11.5.2009 | 15:06
Förum úr fríðindasamkeppni yfir í verðsamkeppni. Látum korthafan greiða kostnaðinn.
Ég tel að það eigi að banna það með lögum að söluaðili sé látin greiða þóknun vegna notkunar bæði debit- og kreditkorta. Ég tel að það eigi að láta korthafan greiða allan kostnaðinn. Ef það er gert þá fer samkeppni kortafyrirtækja úr samkeppni um fríðindi yfir í hreina verðsamkeppni í þjónustugjöldum. Þar með munu þjónustugjöld lækka verulega. Þetta mun lækka vöruverð um, sem nemur sparnaði söluaðila vegna þess að þeir sleppa við þjónustugjöldin. Þar með munu meira að segja þeir, sem nota þessi kort spara svo ekki sé talað um þá, sem ekki nota kort.
Mér skilst að Amerikan Express séu með langhæstu þjónustugjöldin og á móti langmestu fríðindin fyrir korthafa. Með því að viðskiptavinir færi sig yfir í AE til að fá meiri fríðindi þá eykst kostnaður söluaðila við þjónustugjöld og það leiðir til hækkaðs vöruverðs.
Vilja láta stöðva auglýsingu Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fínn pistill, það er kominn tími til að einhver sjái í gegnum þetta rugl sem er í gangi með þetta American Express kort. Þarna er verið að bjóða viðskiptavinum fríðindi í boði söluaðila, semsagt verslana.
Meðal þjónustugjald söluaðila af venjulegu greiðslukorti er í kringum 2%, en af American Express er það í kringum 4%. Sem þýðir að söluaðilinn er að borga öll fríðindin og gott betur.
Finnst komi tími til að þessi kortafyrirtæki séu tekinn í gegn með þetta.
HH (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.