Hvað hefur þessi blaðagrein með "gyðingahatur" að gera?

Alltaf eru stuðningsmenn Ísraela við sama heygarðshornið. Ef einhver vogar sér að gagnrýna Ísraela eða ásaka þá um grimmdarverk þá er viðkomandi ásakaður um "gyðingahatur" eða "gyðingafordóma". Í þessu tilfelli eru það bæði stjórnvöld í Ísrael og forseti samtaka gyðinga í Svíþjóð, sem fara í þær skotgrafir.

 

Hvorki gagnrýni né fordæming á aðgerðir þjóðríkisins Ísrael geta flokkast undir "gyðingahatur" eða "gyðingafordóma". Það er algerlega óháð því hvort gagnrýni er málefnanleg og verðskulduð eða ekki né heldur því hvort fordæming á rétt á sér eða ekki. Slíkt er ekki gyðingahatur frekar en að gagnrýni eða fodræming á aðgerðum Rússa teljist vera hatur eða fordómar á fylgjendum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar eða gagrýni eða fordæming á aðgerðum Englendinga teljist vera hatur á fylgjendum ensku biskupakirkjunnar.

 

Það getur reyndar alveg vel verið að gyðingahatur sé ástæða þess að einhver ber Ísraela röngum sökum þó svo þurfi alls ekki að vera og því getur gagnrýnin eða fordæmingin, sem slík ekki talist vera gyðingahatur.

 

Það er farið að misnota þetta mjög mikið og margir hafa fengið yfir sig ásakanir um gyðingahatur fyrir málefnanlega og verðskuldaða gagnrýni á Ísraela. Þetta er ekkert annað en lágkúruleg leið til að reyna að þagga niður í gagnrýnisröddum á Ísraela. Sjálfur hef ég fengið vænan skammt af slíku yfir mig af öfgafullum stuðningsmönnum Ísraela.


mbl.is Sænskir gyðingar gagnrýna Ísraela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Telst það grimmdarverk að verja land sitt,verja ísaelska borgara fyrir flugskeytaárásum og hryðjuverkum ? Er þetta ekki réttur hvers lands að koma í veg fyrir morðtilræði ?

Telst það grimmdarverk þegar bandaríkjamenn verja lands sitt,samanber her þeirra i Afganistan og írak ?

Hvað með her breta þar ? Var það grimmdarverk þegar her breta og bandaríkjamanna fóru í stríð við þjóðverja?

Góði besti lestu um glæpi og hryðjuverk palestínuhamasliðanna á netinu ,youtube og á pallywood.Grimmdin,heiftinn og hatrið í þeim er ótrúlegt.Meira að segja littlu saklausu börnin vilja drepa og eyðileggja.Þetta fólk vill ekki frið.Meira að segja hafa múslimaríkin í kringum palestínu fengið sig fullsadda af glæpum þeirra og hafa ekki minnsta áhuga á að hjálpa þeimæ.

Svona mikið hatur hef ég aldrei heyrt í ísraelskum börnum.

kolli (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 23:38

2 identicon

Heyrðu Kolli, Þessi grein hefur ekkert með gyðingahatur að gera. Talað er um Ísraels her. Er ekki bara málið að útskýra og afsanna þessar "gróusögur", ef þetta er svona mikið út í hött? Þetta "hólókostvæl" er farið að eyðileggja ansi margt fyrir gyðingum og þeir sjálfir orðnir þreyttir á því margir hverjir. Það má ekki segja neitt nú orðið, því alltaf er verið að "særa og móðga" einhverja sem nota tækifærið til að blása upp og leiða umræðuna á aðrar brautir. En það er auðvitað snilldar pólitík ;) Ef það eru ekki gyðingar, þá eru það múslímar og aðrir trúaðir, osfr.  Ég var að hlusta á einn gyðing hér í Svíþjóð sem var einmitt að tala um þetta í útvarpinu í gær (man ekki hvað hann heitir......). Og talað er um fleiri lönd með líkamspartasölu:

"Heta länder för den här illegala verksamheten är Pakistan, Filippinerna och Kina, där man tror att organen tas från avrättade fångar. Men starka misstankar finns också hos palestinier att deras unga män har fångats in, och som i Kina och Pakistan ofrivilligt fått agera organreserv innan de dödats."

http://www.aftonbladet.se/kultur/article5652583.ab

Kveðja/ Vala

vala (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 09:48

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Kolli. Það eru Ísraelar, sem eru árásaraðilinn í þessari deilu. Það eru þeir, sem  hafa hernumið/stolið landi af Palestínumönnum og eru enn að. Þeir eru því að mestu að verja ólölglega hernumið land en ekki land, sem þeir sjálfir eiga.

Bandaríkjamenn eru ekki að verja land sitt í Afganistan og Írak enda þau lönd langt frjá þeirra landi. Þessi stríð eru háð til að ná fram ákveðnum markmiðum Bandaríkjamanna í Miðausturlöndum og þá aðallega olíuhagsmunum Bandaríkjamanna.

Það er hægt að sjá mörg glæpaverk Palestínumanna á netinu og það er einnig hægt að sjá mörg glæpaverk Ísraela á netinu. Ísraelar eru mun stórtækari í grimmdarverkum heldur en Palestínumenn.

Ástæðan fyrir því að mörg börn í Palestínu hata Ísraela er fyrst og fremst sú að þau hafa orðið vitna að grimmdarverkum þeirra á hernumdu svæðunum. Þau hafa horft upp á heimili sín og/eða heimili fólks þeim námkomnum eyðilögð af Ísraelum af fullkominni grimmd. Þau hafa horft upp á nána ættingja og vini myrta með köldu blóði af Ísraelum. Það hafa ekki mörg ísraelsk börn orðið vitni að slíku.

Sigurður M Grétarsson, 25.8.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband