Hvaða landamæri??

Hvaða landamæri er verið að tala um í þessari frétt að eldflaugum hafi verið skotið yfir. Bærinn Sderot er ekki hluti af Ísrael heldur hluti af ólöglegu hernámssvæði Ísraela frá því í stíðinu 1948 til 1949. Við hverju býst fólk, sem hefur sest að á stolnu landi?

 

Ef íbúar Sderot eru ósáttir við það að réttmætir eigendur þess lands, sem þeir búa á reyni að hrekja þá á brott þá geta þeir bara hypjað sig inn fyrir lögleg landmæri síns eigin ríkis. Ísraelar hafa engan rétt á að byggja ísraelskan bæ á landi, sem ekki tilheyrir Ísrael, í óþökk réttmætra eigenda landsins.

 

Hins vegar verð ég að segja það að ég hefði heldur viljað sjá þessar rakettur Palestínumanna fara inn í ísraelskar herstöðvar heldur en á íbúðabyggð og lít á það, sem heigulshátt hjá þessum herskáu Palestínumönnum að velja skotmörk með óbreyttum borgurum í stað herstöðva. Þeir velja skotmark, sem ekki getur "skotið" á móti. Það breytir hins vegar ekki því að Palestínumenn haf rétt til þess að reyna að hrekja þá landræningja, sem búa í Sderot á brott með öllum þeim ráðum, sem tiltæk eru. Það flokkast einfaldlega undir andspyrnu við ólöglegt hermán og er réttur íbúa hernámssvæða til slíks tryggður í Genfarsáttmálanum og fleiri alþjóðlegum sáttmálum.


mbl.is Livni og Netanyahu hunsa beiðni Olmerts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

svo satt hjá þér.. því miður.

Óskar Þorkelsson, 22.12.2008 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband