12.2.2009 | 14:08
Þá vantar bara lóð undir mosku.
Nú hafa Búddistar, sem iðka Búddisma á tælenska vísu fengið lóð undir sitt búddahof. Þá vantar bara að klára afgreiðslu umsóknar félags Múslima á Íslandi um lóð og þá getum við ekki lengur talist mismuna trúarbrögðum. Ég skora á borgaryfirvöld að fara að taka sig saman í andlitinu og klára það mál.
Það stafar engin hætta af slíkri mosku eins og sumir fordómafullir múslimahatarar vilja halda fram. Moska mun ekki gera neitt annað en að gera mannlífið hér á landi litríkara og þar með skemmtilegra.
Búddahof í Hádegismóa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það má víst ekki mismuna fólki efir trú....en það er bara gert....
TARA, 12.2.2009 kl. 14:18
Góðan dag; Sigurður, og aðrir skrifarar og lesendur, hér á síðu !
Sigurður ! Reyndu ekki; að leggja að líku, sjálfsagðan rétt friðsamra Bhúddatrúarmanna, sem villimennsku kenningarinnar frá Mekku, til viðveru hér, sem og hins, að Thailendingar, sem flest trúsystkina þeirra, liggja ekki, eins og mara, á gestgjöfum sínum, eins og alþekkt er, með þá Múhameðsku.
Fyrir jú; utan það, að Múhameðs fylgjarar, eru svona, álíka leiðinlegir viðfangs, sem bandarískir heimsvaldasinnar - ESB kyrjarar, innlendir sem erlendir (hverjir liggja hundflatir, undir þýzka hrægamminum), svo og;; að ógleymdum,, íslenzkum Sjálfstæðismönnum, Sigurður minn.
Bhúddatrúarmenn; sem skurðgoða dýrkendur Hindúa trúar, eru aufúsugestir hér, í samanburði, við hin leiðindin.
Eða; hefir þú ekkert lært, af sögunni, Sigurður minn ?
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 14:46
Heyr heyr Óskar Helgi
Ingi (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 14:56
Frábært inlegg Óskar !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 15:15
Óskar. Það, sem kemur upp í hugan þegar maður les innlegg þitt er; fordómar, fáfræði og alhæfingar.
Islamstrú er byggð á Biblíunni og er hvorki ofbeldisfyllri trú né inniheldur meiri kvennfyrirlitningu en Kristni. Það á við um öll trúarbrögð að seinni tíma menn túlka hana að sínum viðhorfum og einnig þannig að þeir haldi sínum völdum. Það koma engin trúarbrðöðg í hálfkvist á við Kristni hvað varðar ofbeldi og fjöldamorð í nafni trúarinnar þegar horft er í gegnum söguna. Því er það þannig að þegar kristnir menn eru að gagnrýna Islam út frá þeirri forsendu að um sé að ræða ofbeldisfull trúarbrögð þá eru þeir svo sannarlega að kasta steini úr glerhúsi.
Þeir múslimar, sem ég hef kynnst hér á landi eru frisðsemdarfólk og jafn gegnir og gildir Íslendingar og ég og þú.
Það land, sem ekki vill heimila múslimum að reisa Mosku til trúariðkunar getur ekki talist land þar, sem trúfrelsi ríkir. Þar með getur það ekki talist land þar, sem almenn mannréttindi eru virt enda er trúfrelsi einn af stærstu þáttum mannréttinda.
Óskar. Þessi orð þín segja meira um þig en fylgjendur Islam. Það sama á við um þá, sem hrósa innleggi þínu.
Jú ég hef lært af sögunni. Eitt af því, sem ég hef lært er það að fordómar leiða aldrei af sér neitt gott.
Sigurður M Grétarsson, 12.2.2009 kl. 16:19
Komið þið sæl; á ný !
Sigurður minn ! Um leið; og ég vil þakka þeim Inga og Birgi Guðjónssyni, drengilegar, sem raunsæjar undirtektir, tel ég hyggilegast, að vorkenna þér, afskaplega, þurrleg viðhorf, sem þann fáránlega kvitt, að vitna til Biflíunnar, hver er jú, þrátt fyrir allt, afar þurr aflestrar, svo ég vísi nú, til öllu skemmtilegra lesefnis, sem er; Edda, Snorra frænda míns Sturlusonar.
Fordómar; segir þú. Sé ekki betur; en að þessi illska, hver frá Mekku er sprottin, dæmi sig sjálf, með ágætum, svona dags daglega.
Og annað; Sigurður minn. Þeir Múhameðsku, sýna hundum afar mikla ónærgætni, sem mörgum annarra dýrategunda, og það eitt og sér, ætti að duga til, að forsmá afglapa hátt þessarrar myrku bábilju. Mér skilst; á fróðum mönnum, að þessi fífl, hver við Mekku fáfræðinnar loga dvelja, álíti hundinn ''óhreinann'', líkt og blessað svínið. Hvers; eiga þessi dýr, að gjalda, svo dæmi séu tekin, Sigurður fjölfræðingur góður, og alvísi ?
Ég er jú; dýravinur, að upplagi, og leiðist mjög, þegar skítugir kufla karlar, í Mið- Austurlöndum, sem víðar, hrekkja dýrin, fyrir jú, utan framkomu þeirra sjálfra, gagnvart sínu eigin fólki, reyndar,, Sigurður minn.
Þeir Múhameðsku; hverjir hér búa, mættu alveg, snúa sér, til trúar, á okkar Hvíta Krist, eða þá,, jafnvel, Óðinn Allsvaldanda. Yrðu ekki; menn að minni, fyrir bragðið.
Og; reyndu nú, að læra ögn betur, af sögunni, Sigurður minn.
Með beztu kveðjum; á ný /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:02
mér finnst þetta bara gott mál.. og taíland er skrifað svona Siggi á íslensku.. Taíland !!
Þetta búddamusteri verður byggt fyrir utanaðkomandi peninga svo það sé enginn miskilningur á ferðinni með það að við þurfum að borga þetta.. að auki mun þetta færa íslandi sárt saknaðan gjaldeyrir því þetta mun verða norðlægasta buddah musteri heims.. og verndað af konungsfjölskyldu Taílands...
Varðandi mosku.. þá eru þær hávaðamengun
Óskar Þorkelsson, 12.2.2009 kl. 17:40
Óskar Þorkelsson. Glamur í kirkjuklukkum á sunnudagsmorgni eru líka hávaðamengun. Það er alveg hægt að setja mörk um það hversu mikinn hávaða og á hvaða tímum sólahrings múslimar megi viðhafa í sinni mosku. Ég er ekki viss um að það sé eins mikil "hávaðamengun" frá moskum á Vesturlöndum eins og í Miðausturlöndum.
Hvað varðar virðingaleysi við hunda eins Óskar Helgason talar um þá er það líka þannig í löndum austur Asíu að hundar eru lægstir í virðingastiganum af öllum dýrum. Þú getur til að mynda ekki móðgað tælending meira en að kalla hann hund.
Óskar Helgason virðist líka setja samasemmerki milli múslima og Araba. Honum til fróðleiks vil ég nefna það að aðeins lítill hluti múslima eru Arabar. Fjölmennasta ríki múslima er Indónesía en þeir eru ekki Arabar.
Andstaða margra við mosku hér á landi byggir á mikilli alhæfingu og þröngsýni hjá fólki, sem veit lítið eða ekkert um Islam eða múslima.
Sigurður M Grétarsson, 13.2.2009 kl. 11:06
Komið þið sæl; á ný !
Sigurður ! Veit ekki betur; en að klukknahljómur kirknanna hafi komið okkur, sem honum höfum vanist, tiltölulega óskemmdum, út í lífið. Hvílík fásinna; af þinni hálfu, að líkja þessu Mekku svartholi, við heilbrigð samfélög, annars staðar, í veröldinni.
Um leið; og ég þakka einnig, liðveizlu nafna míns, Þorkelssonar, sem annarra, vil ég benda þér á; Sigurður minn, að líkast til þarft þú, að umgangast þennan dekurlýð þinn, og finna þar með, á eigin skinni, hvers lags mannskapur þarna er á ferð.
O; vissi jú víst - Indónesía hefði mátt halda sinni fornu andatrú, hver mestan part ríkti þar, áður en della Múhameðs náði, að myrkva hugi landsfólksins, þar eystra.
Og annað; Sigurður minn. Arabar splundruðu kirkjusamfélögum Norður- Afríku, á sínum tíma, líkt og þeir rústuðu hinu forna ríki Sassanída, austur í Persíu. Tvær margra ástæðna fyrir, að ég mun aldrei geta litið þessa skratta réttu auga. Sjáðu drengur, hversu heimsbyggðin væri auðugri menningarverðmæta ýmissa, hefði þessi andskotans della, frá Mekku og nágrenni ekki náð, að sá eitri sínu, allt of víða, Sigurður minn.
Betur jefði orðið; hefðu Arabar haldið sig, við hin ágætu skurðgoð Baalshamin - Malakbel og Aglibol, svo dæmi séu tekin, og lausir við grillur þær, sem Múhameð dreifði, þeirra á meðal, þar með. Hvílíkur munur, hefði svo orðið, Sigurður minn.
Með beztu kveðjum; sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 12:29
Óskar Helgi. Ég hef umgengist múslima. Það býr einn í blokkinni minni og er hin ágætasti nágranni. Fyrir þó nokkrun árum voru tveir múslimar í mínum vinahópi. Uppi til hópa er þetta hið ágætasta fólki og á engan hátt verra en kristið fólk.
Hvað varðar eyðingu á menningarverðmætum í fortíðinni þá hafa engir verið jafn ötulir við það og kristnir menn. Það var til dæmis miklum menningarverðmætum eytt af kristnum mönnum í Ameríku og þá sérstaklega Suður Ameríku af kristnum mönnum á þeirri forsemdu að þessi verðmæti tilheyrðu villutrú. Þekking okkar á fornri menningu Suður Ameríku er fyrir vikið mun fátæklegri en hún annars væri.
Það er rétt að klukknahljómur kirknanna hefur ekki skemmt neinn á sálinni frekar en bænaköll múslima. Hins vegar get ég alveg sagt þér að þegar ég var ungur og einhleypur maður á djamminu um hverja heldi og bjó í nágrenni við Hallgrímskyrkju þá bölvaði ég þessum klukknahljómi á hverjum sunnudagsmorgni óg óneitanlega er ónæði af þessu fyrir fólk, sem vill sofa almennilega út á sunnudagsmorgnum.
Hvað varðar meinta ógn eða ónæði af mosku hér á landi þá er því til að svara að það hefur verið til moska í mörg ár í Ármúlanum og það hafa fáir tekið eftir því. Ekki hafa þar verið búnir til neinir ofbeldismenn og þaðan af síður sjálfsmorðsárásarmenn heldur fer þar fram uppbyggjandi mannræktarstarf rétt eins og í kirkjum landsins. Hægt er að sjá allt um þetta hér:
http://www.islam.is/podlinki/f.htm
Sigurður M Grétarsson, 13.2.2009 kl. 13:02
Komið þið sæl; enn sem fyrr !
Sigurður ! Fjarri fer því; að við náum samþykki, í þessum málum öllum, nema,............. ég tek fyllilega undir, með þér, hvað varðar ófyrirgefanlegan yfirgang kristinna manna, í Suður - Mið og Norður- Ameríku, á sínum tíma, í garð Indíánanna.
Auðvitað; væri Vesturheimur auðugri, í mannlífi öllu, hefðu frumbyggjarnir mátt halda sínum upprunalegu gildum.
Virði einurð þína; til varnar þinni málafylgju, að öðru leyti, Sigurður minn.
Með beztu kveðjum; sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 14:05
gera hádegismóa að trúarlegum "frístað".. byggja synagógu við hliðina á moskunni og hafa þessar tvær fyrir neðan buddistana enda er buddisminn elstur..
Óskar Þorkelsson, 13.2.2009 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.