Ég var einmitt að hugsa á þessum nótum.

Helsti kosturinn við þessa lausn er sú að með þessu gefur VG ekkert eftir og svíkur ekki sína kjósendur því væntanlega kjósa þingmenn VG gegn þessu á Alþingi. Samfylkingin tekur reyndar þá áhættu að þetta verði fellt. Það gæti gerst þannig að þingmenn Sjálfstæðisflokks og VG kjósi allir eftir flokkslínunni en þingmenn Framsóknarflokksins, Borgarahreifingarinnar og Samfylkingar kjósi allir eftir eigin sannfæringu. Ég geri fastlega ráð fyrir að það séu ESB andstæðingar innan allra SOB flokkanna.

 

Hins vegar held ég að SOB ríkisstjórn verði örugglega mjög veik ríkisstjórn og að hún nái aldrei sömu festu í því að taka á efnahagsvanda þjóðarinnara eins og núverandi ríkisstjórn. Eins tel ég útilokað að ríkisstjórn með aðild Framsóknarflokksins samþykki fyrningarleið í sjávarútvegi þannig að það mál mun ekki fara í gegn öðruvísi en að SF og VG haldi ríkisstjórnarsamstarfinu áfram.

 

Einnig myndi þurfa að fara út í einhvers konar flata skuldaniðurfellingaleið ef Framsóknarflokkur og Borgarahreyfingin verða með í ríkisstjórn en ég hef áður útskýrt hvers vegna það er afar slæmur kostur að fara þá leið.


mbl.is Björgvin G.: Mögulegt samkomulag vegna ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband