Látið ekki Framsóknarflokkinn blekkja ykkur með talnaleikfimi.

Í dag er í gangi ferli þar sem verið er að semja við kröfuhafa í þrotabú gömlu bankanna þar sem semja á um afskriftir hluta af krónueignum þrotabúanna. Þetta gæti skapað ríkissjóði tekjur sem hugmyndin er að nota í kostnaðarsamar aðgerðir sem ómissandi eru í því ferli að afnema gjaldeyrirhöft. Köllum þann útjaldalið A.
Nú kemur Framsóknarflokkurinn fyrir kosningar og segist ætla að taka þennan mögulega hagnað ríkisins út úr því ferli og nota hann í að lækka skuldir heimilanna. Köllum þann útgjaldalið B.
Hvað hefur þá breyst ef leið Framsóknarflokksins er farinn annað en að skuldir heimilanna hafa lækkað? Jú það á enn eftir að borga A sem annars væri búið að borga. Og þar sem A er ómissandi þáttur í afnámi gjaldeyrishafta þá þurfa skattgreiðendur að borga A sem þeir annar þyrftu ekki að borga. Munurinn er sama upphæð og B kostar.
Skattgreiðendur bera því auka byrðar af því að afnema gjaldeyrishöftin sem nemur kostnaðinum við skuldalækkun heimilanna.
Kröfuhafarnir munu þurfa að gefa eftir af krónueignum sínum óháð því hvort hagnaður ríksins af því verður notað í A eða B. Það breytir því engu um stöðu þeirra. Það eru hins vegar skattgreiðendur sem eru verr settir sem nemur kostnaðinum við B það er kostnaðinum við niðurgreiðslu húsnæðislána ef sú leið verður farin.
Niðurstaða: Skattgreiðendur bera kostnaðinn af skuldalækkun heimilanna.
Ekki láta Framsókarflokkinn blekkja ykkur til að halda annað með talnaleikfimi.
Þetta eru einfaldar staðreyndir málsins óháð því hvort menn telja það réttlæti að skattgreiðendur niðurgreiði lán heimilanna eða ekki.
En flokkar sem vilja ekki fara þær leiðir sem almennt er kallað lýðsrkum verða að koma heiðarlega fram hvað varðar upplýsingar um það hvernig þeir ætla að efna kosningaloforð sín í stað þess að beita blekkingum gagnvart kjósendum til að láta þá halda að byrðarnar lendi á öðrum en þær raunverulega lenda.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Látum ekki nokkurn flokk, né opinbera fjölmiðlaumræðu blekkja okkur með villandi tölum, umfjöllunum og skoðanakönnunum.

Það er á ábyrgð okkar allra að sjá í gegnum blekkingarnar.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.4.2013 kl. 17:47

2 identicon

Þú segir: "Skattgreiðendur bera því auka byrðar af því að afnema gjaldeyrishöftin sem nemur kostnaðinum við skuldalækkun heimilanna."

Þetta er einfaldur misskilningur hjá þér.

Það að ríkissjóður taki til sín eignir þrotabúanna og noti til skuldalækkunnar minnkar um leið krónufjall kröfuhafa sem vill fara út.

Aftur:

Ef kröfuhafar neyðast til að afskrifa krónueignir sínar sem eru síðan notaðar til skuldalækkunar og t.d. lækkunar skulda ríksins þá er engin þrýstingur eftir í kerfinu og höftin geta fallið niður.

Kalli (IP-tala skráð) 24.4.2013 kl. 15:53

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Kalli. Þarna ert þú reyndar að gleyma jöklabréfunum sem eru fyrir utan eignir þrotabúahnna og mynda líka snjóhengjuna. Það er því hellings kostnaður eftir til þess að afnema gjaldeyrishöftin. Það er væntanlega hluti af því sem hugmyndin er að nota væntan hagnað ríkisins af afskriftum kröfuhafa bankanna í. Ef sá hagnaður verður tekin úr því ferli í skuldalækkun heimilanna þurfa skattgreiðendur að borga það.

Rökin í þessum pistli standast því fullkomlega. Það að nota þessa peninga í að lækka skuldir heimialnna leiðir það af sér að kostnaður skattgreiðenda við að losa höftin hækkar um sömu krónutölu. Það eru því skattgreiðendur sem borga í raun kostnaðinn af skuldalækkun heimilanna en ekki kröfuhafarnir. Þeir þurfa að taka á sig sömu afskriftirnar óháð því hvað ríkið gerir við hugsanlegan hagnað sinn af því.

Sigurður M Grétarsson, 24.4.2013 kl. 16:56

4 identicon

Gott að fá viðurkenningu á því að nægt fé er til þess að leiðrétta ofteknar vexti og verðbætur hjá heimilum.

Skattgreiðendur eru fleiri en heimilin t.d. bankarnir sem eru sprengfullir af peningum. Össur segir þá geta borgað 15 ma. aukalega á ári í skatt. Óþarfi að hlífa þeim.

Fyrsta skref er skjaldborg um heimilin (fyrverandi stefna S), losna við snjóhengjuna (myndaðist hjá S), næst er að byrgja verðbólgubrunninn (stefna S eftir 10 ár). Framsókn er með þetta á hreinu 2013 og miðjan er málið.

Jón G (IP-tala skráð) 26.4.2013 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband