3.12.2008 | 12:34
Hækkum strax lánshlutfall og hámarkslán ÍLS
Fyrir nokkru var lánshlutfall húsnæðislána hjá ÍLS lækkað úr 90% í 80% að því að sagt var til að draga úr þennslu á fasteignamarkaði. Ég spyr. Hversu mikið meira en orðið er vilja menn að það dragi úr þennslu á fasteignamarkaði áður en menn sjá ástæðu til að hækka lánin aftur?
Einnig tel ég að það þurfi að hækka hámarkslánin strax vegna þess gats, sem orðið hefur á fasteignmarkaðnum við brottfall bankanna af honum. Hámarklánin núna eru 20 milljónir og það dugar illa fyrir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu nema fyrir litlum íbúðum. Það þarf að hækka þetta hámark að minnsta kosti upp í 30 milljónir.
Um 80% hafa misst vinnuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að seljist hlutirnir ekki, þurfi að lækka verðið ?
Garðar Karlsson, 3.12.2008 kl. 12:50
Fyrir hvern? hver er svo vitlaus að fara að taka lán núna vitandi það að lánið á eftir að hækka en fasteignin ekki?
Viðskiptafræðingu huh?
Hum, 3.12.2008 kl. 12:51
90% af hverju? Á meðan verð á húsnæði er langt umfram það sem kostar að byggja sama húsnæði er óráð að miða lánveitingar við ímyndað verðmæti eignar. - Hættum þessu bulli. Það á aldrei aftur að lána fólki eins og gert var og verð á fasteignum er ennþá of hátt.
Geirmundur (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:01
Það fer enginn að taka sér lán í dag á þeim kjörum sem nú eru.
Alveg sama hvort þau séu vísitölutengd (ókomið held ég) eða verðtryggð.
Verðið mun fara lækkandi, það er alveg ljóst. Á meðan flestir ef ekki allir eru að halda að sér höndum, þá sér maður ekki að fólk hlaupi til og auki greiðslubyrði sína með kaupum á fasteign.
Þetta verður sárt fyrir margar fjölskyldur, en verðið fer niður ef engin kaup eru. Og engin kaup verða fyrr en fólk treystir sér að taka á sig þá greiðslubyrði sem verður við þá fjárfestingu. Og það verður ekki á meðan gengið, verðbólgan, óvissa í atvinnumálum osfrv. er eins og það er.
Jahá, 3.12.2008 kl. 13:03
Hærri lánshlutföll liggja nærri rótum lausafjárkreppunar. Engar lausnir að finna nálægt hundrað prósentunum.
Kristján Guðmundsson, 3.12.2008 kl. 15:32
Hum. Það er alveg rétt hjá þér að væntanlega mun húsnæðisverð lækka tímabundið frá því, sem það er nú. Þegar kreppunni linnir mun húsnæðisverð hækka aftur.
Það að ekki er hægt að fá nógu góð lán til að kaupa húsnæði er ein af orsökum lækkaðs verðs á húsnæði. Ef það fer hins vegar þannig að engin vilji taka hækkuð húsnæðislán þá verður engin skaði af því að hækka lánshlutfallið og hámarkslánið. Ef þetta verður hins vegar til að efla húsnæðimarkaðinn þá verður það eitt af því, sem flýtir því að við komumst út úr þeirri kreppu, sem við erum í.
Sigurður M Grétarsson, 3.12.2008 kl. 16:38
Svo má ekki gleyma að einmitt þessi gríðarlega hækkun húsnæðisverðs hefur svo sannarlega hjálpað til við að gera verðbólguna að því sem hún er.
Lækkun húsnæðisverð er einn hlutinn af því sem verður að gerast til að sjá verðbólguna fara niður aftur.
Jahá, 3.12.2008 kl. 17:52
>Það er alveg rétt hjá þér að væntanlega mun húsnæðisverð lækka tímabundið frá því, sem það er nú. Þegar kreppunni linnir mun húsnæðisverð hækka aftur.
Ég ætla svo rétt að vona að það verði ekki raunin, að fólk hafi lært af þessu helvítis góðæri og hætti að viðhalda maskínu sem sprengir upp verðið langt umfram raunmat.
Annars las ég þennan blogg pistil með undrunarsvip, og svo loks hló ég upphátt þegar ég rak augun í "Höfundur er viðskiptafræðingur,".
Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 22:11
Jóhannes. Sú mikla lækkun húsnæðisverðs, sem nú er framundan er lækkun undir raunverð. Þess vegna mun það hækka aftur. Það fer hins vegar eftir því hversu mikill fólksflótti verður frá landinu hversu fljótt það gerist aftur. Það gerist ekki fyrr en við förum að hafa þörf fyrir meira húsnæði en nú þegar er til og þurfum að fara að byggja meira. Þá mun húsnæði í úthverfum vera verðlagt í samræmi við byggingakostnað og hæfilgan arð fyrir verktaka en húsnæði betur staðsett mun síðan bera visst staðsetningarverðmæti umfram það.
Það er því full ástæða til að ætla að húsnæði muni hækka aftur þegar kreppunni linnir.
Sigurður M Grétarsson, 5.12.2008 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.