Hvenær ætla íslensk stjórnvöld að hætta að styðja grimmilegt hernám Kínverja á Tíbet?

Það er ekki nokkur vafi að hernám Kínverja á Tíbet var hernám á sjálfstæðu ríki. Þetta er því bæði ólöglegt hernám auk þess, sem fekki er hægt með nokkrum hætti að verja það út frá siðferðilegu sjónarmiði.

 

Hvenær ætla íslensk stjórnvöld að taka sig saman í andlitinu og standa með Tíbetum í sjálfstæðisbaráttu sinni? Ingigjörg Sólrún Gísladóttir varð sér og íslensku þjóðinni til mikillar minnkunnar þegar hún sagði að Ísland styddi stefnuna um "eitt Kína". Þetta snýst ekki um Kína eitt og sér. Tíbet er annað land.

 

Ingigjörg fordæmdi réttilega framferði Ísraela gegn Palestínumönnum um síðustu áramót. Þó Ísraelar hafi komið fram við Palestínumenn af mikilli grimmd þá er það barnaleikur samanborið við þá villimennsku, sem Kínverjar hafa sýnt Tíbetum. Að því er mér skilst hafa Kínverjara drepið um 1,2 milljónir Tíbeta í sjálfri innrásinni og þegar þeir hafa barið niður uppreisnir þeirra.

 

Það er komin tími til að Ísland og aðrar þjóðir fari að fordæma þetta hernám Kínverja og gera skýlausa kröfu um að þeir hypji sig á brott frá Tíbet og það strax.


mbl.is „Tíbetar búa við helvíti á jörðu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef verið í samskiptum við VG undanfarið og áður en þeir komust til valda um málefni Tíbets. Þá voru þeir allir af vilja gerðir til þess að hreppa atkvæði mitt og sögðust tala fyrir mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti þjóða og friði í heiminum.

Svo kom það í kvöldfréttum á RÚV, eftir að VG var komið í stjórn, að ríkisstjórnin styddi stefnuna um "eitt Kína" og innlimun Tíbets í Kína. S.s skítugu ummælin hennar Ingibjargar.

Þá sendi ég annan tölvupóst og spurði útí þetta - ekkert svar komið eftir tvær vikur. Þá sendi ég annan og hef ekki enn fengið svar og nú er um mánuður síðan ég spurði þá út í fréttina. Utanríkisráðuneytið svarar heldur ekki eins og venjulega.

Þessir pólitíkusar svara auðvitað ekki, eftir að þeim er ljóst að þeir fá ekki mitt atkvæði, því þeim er sama um mannréttindi. Pólitíkusar hugsa aðeins um peninga og völd, það er mín reynsla.

Ég hef líka sent fyrirspurnir á Vísindavefinn þar sem er áróðursgrein um ástandið í Tíbet eftir Geir Sigurðsson, sem er lektor í kínverskum fræðum. Það lítur út fyrir að Geir hafi tekið að sér að dreifa kínverskum áróðri hér á landi. Í greininni á Vísindavefnum stendur meira að segja að í Tíbet sé trúfrelsi og að Búddisminn blómstri.

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=31955

Hérna er áróðursgreinin, það gæti þurft fleiri en mig til þess að fá þá til þess að taka þessa vitleysu niður. 

Matthías (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 12:22

2 identicon

Hér er áhugaverð vefsíða sem gefur smá upplýsingar um sögu Tíbet og baráttuna fyrir sjálfsæði þess.

 http://www.rangzen.org/

 Takk fyrir ábendinguna á vísindavefinn Matthías.

Gunnar (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 13:57

3 identicon

Grein Geirs á Vísindavefnum er vissulega dapurleg og vont að vita til þess að hún sé birt á vefsíðu sem fólk tekur oftar en ekki mark á.

Ég verð að viðurkenna að Samfylkingin og Vinstri Græn ollu mér miklum vonbrigðum með ummælunum um "eitt Kína" og það sem mér finnst enn verra er að það virðist ekki vera hægt að fá útskýringar frá þeim varðandi þessa afstöðu. Ég sendi fyrirspurn til Ingibjargar Sólrúnar eftir að hún lét hafa eftir sér að ríkisstjórnin styddi "eitt Kína" og núna, heilu ári síðar, hef ég enn ekki fengið nein svör. Mér finnst sorglegt að Íslendingar, sem eitt sinn börðust fyrir eigin sjálfstæði, ætli að hunsa baráttu Tíbeta fyrir frelsi og sjálfstæði síns lands.

Björg S. Hermannsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband