Svo fara sumir á límingunum yfir einum fanga Palestínumanna.

Margir hafa gagnrýnt Palestínumenn harkalega vegna eina fanga síns, sem eru í haldi þeirra á Gasa. Það er lítið á móti 7.500 föngum Ísraela þar með talið mörgum börnum. Börnin hafa flest það eitt til sakar unnið að hafa hent grjóti í átt að ísraelskum hermönnum, bílum þeirra eða bryndrekum.

 

Flestir ef ekki allir þessara fanga þar með talið börnin hafa þurft að sæta pyntingum og/eða illri meðferð í fangavistinni. Fæstir þessara manna eru þarna fyrir miklar sakir enda hafa þeir það eitt á samviskunni að fýna ólöglegu hermámi Ísraela fyrirlitningu og þar með hernámsliðinu og hernámsveldinu þá fyrirlitning, sem það á skilið.

 

Vissulega hafa margir þessara manna framið ofbeldisverk og jafnvel drepið fólk. Sumir hafa drepið óbreytta borgara en aðrir hermenn úr hernámsliðinu og einhverjir hafa drepið ráðherra í ríkisstjórn Ísraela. Hvað það varðar þarf þó að hafa það í huga að það er jafn alvarlegt þegar Ísraelar drepa eða limlesta Palestínumenn eins og þegar Palestínumenn drepa eða limlesta Ísraelamenn. Þó Ísraelar hafi verið mun ötulli við að drapa og limlesta Palestínumenn heldur en öfugt þá hafa fæstir þeirra Ísraela, sem slík voðaverk hafa framið verið hnepptir í fangelsi. 

 

Höfum það einnig í huga að það eru Ísraelar, sem viðhafa ólöglegt hernám á Palestínu en ekki öfugt þannig það það eru Ísraelar, sem eru árásaraðilinn í þessari deilu en Palestínumenn eru að verja hendur sínar og berjast fyrir frelsi sínu og því að fá land sitt aftur. Þeir hafa því fullan rétt á að taka ísraelska hermenn til fanga. Það er engin munur á því þegar Palestínumaður drepur ísraelskan hermann í dag og því þegar til dæmis franskur borgari drap þýskan hermann árið 1942.

 

Vissulega hefur ísraelski fanginn ekki fengið þau réttindi, sem honum ber, sem stríðsfanga samkvæmt alþjóðalögum. En í því efni þurfum við að hafa í huga algera yfirburði Ísraela yfir Palestínumönnum á hernaðarsviðinu þannig að Palestínumenn geta ekki upplýst Ísraela um staðsetningu fangans því ef þeir gera það þá fara Ísraelar einfaldlega á staðinn og ná í hann auk þess að drepa fangaverði hans. Palestínumenn verða því að halda staðsetningu hans leyndir og geta því ekki heimilað mönnum frá Rauða krossinum að heimsækja hann.


mbl.is 7.500 Palestínumenn í ísraelskum fangelsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

 

 Ertu að tala um hræsni? Hvernig væri að líta einu sinni til Arabaheimsins, til múslimaríkja og til fulltrúa Múslíma í þeirra eigin löndum og á Vesturlöndum (þar sem þeir njóta fullra borgararéttinda en eru aldrei ánægðir eins og við vitum).

Úr The Independent:

Robert Fisk: Why did no imams plead for Akmal Shaikh's life to be spared?

How many Muslim clerics condemned the execution of Chinese Uighur Muslims?

Wednesday, 30 December 2009

Akmal Shaikh got a raw deal from his co-religionists. Not from the West, mark you. From the Foreign Office down to the humblest humanitarian agency, the heirs of the Age of Enlightenment pleaded for the life of this 53-year-old mentally disturbed drug smuggler whom the Chinese authorities cruelly executed by lethal injection yesterday morning. But from the imams of Al-Azhar and the great teaching mosques of the world – from Cairo and from Mecca and from Qom and from Mashad – there came only silence. Well, did you really expect the Islamic experts in jurisprudence to speak up for a man caught with 4 kilos of heroin in Urumqi?

I can see how China's roaring economy would mute the voice of even the most courageous and humanitarian of clerics in the Islamic homeland. When China promises to oppose the US in the Middle East – albeit for its own self-interest – what Arab is going to take China to task for killing a Muslim drug-smuggler?

Related articles

Of course, the hypocrisy comes in spades from "us" too? When did the Foreign Office whisper even a note of concern about the hundreds of Muslims in Saudi Arabia who have had their heads chopped off for lesser "crimes" – after even more preposterous trials than that staged by China? Oil is a mighty counterweight to compassion.

But then again, how many Muslim clerics condemned the execution of Chinese Uighur Muslims or the killing of Muslim demonstrators in Iran – killed with the permission of the very clerics who ought to show compassion towards them – or the torture of Muslim prisoners in Egypt or, for that matter, the mass fratricidal slaughter of a million and a half Muslims in the Iran-Iraq war?

There is no rule in Islam that says criticism is sacrosanct. Mohamed Hussein Fadlallah, the eloquent Shia "sayed" in Beirut – the target of a CIA bombing in 1985 for his supposed moral support for Hizbollah – is one of the few clerics to have spoken out against injustice in the Muslim world.

Is this because he is a brave man? Or because he happens to be a first-rate poet and thus moves beyond theology into the world of human imagination? His Shia companions in Iraq spoke out against Saddam's Western-supported oppression – and paid for it with their lives. Yet these were rare men indeed.

Last June, I recalled for Mahmoud Ahmadinejad how a young Iranian woman had been led weeping to the scaffold as she pleaded with her mother on her mobile phone to be spared the gallows for a murder she did not commit. "I do not like the death of even a fly," the Iranian President replied to me, and went on to explain the independence of the Iranian judiciary, with whom he promised to discuss the death penalty – when, Mahmoud, when? – but he spoke not a word about the hanged woman.

We rage against the cruelty of Israel, and against the Americans and the British for their outrages in Iraq and Afghanistan. So do Muslims, and rightly so. But it would be nice to hear a little vocal humanitarianism in the "umma" of Islam. Akmal Shaikh, needless to say, is not a name that will be uttered in the mosques this week.

Sæmundur G. Halldórsson , 1.1.2010 kl. 15:33

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sæmundur. Hvað kemur aftaka Kínverja á breskum ríkisborgara og áhugi eða áhugaleysi múslima á þeirri aftöku deilu Ísraela og Palestínumanna við? Ef ekki hefði verið um að ræða ríkisborgara vestræns ríkis þá hefðu fáir á Vesturlöndum skipt sér nokkuð af aftökunni. Ekki eru margir Kristnir menn, sem mótmæla þegar Bandaríkjamen taka kristna fanga sína af lífi. Ég hef ekki séð neinn líta til þess og segja að kristnir menn séu slæmt fólk af þeim sökum.

Svo má líka benda á það að deila Ísrala og Palestínumanna er ekki deila milli Gyðinga og Múslima heldur einfaldlega deila milli Ísraela og Palestínumanna. Það hvort önnur hvor eða bæði þessi trúarbrögð eru góð eða slæm kemur því þessu máli ekkert við.

Þú ásakar mig um hræsni. Ég tal nú að þeir, sem eru að blanda gagnrýni á Islam inn í deilu Ísraela og Palestínumanns séu sannir hræsnarar en ekki þeir, sem reyna að tala fyrir kúgaðri hernuminni þjóð og gera kröfu um að alþjóðasamfélagið geri eitthvað varðandi þá villimannslegu grimmd, sem hún þarf að þola af hendi hins grimma hernámseldis Ísraels.

Sigurður M Grétarsson, 1.1.2010 kl. 17:21

3 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Eitthvað hefur nú skolast til hérna. Ég ásaka þig hvergi um hræsni, enda ert þú greinilega sannfærður um réttmæti málstaðarins. Hins vegar stend ég við að ég tel ríkisstjórnir Arabaríkja sérstaklega og Múslímaríkja allmennt sýna algera hræsni í eilífum ásökunum á hendur Ísrael og Vesturlanda þó að sjálf fremji þau verstu glæpi gagnvart eigin borgurum og borgurum annarra ríkja. Ég sagði heldur ekki orð um íslam. Ég virði öll trúarbrögð og sanntrúaða sem og trúlausa. Ég gagnrýndi talsmenn íslamskra samtaka sem gagnrýna stanslaust lýðræðisríki en þegja þunnu hljóði um verstu mannréttindabrot múslímskra ríkja eða samtaka. Hvenær hefur heyrst frá þeim: "Ekki í mínu nafni!"? Oft á dag heyrist um hroðalega glæpi sem framdir eru í nafni íslams, hvort heldur eru hryðjuverk eða "heiðursmorð" á eigin börnum eða nánustu ættingjum. Allt sem ég bið um er að heyra þessi samtök fordæma þessa glæpi a.m.k. jafn hátt og oft og þeir fordæma lýðræðisleg þjóðfélög.

Og jú, þetta mál kemur þessu við. Þarna er eitt af þessum "alvondu" lýðræðisríkjum að verja mannréttindi múslíma en múslímasamtök þegja. Það voru vestræn ríki sem komu múslímum á Balkanskaga til bjargar en ekki ríkir Arabar. Ég bið fyrir þeim degi að Arabaríkin vakni og komi á lýðræði og mannsæmandi aðstæðum hjá sjálfum sér í stað þess að benda sífellt á aðra.

Sæmundur G. Halldórsson , 1.1.2010 kl. 19:46

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sæmundur. Bretar og aðrar vestrænar þjóðir, sem mótmæltu aftökunni í Kína voru ekki að því vegna þess að hann var múslimi, eins og þú segir hann vera, heldur vegna þess að hann var ríkisborgari í vestrænu ríki. Sama er upp á teningnum varðandi aftökur Bandaríkjamanna. Vestræn ríki mótmæla þeim aðeins ef um er að ræða aðila með ríkisborgararétt í öðru vestrænu ríki en Bandaríkjunum. Aðilinn, sem var tekin af lífi í Kína var ekki með ríkisborgararétt í Arabaríki og hvers vegna áttu á Arabaríkin að mótmæla þeirri aftöku frekar en öðrum aftökum Kínverja?

Þú segist ekki hafa sagt orð um Islam en þú ert að blanda hegðun annarra Múslima en Palestínumanna í umræðu um deilu Ísraela og Palestínumanna og þar með ert þú að blanda trú þeirra inn í umræðuna og það algerlega án tilefnis. Trúarskoðanir Ísraela og Palestínumanna koma þeirri deilu ekkert við og þar af leiðandi kemur þessi aftaka í Kína og því hverjir mótmæltu henni og hverjir ekki því máli einfaldlega ekkert við. Það hvernir aðrir Arabar en Paelstínumenn haga sér kemur málinu heldur ekkert við

Þó framferði sumra Arabaríkja gagnvart eigin borgurum sé lítt til sóma þá réttlætir það engan vegin framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum. Það réttlætir ekki því að þeir halda þúsundum Palestínumanna þar af nokkur hundruð börnum í fangelsi oft fyrir litlar, sem engar sakir.

Átökin á Balkanskaga voru átök í Evrópu og því á stóð það næst Evrópuríkjum og bandamönnum þeirra að koma þeim til bjargar. Hverrar trúar fórmarlömbin voru skipti engu máli í því sambandi en þó verður að teljast mjög líklegt að þeim hefði verið komið mun fyrr til bjargar af vestrænum ríkjum ef þau hefðu verið Kristin en ekki Múslimar. Ef dæmið hefði verið öfugt það er að um hefði verið að ræða Múslima að fremja fjöldamorð á Kristnum mönnum þá hefði vafalaust verið tekið mun fyrr á málinu.

Ef Arabaríki hefðu viljað koma múslumum á Balkanskaga til hjálpar þá hefðu þau þurft að fara með heri sína yfir Evrópulönd eða landhelgi þeirra og það hefðu þau aldrei fengið að gera. Þau hefðu því þurft að fara þar yfir í óleyfi og það hefði nánast jafngilt stríðsyfirlýsingu við þau Evrópuríki.

Svo má ekki gleyma því að það stendur þessum Arabaríkjum mun nær að hjálpa nágrönnum sínum í Palestínu, sem búa við grimmilegt ólöglegt hernám Ísraela. Því miður hafa þau ekki herstyrk til þess.

Sigurður M Grétarsson, 2.1.2010 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband