6.1.2009 | 14:50
Lykilatriðið er að afvopna Ísraela frekar en Palestínumenn
Það eru Ísraelar, sem eru hernámsaðilin í þessari deilu. Það eru Ísrelar, sem hafa framið megnið af öllum voðaverkum á þessu landsvæði. Það eru Ísraelar, sem hafa síðustu daga myrt með köldu blóði meira en 500 manns og sært meira en 2.500 mans. Ísraelar hafa reglulga ráðist á nágrannaþjóðir sínar öll þau 60 ár, sem ríkið hefur verið til. Þeir eru núna að ráðast inn á Gasa en réðust á Líbanon árið 2006.
Hegðun Ísraela síðustu áratugi gagnvart nágrönnum sínum sýnir að það eru þeir, sem eru helsta ógnin við frið á þessum slóðum. Ef stöðva á áframhaldandi fjöldamorð á saklausu fólki og enda hernám Ísraela á Palestínumönnum ásamt því að tryggja Palestínskum flóttamönnum örugga heimferð þá er eina leiðin til þess að afvopna Ísraela. Þessi þjóð er einfaldlega ofbeldisþjóð, sem skilur ekkert annað en hnefan í andlitið. Þeir hafa og munu áfram gagna eins langt og þeir komast upp með. Þeir telja sig eiga allt þetta land og munu ekki hætta að ræna af því fyrr en þeir hafa rænt því öllu.
Það er alveg rétt að það þarf að afvopna öll hryðjuverkasamtök. Gleymum ekki í því efni grimmustu, miskunarlausustu og blóði drifnustu hryðjuverkasamtökum Miðausturlanda, ísraelska hernum.
Nú síðast voru að berast fréttir af því að Ísraelar hefðu sprengt í loft upp sjö íbúða fjölbýlishús af því að þeir höfðu vitneskju um að einn háttsettur leiðtogi Hamas byggi í einni af þessum sjö íbúðum. Hann hafði reyndar forðað sér og sinni fjölskyldu úr húsinu eftir að Ísraelar hófu árásir sínar á Gasa og fórst engin úr hans fjölskyldu í árásinni en allir aðrir íbúar hússins fórust. Hversu mikilli villimennsku lýsir það að sprengja í loft upp sjö íbúða hús til að freista þess að ná til eins manns, sem mönnum er illa við? Hvað þarf til að fólk skilji að vandamálið fyrir botni Miðjarðarhafs er fyrst og fremst ofbeldi Ísraela gagnvart nágrönnum sínum en ekki öfugt.
Blair setur fram kröfur Ísraela | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað þarf til að þú skiljir að það er ekki Israelum að kenna að þeir þurfi að krípa til vopna vegna þess að það er alltaf að vera að skjóta flugskeytum á óbreytta borgara þeirra.Bíddu eða er það alveg sanngjarnt.Er það alveg rétt að Palestína megi ráðast á Israel en ekki öfugt.Israelar eru einfaldlega að verja sig og eru langþreyttir á ástandinu sem er þarna.Hamas er í sífelld að skjóta flugskeytum á Israel en vilja svo að ekki er gert neitt við þá.Þetta er eins og að búast við því að ef þú lemur einhvern í andlitið fáiru ekkert til baka.Að auki er þetta rosalega þéttbýlt svæði og það er frekar gott að 1 af hverjum 4 dauðum eru óbreyttir borgarar.Ef 500 óbreyttir hafa dáið þá gera það 1500 Hamas liðar og aðrir herskáir Palestínumenn sem eru að auki fallnir.Þetta er stríð hvenar ætliði að fatta það.Vondir hlutir gerast í styrjöldum.Þarna er mjög einföld hugsun og sú er að vera fljótir inn gera verkið og vera fljótir út.Israel er búið að segja að það vill þetta ekki en veit það vel að ef ekkert er gert þá heldur Hamas bara áfram að skjóta flugskeytum á israelska óbreytta borgara
Brynjar Þorsteinsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 15:12
Ég legg til að fólk kynni sér fyrir hvað Hamas stendur og hver stefna þeirra er! Stefna þeirra er Kóraninn og útrýming gyðinga; næstir verða svo kristnir. Af hverju hafa múslimar ekki losað sig við hryðjuverkamenn eins og Hamas? Jú þeir eru hetjur í augum múslima, hetjur Allah með VIP passa í hóruhús hans. Þá etv. skiljum við þær hættur sem ísraelar búa við.
Brynjar (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 16:31
Brynjar. Það eru Ísraelar, sem eru hernámsaðilinn á þessu svæði en ekki ögurt. Það eru Ísralar, sem hafa kúgað íbúa hernámssvæða sinna af mikilli grimmd í áratugi og reglulega framið fjöldamorð á saklausu fólki meðal þeirra. Þeir voru byrjaðir á þessu löngu áður en Hamas samtökin voru stofnuð.
Ísraelar hafa verið að æfa þessar árásir í 18 mánuði þannig að þetta eru ekki viðbrögð við einverjum rakettuárásum rétt áður en þær hófust. Þeir ætluðu sér alltaf að gera þetta. Þeir ætluðu aldrei að semja um það tímabundna vopnahlé, sem þeir sömdu um við Hamas fyrir hálfu ári. Þeir gerðu það undir þrýstingi frá vinaþjóðum sínum og þá einugis til að blekkja heimsbyggðina. Þeir stóðu aldrei við neitt, sem um var samið. Þeir afléttu ekki umsátrinu um Gasa eins og um var samið heldur þvert á móti hertu það til muna þannig að sá skrotur á lífsnauðsynjum, sem þar var fyrir varð enn verri. Þeir slepptu ekki einum einasta af þeim 11.000 Pelstínumönnum, sem þeir hafa haldið í fangelsum árum saman og að stórum hluta án dóms og laga. Þeir rufu vopnahléð þegar augu heimsins beindust að úrslitum forsetakosninga í Bandaríkjunum og drápu sex menn.
Ísraelar gerðu einfaldlega allt, sem þeir gátu til að tryggja að Hamas vildi ekki framlengja þetta vopnahlé og hefðu sennilega sjálfir fundið ástæðu til þess ef Hamas hefði viljað framlengja. Með öllum þessum ögrunum voru þeir að fá Hamas til að hefja rakettuárásir sínar aftur til að hafa átyllu til að grípa til þessara aðgerða, sem þeir voru búnir að æfa í meira en ár. Ef Hamas hefði ekki hafið þessar árásir hefðu þeir einfaldlega fundið einhverja aðra átyllu til að hefja þessar árásir.
Ef einhver vilji hefði veri fyrir hendi hjá Ísraelum til að stöðva þessar rakettuárásir á ólögleg hernámssvæði þeirra þá hefðu þeir geta gert það með því einfaldlega að standa við sinn hluta vopnahléssamkomilagsins og þannig náð fram framlengingu á því. Hamas menn virtu vopnahéssamkomilagið meðan það var í gildi öfugt við Ísraela. Þeir vildu ekkert annað en að koma Hamas frá og því æfðu þeir innrás á Gasa og ögruðu Hamas meðal annars meðþví að loka 1,5 milljónir íbua Gasa inni og hindra að þeir fengju lífsnauðsynjar til að fá átyllu til að ráðast inn á svæðið. Það mannfall, sem orðið hefur í þessum árásum er eitthvað, sem Ísraelar gátu séð fyrir og því er þetta eru því einfaldlega fjöldamorð framin til þess eins að koma þægilegri viðsemjendum til valda á Gasa.
Hvenær ætlar þú að opna augun fyrir því að það er ofbeldi og landrán Ísraela, sem er vandamálið fyrir botni Miðjarðarhafs? Hvenær ætlar þú að opna augun fyrir því að það Ísraelar eru aðalegrendurnir í ofbeldi fyrir botni Miðjarðarhafs en ekki fórnarlömb þess.
Þó ég sé ekki að réttlæta aðgerðir Hamas eða annarra palestínskra vígamana þá eru þær samt sem áður ekkert annað en afleiðing af ólöglgu hernámi Ísraela og áratuga kúgun þeirra á Palestínumönnum. Ef þú lemur einhvern nógu illa og nógu oft þá endar með því að hann lemur á móti.
Ég fær ekki betur séð að ástæðan fyrir því að Hamas eru hetjur í augum Araba sé sú að þeir standa uppi í hárinu á hinu grimma hernámsveldi Ísrael.
Sigurður M Grétarsson, 6.1.2009 kl. 16:57
Sumir eiga bágt með að skilja. Það myndi engin þjóð bregðast öðruvísi við en Ísraelar gera ef þær væru í sömu stöðu og þeir eru. Ef flugskeytunum rigndi yfir Stokkhólm eða Osló daginn út og inn þá myndi vera brugðist við af hörku. Sama hvað þeir gagnrýna Ísrael þá myndu þessar þjóðir sennilega bregðast við af meiri hörku en Ísraelar gera. Hvað myndu Íslendingar gera ef Seltjarnarnesi væri stjórnað af hópi múslima sem létu flugskeyti rigna yfrir Reykjavík alla daga. Börn og saklaust fólk drepið reglulega og svo framvegis? Íslendingar myndu vera fljótir að kalla á vini sína með stóru vopnin. Trúðu því.
Réttlátur (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 18:32
Er eitthvað réttlæti í því Réttlátur og Brynjar að myrða hundruð manna til að ná örfáum hryðjuverka/andspyrnumönnum? Hvað hafa margir Ísraelar látið lífið á þessum 60 árum á móti föllnum Palestínumönnum. Ég held að þó að stöku heimagerðri eldflaug væri skotið á Osló, þá myndu Norðmenn ekki samþykkja að myrða saklausa, konur og börn til að refsa fyrir það. Hvað finnst þér réttlætanlegt að myrða marga Palestínumenn fyrir hvert morð á Ísraela? Er ásættanlegt að myrða konur, börn og gamalmenni til að ná til fárra hryðjuverka/andspyrnumanna? Heilu íbúðablokkirnar og jafnvel barnaheimili? Bænahús? Skóla? Sjúkrahús? Finnst þér í góðu lagi að nota klasasprengjur á þéttbýlu svæði? Fosfórsprengjur? Eða helgar tilgangurinn meðölin? Má fara offari þegar varist er?
"Collateral damage"
Georg P Sveinbjörnsson, 6.1.2009 kl. 21:36
réttlátur og brynjar skilja ekki að hernámið kom á undan hamas.. Hamas er óskilgetið afkvæmi ógnarstjórnar ísraela..
eggið og hænan jú nó
Óskar Þorkelsson, 6.1.2009 kl. 21:49
Þið búið í ævintýraheimi að halda að aðrar þjóðir myndu bregðast öðruvísi við en Ísraelar gera ef þær væru í sömu stöðu.
Hvað mynduð þið vilja að væri gert ef Seltjarnarnes, eða einhver staður nálægt heimili ykkar og skóla barnanna ykkar, væri undir stjórn múslima sem létu flugskeytunum rigna yfir ykkur daginn út og inn? Það er búið að reyna semja í áratugi og EKKERT fær stoppað árásirnar nema að íslenska þjóðin yfirgefi hreinlega heimili sín og Ísland eins og það leggur sig.
Þið mynduð kannski býða með hendur í skauti og býða eftir að næsta barn í sama skóla og börnin ykkar væri myrt og/eða örkumlað og næsta barn og næsta barn og næsta og næsta....
Réttlátur (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 04:29
Allar siðaðar þjóðir myndu fyrst reyna allar aðrar leiðir til að fá flugskeytaárásum hætt en þá að fara fram með hernaði. Það hafa Ísraelar svo sannarlega ekki gert. Ef sú leið myndi ekki duga þá myndu allar siðaðar þjóðir fara inn og ráðast beint á þá aðila, sem eru að skjóta flugskeytunum en ekki strádrepa sakaust fólk í hefndarskyni.
Höfum það í huga að Hamas virti það tímabundna vopnahlé, sem þeir gerðu við Ísraela. Það gerðu Ísraelar ekki. Þeir sviku öll atriði samkomulagsins og þeir rufu vopnahléð í byrjun nóvember með árásum, sem urðu sex Palestínumönnum að bana. Þess vegna ákváðu Hamas liðar að framlengja ekki vopnahléð. Ef Hamas hefði boðist til að framlengja það þá hefðu Ísraelar að öllum líkindum hafnað því vengna þess einfaldlega að þeir ætluðu alltaf að fara út í þessar árásir. Þeir voru búnir að æfa þær í 18 mánuði.
Þessi tímasetning hentar Ísraelum mjög vel. Það er kyrrstaða í bandarískum stjórnmálum því það er búið að kjósa nýjan forseta en hann hefur ekki formlega tekið við völdum. Flest þjóðþing í Evrópu eru í jólafríi. Þegar Barak Obama hefur formlega tekið við völdum og þjóðþing Evrópu eru komin úr jólafríi verða þessar aðgerðir Ísraela um garð gengnar.
Þessar aðgerðir hafa þrennan tilgand hjá Ísraelum.
Að auka vinslældir ríkisstjórnar Ísraels fyrir kosningar í næsta mánuði.
Að gera tilraunir með nýtt og hryllileft vopn, sem Ísraelar eru að þróa.
Að koma Hamas frá völdum á Gasa svo hægt sé að koma til valda stjórn, sem er auðsveipari Ísraelum og er líklegri til að gefa meira eftir en Hamas í friðarsamningum við Ísrael. Þannig eru meiri líkur á að hægt verð að semja um þá afarkosti, sem Ísraelar hafa hingað til boðið Palestínumönnum upp á í friðarviðræðum.
Ef Ísraelar hefðu viljað auka öryggi sinna borgara hefðu þeir einfaldlega getað staðið við vopnahléssamning sinn við Hamas og sleppt því að rjúfa það. Þannig eru góðar líkur á að vopnahléð hefði verið framlengt. Það hentaði hins vegar ekki stjórnvöldum í Ísrale því þau ætluðu sér alltaf að fremja þessi fjöldamorð á Palestínumönnum.
Sigurður M Grétarsson, 7.1.2009 kl. 11:49
Nákvæmlega Sigurður.
Georg P Sveinbjörnsson, 7.1.2009 kl. 15:49
"Allar siðaðar þjóðir myndu fyrst reyna allar aðrar leiðir til að fá flugskeytaárásum hætt en þá að fara fram með hernaði"
Þú getur kannski upplýst heiminn um hvaða leiðir það eru sem myndu láta Hamas hætta að myrða saklausa borgara?
Réttlátur (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 22:14
Að myrða konur og börn með köldu blóði og varpa sprengjum með krabbameinsvaldandi rýrðu úrani, klasasprengjum og álíka andstyggð á þéttbýli fjölskyldufólks virkar ekki, elur aðeins á hatri og algerum viðbjóði á Zíonistum og þankagangi þeirra. Sem betur fer er fullt af Gyðingum sem býður við aðferðum og hugmyndafræði þeirra...en mega sín lítils.
Georg P Sveinbjörnsson, 8.1.2009 kl. 00:30
Þú getur kannski upplýst heiminn um hvaða leiðir það eru sem myndu láta Hamas hætta að myrða saklausa borgara?
Réttlátur
Það er búið að margreyna sverðið.. kominn tími á brauðið td.
En israelar hafa negan áhuga á friði.. þeir eru í morð og kosningaham þessa stundina.. 400 dauðir palestínukrakkar geta tryggt Livni forsætisráðherrastól..
Óskar Þorkelsson, 8.1.2009 kl. 00:43
"Það er búið að margreyna sverðið.. kominn tími á brauðið td."
Ertu að segja að Hamas hætti að myrða saklaust fólk ef þeim eru borgaðir peningar eða eitthvað þessháttar?
Það má benda á að það er yfirlýst stefna Hamas að hætta ekki fyrr en þeir hafa þurrkað Ísrael út af landakortinu.
Þú veist kannski betur?
Réttlátur (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 02:43
Réttlátur. Hamas virtu vopnahéð við Ísraelar meðan það gilti. Þeir hófu ekki árásir sínar fyrr en eftir að það rann út. Ísraelar rufu það hins vegar í byrjun nóvember og þar að auk stóðu þeir ekki við sinn hluta þess á nokkurn hátt. Þeir afléttu ekki einangrun Gasa, heldur þvert á móti hertu á henni. Þeir slepptu ekki einum einasta af þeim 11.000 Palestínumönnum, sem eru í halgi í ísraelskum fangelsum og hafa margir verið árum saman án dóms og laga.
Hefðu Ísraelar staðið við sinn hluta samkomulagsins og sleppt því að rjúfa vopnahléð þá hefðu Hamas örugglega verið tilbúnir í að framlengja það. Þessi brot Ísraela á vopnahléssamkomulaginu voru klárlaga til þess ætluð að koma í veg fyrir að það yrði framkvæmt vegna þess að Ísraelar ætluðu sér alltaf að ráðast inn á Gasa á þessum tíma enda búnir að æfa þá árás í 18 mánuði. Hefðu Hamas líðar ekki gert þessar rakettuárásir hefðu þeir bara fundið einhverja aðra tilliástæðu.
Markmiði Ísraela með þessum árásum eru helst þessi:
Að bæta stöðu stjórnarflokkana í kosningum í næsta mánuði.
Að fá tækifæri til að prófa nýtt vopn, sem þeir eru að þróa.
Að koma Hamas frá völdum á Gasa svo hægt sé að fá þar stjórn, sem er líkegri til að semja um vopnahlé án þess að Ísraelar kviki frá þeim afarkostum, sem þeir hafa hingað til boðið og geta í besta falli kallast niðurlægjandi uppgjafarskilmálar fyrir Palestínumenn.
Það er bara tilliástæða að um sé að ræða aðgerð til að bæta öryggi ísraelskra borgara því það hefði verið hægt að gera með því að virða vopnahéð og fá því framlengt. Ef það hefði ekki gengið upp hefði verið hægt að ná til Hamas liða til að stöðva árásirnar án þess að fremja fjöldamorð á saklausum Palestínumönnum. Sá hluti er fyrst og fremst ætlaður til að geta skoðað hvernig nýja vopnið virkar á mannslíkaman.
Sigurður M Grétarsson, 8.1.2009 kl. 11:18
Þú ert merkilegur maður. Þú fullyrðir að það hefði verið hægt að ná til Hamas liða án þess að saklausir borgarar myndu lenda í skotlínunni. Kannski að þú getir líka gert fleiri kraftaverk í svipuðum dúr. Stríð án dauðsfalla svo dæmi sé tekið. Þú verður að fyrirgefa, ég held að það sé ekki hægt að ná til Hamas liða án þess að saklausa fólkið sem kaus þá yfir sig lendi í skotlínunni.
Þess væri óskandi að hægt væri að vinna ill öfl með góðu, en í raunveruleikanum eru það bara draumórar að svo sé.
Réttlátur (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 12:13
uff að menn skuli eyða meira en tveimur færslum á óskráða nafnlausa einstaklinga..
Óskar Þorkelsson, 8.1.2009 kl. 12:45
Af hverju er talað um eldflaugar Hamas en engin grein gerð fyrir nýjasta drápstæki ísraela? Myndir af því hvernig þetta viðbjóðslega vopn fer með fólk. EKKI fyrir viðkvæma!
US and Israel targeting DNA in Gaza? The DIME Bomb: Yet another genotoxic weapon
Ævar Rafn Kjartansson, 8.1.2009 kl. 14:22
israelar eru viðbjóður.. allir sem einn.
Óskar Þorkelsson, 8.1.2009 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.