16.11.2009 | 20:25
Grófar rangfærslur hjá Hagsmunasamtökum heimilanna
Meginrök Hagsmunasamtaka heimilanna í þessari yfirlýsingu fyrir greiðsluverkfalli eru röng þannig að í þeim felast grófar rangfærslur. Það er einfaldlega rangt að hægt sé að nota varúðarniðurfærslur á lánasöfnum gömlu bankanna við sölu þeirra til nýju bankanna til að dreifa út eftir geðþótta annað hvort til að lækka skuldir yfir línuna eins og hagsmunasamtökin leggja til eða til að dreifa út til vildarvina. Þessi varúðarniðurfærsla er einungis fengin út með hefðbundnum aðferðum við að reikna út verðgildi hlutabréfasafna.
Niðurfærslurnar eru að mestu leiti ætlað að dekka óhjákvæmileg útlánatöp vegna slakrar greiðslugetu skuldara en einnig eru verulegar niðurfærslur á myntkörfulánum vegna trúar manna á að krónan styrkist og þar með lækki höfuðstóll þeirra lána sjálfkrafa. Einnig kemur þar til niðrufeærsla vegna lána með föstum vöxtum, sem eru undir markaðsvöxtum í dag á sambærilegum lánaskuldbingingum. Bankarnir munu þurfa að fjármagna þau lán út lánstíman með dýrari lánum og því þurfa þeir niðurfærslur til að mæta því.
Það, sem þessum niðurfærslum er ekki ætlað að mæta eru afskriftir lána að hluta til hjá lánþegum, sem geta greitt sínar skuldir. Það er því ekki gert ráð fyrir neinum slíkum niðurfærslum við verðmat lánasafnanna. Fullyrðingar Hagsmunasamtaka heimilanna um allað eru einfaldlega rangar.
Hafi einhver verið þeirrar skoðunar að hugsanlega væri hægt að nota þessar niðurfellingar til flatrar niðurfellingar lána á þeirri forsendu að hugsanlega væri greiðslugeta skuldara venmetin við verðmat lánasafnann hugsanlega í ljósi hinna miklu affalla og því væri svigrúm til einhverra flatra lækkana þá slær endurskoðunarákvæði á verði lánasafnanna árið 2012 þær væntingar endanlega út af borðinu.
Staðreyndin er nefnilega sú að þeir 600 milljarðar, sem þessi skuldabréfasöfn eru nú færð niður um eru aðeins til bráðabyrgða miðað við verstu spár um vænt innheimtuhlutfall lánasafnanna. Þetta er því miðað við vænt innheimtuhlutfall miðað við að hér fari allt á versta veg. Árið 2012 á síðan að endurskoða áætlun um vænt innheimtuhlutfall og verður verðið á skuldabréfasöfnunum þá endurskoðað og verði væntingar um innheimtuhlutfall þá hærra en þessi bráðabyrgðaáætlun gerir ráð fyrir þá eiga bankanrir að greiða viðbótagreiðslur fyrir lánasöfnin, sem því nemur.
Við þá endurskoðun verður að sjálfsöðgu aðeins miðað við niðurfærslu vegna þeirra atriða, sem kröfuhafarnir í þrotabú bankanna hafa samþykkt að taka á sig. Þeir hafa aðeins samþykkt að taka á sig óhjákvæmileg útlánatöp vegna þeirra, sem ekki geta greitt sínar skuldir að fullu, lækkun höfuðstóls myntkörfulána vegna styrkingar krónunnar ásamt öðrum hefðbundnum þáttum, sem almenn leiða til verðfellingar skuldabréfasafna eins og til dæmis lán með föstum vöxtum undir markaðsvöxtum.
Til að útskýra þetta dæmi skulum við gera ráð fyrir að öll 600 milljarða upphæðin séu á afsriftir vegna óhjákvæmilegra útlánatapa og þá miðað við að allt fari hér á versta veg og að þær upphæðir liggi allar hjá bönkunum. Síðan er ákveðið að fara að kröfum Hagsmunasamtaka heimilanna um "leiðréttingu lána heimilanna". Samkvæmt upplýsingum á bloggi Marinós Njálssonar er þetta sennilega pakki upp á 250 milljarða. Gerum ráð fyrir að af því séu 40% eða 100 milljarðar kröfur, sem eru hvort eð er tapaðar en 150 milljarðar eru kröfur, sem hefði verið hægt að ná inn ef þessar niðurfærslur heðfu ekki verið framkvæmdar. Enn eru þá eftir 350 milljarðar af varúðarniðurfærslunni.
Gerum síðan ráð fyrir að þegar endurkoðunin fer fram árið 2012 sé búið að afskrifa 200 milljarða í viðbót vegna lántaka, sem ekki geta greitt sínar skuldir og að gert sér ráð fyrir að enn þurfi að afskrifa 100 milljarðar í viðbót af sömu ástæðum.
Þetta lítur hugsanlega ágætlega út hjá sumum. Það er aðeins búið að afskrifa og "leiðrétta" lán upp á 450 milljarða og fyriséð að það þurfi að afskrifa 100 milljarða í viðbót eða samtals 550 milljarða. Það ættu því að vera 50 milljarðar eftir að bráðabyrgðaniðurfærslum skulanna og segja forráðamenn bankanna að það sé þar með sú upphæð, sem þeir þurfi að greiða til viðbótar til þrotabúa gömlu bankanna.
Kröfuhafarnir í þrotabú gömlu bankanna samþykkja það hins vegar ekki. Þeir segjast aðeins hafa samþykkt niðurfærslur á móti óhjákvæmilega töpuðum skuldum. Þær samanstandi aðein af þeim 100 milljörðum af flötu niðurfærslunni, sem hvort eð er hefðu tapast, þeim 200 milljörðum, sem hafa tapast til viðbótar við það og þeim 100 milljörðum, sem reikna má með að tapist í viðbót við það. Þetta gera samtals 400 milljarðar og þar með þurfi bankarnir að greiða 200 milljarða til viðbótar fyrir lánasöfnin. Þar, sem lögmenn nýju bankanna geta ekki sýnt fram á að nema 100 milljarðar af þeim 250 milljörðum, sem gefnir voru eftir í upphafi hafi verið tapaðar skuldir verður það niðurstaðan.
Þá standa bankarnir frammi fyrir því að þurfa að greiða 200 milljarða í viðbót fyrir lánasöfnin en eiga aðeins 150 milljarða eftir af varúðarniðurfærslunni og standa þar að auki frammi fyrir því að þurfa að afskrifa 100 milljarða í viðbót. Þeir þurfa því að fjármagna 50 milljarða annars staðar frá en úr varúðarniðurfærslunni til að fjármagna viðbótagreiðslurnar í þrotabú gömlu bankanna og þar að auki 100 milljarða til að mæta þeim útlánatöpum, sem þeir eiga eftir að lenda í.
Samtals þurfa nýju bankarnir því að fjármagna 150 milljarða í viðbót við það, sem þeir fengu í varúðarniðurfærslur og það er þá beint tap þeirra á kaupum sínum á skuldabréfaöfnum gömlu bankanna og það fé þurfa þá eigendur nýju bankanna að leggja fram til að geta haldið áfaram rekstri bankanna. Væntanlega verður engum öðrum eigendum til að dreifa en ríkinu. Aðrir eigendur eins og kröfuhafar nýju bankanna munu varla vera tilbúnir til að koma með meira fé af hræðslu við að stjórnvöld leiki sama leikinn aftur og lækki eignasöfn bankanna með einu pennstriki með því að lögfesta lækkun á höfuðstólum lána í skuldabréfsöfnum þeirra.
Reyndar er líllegast að þeir muni fara í mál við ríkissjóð strax og sú lagsetning kemur til framkvæmda á grunvelli eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar og þar mun ríkissjóður væntanlega verða dæmdur til að greiða þeim tapið á grunvelli eignarréttarákvæðisins.
Það er því deginum ljósara að það er útilokað að nota varúðarniðurfærslur á skuldabréfasöfnum bankanna til að fjármagna þá "leiðréttingu" sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa krafist. Það þarf því að fjármagna þá "leiðréttingu" með öðrum hætti og sá pakki mun að mestu eða öllu leyti lenda á skattgreiðendum. Það atriði út af fyrir sig útilokar engan vegin það að rétt geti verið að fara í eihverjar flatar niðurfærslur út frá réttlætissjónarmiði. Menn verða hins vegar að taka ákvörðun um slíkt með opin augun með það hvað slíkt kostar og á hverjum sá kostnaður lendir.
Við munum aldrei geta átt vitrænar umræður um kosti og galla slíkrar niðurfellingar skulda við aðila, sem neitar að horfast í augu við kostnaðinn, sem lendir á skattgreiðendum og öðrum, sem ekkert hafa til sakaar unnið eins og greiðsluþegum lífeyrissjóða. Meðan Hagsmunasamtök heimilanna neita að horfast í augu við raunveruleikann í þeim efnum er því ekki hægt að eiga vitrænar viðræður við þau um þetta mál.
Að sama skapi er ekki hægt að ræða kosti og galla niðurfærsna skulda heimilanna meðan stór hluti almennings, jafnvel meirihluti, stendur í þeirri meiningu að hægt sé að nota varúðarniðurfærslur skuldabréfasafnanna til að fjármagna "leiðréttingu" skulda. Menn geta jú ekki tekið vitræna afstöðu til aðgerða, sem kosta skattgreiðendur gífurlegar upphæðir meðan menn halda að þær kosti skattgreiðendur lítið, sem ekkert.
Það er því ljóst að þær hugmyndir, sem þáverandi formaður Hagsmunasamtaka heimilanna kom fram með á fundi í Iðnó um daginn um það hvernig fjármagna á þær "leiðréttingar" á lánum heimilanna, sem samtökin gera kröfu um gengur ekki upp og eru því byggðar á loftköstulum en ekki raunveruleikanum.
Það er mjög alverlegt að afvegaleiða umræðuna um leiðir til að hjálpa skuldugum heimilum með rangfærslum um kostnað við þær og það hvar hann lendir. Það að ginna fólk í greiðsluverkfall á grunvelli slíkra rangfærsna er síðan að bíta höfuðið af skömminni.
Vonandi fer almenningur fljótlega að átta sig á lýðskrumi og rangfærslum Hagsmunasamtaka heimilanna og fer að skoða leiðir til hjálpar heimilum í skuldavanda út frá réttum forsendum. Áður en það gerist verður erfitt fyrir stjórnvöld að ná samstöðu með almenningi um raunhæfar og sanngjarnar leiðir til lausna á vandamálinu.
Boða nýtt greiðsluverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Sigurður,
Getur þú útskýrt hvernig þú færð þær upplýsingar sem þú hefur um meðhöndlun á niðurfærslu lána? Hefur þú starfað hjá fjármálastofnun við niðurfærslu og afskriftir útlána?
Sem aðili sem þekkir mjög vel til þessara ferla innafrá þá sýnist mér þú alls ekki skilja hvernig þessum málum er háttað innan fjármálastofnana. En endilega útskýrðu hvar þú færð hugmynd um hvernig þessu er háttað.
abc (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 22:46
Ég hef mínar upplýsingar úr fjölmiðlum auk þess að vera viðskiptafræðingur og hafa þannig ákveðna þekkingu á verðmati skuldabréfa. Það hefur komið skýrt bæði í fjölmiðlum og í umræðum á alþingi að kröfuhafar í þrotabú bankanna hafa ekki gefið eftirt eina einustu krónu umfram það, sem þeir hafa neyðst til að gera samkvæmt almennum reglum um söluandvirði skuldabréfasafna. Þeir hafa ekki tekið í mál að gefa eftir eina einustu krónu í afskriftir til lántaka, sem geta greitt sínar skuldir. Einnig hefur ákvæðið um endurskoðun á verðmati skuldabréfasafnanna árið 2012 komið fram bæði í fjölmiðlum og í umræðum á Alþingi.
Þetta dæmi, sem þarna er sett upp lýsir því þessu máli vel og ætti að gera endanlega út um bullið um að hægt sé að nota varðúðarafskriftir lánasafnanna til almennrar niðurfærslu.
Svo ég spyr því þig, naflausi bloggari, hvaðan koma þínar upplýsingar um að þetta sér rangt hjá mér? Hvaðan koma þínar upplýsingar um samningana um varúðarafskriftir lánasafna gömlu bankanna?
Endilega útskýrðu hvar þú hefur þínar upplýsingar um þessa ferla innanfrá? Endilega útskýrðu hvernig þessum málum er háttað innanf fjármálastofnana og hvar þú hefur fengið þær upplýsingar. Síðast en ekki síst væri skemmtilegra svo ekki sé talað um trúverðugra ef þú kæmir fram undir nafni með þær upplýsingar og útskrýrir þannig betur en annars hvernig þín þekking á þessum málum er til komin.
Sigurður M Grétarsson, 22.11.2009 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.