Hvað með eðlilega þróun byggða Palestínumanna í Austur Jerúsalem?

Ísraelar réttlæta hér enn meiri byggðir sínar á stolnu landi með því að það þurfi að heimila "eðlilega þróun byggðar" á þessum stöðum. Þeir hafa hins vegar aldrei heimilað Palestínumönnum að byggja hús í Austur Jerúsalam þá rúmu fjóra áratugi, sem þeir hafa haldið henni hernundri. Þeir heimila hins vegar auknar byggðir gyðinga á því stolna landi.

 

Þetta er ekkert annað en þjóðernishreinsun, sem þarna fer fram í Austur Jerúsalem, framkvæmt með það í huga að styrkja samningsstöðu Ísraela um borgina þegar til friðarsamninga og stofnunar ríkis Palestínumanna kemur.

 

Það sama á við um þessar nýju gyðingabyggðir Ísraela á hernumdu svæði á Vesturbakkanum. Þessum byggðum er einmitt ætlað það hlutverk að styrkja samningsstöðu ísraela þegar kemur að skiptingu landsins milli Ísraels óg nýs ríkis Palestínu. Það segir mér það engin að ekki séu til svæði innan löglegra landamæra Ísraels, sem hægt sé að byggja húsnæði fyrir þetta fólk. Ísraelar ættu ekki að vera að þenja út ólöglegar byggðir sínar á hernumdum svæðum heldur ættu þeir að vera að leggja þær niður, sem eru þar fyrir.

 

Þessar byggðir þeirra á hernumdum svæðum eru ekki bara ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum heldur er vera þeirra líka með öllu siðlaus. Það er ekkert til, sem réttlætir eina einustu þeirra.


mbl.is Ísraelar svara Clinton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

heyr heyr

Óskar Þorkelsson, 28.5.2009 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband