Ísraelsmann "felldu" en Palestínumenn "myrtu".

Ísraelsmenn "felldu" sex Palestínumenn og þrír þeirra eru grunaðir (þó ósannað) um að hafa "myrt" Ísraela fyrr um morgunin. Getur þetta kallast hlutlaus fréttaflutningur?
mbl.is Sex féllu í aðgerðum Ísraelsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, palestínskir hrydjuverkamenn myrtu sjö barna födur sem ferdadist í bíl sínum. Er thad ekki mord ad skjóta saklausan vegfaranda? Hvad vaeri thad kallad á Íslandi?

S.H. (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 12:19

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Er það ekki líka morð að drepa sex Palestínumenn?

Svo skulum við ekki gleyma því að ísraelskir "landránsmenn" (út í hött að kalla þá landnema) geta ekki talist saklausir vegfarendur. Þeir eru hluti af ólöglegu hernámsliði Ísraela. Það má því deila um það hvort það telst morð eða til vopnaðrar andspyrnu gegn hernáminu að vega þá. Vopnuð andspyrna gegn hernámi telst lögleg samkvæmt alþjóðalögum og flokkast, sem sjálfsvörn hernuminna þjóða.

Sigurður M Grétarsson, 26.12.2009 kl. 12:27

3 Smámynd: Gestur Halldórsson

Sæll Sigurður.

Skilgreining á morðum og drápum er að borgarar eru myrtir en herskáir skæruliðar og morðingjar eru drepnir.

Gestur Halldórsson, 26.12.2009 kl. 13:02

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Gestur. Í fyrsta lagi liggur engin sönnun fyrir því að þeir Palestínumenn, sem ísraelsku hermennirnir myrtu hafi gert neitt af sér. Aðeins einn þeirra var vopnaður og er það ekki óalgengt á þessum slóðum enda um varasamt svæði að ræða og því þurfa menn að gera varið sig.

Svo skulum við ekki gleyma því að það eru fyrs og frems Ísraelar, sem eru að myrða saklust fólk á þessu svæði og er nú einn dagur í að ár sé frá upphafi grimmilegra fjöldamorða þeirra á saklausu fólki á Gasa. Aðgerð, sem rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreint, sem stríðsglæp.

Gleymum ekki þeirri staðreynd að grimmustu og blóði drifnustu hryðjuverkasamtök í Miðausturlöndum eru ísraesli herinn.

Gleymum ekki þeirri staðreynd að íbúar landránsbyggða Ísraela eru ekkert síður saklaust fólk en vígamenn Palestínumanna. Ef þeir, sem berjast gegn hernámi missa við það þá vernd, sem óbreyttir borgarar á herámssvæðum hafa samkvæmt alþjóðalögum þá á það líka við um þá, sem berjast með hernáminu til dæmis með því að setjast að á hernumdu (stolnu) landi og leggja þar með sitt á vogaskálarnar til að festa hernámið (landránið) í sessi.

Þessu munur á orðnotkun í þessaru frétt getur því ekki talist til annas en hludrægni í fréttaflutningi.

Sigurður M Grétarsson, 26.12.2009 kl. 13:09

5 identicon

Þessi sama rannsóknarnefnd úrskurðaði líka Hamas sekt um stríðsglæpi. Það er enginn heilagur í þessu stríði.

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 13:15

6 identicon

Ég er nokkuð viss um að í Þýskalandi nazistanna hafi fólk í frönsku afspyrnuhreifingunni verið kallað hryðjuverkamenn sem réðust að ósekju og úr launsátri gegn saklausum hermönnum foringjans.

Árni Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 15:46

7 identicon

Mikið óskaplega eru þið "vinstra liðið" einræktuð. Ég er orðinn handviss um það að kindin Dollý hafi ekki verið fyrst !

Stalín hefur eflaust verið faðir einræktunar, klónað rétta fólkið, það hlýtur að vera því annars væri fjöldi skoðanabræðra ykkar nálægt núllinu. Í það minnsta, þá er kassaskyggni ykkar er mun meira en lík, hún er ALVEG eins !!

Listinn ykkar er yfirleitt svona...

USA og Ísrael er verst, kristni kemur í öðru sæti, þar á eftir flestar hefðir og reglur vestur Evrópubúa og að lokum kemur Davíð Oddsson og sjálfstæðisflokkurinn...

Þið eruð svooooo döpur !! Það er ekki vegna haturs ykkar á D flokknum, nei, það er vegna BLINDU ykkar gagnvart samfylkingunni !!

runar (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 19:15

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þegar skoðanir á morðum eru leiddar austur til Stalins í Moskvu o "afgreiddar" þar sé ég ekki ástæðu til annars en að halda kjafti.

Árni Gunnarsson, 26.12.2009 kl. 20:07

9 identicon

Ímyndum okkur viðskiptafræðing sem bíður eftir strætó í Kópavogi.

Skyndilega birtist grímuklæddur maður með stóran hníf sem brytjar niður tilvonandi strætófarþegan.

Klukkustundu síðar á RÚV heyrist þetta „grímuklæddur einstaklingur felldi viðskiptafræðing fyrir stundu.“

Mánuði seinna á RÚV: „Landhelgisgæslan myrti, með köldu blóði, blásaklausan grímuklæddan mann sem grunaður var um að fella mann í Kópavogi.“

(Þarna er auðvitað búið að leggja niður Víkingasveitina eins ESB flokkarnir vilja, svo LHG þarf að sprengja grímuklædda manninn í tætlur.. og svo verður hún náttúrulega líka lögð niður mánuði seinna að vilja ESB flokkana.)

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 20:39

10 identicon

Það er rétt hjá þér Árni, þetta var púðurskot, ég sé það þegar blóðið í mér hefur kólnað.

En grunnur fyrri færslu minnar er sá að hugmyndafræði/pólitík virðist móta fólk mun meir en virðist kannski við fyrstu sýn.

Ef menn leggjast í smá/örlitla  rannsóknavinnu á baklandi bloggara þá má sjá mun meira en "vissa" fylgni milli stjórnmálaskoðana og almennra skoðana á lífinu yfirleitt, fylgnin er ótvíræð !!

Listinn sem fylgdi með fyrra innleggi er nokkuð nærri "shitlist-anum" hjá vinstra liðinu, röðin ekki alltaf sú sama og stundum komast álverin á topp fimm.

Fyrra innlegg, þótt tengingin við pistilinn væri óljós, var tileinkað samfélagslegu meini, fötlun fólks sem sér allt svarthvítt, glæpurinn gerist einungis í öðru hvoru horninu, aldrei á miðjunni. Þótt allir viti að sjaldan veldur einn er tveir deila, þá á það ekki við í málefninu sem hinn óþekkti bloggari leggur ást á.

Gjörsamlega óþolandi hugsunarháttur !!!

Ég er vissulega engin undantekning og mínar skoðanir eru alls ekki betri en annarra. Ég sé þó, meira en margir geta sagt, að þarna má ég bæta mig.

runar (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 21:00

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svavar, þetta sem þú spyrð um (verk hetjunnar þinnar í dönsku andspyrnuhreyfingunni) var bæði hryðjuverk og morð – m.a. morð á saklausum börnum. Réttlætir þú þau morð í alvöru?

En það er ekki að spyrja að Sigurði M. Grétarssyni; hans hugur (í innlegginu kl. 12:27) er greinilega sá að réttlæta dráp þessara Palestínumanna á ísraelska landtökumanninum.

Jón Valur Jensson, 27.12.2009 kl. 02:43

12 Smámynd: Björn Heiðdal

Fyrir nokkru birtist grein í sænsku dagblaði þar sem haldið var fram að Ísraelski herinn hirti líffæri úr dauðum palenstínuaröbum.  Auðvitað varð allt vitlaust í Ísrael.  Sendiherrann í Svíþjóð heimtaði fordæmingu ríkisstjórnarinnar á greininni og morðhótunum rigndi yfir blaðamanninn.  Sama gerðist þegar danskt blað birti skrípamyndir af Múhamed.  Munurinn var þó aðeins fleiri lönd mótmæltu enda múslimar töluvert fjölmennari en gyðingar.

Í báðum dæmunum neituðu ríkisstjórnir viðkomandi landa að fordæma blöðin fyrir bitringarnar.  Kannski er munurinn á þessum tveimur dæmum að í öðru er um guðlast nokkra skopmyndateiknara að ræða en í hinu ósk um rannsókn á meintun stríðsglæpum og umfjöllun um dæmi sem styðja það.

Þegar kemur að frelsi fjölmiðla til að birta guðlast eða ásakanir um stríðsglæpi tel ég að þeir hafi fullt frelsi til þess.  En stjórnvöld í Ísrael og múslimaheiminum eru greinilega ósammála.  

Björn Heiðdal, 27.12.2009 kl. 10:39

13 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þarna hafa nokkrir komið inn á eitt dæmið um mismunandi viðhorf til drápa borgara hernumdra ríkja á borgurum hernámsríkisins. Við lítum almennt á andspyrnumenn úr seinni heimstyrjöld, sem drápu þjóðverja meðan á hernáminu stóp, sem hetjur en ekki hryðjuverkamenn eða morðingja. Þeir drápu oft óbreytta borgara, bæði hernámsliðsins eða fólk, sem aðstoðaði hernámsliðið og einnig konur, sem lögðu lag sitt við þýska hermenn.

Ég hef ekki verið að réttlæta dráp á einum né neinum heldur aðeins að benda á að það er engin munur á því þegar Ísraelar drepa palestínska vígamenn og þegar Palestínumenn drepa ísralelka landræningja. Báðir aðilar missa þá vernd, sem óbreyttum borgurum er tryggð í alþjóðalögum með framferði sínu. Það er hluti af löglegri vopnaðri andspyrnu að vega landræningja Ísraela rétt eins og að vega ísraleka hermenn.

Stóra málið í þessari færslu minni snýst hins vegar um þá hlutdrægni MBL í frétt sinni að tala um að Palestínumennirnir hafi verið "vegnir" en Ísraelinn var "myrtur". Hvorugt tilfellið er hægt að réttlæta unfram hitt.

Þessi frétt fjallaði ekki bara um víg mannanna, sem voru grunaðir (án sönnunar) um að hafa banað landræningjanum heldur líka um víg þriggja manna, sem höfðu það eitt sér til sakar unnið að vera á svæði, sem Íslaelum líkaði ekki við að þeir væru á. Þessir menn voru ekki á ólöglegum stað heldur voru það ísraelku hermennirnir, sem voru það enda hernám Ísraela ólöglegt. Þessir hermenn skutu án þess að kanna aðstæður. Ekki veit ég hvort rétt er að þessir menn hafi ætlað að gera einhverja árás eða verið að safna brotajárni en að er óásættanlegt að þeir séu skotnir á færi án þess að það sé kannað rétt eins og það er óásættanlegt að menn séu teknir af lífi án dóms og laga vegna gruns að hafa get eitthvað án þess að nokkur sönnun liggi fyrir því.

Kanski öfgamaðurinn Jón Valur Jensson telji allt í lagi að skjóta Palestínumenn á færi bara ef grunur liggur á einhverju í þeirra fari en skrif hans hingað til um málefni Ísraela og Palestínumanna benda til þess enda lítur hann á Palestínumenn, sem grimma hryðjuverkamenn, sem herja á saklausa Ísraela og hann sér ekkert athugavert við ólöglegt hernám þeirra á Paelstínu og telur reyndar að þetta land sér réttmæt eign Ísraela.

Sigurður M Grétarsson, 27.12.2009 kl. 13:26

14 Smámynd: Svavar Bjarnason

Jón Valur.

Ég sé að stjórnendur moggabloggsins gerðu innskráningu mína óvirka, en þá duttu út öll komment mín frá þvi í gær og fyrradag. En nú er ég búinn að innskrá mig aftur á annarri tölvu.

En spurning mín um verk dönsku andspynuhetjunnar var um skilgreiningu manna á hryðjuverki og hetjudáð.

Hefur þú séð kvikmyndina The dirty dusin ?

Þetta var bara kvikmynd en hefði getað verið raunveruleiki. Þarna voru greinilega miklar hetjur á ferð.

Ef þú hefur séð kvikmyndina, hvert er þitt álit?

Svavar Bjarnason, 27.12.2009 kl. 18:01

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Svavar, ég hef ekki séð kvikmyndina The dirty dusin.

Sigurður M. Grétarsson kallar mig "kristna öfgamanninn", án þess að bera það við að reyna að sanna ásökun sína með tilvitnun í mig, en er það kannski hann sjálfur, sem er öfgamaður?

Því fer fjarri, að ég " telji allt í lagi að skjóta Palestínumenn á færi, bara ef grunur liggur á einhverju í þeirra fari," eða að ég líti á alla Palestínumenn "sem grimma hryðjuverkamenn, sem herja á saklausa Ísraela." Þá hef ég ekkert verið að lýsa neinu yfir um hernám Ísraelsmanna á landinu á Vesturbakkanum, nema hvað ég álít það hafa verið réttmætt í byrjun, sem varnaraðgerð í stríði, en geri nú ráð fyrir, að Sameinuðu þjóðirnar hafi síðan sitt að segja um það eftir á.

En Sigurður sjálfur segir hér: "það er enginn munur á því þegar Ísraelar drepa palestínska vígamenn og þegar Palestínumenn drepa ísralelska landræningja." Ég er alls ekki sammála því. Það er Sigurður sem greinlega telur leyfilegt að drepa ísraelska landtökumenn á færi. Hann getur litið á landtökuna sem glæp, en er hún verð dauðarefsingar?

Hvernig er annars að hafa hér á meðal okkar Íslending sem lítur svo á, að suma menn – óvopnaða og ekki með árásartilburði né með dæmdan höfuðglæp á bakinu – megi drepa á færi?

Já, hver er hér öfgamaðurinn í siðaðra manna samfélagi?

Jón Valur Jensson, 27.12.2009 kl. 23:19

16 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón. Ég hef ekki sagt að það sé í lagi að drepa nokkurn mann á færi. Það eina, sem ég hef sagt er að það er engin munur á drápum Ísraela á palestínskum vígamönnum og drápum Palestínumanna á ísraelskum landræningjum. Ef það er morð að drepa ísraelska landræningja þá er það líka morð að drapa palestínska vígamenn. Ef það er ekki morð að drapa palestínska vígamenn þá er það heldur ekki morð að drapa ísraelska landræningja.

Það eina, sem ég hef verið að koma hér að er hlutdrægni í orðnotkun hjá MBL eftir því hvor er að drepa aðila úr röðum hins.

Einnig hef ég bent á að samkvæmt alþjóðalögum er íbúum hernámssvæða heimil vopnuð andspyrna gegn hernáminu. Það flokkast undir sjálfsvörn. Það er engin munur á því þegar Palestínumenn drepa ísraelska hermenn eða þá, sem aðstoða við hernámið, þar með talið þá, sem setjast að á hernumdu (stolnu) landi og því þegar andspyrnumenn úr seinni heimsyrjöld drápu þýska hermenn eða borgara, sem aðstoðuðu hernámslið þeirra. Víða drápu andspyrnumenn konur frá eigin landi fyrir það eitt að leggja lag sitt við þýska hermenn og hafa fáir gagnrýnt það og engin var nokkurn tíman saksóttur fyrir slíkt.

Það felst mikil hlutdrægni í því að líta öðruvísi á dráp Palestínumanna á ísraelskum hermönnum eða þeim, sem aðstoða þá við hernám Palestínu heldur en þeir sömu líta á dráp íbúa hernámssvæða Þjóðverja í seinna stríði á þýskum hermönnum eða þeim, sem aðstoðuðu þá við hernám sitt.

Sigurður M Grétarsson, 28.12.2009 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband