Af hverju þarf bara að stöðva vopnaflutninga til annars aðilans?

Gordon Brown telur að stöðva þurfi vopnasendingar inn á Gasa svæðið en nefnir ekki hina augljósu þörf á að stöðva allar vopnasendingar til hins grimma hernámsveldis Ísraels. Það er sem sagt í góðu lagi að senda vopn til aðalgerandans í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs en það má ekki senda vopn til fórnarlamba þeirra svo þau hafi einhvern möguleika á að verja sig. Þessi viðbrögð Browns eru í takt við viðbrögð margar ráðamanna á Vesturlöndum og lýsa með eindæmum miklum tvíkskynnungi.

 

Þegar Sovétmenn hernámu Afganistan á sínum tíma sendu Bandaríkjamenn andspyrnuöflum þar vopn ásamt því að senda þeim menn til að þjálfa þá í notkun þeirra vopna. Með þeim vopnum og þeirri þjálfun drápu andspyrnumenn í Afganistan marga sovétmenn. Hvað er það, sem gat réttlætt dráp andspyrnumanna í Afganistan á Sovétmönnum meðan landið var hernumið af Sovétmönnum gilda ekki um rétt Palestínumanna til að berjast gegn þeim, sem hernema þeirra land?


mbl.is „Mjög hættuleg stund“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þú veltir upp svo erfiðum samvisku spurningum..

Óskar Þorkelsson, 4.1.2009 kl. 12:11

2 Smámynd: Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Við erum svo gersamlega blinduð af heilaþvotti bandarískra fréttavéla

að við neitum að horfast í augu við það að Ísrael er ekki einu sinni ríki

sem stenst alþjóðalög um lágmarksmannréttindi. Það er rasískt ríki sem

mismunar fólki eftir því hvort það er af gyðinglegum uppruna (hvað í andsk.

sem það nú þýðir, Kári Stef. getur kannski svarað því). Ég hef ekkert á móti

Ísraelskum borgurum, frekar en fólki almennt. En lögin og lógíkin sem heldur

þessu furðulega ríki saman er mjög á skjön við lífsskoðun flestra Vesturlandabúa.

Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 5.1.2009 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband