Neitunarvaldið er tímaskekkja sem hindrar Öryggisráðið í að sinna hlutverki sínu.

Það er löngu orðið tímabært að afnema allt neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og vil ég skoira á Guðlaug að beita sér fyrir því innan SÞ að það verði gert.

Þetta neitunarvald hefur komið í veg fyrir að Öryggisráðið hafa getað beitt sér sem skyldi gegn ólöglegur hernámi og landráni Ísraela, á ólöglegu hernámi Kínverja á Tíbet og innlimun Rússa á Krímskaga svo dæmi sé tekið en þau dæmi eru mun fleiri.

Ég er sannfærður um að ef Ísland myndi beita sér fyrir því að þetta neitunarvald yrði afnumið myndu mjög margar þjóðir styðja það og margar þeirra stíga á vagninn með Íslandi.

 


mbl.is Aðgerðirnar eru skiljanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eitt getur afnumið neitunarvaldið. Og það verður gert strax og allar þjóðirnar með neitunarvald samþykkja það. Guðlaugur getur beitt sér fyrir því innan SÞ, SÍBS, ESB eða BSRB vilji hann gera sig og okkur að athlægi.

Gústi (IP-tala skráð) 15.4.2018 kl. 01:45

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ísland getur beitt sér fyrir því innan Alsherjarráðs SÞ þvi ef það er nokkuð góð samstaða þar um það þá setur það þrýsting á ríkin í örhyggisráðinu.

Sigurður M Grétarsson, 15.4.2018 kl. 07:50

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Eftir að hafa horft á farsann sem er í gangi í öryggisráðinu,hefði ég lagt til að öryggisráðið verði afnumið. Ég hef undanfarið horft á nokkrar afgreiðslur ráðsins og það er beinlínis ömurlegt að verða vitni að umræðunum þar.

Burt með þessa samkomu.

Borgþór Jónsson, 15.4.2018 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband