21.4.2008 | 12:48
Niðurstaðan fyrirsjáanleg
Það er reynslan hingað til þegar Ísraelsher rannsakar gerðir eigin manna að þar er um hvítþvott að ræða. Allavega er hægt að treysta því að þetta verður ekki hlutlaus rannsókn.
Dæmi um þetta er rannsóknin á því þegar keyrt var yfir mannréttindabaráttukonuna Rachel Corry fyrir nokkrum árum. Hún hafið verið ásamt nokkrum félögum úr mannréttindasamtökum og reyna að verja heimili Palestínumanna, sem Ísraelsher var að rífa. Þau gerðu þetta með því að standa fyrir tækjunum, sem notuð voru við niðurrifið og koma þannig í veg fyrir að þau kæmust að húsunum. Á endanum var ekið yfir hana á beltagröfu og bakkað yfir hana aftur.
Ísraelsher lét fara fram "rannsókn" á málinu en við þá rannsókn var aðeins talað við ísraesku hermennina, sem voru á vettvangi en ekki nein önnur vitni. Þarna voru bæði Palestínumenn og vestrænir mannréttindabaráttumenn, sem voru í þessu með Rachel Corry. Niðurstaða "rannsóknarinnar" hjá Ísraelsher var að þetta hafi verið slys. Önnur vitni hafa mörg hver komið fram í vitölum og skrifað um þetta á netinu og þeir segja allt aðra sögu. Þeir segja að útilokað sé annað en að hermaðurinn hafi séð hana og þeir, sem næstir voru vettvangi ganga meira að segja svo lagt að segja að hermaðurinn hafi horft í augun á Corry áður en hann ók yfir hana á beltagröfu og bakkaði yfir hana aftu. Af einhverjum ástæðum rauk hann síðan í burtu strax eftir þetta án þess að vera konin langt með að rífa húsið og það þá að eigin sögn án þess að vita að hann hafi keyrt yfir konuna.
Húsið var síðan rifið og fjölskyldan, sem í því bjó var þar með á götunni. Seinna hafa margir Ísraelar og stuðningsmenn þeirra reynt að gera lítið úr þessari baráttu Corry og félaga hennar og haldið því fram að þetta hús hafi verið með endi á göngum, sem notuð voru til að smygla vopnum. Þetta er reyndar ekki opinber skýring ísraelskra stjórvalda en hefur samt veri mikið haldið á lofti til að sverta Corry. Einnig hefur mikið veri reynt að gera öfgamanneskju úr henni með því meðal annars að sýna myndir af henni að brenna pappírseintök af ísraelska og bandaríska fánanum. Því er hins vegar að svara að þarna var hún stödd á mótmælafundi þar, sem verið var að mótmlæa grimmdarverkum Ísraela og allir voru að gera þetta og hún tók bara þátt í því.
Það bendir flest til þess að þarna hafi Ísrelar verið orðnir þreyttir á að geta ekki rifið hús Palestínumanna í friði og því ákveðið að gera eitthvað róttækt til að koma í veg fyrir áframhaldandi aðgerðir vestrænna mannréttindabaráttumanna til að koma í veg fyrir niðurrif húsa og einfaldlega ákveðið að drepa einn þeirra til að stöðva þetta. Það er hins vegar spurning hvort í því efni hafi veri um einkaframtak þessa hermanns að ræða eða eitthvað, sem hann fékk fyrirmæli um.
Annað dæmi um þetta er niðurtaða sjálfs hæstaréttar Ísraels um að Ariel Sharon hafi aðeins verið óbeint ábyrgur fyrir fjöldamorðunum í Shabra og Shattilla flóttamannabúðunum í Líbanon árið 1982. Það er alveg klárt að Ísraelsher, sem samkvæmt alþjóðalögum bar ábyrgð á öryggi íbúa Líbanons eftir að vera búin að hernema landið, var alveg ljóst allan tíman hvað var þarna að gerast. Það er útilokað að þetta hafi farið framhjá þeim. Þeir umkringdu flóttamannabúðinrar og helyptu síðan vel vopnum búnum stríðsmönnum inn í búðirnar og skutu á alla, sem reyndu að flýja út úr búðunum frá þessum morðingjum. Einnig hafa komið fram mörg sönnunargögn fyrir því að sennilega var þessum fjöldamorðum stjórnað af Ísraelsher en krisnir Falangistar aðeins fengnir til að vinna sjálf skítverkin vegna þess að þetta var of gróft fyrir Ísraelsher gagnvart alþjóðasamfélaginu og er þá mikið sagt.
Meðal annars hafa margir þeirra, sem lifðu árásirnar af sagt að sumir þeirra manna, sem tóku þátt í fjöldamorðunum klæddir í búninga Falangista, talað sín á milli á Hebresku. Aðrir þekktu ekki Hebresku og sögðu að sumir hafi talað annað mál en Arabísku. Einnig hefur norskur hjálparstarfsmaður sagt frá því að búið hafi verið að stilla honum upp til aftöku þegar ísraelskur herforingi koma að og sagði við Falangistana að þeir mættu ekki taka vestræna menn af lífi. Eftir það var hann tekin í burtu en aftökur á Palestínumönnum héldu áfram.
Í þessum fjöldamorðum voru um þrjú þúsund manns myrtir og það aðallega konur, börn og gamalmenni. Það höfðu áður verið átök í Beirút og flestir vopnfærir menn úr þessum flóttamannabúðum höfðu veri fluttir til Túnis í kjölfar friðarsamkomulags. Þarna var því um að ræða svipað stórt hryðjuverk og árásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001 en það hefur engin verið saksóttur fyrir það. Bara það eitt að Ísraelar handtóku engan af þessum fjöldamorðingum meðan þeir réðu ríkjum í Líbanon þó þeir vissu hverjir voru foringjar þeirra þeirra segir sína sögu. Þeir voru í raun ríksivaldið í Líbanon á þessum tíma og bar því að halda uppi lögum og reglu samkvæmt alþjóðalögum.
Árás á myndatökumann rannsökuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Voðalega er þetta barnalegt, með Rachel Corey, sem þú segir.
Hún var öfgamanneskja sem var að verja göng þar sem vopnum var smyglað.
Það eru kannski einhverjir sem vita ekki betur sem trúa þessu bulli, en ekki þeir sem hafa lesið allt um málið.
Takk fyrir
Stefán (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 15:24
Ég á við, að þetta sem verið er að segja um Rachel, sé barnalega heimskulegt.
Hún var ekki öfgamanneskja frekar en ég.
Lygar ...
Takk
Stefán (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.