Talandi um að kasta steini úr glerhúsi.

Þegar Ísraelar eru farnir að fordæma aðra fyrir að fara ekki að ályktun Sameinuðu þjóðanna eru þeir svo sannarlega farnir að kasta steini úr glerhúsi. Ætli nokkur þjóð hafi hundsað fleiri ályktanir Sameinuðu þjóanna en einmitt Ísrael? Til viðbótar við það hafa Ísraelar sennilega brotið nær öll ef ekki öll ákvæði Genfarsáttmálans um meðferð fólks á hernumdum svæðum.

 

Til að mynda hefur að því er ég best veit ályktun 194 um rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur heim verið endurnýjuð árlega í 60 ár án þess að Ísraelar hafi sýnt nokkurn lit í þá veru að fara eftir henni.

 

Hins vegar er líklegt að Ísraelum verði að ósk sinni um að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna grípi til aðgerða til að knýja fram fullnustu þessa ákvæðis af hendi Sýrlendinga. Sýrlendingar hafa nefnilega ekki þjóð með neitunarvald í öryggisráðinu til að stöðva allar þvingunaraðgerðir gegn sér eins og Ísraelar.


mbl.is Ísrael: Sýrlendingar brotlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Það er nú ekki fallegt að ráðast á aumingja og fatlaða eins og Ísrael gerir.  Ennþá verra að banna þeim að verja sig. 

Björn Heiðdal, 15.4.2008 kl. 23:16

2 Smámynd: Jonni

Er ekki einhverstaðar listi yfir allar samþykktir sem Ísrael hefur hunsað og svo þær sem BNA hafa beitt neitunarvaldi á?

Jonni, 16.4.2008 kl. 08:40

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það eru 66 brot á samþykktum SÞ á þeim lista sem ég sá síðast. Svo hundsa þeir niðurstöðu Alþjóðadómstólsins um hinn ólöglega múr sem þeir reisa á landi Palestínumanna. Genfarsáttmálinn er margbrotinn og svo er mannréttindasáttmáli SÞ ekki í uppáhaldi hjá Síonistunum sem ráða Ísrael.

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.5.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband