30.6.2009 | 09:12
Af hverju labbaði hann ekki bara í vinnuna?
Kom on. Við erum að tala um Djúpavog. Hvað ætli þessi maður þurfi að fara mörg hundruð metra í vinnuna? Nær það einum kílómeter? Ætli hann hefði ekki komist á réttum tíma í vinnuna ef hann hefði einfaldlega labbað í vinnu og til baka og síðan ráðist á plastfilmuna eftir að heim var komið?
Hað eru menn í svona litlu plássi eiginlega að meina með því að fara á bíl í vinnuna? Eru menn algerlega fótalausir?
Djarfur hrekkjalómur á Djúpavogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski vinnur eigandi bílsins ekkert á Djúpavogi. Hugsaðirðu út í það? ;)
Eyrún (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 09:15
Vissulega er það möguleiki. Hitt er þó líklegra enda vinna flestir íbúar Djúpavogs innan plássins.
Ég var þarna að benda á það hversu mikið er orðið um það í litlum plássum að fólk fer á bíl í vinnuna þó aðeins sé um að ræða nokkur hundruð metra.
Sigurður M Grétarsson, 30.6.2009 kl. 09:59
he he þekki nokkur dæmi á Hvolsvelli.. þeir sem vinna í SS fara oftast nær á bíl í vinnuna þótt þeir búi innan við 1000 metra frá vinnustað...
Óskar Þorkelsson, 30.6.2009 kl. 11:43
Óskar þú gerir dáldið lítið úr þessum 1000 metrum - þetta eru MILLJÓN millimetrar!
Hannes Baldursson (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 19:44
Kannski er fólk bara fótalúið Siggi minn...
Góða skemmtunn um helgina
Guðný Einarsdóttir, 3.7.2009 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.