Það væri heldur ekki þörf fyrir frelsisbaráttu Palestínumanna ef Ísraelar hættu ólöglegu hernámi sínu.

Ísraelar tala eins og ofbeldið fyrir botni Miðjarðarhafs sé sök Palestínumanna þegar staðreyndin er sú að rót alls þessa ofbeldis er ólöglegt hernám Ísraela á landi Palestínumanna. Palestínumenn myndu ekki þurfa að berjast fyrir frelsi sínu og endurheimt lands síns ef Ísraelar hefðu ekki svift þá frelsi sínu og rænt meirihluta lands þeirra.
mbl.is Tilboði Hamas vísað á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar tveir aðilar deila þá er oft ágreiningurinn mjög djúpstæður. Svo er fyrir botni Miðjarðarhafsins. Í þeim trúarbrögðum sem þarna eru, virðist vera innbyggt af bókstafstrúarmönnum að gömul gildi séu ófrávíkjanleg prinsíp sem ekki má líta fram hjá. Eyðing og útrýming eru orð sem virðast enn vera sá mikli þröskuldur sem ekki er unnt að komast yfir.

Grundvallaratriði fyrir varanlegum frið er að báðir aðilar geti komið á móts við gagnaðilann. Einn stærsti þyrnir í augum Ísraela er eðlilega gamla stefnuyfirlýsingin hjá Palestínumönnum eyðing Ísraelsríki sem nær auðvitað ekki nokkurri átt. Á móti þurfa þeir að láta af þessari einhliða landtökustefnu sinni. Eðlilegt væri að þeir keyptu landið af Palestínumönnum á réttu markaðsverði og að kappkostað væri að bæta samskiptin fremur en að sífellt sé verið að hjakka í sama farinu sem leysir engan vanda en eykur hann.

Þær ástæður sem Ísraelar gefa upp að hafna vopnahléi eru því mjög skiljanlegar. Til að finna góða lausn á þessu mikla verkefni þá þarf meira að koma til, af hálfu beggja. Þurfa menn ekki að sýna trú sína með góðum verkum en vantrú og villumennsku með óhæfuverkum?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 25.4.2008 kl. 09:56

2 Smámynd: Sema Erla Serdar

Laissez-Faire, það er nú algjör óþarfi að vera með dónaskap. Enginn telst nú saklaus í þessu máli en ef við þekkjum sömu söguna þá liggur heldur ekki öll ábyrgðin hjá Palestínumönnum, að mínu mati jafnvel minni hluti hennar, enda er klárlega munur á frelsisbaráttu og hernámi.

Sema Erla Serdar, 25.4.2008 kl. 12:41

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er staðreynd að gyðingar voru um 2% í búa á þessu svæði árið 1890. Upp úr því fóru þeir að flytjast í stórum stíl til landsins og voru orðnir um þriðjungur íbúa árið 1947. Þeir fóru allan tíman að troða sér meira og meira upp á nágranna sína og stunduðu alls konar hryðjuverk gegn þeim og einnig breska hernámsliðinu.

Að endingu urðu Bretar þreyttir á þessu ástandi og vildu burt. Þeir fóli þá Þjóarbandalaginu (forrvera Sameinuðu þjóðanna) að ákveða hvað skyldi gera. Þar var ákveðið að láta gyðinga fá 55% landsins fyrir sitt ríki. Sem sagt aðkomufólk, sem taldi þruðjung íbúa átti að fá 55% landsins. Þetta sættu Palestínumenn sig að sjálfsögðu ekki við.

Þetta nægði þó ekki Ísraelum, sem hófu að hernema meira af landinu og hrekja Araba á brott með hryðujverkum og fjöldamorðum og fór svo á endanum að þeir hröktu um sjö hundruð þúsund til milljón þeirra á brott og sköpuðu þannig flóttamannavandamál, sem enn þann dag í dag er eitt stærsta flóttamannavandamál heimsins. Með þessum aðgerðum sínum hernámu þeir (stálu) helmingi þess lands, sem Palestínumönnum var ætlað.

Ísraelar héldu svo uppteknum hætti árið 1967 og hernámu hinn helmingin af því landi, sem Þjóðarbandalagið ætlaði Palestínumönnum. Úr því landi hafa þeir smám saman verið að taka stærri og stærri sneiðar og hrekja réttmæta eigendur landsins út í horn og er svo komið að byggðir Pelstínumanna eru með allra þéttbýlustu byggðum heimsins í dag.

Þau orð þín að Ísraelar séu að ráðast á alla í kringum sig er ekki svo lagnt frá sannleikanum. Nánast öll stríð, sem Ísraelar hafa háð við nágranna sína hafa orðið til með þeim hætti.

Sigurður M Grétarsson, 29.4.2008 kl. 11:04

4 Smámynd: kiza

Fyrst og fremst, vil bara taka það fram að ég 'held eiginlega með' Palestínumönnum en.... 

....Það er því miður óflýjanleg staðreynd að stríðsrekstur í hvers kyns formi virðist hafa ráðið þessu landsvæði frá örófi alda!  Hvað er eiginlega í vatninu/loftinu/jörðinni/whatever þarna sem viðheldur öllu þessu brjálæði?

 Í alvöru, þessi aðskilnaður og ágreiningur á sér rætur langt aftur fyrir 'Krist', skv. okkar núverandi tímatali, milli mismunandi trúarbragða, samfélaga og skoðana.  Ef maður reynir að skoða sögu þessa landsvæðis út frá geografískri staðsetningu einni og sér, þá er þetta bara endlaud steik!

kiza, 2.5.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband