Bull hjá Mörtu

Reiðhjól flokkast, sem ökutæki samkvæmt umferðalögum og samkvæmt aðalreglu umferðalaga á að vera á þeim í hægri jaðri gatna. Hins vegar er til heimild í umferðalögum um að vera á reiðhjólum á gangstéttum og göngustíum sé hægt að gera það án þess að skapa hættu fyrir gangangi vegfarendur.

 

Reiðhjólamenn hafa því heimild til að nota allar götur á Íslandi nema í Hvalfjarðargöngum og það sama á þá við um þessar rafmagnsvespur. Notendum þeirra ber því ekki að nota þær á göngustígum og gangstéttum heldur hafa þeir til þess heimild, sem þeir hefðu ekki ef vespurnar væru flokkaðar, sem mótorhjól.

 

Í flestum tilfellum er það mun öruggara fyir reiðhjólamenn að hjóla á götunum. Hugsanlega er slysahættan meiri á helstu stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins heldur en á gangstéttunum meðfram þeim en í íbúaðrgötum með 30 eða 50 km. hámarkshraða og lítilli umferð er slysahættan á bilinu fjórum til tólf sinnum meiri sé hjólað á gangstétt heldur en ef hjólað er á götunni. Þetta á þó ekki við um ung börn (yngri en 12 ára), sem hafa litla þekkingu á eðli umferðar og sjást illa innan um bíla vegna smæðar sinnar.  Þetta hafa ótal rannsóknir í mörgum löndum sýnt. Þar fyrir utan skapar það hættu fyrir gangandi vegfarendur að menn hjóli á gangstéttum.

 

Ég ætal því rétt að vona að eigendur þessara rafmagnsvespa fari ekki að asnast upp á gangstéttir eftir að hafa lesið þessa frétt með bullinu um að þeim bera að gera það og margalda þannig slysahættu sína auk þess að skapa óþarfa hættu fyrir gangandi vegfarendur.


mbl.is Vespan skal flokkast sem reiðhjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Þú birtir áhugaverðar tölur um slysatíðni reiðhjólamanna. Væri e-s staðar hægt að finna þær á netinu t.d.?

Guðmundur Guðmundsson, 15.7.2010 kl. 09:00

2 identicon

Sæll Sigurður,

Bið þig um að breyta fyrirsögninni þar sem hún er röng. Um er að ræða rafmagnshjól sem komast ekki hraðar en 25 km/klst. Þar af leiðandi er þau skilgreindar sem reiðhjól skv. 2. gr. umferðarlaga (sjá hér):

Reiðhjól: Lítil vél- eða rafknúin ökutæki, sem hönnuð eru til aksturs á hraða frá 8 km og upp í [25 km á klst.]4) Undir þessa skilgreiningu fellur m.a. vélknúið hlaupahjól sem búið er stigbretti, er á hjólum og með stöng að framan sem á er stýri. Slíkum farartækjum má ekki aka á akbraut.

Marta Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 09:05

3 identicon

ég hef tvisvar verið keyrður niður á fjallahjólinu mínu, bíll keyrði utan í mig en ég slapp vel og svo mótorhjól sem keyrði mig nyður þegar ég var að fara yfir gangbraut og bílarnir voru búnir að stoppa, ég slapp aftur vel en hjólið var ónýtt.

Ég hef aldrey keyrt niður gangandi vegfarendur eða slasað mig á gangbraut, hvernig er það hættulegra?

þetta seinna var reindar ekki á íslandi, umferðin er ekki eins slæm hérna.

Atli Mar (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 09:15

4 identicon

Marta, er Sigurður ekki að segja að reiðhjól eigi að vera í hægri jaðri gatna, og þar með þessi rafmagnshjól (þar sem þau flokkast sem slík). Ef svo er, ætti fyrir sögnin að halda sér.

Freyr (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 09:32

5 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Rafmagnsvespur eiga alls ekki samleið með gangandi umferð, ekki frekar en reiðhjólin. Hér má sjá fróðleik um hvers vegna hjólreiðamenn ættu einmitt að hertaka göturnar í staðinn fyrir gangstéttirnar http://hjólafærni.is/index.php?option=com_content&view=article&id=50&Itemid=57

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 15.7.2010 kl. 09:32

6 identicon

Af fenginni reynslu gef ég lítið fyrir tilraunir fólks til að hrúgast út á göturnar á hjólum sínum. Íslenskir ökumenn upp til hópa eru fáránlega tillitslausir gagnvart hvor öðrum, hvað þá gagnvart reiðhjólafólki. Við búum því miður ekki í Danmörku.

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 09:48

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Marta, þetta er einfaldlega rangt hjá þér. Hjólreiðamönnum er heimilt að nota allar götur á Íslandi nema í Hvalfjarðargöngum. Ég hefið haldið að starfsmaður Umferðastofu ætti að þekkja umferðalögun betur en þetta.

Atli Mar. Ástæða þess að hjólreiðamenn eru öruggari á götu en á gangstéttum er sú að athygli ökumanna er fyrst og fremst þar, sem þeir eiga von á að sjá aðra bíla. Þess vegna er öruggast fyrir hjólreiðamenn að staðsetja sig þar. Ökumaður, sem kemur af hliðargötu sér mun síður hjólreiðamann á gangstétt meðfram götunni, sem hann er að fara inn á heldur en hjólreiðamenn, sem er á götunni sjálfri. Hann er því mun líklegri til að aka á eða aka í veg fyrir hjólreiðamann, sem er á gangstéttinni og er að þvera hliðargötuna, sem han er á heldur en hjólreiðamann, sem er á götunni, sem hann er að þvera. Ekki veit ég hvort óhappið þar, sem þú varst ekinn niður á gangbraut var á gatnamótum eða ekki en ef það var á gatnamótum þá segir tölfræðin í því, sem ég er hér að segja að mun ólíklegra sé að viðkomandi hefði ekið þig niður ef þú hefðir hjólað á sjálfri götunni í stað þess að hjóla á gangstéttinni og þvera hliðargötu á gangbraut. Þá er þetta slys þitt einmitt talandi dæmi um aukna slysahættu af því að hjóla á gangstétt samanborið við að hjóla á götunni.

Til viðbótar við þetta sýna rannsóknir að ökumenn eru mun líklegri til að taka hægri beygju í veg fyrir hjólreiðamann á leið í sömu átt ef hjólreiðamaðurinn er á gangstétt heldur en ef hann er á götunni. Ástæðan er sú sama, ökumaðurinn tekur mun betur eftir hjólreiðamanninum á götu heldur en ef hann er á gangstétt.

Þetta er allt vel útskýrt á síðunni, sem Lára Bryndís vísar í í sinni athugasemd.

Guðmundur Guðmundsson. Það er hægt að finna eitthvað af þessu á netinu. Ég sá einmitt þessar tölur á netinu og skal athuga hvort ég geti ekki fundið þær aftur. Það er vísað í einhverjar rannsóknir á þessu á heimasíðu Íslenska fjallahjólaklúbbsins og sennilega líka á heimasíðu Landsamtaka hjólreiðamanna.

Sigurður M Grétarsson, 15.7.2010 kl. 09:51

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Gísli. Ég hjóla mikið í umferðinni og hef meðal annars hjólað í og úr vinnu allan ársins hring í rúm 16 ár. Mín reynsla er sú sama og tölfræðin, sem ég er að vísa í. Slysahættan er mun meiri á gangstéttunum einfaldlega vegna þess að þar taka ökumenn mun síður eftir manni. Munurin á slysanættunni á gangstéttum og á götu er meiri hér en í löndum eins og Danmörku þar, sem mikið er um hjólreiðamenn því í þeim löndum eru ökumenn mun líklegri til að horfa eftir hjólreiðamönnum á hjólastígum eða gangstéttum heldur en á landi eins og Íslandi þar, sem lítið er um hjólreiðamenn.

Sigurður M Grétarsson, 15.7.2010 kl. 09:55

9 Smámynd: Morten Lange

@Marta Jónsdóttir: Var samviskulega haft eftir rangindum hjá þér í fréttinni ?

Sagðir þú eitthvað á þessa leið :

"...skulu flokkast sem reiðhjól samkvæmt umferðarlögum og ber því að nýta þær á göngustígum og gangstéttum"

Þessi fullyrðing er, eins og Sigurður bendir á ekki í samræmi við umferðarlögum. Þetta ætti bæði þú og blaðamaðurinn að vita. 

Morten Lange, 15.7.2010 kl. 09:57

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hér kemur grein um þetta mál á heimasíðu Íslenska fjallahjólaklúbbsins.

http://www.fjallahjolaklubburinn.is/content/view/56/90/

Í þessari grein er vitnað í nokkrar rannsóknir og hér kemur ein frá Austurríki.

http://www.bikexprt.com/bikepol/facil/sidepath/adfc173.htm

Eins og sést á mynd 2 í þessari samantekt þá er það frá 3,4 til 11,9 sinnum hættulegra fyrir hjólreiðamann að þvera hliðargötu á gangbraut heldur en á götunni sjálfri. Við þetta bætist þverun innkeyrslan inn á bílastæði, sem oft eru í íbúðargötum. Einnig er oft mun erfiðara að halda sig utan "hurðaoðnunarsvæðis" á gangstéttum heldur en á götum í þeim tilfellum, sem bílastæði eru í götujaðri. Einnig er bílum oftar lagt á gangtéttum en úti á akreinum gatna en slíkt skapar alltaf ákveðna slysahættu fyrir hjólreiðamenn. Einnig er oft gengið mun verr frá skurðum og öðrum hættulegum hindrunum fyrir hjólreiðamenn á gangstéttum heldur en á götum.

Sigurður M Grétarsson, 15.7.2010 kl. 10:09

11 identicon

Ég held að Marta hafi bara fullyrt (réttilega) að rafmagnsvespur séu flokkaðar sem reiðhjól í umferðarlögum.

Bullið um að reiðhjól "beri að nýta á göngustígum og gangstéttum" sé uppspuni blaðamanns, þannig skildi ég fréttina a.m.k. 

Ég hef venjulega engar áhyggjur þó mogginn bulli eitthvað, en í þessu tilfelli snýst þetta um öryggi mitt sem hjólreiðamanns í umferðinni. Þ.e.a.s. ósönn fullyrðing blaðamanns um umferðarlög eykur hættu mína og annarra hjólreiðamanna í umferðinni, þar sem hún styður ranghugmyndir sem margir ökumenn hafa nú þegar.  Þessa frétt ætti að taka út eða laga áður en fleiri ná að lesa þetta rugl.

Jens (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 10:15

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jens. Athugasemd Mörtu sjálfrar við þessari grein minni frá því kl. 9.05 bendir til annars.

Þar endurtekur hún fullyrðinguna um að hjólreiðamenn megi ekki hjóla á akbrautum. Ég hef af því verulegar áhyggjur ef starfsmann Umferðastofu hafa ekki betri þekkingu á umferðalögum hvað varðar hjólreiðamenn en þetta.

Sigurður M Grétarsson, 15.7.2010 kl. 10:25

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Marta, fyrirsögn Sigurðar er ekki röng. Í fréttinni segir: "Rafmagnsvespur sem komu á markað hér á landi í sumarbyrjun skulu flokkast sem reiðhjól samkvæmt umferðarlögum og ber því að nýta þær á göngustígum og gangstéttum" (Undirstrikun mín)

Þetta er alrangt og furðulegt að svona bull komi frá Umferðarstofu.

Í 39. grein umferðarlaga segir: "Heimilt er að hjóla á gangstétt og gangstíg, enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Hjólreiðamaður á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum." (Undirstrikun mín)

Megin reglan er sú að hjólreiðamenn noti akbrautir en ekki gangbrautir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.7.2010 kl. 10:26

14 identicon

Þetta er bara hárrétt hjá Mörtu.  Vélknúið hjól af þessari tegund má ekki nota á akbrautum.  Prófum að highlighta þetta fyrir ykkur þannig þið náið þessu.

Reiðhjól:
   [a. Ökutæki, sem knúið er áfram með stig- eða sveifarbúnaði og eigi er eingöngu ætlað til leiks.
   b. Vélknúinn hjólastóll, sem eigi er hannaður til hraðari aksturs en 15 km á klst. og verður einungis ekið hraðar með verulegri breytingu.
   c. Lítil vél- eða rafknúin ökutæki, sem hönnuð eru til aksturs á hraða frá 8 km og upp í [25 km á klst.]4) Undir þessa skilgreiningu fellur m.a. vélknúið hlaupahjól sem búið er stigbretti, er á hjólum og með stöng að framan sem á er stýri. Slíkum farartækjum má ekki aka á akbraut.]

Bóbó (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 10:31

15 Smámynd: Morten Lange

Getur verið að Marta lesi ekki umferðarlögin  í samhengi og rangtúlki orðin í lok málsgreinar þannig aðorðin eigi við ekki bara málsgrein c   (um hlaupahjól og þess háttar) , heldur a (venjuleg reiðhjól) og b (Vélknúinn hjólastóll )  líka ? 

Hér eru skilgreiningar um reiðhjól í heild (úr núgildandi lögum . sem eru ansi ruglingsleg):

Reiðhjól:
   [a. Ökutæki, sem knúið er áfram með stig- eða sveifarbúnaði og eigi er eingöngu ætlað til leiks.
   b. Vélknúinn hjólastóll, sem eigi er hannaður til hraðari aksturs en 15 km á klst. og verður einungis ekið hraðar með verulegri breytingu.
   c. Lítil vél- eða rafknúin ökutæki, sem hönnuð eru til aksturs á hraða frá 8 km og upp í [25 km á klst.]4) Undir þessa skilgreiningu fellur m.a. vélknúið hlaupahjól sem búið er stigbretti, er á hjólum og með stöng að framan sem á er stýri. Slíkum farartækjum má ekki aka á akbraut.]5)

Sjá grein 2 

http://www.althingi.is/lagas/137/1987050.html

Og færlsu minni :

http://mortenl.blog.is/blog/mortenl/entry/1077235/

Morten Lange, 15.7.2010 kl. 10:37

16 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hér koma 39 og 40 grein umferðalaga.

39. gr. Hjólreiðamenn skulu hjóla í einfaldri röð. Þar sem nægilegt rými er mega tveir þó hjóla samhliða, ef það er unnt án hættu eða óþæginda. Ef gefið er merki um framúrakstur mega hjólreiðamenn eigi hjóla samhliða, nema aðstæður leyfi eða nauðsyn krefji.
Hjólreiðamaður skal hjóla hægra megin á akrein þeirri, sem lengst er til hægri. Akreinina við hlið hennar má þó nota til framúraksturs, ef eigi er unnt að fara fram úr hægra megin.
Hjólreiðamaður, sem nálgast vegamót og ætlar að fara beint áfram eða beygja til vinstri, má vera áfram hægra megin á vegi. Ætli hann til vinstri skal hann fara beint áfram yfir vegamótin og beygja þá fyrst, þegar það er unnt án óþæginda fyrir aðra umferð. Gildir þetta þrátt fyrir umferðarmerki eða önnur merki, nema þau séu sérstaklega ætluð hjólreiðamönnum.
Heimilt er að hjóla á gangstétt og gangstíg, enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Hjólreiðamaður á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum.
Hjólreiðamaður skal að jafnaði hafa fætur á fótstigum og a.m.k. aðra hönd á stýri.
Hjólreiðamaður má ekki hanga í öðru ökutæki á ferð eða halda sér í ökumann eða farþega annars ökutækis.
Læsa skal reiðhjóli, sem lagt er, nema því sé lagt um stutta stund, og ganga þannig frá því, að eigi stafi hætta eða truflun af.
40. gr. Barn yngra en 7 ára má eigi hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri.
Eigi má reiða farþega á reiðhjóli. Þó má vanur hjólreiðamaður, sem náð hefur 15 ára aldri, reiða barn yngra en 7 ára, enda sé barninu ætlað sérstakt sæti og þannig um búið að því stafi eigi hætta af hjólteinunum.
Eigi má flytja á reiðhjóli þyngri hluti eða fyrirferðarmeiri en svo að ökumaður geti haft fullkomna stjórn á reiðhjólinu og gefið viðeigandi merki. Eigi má heldur flytja á reiðhjóli hluti, sem valdið geta öðrum vegfarendum óþægindum.

Takið eftir þeim greinum, sem ég hef feitletrað.

Fyrsta feitletraða greinin segir beinlínis að hjólreiðamenn eigi að vera í hægri jaðri þeirrar akreinar, sem lengst er til hægri. Þarna er klárlega ekki verið að tala um gangstéttir eða göngustíga.

Næsta feitletraða greinin er heimildarákvæði, sem heimilar hjólreiðamönnum að hjóla á gangstéttum ef það skapar ekki hættu fyrir gangangi vegfarendur. Varla væri þetta heimildarákævði inni ef það væri meginreglan að hjólreiðamenn ættu að hjóla á gangsétt.

Í fertugustu greininni kemur fram að börn yngiri en 7 ára megi ekki hjóla á akbraut. Varla þyrfti að taka það fram ef hjólreiðamenn almenn megi ekki hjóla á akbraut. Reyndar kemur síðan fram í enda þessarar greinar að barn yngra en 7 áre megi þó aka á akbraut ef það er gett undir eftirliti hjólreiðamanns 15 ára eða eldri.

Ég held að það geti varla verið skýrar að hjólreiðamenn 7 ára og eldir hafi fullan rétt á að hjóla á akbrautum. Það er meira að segja meginreglan samkvæmt umferðalögum. Hitt er heimildarákvæði.

Ég hef oft orðað það þannig með okkur hjólreiðamenn. Á gangstéttum og göngustígum eru við gestir, sem þurfum að taka tillit til heimilismanna og víkja fyrir þeim. Á götum erum við hins vegar meðal heimilismanna og höfum sama rétt þar og allir aðrir.

Sigurður M Grétarsson, 15.7.2010 kl. 10:50

17 Smámynd: Morten Lange

@Bóbó : Rangt.  

  1. Fréttin gefur til kynna (í framhjáhlaupum ) að venjuleg reiðhjól beri (einungis) að noti á stígum og gangstéttum.
  2. Grein  c, er ætluð að eiga við "Lítil vél- eða rafknúin ökutæki ... " og svo er tekið dæmi um hlauðahjól.  Lítil er hér miðað við venjulegt reiðhjól. 

Það dapurlega er að umferðarlögin inniheldur ekki nógu skýra skligreiningu á rafmagnsvespur, né reiðhjól með hjálparmótor.

En lögin eru til að hjálpa okkur, ekki setja okkur í spennitreyju. Það er mjög skýrt ef lítið er til anda laganna að :

1)  Reiðhjól eru ökutæki og aðalsvæði samkvæmt réttindi þeirra er á akbrautum. Ökumenn reiðhjóla mega þó (ólikt ökumanna vélknúinna ökutækja )   nota stíga og gangstétta svo fremur sem  gangandi er sýnt fulla tillitssemi.

2) Reiðhjól með hjálparmótor eru reiðhjól

3) Vespur sem ekki hafa sveifabúnaði eru kannski í  óskýrari stöðu, en fyrst reiðhjól og rafmagnshjólastólar eiga fulla rétt  á götunum ( þó menn mæli ekki með því við allar aðstæður ), þá væri lang rökréttast að "hægfara" vespur  noti sem aðalreglu (samkvæmt lögunum sko) göturnar. 

Morten Lange, 15.7.2010 kl. 10:55

18 identicon

Fréttin er "næstum því rétt". í fréttinni segir orðrétt:

"... flokkast sem reiðhjól samkvæmt umferðarlögum og ber því að nýta þær á göngustígum og gangstéttum." [undirstrikun mín]

Ef þetta undirstrikaða "því" væri ekki í fréttinni væri hún rétt. En þetta undirstrikaða því gerbreytir merkingu setningarinnar.  Rafmagnsvespur má ekki nota á akbrautum, en það er ekki vegna þess að þær flokkast sem reiðhjól, heldur vegna þess að þær eru í sérstökum flokki "reiðhjóla" sem ekki má aka á akbraut.

Ég held (og vona) að mistökin séu blaðamanns en ekki Mörtu.

Jens (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 10:56

19 identicon

Hvað sem áliti manna líður um hvort þetta sé eðlilegt eða ekki að, þá er skilgreiningin í umferðarlögum skýr:

Reiðhjól:
   [a. Ökutæki, sem knúið er áfram með stig- eða sveifarbúnaði og eigi er eingöngu ætlað til leiks.
   b. Vélknúinn hjólastóll, sem eigi er hannaður til hraðari aksturs en 15 km á klst. og verður einungis ekið hraðar með verulegri breytingu.
   c. Lítil vél- eða rafknúin ökutæki, sem hönnuð eru til aksturs á hraða frá 8 km og upp í [25 km á klst.]4) Undir þessa skilgreiningu fellur m.a. vélknúið hlaupahjól sem búið er stigbretti, er á hjólum og með stöng að framan sem á er stýri. Slíkum farartækjum má ekki aka á akbraut.]5)
Þarna er ekki eingöngu verið að tala vélknúin hlaupahjól þar sem tekið er fram "m.a vélknúið hlaupahjól", þ.a.l. falla rafmagnshjólin undir þetta.

Það er álit okkar hjá Umferðarstofu að þetta þarfnist nánari athugunar og hefur það verið álit okkar í nokkurn tíma. Því miður er raunin hins vegar sú, samkv. skilgreiningunni í umf.lögunum, að það má ekki aka þessum hjólum á akbrautum. Hafið orð mín fyrir því að þetta verður endurskoðað.

Kær kveðja,

Marta Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 11:16

20 Smámynd: Morten Lange

@Marta: Þannig að þú og stofnunin mælið með strangri lagahyggju, en ekki að nota lögin sem verkfæri til góðra verka og góðra leiðbeininga ?  Teljið kannski að aðra nálgun af ykkar hálfu væri lögbrot ?

Jafnvel þótt allir sé sammála um að lögin í dag séu óheppileg ?

Annars er greinilegt að skilgreiningin sé einmitt ekki skýr.  Orðalagið "Lítil vél- eða rafknúin ökutæki" kom til í tengsl við vélknúnu hlaupahjólin.  Lítil hér í samhengi við reiðhjól á tæpast við um vespurnar.  Eins og kemur fram hér

  http://reynirh.blog.is/blog/reynirh/entry/1077242/

eru vespurnar sewm um er rætt um 60 kg.  

Morten Lange, 15.7.2010 kl. 11:25

21 Smámynd: Morten Lange

@Marta Jónsdóttir : 

Það er mikilvægasta er kannski samt að þú snúir þessu dæmi í eitthvað jákvætt og noti tækifærið til að segja skýrt frá að reiðhjól eru ökutæki, samkvæmt umferðarlögum og hafa meiri rétt á götum en á stígum og gangstéttum.  Árétta í leiðinni að hjólreiðamenn á stígum og gangstéttum séu þarna ávallt á forsendum gangandi. 

Rafmagnsvespur eru fáar, og hreint út sagt ekki eins mikilvæg  og reiðhjólin. 

Aðalmálið með fréttin var að hún tók undir algengum misskilningu um stöðu reiðhjóla  á götum og vegum.

Morten Lange, 15.7.2010 kl. 11:31

22 identicon

Sæll Morten. Það er eins og þú hefur bent á skiljanlegt að menn eigi í erfiðleikum með að túlka lagabókstafinn um þetta á skinsamlegan hátt og það er einmitt á grundvelli þess sem Marta er að vísa til þess að Umferðarstofa vill að dregnar séu skýrar línur um þetta. Það er á engan hátt hægt að skilja orð hennar þannig að það eigi að koma á "strangri lagahyggju". Ég skil hana einfaldlega þannig að það þurfi að draga skýrar línur í þessu með úrskurð eða breytingu á lögum.

Einar Magnús (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 11:35

23 Smámynd: Morten Lange

Sæll Einar Magnús og takk fyrir að leggja orð í belg  :-)

Ég er kominn svolítið úr rökræðuhamnum, og þarf að sinna öðru, en stend við það sem ég sagði (við sögðum).  Eðlilegt væri að láta árétta á mbl að reiðhjólið sé ökutæki. Og reyndar er eðileg lagatílkun að "hæga" rafmagnsvespan sé ekki lítið raf- eða vélknúið reiðhjól (ökutæki sem lúti reglum reiðhjóls). 

En núna er ég forvitinn um eitt : Hvað átt þú við  um úrskurð ? Er átt við dómsúrskurð, og ef svo hvernig kæmi það til ?  Ekki þarf að láta einhver brjóta lögin (samkvæmt skilningu Mörtu) og fara með málið fyrr dómstóla ? 

Nú vil svo heppilega til að umferðarlögin liggja  fyrr samgöngunefnd alþingis, og það ætti að vera hægt að taka líka þetta mál fyrir þar. En gildistaka nýrra laga liggur óhjákvæmilega ansi langt fram í tímann.

Morten Lange, 15.7.2010 kl. 12:05

24 Smámynd: Árni Davíðsson

Ég tel eðlilegt að Umferðarstofa komi á framfæri leiðréttingu á fréttinni þannig að hún verði ekki misskilin á þann veg að reiðhjól eigi eingöngu að vera á gangstéttum eða gangstígum. Reiðhjól eru ökutæki og hafa fullan rétt til að vera á götum og vegum en einnig er heimilt að hjóla á gangstétt og gangstíg, enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Hjólreiðamaður á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum.

Það kann að vera að rafknúin hlaupahjól og vespur sem hafa lægri hámarkshraða en 25 km/klst megi ekki aka á akbraut en það þarf að koma skýrt fram að sú regla eigi eingöngu við um þau fararatæki en ekki raunveruleg reiðhjól.

Reyndar tel ég að fullt eins megi túlka texta 2. greinar umferðarlaga á þann veg að það séu eingöngu vélknúin hlaupahjól sem ekki megi aka á akbraut. Úr umferðarlögum:

Reiðhjól:

[a. Ökutæki, sem knúið er áfram með stig- eða sveifarbúnaðiog eigi er eingöngu ætlað til leiks.

b. Vélknúinn hjólastóll, sem eigi er hannaður til hraðari aksturs en 15 km á klst. og verður einungis ekið hraðar með verulegri breytingu.

c. Lítil vél- eða rafknúin ökutæki, sem hönnuð eru til aksturs á hraða frá 8 km og upp í [25 km á klst.]4) Undir þessa skilgreiningu fellur m.a. vélknúið hlaupahjól sem búið er stigbretti, er á hjólum og með stöng að framan sem á er stýri. Slíkum farartækjum má ekki aka á akbraut.]5)  (http://www.althingi.is/lagas/nuna/1987050.html)

Ákvæðið merkt 5) var sett í lög gagngert til að heimilt yrði að nota vélknúin hlaupahjól en ella væru þau vélknúin ökutæki sem þyrftu skráningu og tilheyrandi líkt og vélhjól og bílar. Það sést í athugasemdum með frumvarpinu (http://www.althingi.is/altext/130/s/0672.html) sem heimilaði notkun vélknúinna hlaupahjóla nr. 84/2004 (http://www.althingi.is/altext/stjt/2004.084.html).

Hinsvegar er málið kannski ekki svo einfalt lagalega séð því síðar hækkaði Alþingi hraðamörkin úr 15 í 25 km á klst., ákvæði merkt 4), í framhjáhlaupi þegar verið var að breyta umferðarlögum út af öðru í lögum nr. 69/2007 (http://www.althingi.is/altext/stjt/2007.069.html). Orðalag í umsögn samgöngunefndar bendir líka til þess að þá hafi nefndin verið búin að gleyma til hvers verið var að setja lög nr. 84/2004. Samgöngunefnd var ekki betur að sér en svo að hún hélt í alvöru að ekki mætti hjóla á akbraut því í texta með umsögn samgöngunefndar segir: Í umferðarlögum er hins vegar tekið fram að ekki megi aka reiðhjólum á akbraut. (http://www.althingi.is/altext/133/s/1047.html). Svo óheppilega vill til að vélknúnar vespur sem ná minni hraða en 25 km á klukkustund falla nú undir þetta ákvæði en það virðist ekki hafa verið ætlun Alþingis þegar ákvæðið var sett um vélknúið hlaupahjól árið 2004. Textinn frá 2007 virðist byggður á misskilningi samgöngunefndar.

Árni Davíðsson, 15.7.2010 kl. 12:27

25 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er vissulega slæmt ef rétt er að meðlimir í Samgöngunefnd Alþingis séu úti að aka varðandi umferðalög þegar kemur að hjólreiðum og láti frá sér lagafrumvörp í ósamræmi við gildandi lög.

Er það rétt skilið hjá mér að samkvæmt strangri túlkun laga megi 7 ára barn á sínu 20 tommu reiðhjóli hjóla á akbrautum en ekki fullorðin einstaklingur á rafknúinni vespu?

Hvað, sem því líður þá er orðalagið, sem haft er eftir Mörtu í fréttinni þannig að rafknúna vespu megi ekki nota á akbraut vegna þess að það flokkast, sem reiðhjól. Þanni orðalag er ekki hægt að skilja öðruvísi en að reiðhjól megi ekki nota á akbrautum, sem er alrangt. Þetta orðalag er því bull. Hvort það er haft rétt eftir Mörtu eða ekki get ég ekki dæmt um en bendi á að Marta er búinn að koma hér fram tvisvar með athugasemdir og í hvorugt skiptið hefur hún sagt að rangt sé eftir sér haft.

Sigurður M Grétarsson, 15.7.2010 kl. 18:25

26 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég tek undir með þeim, sem skrifað hafa hér og á aðrar bloggsíður um þetta mál og krefjast þess að þetta verði leiðrétt. Ástæðan er sú, sem við vitum, sem hjólum mikið á götunum að stór hluti ökumanna heldur að við séum að brjóta lög þegar við hjólum á götunni og haga sér í návígi við okkur í samræmi við það. Margir koma eru með ógnandi framkomu gagnvart okkur, flauta á okkur en við það krossbregður manni oft og getur það haft snögga breytingu á stefnu okkar og valdið þannig hættu og að síðustu er oft örkrað á mann út um bílglugga þar, sem krafist er þess að maður hypji sig af götunni. Ég óttast að þessi frétt óleiðrétt verði ekki til að bæta það ástand.

Sigurður M Grétarsson, 15.7.2010 kl. 18:53

27 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Marta virðist ekki skilja hvað er verið að gagnrýna hér... og það á reyndar við um fleiri.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.7.2010 kl. 19:13

28 Smámynd: Vilberg Helgason

Nánast allt sem ég hef að segja um þetta hefur komið fram hér að ofan... En rosalega er gaman að sjá hátt í 30 athugasemdir um hjólreiðar í færslu á blog.is.... fyrir 2 árum hefðu þetta kannski verið 10 tops....

Heimurinn er kannski að færast til betri vegar hérna á Íslandi.

Samt tók mogginn uppá því núna ð stoppa á að hægt væri að gera athugasemdir við fréttir um umferðaslys...

keep up the good work... og Martha, lestu nú vel í gegnum þetta.

Vilberg Helgason, 15.7.2010 kl. 20:10

29 identicon

@Sigurður

Bentu nú á einhver gögn fullyrðingu þinni til stuðnings um að það sé "hættulegra að hjóla á gangstéttum en á götum". Almenn skynsemi segir mér að svo sé nefnilega ekki. Þá hef ég áratuga langa reynslu af hjólreiðum innan um bílaumferð.

Kristinn (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 22:20

30 Smámynd: Morten Lange

@Kristinn:Hvað finnst þér vanta í gögnunum sem Siggi vísar í í færslunni sem er merkt "Sigurður M Grétarsson, 15.7.2010 kl. 10:09"  ?

Ertu búinn að kynna þér fræðina á bak við Hjólafærni ? (Tengill hér að ofan )

Þetta almenna skynsemi sem þú talar um tekur mið af tilfinningunni af öryggi og óöryggi.   Almenn skynsemi segir að loft vigti ekki neitt og hér um bil að jörðin sé flöt, stendur í stað og annað snýst um jörðina. En við við að allt þetta er rangt. 

Flest dauðaslys og alvarleg slys hjólreiðamanna í umferð gerast á gatnamótum, þegar ekið er á reiðhjólamann / árekstur gerist.  Oft segjast bílstjórar ekki hafa séð reiðhjólamanninn.  Hann birtist "skyndilega" ( oftast því  hann kom af gangstétt eða stíg ). Bílstjórar beina athyglina að þeim svæðum á sínu sjónsviði þar sem þeir eiga von á annarri umferð, og sérstaklega umferð sem geti ógnað þeirra eigið öryggi.  Bílstjórar athuga "er bíll að koma".    Hjólreiðamenn sem fara eftir fræði Hjólafærni/Bikeability/Cyclecraft staðsetja sér þannig að  bílstjórar sem gá að bílum munu sjá hjólreiðamanninn líka. Þannig verður hjólreiðamaðurinn sýnilegri bílstjórnum og þannig öruggari.  Mjög sambærilega hluti er kennt bifhjólamönum í ökuskólum landsins. 

Næsta atriði er svo að hjólreiðamaðurinn þarf að hegða sér með nokkuð fyrirsjáanlegum hætti, um það bil eins og bílstjórar eiga að hegða sér, en ekki með að taka skyndilega stefnubreytingu ofl. 

Morten Lange, 16.7.2010 kl. 08:01

31 identicon

Áhugaverð umræða og alveg nauðsynleg til að vekja athygli á að reiðhjól eiga heima á akbrautum en ekki gangstéttum. Sérstaklega á þetta við í íbúðahverfum með hámarkshraða 30-50 km. Vil ég þessu samhengi benda á að það er ekki bara betra (öruggara) fyrir hjólreiðamennina sjálfa (eins og marg oft hefur komið fram) heldur einnig gangandi vegfarendur. Of margir hjólreiðamenn taka ekki nægjanlegt tillit til gangandi og hjóla alltof hratt á gangstéttum. Þeir sem á annað borð hjóla hratt hafa í flestum tilfellum öðlast nægilega færni til að vera á akbrautinni og vaknar þá spurningin af hverju þeir velja að hjóla á gangstéttunum? Vantar ekki sárlega að kenna þetta atriði öllum þeim sem eru að læra að hjóla? Það er ólíðandi að þurfa að gæta sín (og barna sinna) á reiðhjólum þegar maður er á gangi á gangstéttum. 

Þórhildur Þórhallsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 10:36

32 Smámynd: Gísli Sigurður

Ég las helminginn af kommentunum og nennti ekki meira.

Þetta er MJÖG einfalt.

Skv. landslögum, má hvorki aka óskráðum vél- eða rafknúnum né vélarvana ökutækjum á akbrautum.

Aftur á móti eru reiðhjól UNDANSKILIN þessum lögum. Það má sjá í 39. grein umferðarlaga.

Fólk! Lesa lögin í heild, og í samhengi, áður en þið teljið ykkur þekkja þau í þaular!

Gísli Sigurður, 19.7.2010 kl. 12:08

33 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Gísli. Getur þú vísað í þá grein umferðalaga, sem banna akstur óskráðra ökutækja á akbrautum? Ég las lögin yfir en fann ekkert um það.

Á hitt ber þó að líta að ef um er að ræða undanþágu fyrir reiðhjól og rafknúnar vespur með að hámarki 25 km/klst. hámarkshraða teljast vera reiðhjól, gildir þá ekki undanþágan um reiðhjól um það ökutæki?

Það, sem hér er reyndar aðallega verið að kvarta um er orðalag fréttarinnar þar, sem sagt er að þessar vespur megi ekki nota á akbrautum vegna þess að þær teljast til reiðhjóla. Það er þá varla hægt að skilja öðruvísi en að reiðhjól megi ekki  nota á akbrautum. Þetta er algengur misskilningur hjá fólki og við reiðhjólamenn lendum oft í orðaskaki við fólk, sem vill okkur út af götunum vegna þess að það finnst við vera fyrir þeim og það heldur að við séum að brjóta lög með því að vera úti á götunni. Þess vegna er það mjög slæmt ef haft er eftir starfsmanni Umferðastofu texti, sem varla er hægt að skilja öðruvísi en að reiðhjólamenn megi ekki vera úti á götu. Ekki ætla ég að fullyrða að textinn í blaðinu sé hárrétt hafður eftir viðmælanda en hann er engu að síður villandi og þess vegna full þörf á að leiðrétta hann.

Sigurður M Grétarsson, 19.7.2010 kl. 19:34

34 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Marta, fulltrúi Umferðarstofu, sú sem haft er eftir í fréttinni, er búin að gera hér athygasemd tvisvar og ver fréttina í einu og öllu

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.7.2010 kl. 12:30

35 Smámynd: Gísli Sigurður

Sigurður;

63. gr. Áður en bifreið, bifhjól, torfærutæki eða dráttarvél er tekin í notkun skal ökutækið skráð og skráningarmerki sett á það. Sama á við um eftirvagn [bifreiðar eða dráttarvélar sem gerður er fyrir [meira en 750 kg]1) heildarþyngd],2) svo og hjólhýsi og tjaldvagn. [Eigi þarf þó að skrá eftirvagn bifreiðar á beltum eða dráttarvélar sem nær eingöngu er notaður utan opinberra vega.]2) [Ráðherra]3) getur fyrirskipað skráningu annarra tengitækja og vinnuvéla.

http://reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/lookByNumer/8222004?OpenDocument

Ef þú finnur þetta ekki hérna, eða átt bágt með að skilja þetta, mæli ég með því að þú hringir í Sýslumann og fáir hann til að útskýra þetta fyrir þér. Afsakaðu, ég bara bjóst við að viti borin maður geri sér grein fyrir slíkum hlutum.

Önnur málsgrein þín;

Lestu lögin aftur. Þú greinilega skilur þetta ekki.

Reiðhjól er ekki það sama og reiðhjólaflokkurinn sem tilgreindur er í umræddum lögum.

Þetta sést MJÖG greinilega í lögunum, og það á ekki að þurfa að skýra þetta fyrir fólki sem kann að lesa;

39. gr. Hjólreiðamenn skulu hjóla í einfaldri röð. Þar sem nægilegt rými er mega tveir þó hjóla samhliða, ef það er unnt án hættu eða óþæginda. Ef gefið er merki um framúrakstur mega hjólreiðamenn eigi hjóla samhliða, nema aðstæður leyfi eða nauðsyn krefji.

Hjólreiðamaður skal hjóla hægra megin á akrein þeirri, sem lengst er til hægri. Akreinina við hlið hennar má þó nota til framúraksturs, ef eigi er unnt að fara fram úr hægra megin.

Hjólreiðamaður, sem nálgast vegamót og ætlar að fara beint áfram eða beygja til vinstri, má vera áfram hægra megin á vegi. Ætli hann til vinstri skal hann fara beint áfram yfir vegamótin og beygja þá fyrst, þegar það er unnt án óþæginda fyrir aðra umferð. Gildir þetta þrátt fyrir umferðarmerki eða önnur merki, nema þau séu sérstaklega ætluð hjólreiðamönnum.

Heimilt er að hjóla á gangstétt og gangstíg, enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Hjólreiðamaður á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum.

------------

[a. Ökutæki, sem knúið er áfram með stig- eða sveifarbúnaði og eigi er eingöngu ætlað til leiks.

b. Vélknúinn hjólastóll, sem eigi er hannaður til hraðari aksturs en 15 km á klst. og verður einungis ekið hraðar með verulegri breytingu.

c. Lítil vél- eða rafknúin ökutæki, sem hönnuð eru til aksturs á hraða frá 8 km og upp í [25 km á klst.]4) Undir þessa skilgreiningu fellur m.a. vélknúið hlaupahjól sem búið er stigbretti, er á hjólum og með stöng að framan sem á er stýri. Slíkum farartækjum má ekki aka á akbraut.]5)

Hér er annars vegar talað um hjólreiðamenn(lestu þetta orð a.m.k. tvisvar) og svo um reiðhjól(-aflokk), þar sem fram kemur að litlum vél- eða rafknúin ökutækjum megi EKKI aka á akbraut.

Gísli Sigurður, 20.7.2010 kl. 16:19

36 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Að sjálfsögðu má ekki aka óskráðum skráningarskyldum ökutækjum á akbrautum. Það er allt annað en ökutæki, sem eru óskráð vegna þess að þau eru einfaldlega ekki skráningarskyld.

Reyndar snýst þetta allt um skilning á orðalagi og geta menn endalaust deilt um slíkt. Það að vera að setja lítil rafknúin eða vélknúin ökutæki í einhvern reiðhjólaflokk í stað þess að búa til sérstakan flokk um þau er að valda miklum misskilningi.

Það eru margir, sem setja þann skilning í C iðinn að hann eigi aðeins við um vélknúnu hlaupahjólin og hjólabrettinn ásamt tækjum í þeim stærðaflokki. Vélknúna vespan er hins vegar mun stærri en þetta og mun nær vélknúna hjólastólnum í b lið. Honum má aka á akbraut. Hann er hins vegar ekki skráður enda ekki skráningarskyldur. Þarna greinir menn á um hvað felst í "litlu vél- eða rafknúnu ökutæki". Skilgreiningin er þó að vissu marki til staðar í þessum lið þar, sem nefnd eru hlaupahjól og hlaupabretti og því er eðlilegt að taka því þannig að þessi grein gildi aðeins um ökutæki í svipuðum stærðarflokki og þau tæki.

Það er þó allavega ljóst að það þarf að endurkoða þetta og þá sérstaklega ef þessi skilningur þinn og Mörtu á umferðalögunum er réttur. Það er ekki heil brú í því að fullorðinn maður á rafknúinni vespu með hámarkshraða innan 25 km/klst. megi ekki aka á akbraut meðan 7 ára barn á 20 tommu reiðhjóli má gera það og einnig maður á vélknúnum hjólastól. Þetta er sérstaklega fáránlegt vegna þess að með því að aka vespunni á gangstétt í íbúðagötum er bæði verið að auka slysahættu hjá ökumanni vespunnar og einnig hjá gangandi vegfarendum.

Sigurður M Grétarsson, 21.7.2010 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband