22.2.2009 | 23:15
Kjafæði
Það er ekki bannað samkvæmt EES samningnum að einstök ríki setji takmarkanir á rétt banka undir þeirra eftirliti til að stofna útibú í öðrum EES löndum. Það hafa Bretar gert. Breskum bönkum er óheimilt að stofna útibú í öðrum EES löndum. Vilji þeir vera með starfsemi í öðrum EES löndum þá verða þeir að gera það í formi dótturfélaga og þar með á ábyrgð þeirra landa, sem dótturfélögin eru skráð í. Ef við hefðum gert það þá stæðum við ekki uppi með Icesave skuldirnar.
Það var því sofandaháttur þeirra stjórnvalda, sem voru við völd þegar fyrstu Icesave reikningarnir voru stofnaðir, sem er ein stærsta orsökin fyrir því hvernig komið er fyrir okkur. Þegar búið var að stofna þessa reikninga og safna umtalsverðum innistæðum á þá var erfiðara um vik að fara að banna þetta án þess að reyna fyrst að fá Landsbankan til að færa sína reikninga yfir í dótturfélög. Slíkt hefði getað verið túlkað, sem vantraustsyfirlýsing íslenskra stjórnvalda á Landsbankann og þar með valdið honum umtalsverðum skakkaföllum.
EES samningurinn hefur orðið okkur Íslendingum til mikillar hagsældar enda opnað okkur ýmsa möguleika á EES svæðinu. Að öllum líkindum væru lífskjör okkar Íslendinga verri en þau eru í dag ef við hefðum ekki gert þann samning þó við stæðum þá uppi með alla bankana í innlendum rekstri. Ef einhver mistök er hægt að færa upp á það að hafa gert EES samningin þá felast þau í því að ganga ekki enn lengra og gerast aðilar að ESB og taka upp Evru. Ef við hefðum gert það á sínum tíma þá væru bankarnir okkar að öllum líkindum enn starfandi þó þeir væru vissulega í erfiðleikum. Það er allavega ljóst að þeir hefðu ekki lent í þeim mikla gjalderisskorti, sem þeir lentu í og var aðalástæðan fyrir falli þeirra vegna þess að þá væru nánast öll innlán í þeim í Evrum, sem er sá gjaldmiðill, sem nánast allar erlendu skuldir þeirra voru í.
Það hefur verið fullyrt að bæði Írland og Austurríki stæðu í sömu sporum og við ef þær þjóðir hefðu ekki verið aðilar að ESB og verið aðilar að evrópska myntsvæðinu.
Hvernig væri að Björn Bjarnason hætti í afneitun og viðurkenni að það var slægileg frammistaða hans og annarra ráðamenna seinustu ár, sem kom okkur Íslendingum í þá stöðu, sem við erum nú í. Þetta er ekkert annað en ómerkilg smjörklípa til að reyna að draga athyglina frá eigin sök í þessu máli.
Aðild að EES réð úrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algjörlega rétt athugað að mínu áliti. Og mér skils að landsbankinn hafi þurft leifi frá seðlabanka til að geta þetta. Og einnig til að minka byndiskylduna á reikningunum. En svo kemur að þessari spurningu fyrir mig. Viljum við samfélag með banka eins og þeir voru starfræktir. Er ekki gott að þeir féllu og er ekki gott að við erum ekki með evru.
Ég er svo innilega sannfærður að þetta verður séð sem mesta lán í óláni sem yfir þjóðina hefur komið.
Og evran suckar feitt að mínu áliti. Esb er ok að mörgu leiti en evran er arðrán í gylltum búning. Og er skammsýnin í hnotskurn.
Vilhjálmur Árnason, 22.2.2009 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.