19.9.2008 | 13:23
Kringlumýrarbraut og Reykjanesbraut næst.
Þetta er glæsilegt og þarft framtak. Næst þarf að taka til hendinni á Kringlumýrarbraut og Reykjanesbraut og vera með slíkar forgangsakreinar á leiðinni milli Reykjavíkur og Hafnafjarðar þar, sem umferðateppur myndast á annatíma. Reyndar þarf fyrst að taka upp beinar strætóleiðir milli Reykjavíkur og Hafnafjarðar eftir Reykjanesbraut til að almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu virki almennilega og síðan að sjálfsögðu að hafa forgangsakreinar fyrir þá vagna, sem þar fara um.
Síðan þarf að sjálfsögðu annað hvort að heimila hjólreiðar á þessum forgangsakreinum eða byggja hjólavegi samhliða þessum stofnbrautum. Með góðum hjólaleiðum og forgangsakreinum fyrir strætó er hægt að laga samgöngur á höfuðborgarsvæðinu með mun minni kostnaði bæði í peningum og mengun en með því að breikka umferðaæðar fyrir bíla.
Gamli og nýi strætó á rauðum dregli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Augljóslega!
Hjólreiðar eru leyfðar á strætisvagnaleiðum hér í Frans
Kveðja, Kári
Kári Harðarson, 19.9.2008 kl. 13:39
Banna taxana á þessum akreinum
Óskar Geir (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.