðarefsingarinni í sinni réttarheimild og það er aðeins hluti ríkja Bandaríkjanna, sem heimilar notkun þeirra.

 

Seinust áratugi hafa Sameinuðu þjóðirnar ekki heimilað dauðarefsingar í neinum af þeim stríðsglæpadómstólum, sem þær hafa komið upp. Meira að segja þeir, sem berfa höfðábyrgðína á morðum á hálfri milljón manna í Rúganda geta ekki átt von á dauðarefsingu verið þeir sekir fundnir fyrir þeim stríðsglæpadómstól, sem settur var á eftir þau fjöldamorð.

 

Eitt enn. Var bílstjói Hitlers ákærður fyrir stríðsglæpi? Voru bílstjórar annarra nasistaforingja ákærðir fyir stríðsglæpi? Voru einkaritarar þeirra eða aðrir starfsmenn ákærðir fyrir stríðsglæpi? Hafa bílstórar eða aðrir starfsmenn ákærðra stríðsglæpamanna einhvern tíman verið ákærðir fyrir stríðsglæpi? Mér skilst að það eigi að ákæra bísltjóra Osama Bin Laden fyrir hryðjuverk þó ég viti reyndar ekki hvort hann er meðal þessara sexmenninga.


mbl.is Líkt við Nürnbergréttarhöldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Já, dellan er með ólíkindum má nú segja og sem betur fer ekki mörg stjórnvöld svona aftarlega á siðferðismerinni eins og bandaríkjastjórn er.

Georg P Sveinbjörnsson, 13.2.2008 kl. 19:26

2 Smámynd: Jonni

Þetta er algjör skrípaleikur. Það getur vel verið að einhverjir af þessum mönnum séu í raun hinir verstu hryðjuverkamenn, en það fáum við væntanlega aldrei að vita því það er búið að pynta þessa menn upp og niður og ekker hægt að treysta því sem þeir segja. Þess utan er það ekkert annað en hneyksli að reka þetta mál fyrir herdómstóli, já allt í þessu máli er hreinn skrípaleikur.

Jonni, 14.2.2008 kl. 11:59

3 identicon

Nú skal kynda ofninn fyrir komandi kosningar. Minnumst orða fyrrum forseta USA sem varaði í lokaræðu sinni við hergagnamöngurum, að ef ekki væru settar á þá hömlum myndi það hafa ógnvænlegar afleiðingar.

pálmi gunnarsson (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband