31.10.2008 | 14:34
Hver sá um áhættistýringu þessara útgerðafélaga?
Ef útgerðafyrirtækin hafa verið að gera framvirka samninga varðandi gengi þar, sem þau fá greitt ef gengi erledra galdmiðla er undir samningsverðinu þá hljóta þau að hafa gert það vegna þess að þau tapa á lækkuðu verði erlendra gjaldmiðla í sínum rekstri. Ef svo er þá hljóta þau að hagnast á móti ef erlendir gjaldmiðlar hækka í verði eins og nú hefur gerst.
Ef hagnaður útgerðarfélaganna í rekstri af hækkun erlendra gjaldmiðla er minni en tap þeirra af framvirkum samningum þá hafa þeir, sem sjá um áhættustýringu þessara útgerðarfélaga ekki verið starfu sínu vaxnig. Eða getur verið að einhverjir útgerðamenn hafi verið að veðja á lægra gengi krónunnar en framvirka verðið var og þannig verið að nota þessa leið til að "gambla"?
Útgerðir töpuðu á gengisvörnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, hvaða samningar eru þetta? Voru þeir að semja um að þeim yrði borgað fyrir afurðirnar sínar í samræmi við gengi krónunnar?
gummih, 31.10.2008 kl. 15:44
Þeir eru örugglega "long" í kr., þ.e. þeir hafa keypt krónur framvirkt og talið að gengi hennar væri að styrkjast. Ég átta mig ekki alveg á hvað Geir er að fara og skil ekki svona pilsfaldakapítalisma. Þetta eru ákvarðanir teknar voru af þessum fyrirtækjum og þar á bæ verða menn bara að vinna úr því.
Hagbarður, 31.10.2008 kl. 15:52
Hérna er væntanlega um að ræða framvirka samninga varðandi kaup á þeim gjaldmiðlum, sem útgerðirnar hafa tekjur í. Þannig semja þær um það að fjármálafyrirtæki kaupi af þeim tiltekna mynt til dæmis evru, dollar eða pund á tilteknu verði á tiltekinni dagsetningu. Reynist verð viðkomandi gjaldmiðils vera lægra en þetta samningsverð á þessari dagsetningu þá greiðsir fjármálafyrirtækið mismunin en ef verðið er hærra þá greiðir útgerðafyrirtækið mismunin til fjármálafyrirtækisins.
Með þessu er fyrirtæki með tekjur í erlendum gjaldmiðli en útgjöld að mestu í íslenskum krónum að minnka áhættu sína. Ef verðið á íslensku krónunni er hátt þá fást færri íslenskar krónur fyrir tekjurnar í erlendu gjaldmiðlunum og rýir það þá tekjur útflutningsfyrirtækisins. Þess vegna eru þessi fyritæki að gera slíka samninga til að fá það tekjutap að einhverju leiti bætt með slíkum framvirkumj samningum. Í leiðinni afsalar fyrirtækið sér á móti hagnaðinum af veikri krónu til sama fjármálafyrirtækis. Það er því verið að minnka áhættuna með þeim hætti að fá inn peninga þegar gengið er óhagstætt en borga á móti út peninga þegar gengið er hagstætt.
Ef slíkir samningar hafa verið rétt gerðir þá ætti hátt gengi krónunar ekki að vera vandamál. Útgerðirnar þurfa reyndar að greiða stórar upphæðir til fjármálafyrirtækisins en á móti koma auknar tekjur vegna hækkunar á verði þeirra gjaldmiðla, sem útgerðirnar hafa tekjur sínar í. Ef það er ekki staðreyndin þá læðist að manni sá grunur að útgerðirnar hafi verið að veðja á veikingu krónunnar og þannig "oftryggt" sig og sé nú að súpa seyðið af því þegar krónan hrynur.
Sigurður M Grétarsson, 2.11.2008 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.