26.9.2008 | 10:51
Hvað gerist ef síminn verður rafmagnslaus?
Ef tækið til að opna og starta bílnum verður í farsímanum þá lenda menn væntanlega í vandræðum ef síminn verður rafmagnslaus. Þá kemst maður hvorki heim á bílnum né getur hringt til að biðja einhvern um að sækja sig.
Þarf ekki að hafa eitthvað "plan B" í slíkum tilfellum? Reyndar er talað um það í fréttinni að menn geti opnað bílin og startað honum án þess að taka bíllykilin úr vasanum og þá getur það verið spurningin hvort menn þurfa að vera með bíllykilinn á sér til að síminn virki og ef svo er þá er lykillinn sjálfur "plan B". Komi þetta hins vegar í stað bíllykilsins þá geta menn lent í veseni ef síminn verður rafmagnslaus ef ekkert annað getur komið í staðinn til að opna og starta bílnum.
![]() |
Farsími sem virkar eins og bíllykill |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.