Þetta er eins og að kenna fórnarlambi nauðgunar um barsmíðar samhliða nauðguninni af því fórnarlambið streittist á móti.

Ekki ætla ég að bera í bætifáka frir hryðjuverk Hamas en ég styð heilshugar frelsisbaráttu Palestínumanna og alla þá andspyrnu sem þeir beita í þeirri baráttu sem er lögleg samkvæmt Genfarsáttmálanum og ýmsum öðrum alþjóðasáttmálum.

En að kenna Hamas um morð Ísraela á tvö þúsund óbreyttum borgurum er eins og að kenna fórnarlamdi nauðgunar um það viðbótarofbeldi sem það varð fyrir vegna þess að það streittist á móti. Vissulega er hægt að færa fyrir því rök að með því að gera bara eins og nauðgarinn vildi þá hefði verið hægt að komast hjá þeim barsmíðum sem nauðgarinn þurfti að beita til að koma vilja sínum fram vegna þess að fórnarlamdið streittist á móti. Það ofbeldi hefði ekki þurft að fara fram ef fórnarlambið hefði hagað sér öðruvísi. 

 En jafnel þó hægt sé að sýna fram á slíkt þá breytir það ekki því að það er ofbelsismaðurinn sem ber ábyrgðina á ofbeldinu og líka því sem var afleiðing af því að fórnarlambið streittist á móti.

Ísraelar hafa barið miskunarlaust á Palestínumönnum í áratugi með ólöglegu hernámi sínu, landráni og reglulegum fjöldamorðum og öðru ofbeldi gegn þeim. Og jafnvel þó sumt af því ofbeldi séu viðbrögð við því að Palestínumenn hafi streist á móti gegn þvví ofbeldi og þeirri kúgun sem þeir hafa orðið fyrir og þá bera Ísraelar höfuðsökina á því ofbeldi. Það á meðal annars við um nýleg fjöldamorð þeirra á Gasa.


mbl.is Vísaði ábyrgðinni á Hamas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég fæ ekki annað séð en að hryðjuverka samtökin Hamas séu bornir og barnfæddir af hinum svo kölluðu Palestínumönnum, hvaðan í andskotanum sem þeir komu.

Hrólfur Þ Hraundal, 31.8.2014 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband