Samfylkingin hefur svarið við þessu. Netkosning.

Svo virðist, sem Samfylkingin sé eini flokkurinn á Íslandi, sem er koninn inn á 21 öldina hvað varðar framkvæmd prófkjörs. Þar á bæ nota menn bara internetið. Nú þurfa Sjálfsæðismenn á Suðurlandi að fresta talningu atkvæða þangað til á morgun. Samfylkingin á Suðurlandi var hins vegar komin með niðursöðu á sínu prófkjöri rétt rúmum klukkutíma eftir að því lauk.

 

Í dag var verið að klára prófkjör Samfylkingarinnar í kjördæminum á höfuðborgarsvæðinu og ég efast um að klukkan verði orðin meira en átta áður en niðurstaða liggur fyrir. Tölvuhræddum var boðið upp á hefðbundna pappísrkosningu í þeim kjördæmum og það gæti tafið talningu eitthvað, sérstaklega ef um mörg vafaatkvæði verður að ræða, sem þarf að úrskurða um.


mbl.is Lengja þurfti kjörfund vegna ófærðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Þormóðsson

Þið eigið hrós skilið fyrir það! En því miður eruð þið ennþá á miðöldum er kemur að stjórnmálum!

Þorsteinn Þormóðsson, 14.3.2009 kl. 18:11

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Getur þú útskýrt það hvernig við erum meiri forngripir í stjórnnmálum en til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn. Flokkurinn, sem vill helst ekki auka lýðræði með Persónuvali, vill ekki taka upp samvinnu við lýðræðisþjóðir í Evrópu í efnahagsmálum þjóðinni til heilla og vill viðhalda miðalda lénsskipulagi í sjávarútvegsmálum.

Sigurður M Grétarsson, 14.3.2009 kl. 21:16

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Kom on Ksristinn. Þessi athugasemd hjá mér var í það minnsta mun fralgeri en greinin þín. Fór það kanski fyrir brjóstið á þér að ég kallaði þessa leið lýðskrum og talaði um það, sem ljótan leik að gefa fólki í örvæntingum yfir erfiðri fjárhagsstöðu falsvonir með leið, sem ekki gegnur upp.

Þessi hugmynd Framsóknarmanna er varla komin frá fólki með mikið vit á hagfraæði eða fjármálafræðum. Allavega ekki þeim, sem halda að við getum klínt þessu yfir á erlendu kröfuhafana. Það má vel vera að ég endurtaki rök mín á síðunni þinni en sleppi í leiðinni að tala niður til Framsóknarflokksins í leiðinni en öll rökin í athugasemd minni standa. Miðað við greinina þína, sem athugasemdin er við sýnist mér að þú hafir ekki efni á að ásaka aðra fyrir að skrifa órökstutt bull.

Sigurður M Grétarsson, 16.3.2009 kl. 13:21

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he gaman að því að menn hendi út skoðunum sem þeim sjálfum f innst vera ekki nægjanlega rökstuddar.. og að maður tali nú ekki um þegar þeir hafa þessa setningu á haus bloggsíðunnar :

KP er áhugamaður um opinskáa umræðu um þjóðmál. 

btw.. 20 % leiðin er lýðskrum dauðans.. og auðvitað kemur hún frá framsókn.

Óskar Þorkelsson, 17.3.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband