Fyrirsjávanleg viðbrögð Bandaríkjamanna.

Það hefðu allir, sem eitthvað hafa fylgst með heimsmálum getað séð þessi viðbrögð Bandaríkjamanna fyrir. Það er alveg sama hversu alvarlega stríðsglæpi Ísraelar fremja það er alltaf réttlætanlegt op er fórmarlömbunum að kenna.

 

Þó Ísraelar vörpuðu kjarnorkusprengjum á nágranna sína af litlu eða engu tilfefni þá myndu viðbrögð Bandaríkjamanna vera þau sömu.

 

Það versta við þetta er að þetta blinda stuðningsríki hins grimma hernámsveldis Ísrael er með neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og því er borin von að eðlileg viðbrögð við þessum stríðsglæpi Ísraela muni koma úr þeirri áttinni. Ef það á að vera hægt að koma skikki á starfsemi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þannig að tekið sé með eðlilegum hætti á stríðsglæpamönnum óháð því hverjir eru stuðningsmenn þeirra verður að afnema allt neitunaravald í Öryggisráðinu. Neitunarvald vissra ríkja í Öryggisráðinu hefur í gegnum tíðina vængstíft það verulega og gert því nánast ókleift að sinna hlutverki sínu.


mbl.is Segja Hamas ábyrg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Vandamálið er að uppræta þau öfl sem ala á ófriði fyrir botni Miðjarðarhafs. Telur þú að það hefjist með því að taka af BNA neitunarvaldið í SÞ, eða einhverju öðru ríki? Hverju mun það breyta? Ættu SÞ að fara með ófriði á hendur ísrael ... til þess að kenna þeim e.t.v. lexíu? Eða eigum við að ganga svo langt að segja að þeir eigi ekki rétt á sínu landsvæði? Á að ganga erinda Islamistanna í Hamas, Al-Aqsa, Íranríkis og víðar, sem þrá það heitast að gereyða Ísrael. Reyndar er þeirra ósk einnig að koma þér til réttrar trúar en eyða þér ella. Ætli jafnaðamannahugur þinn sé sáttur við það?

Er það ásættanlegt að Hamas skjóti yfir 200 eldflaugum á ísraelskt landsvæði og noti almenna borgara sem skildi í viðleitni þeirra til þess að egna hina máttugu stríðsvél Ísraela, með þeim hörmulegu afleiðingum sem nú blasa við. Þú hlýtur að vita að í fjarlægð frá myndavélunum fagnar hinn öfgafulli armur Hamas dauða síns eigin fólks enda líta þeir svo á að dauði síns eigin fólks sé ásættanlegur fórnarkostnaður í hinu heilaga stríði við Ísrael. Hvað á að gera gagnvart fólki sem er tilbúið til þess að fóstra börnin sín til sjálfsmorðsárása?

Hvað er til ráða við slík öfl? Ekki hef ég svarið við því, svo mikið er víst.

Ólafur Als, 27.12.2008 kl. 21:11

2 identicon

Þau öfl sem ala á ófriði fyrir botni Miðjarðarhafs segir þú Ólafur? Það er ekki hvað síst fasistaríkið Ísrael sem það gerir með framferði sínu síðustu áratugina. Öryggisráð SÞ er því miður klíka sem sérhæfir sig í hagsmunagæslu fyrir stórveldin. Neitunarvaldið er svartur blettur á samvinnu þjóðanna. Auðvitað vex öfgasamtökum eins og Hamas, Al-Aqsa og öðrum slíkum fiskur um hrygg meðan Palestínumönnum er haldið í gettóum, þeir niðurlægðir, sveltir, barðir og myrtir af "hinni máttugu stríðsvél Ísraela" sem þú svo kallar með óttablandinni virðingu. Það voru líka til menn á sínum tíma sem töluðu um "hina máttugu stríðsvél Hitlers" með óttablandinni virðingu.... 

Þröstur Ingólfur Víðisson (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 21:55

3 Smámynd: Ólafur Als

Þröstur, hér skortir þig algerlega sögulega þekkingu á ástandi mála fyrir botni Miðjarðarhafs. Hatrið í garð Gyðinga á meðal Islamista hefur ávallt verið til staðar, það er tilurð Ísraelsríkis sem er stóri þyrnirinn í þeirra augum og ef máttur Ísraels væri ekki jafn mikill og hann er myndu þessi öfl fyrir löngu hafa komið Ísraelsríki fyrir kattarnef. Þau hafa reyndar reynt það ítrekað í minni og stærri styrjöldum.

Þú veist nákvæmlega ekkert um mína virðingu en þeir sem báru óttablandna virðingu fyrir stríðsvél Hitlers á sínum tíma hlýddu m.a. ekki á varnaðarorð Churchills og leyfðu þeim stríðsherra að magna upp seið sem leiddi af sér dauða milljóna manna.

Ólíkt Hitler er raunverulegur vilji í Ísrael til þess að semja frið við þau öfl Palestínumanna sem það vilja. Það er og verður langt ferli og vissulega eru einnig til öfl í Ísrael sem ekki kjósa frið. Eldflaugaárásir Islamistanna sjá til þess að fæða öfgaöfl beggja vegna. En hvað á að gera við fólk sem er tilbúið til þess að fórna börnum sínum í sjálfsmorðsárásir? Á að sætta sig við að það sé vegna kúgunar Ísraela eða að ástandið sé svona vont? Myndir þú sætta þig við það? Reyndar er hagur Palestínumanna misjafn. Í löndum bræðra þeirra hvað kyn og trú varðar eru þeir víða fyrirlitnir og njóta lítils velvilja - með fáeinum undantekningum þó. Sums staðar er Palestínumönnum, í heimi Araba, líkt við Gyðinga en sagt er að Palestínumenn séu framagjarnir og duglegir, líkt og Gyðingar. Það hefur ekki aflað þeim vinsældum. Ég hef nú verið í skóla með Palestínumanni og Gyðingi, hvoru tveggja gott fólk og á því að leiðin út úr þeim ógöngum sem nú ríkja sé friðarumleitanir, ekki hatur og trúarofstæki.

Ólafur Als, 27.12.2008 kl. 23:01

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ólafur Als. Ég er ekki að segja að Ísraelar eigi ekki rétt á sínu landi. Ég er að segja að þeir eigi ekki rétt á landi Palestínumanna. Ég er að segja að alþjóðasamfélagið þarf að standa saman um að koma þeim frá því landi, sem þeir hafa stolið frá Palesínumönnum.

Þetta er orðin ansi þeryttur áóður að Pelstnumenn almennt vilji fórna börnum sínum í sjálfsmorðsárásum. Það er kjaftæðí. Pelstínumenn hafa hins vegar þurft að þola grimmilega kúgun hernámsveldisins Ísrael í marga áratugi og það hefur sáð þvílíku hatri í garð kúgaranna að margir Palestínumenn eru tilbúnir til að fórna lífi sínu með sjálfsmorðsárásum til að drepa Ísraela. Það er ekkert annað en afleiðing af kúgun Ísraela og er hatur Araba á Ísraelum verðskuldað fyrir vikið.

Það er líka kjaftæði að meðal Ísraela sé raunverulegur vilji til að semja um frið. Þeir hafa aldrei ljáð máls á neinu, sem getur talist sanngjarn friðarsamningur. Þeir hafa aðeins boðið niðurlægnandi uppgjafarskilmála eins og þann, sem Barak bauð á sínum tíma. Þeir hafa aldrei ljáð máls á að skila öllum ólöglegum hernámssvæðum sínum. Þeir hafa aldrei ljáð máls á því að palestínskir flóttamenn fái að snúa aftur heim til þeirra svæða, sem þeir voru hraktir frá í þjóernishreinsunum Ísraela árið 1947.

Staðreyndin er sú að ef við viljum að það verði raunverulegur friður í Miðausturlöndum og að komið verði í veg fyrri slátrun mikils fjölda sakalausra manna þá þurfum við að stoppa hið grimma hernámsveldi Ísraela af í fjöldamorðum sínum. Það eru þeir, sem hafa verið árásaraðilinn í nær öllum stríðum sínum við nágranna sína og það eru þeir, sem eru helsta ógnin við frið í Miðausturlöndum.

Það að þvinga hernámsríkið Ísrael til að skila aftur ólöglega hernumdu svæði er ekki að ganga erinda einhverra öfgasamtaka eða hryðjuverkasamtaka heldur aðeins að ganga erinda alþjóðalaga, réttlætis og sanngirni og að ganga erinda grimmilega kúgaðrar hernumdara þjóðar.

Sigurður M Grétarsson, 28.12.2008 kl. 01:35

5 Smámynd: Ólafur Als

Sigurður:

Ég sé að sannleikurinn um ófriðinn fyrir botni Miðjarðarhafs hefur litla þíðingu í áróðri þínum. Það er hverjum upplýstum manni ljóst að hatur Araba á rætur sínar í trúnni, enda hefur þetta hatur verið til staðar um aldur og á sér ekkert upphaf í stofnun Ísraelsríkis.

ALMENNUR vilji til þess að fórna börnum sínum er vitanlega ekki til staðar - það ofstæki er þó almennara en margur grunar, enda er fórnardauði þessara ungmenna fagnað víða á meðal Palestínuaraba og Islamistarnin gera allt til þess að halda á lofti minningunni um þessi ungmenni, sem sprengja sig í loft upp.

Í tillögum Baraks voru ákvæði sem fólu í sér áfframhaldandi viðræður um álitaefni en þær voru m.a. studdar af Clinton-stjórninni og fleirum. Hinir svo kölluðu flóttamenn munu ef að líkum lætur aldrei fá að snúa aftur - alla vega ekki sá fjöldi sem rætt er um - og það vita Palestínumenn mæta vel. Um annað eins hefur samist í samningum þjóða á milli, sbr. Tyrki og Grikki og fleiri, að ekki sé nú talað um yfirtöku Rússa á landi eftir seinni heimsstyrjöld og Kínverja síðar.

Það er merkilegt til þess að vita að ein þjóð þurfi að há margar styrjaldir til þess að verja tilverurétt sinn og að kalla það kúgun af hálfu sömu þjóðar. Að sama þjóð þurfi að líða nær daglegar drápsárásir á sína borgara í 60 ár og kalla það árásargirna af þeirra hálfu. Merkilegt.

Ólafur Als, 28.12.2008 kl. 20:29

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ólafur. Áður en Zóonistar fóru að færa sig upp á skaftið og gera landakröfur fyrir innflytjendur úr hópi Gyðinga höfðu Arabar og Gyðingar lifað saman á þessu svæði í sátt og samlyndi öldum saman. Það hafð væntanlega líka áhrif að gyðingar voru þá aðeins 1 til 2 prósent íbúa. Það var fyrsgt þegar gyðingum fjölgaði mikið þarna og Zíonistar fóru að krefjast alls landsins fyrir þá á þeirri forsendu að þetta væri þeirra land, sem Guð hafði gefið þeim að virkilaga fór að sjóða uppúr.

Þegar svo bið bættist árið 1947 að hryðjuverkahópar Zíonista hröktu yfri 700 þúsund araba á brott frá heimkynum sínum þá sauð virkilega uppúr. Það endaði með stríði, sem hófst þegar Zíonistar stofnuðu á endanum ríki sitt árið 1948. Því stríði töpuðu Arabar og í laiðinni hernámu (rændu) Ísraelar helmingi þess lands. sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu úthlutað Aröbum með samþykkt sinni um skiptingu Palestínu. Þessu landi hafa þeir aldrei ljáð máls á að skila aftur.

Ísraelar hafa ekki verið að berjast til að verja tilverurétt sinn. Það eru þeir, sem hafa verið upphafsmenn nánast allra styrjalda sinna við nágrannaríkin sín og þeir hafa háð þau stríð til að stela meira landi af Aröbum enda telja þeir sig eiga allt þetta land.

Að tala um alla þá grimmilegu kúgun, sem Ísraelar hafa viðhaft gagnvart íbúum hernámssvæða sinna, sem einhvers konar sjálfsvrön er nauðgun á orðinu sjálfsvörn.

Hver er munurinn á því að drepa saklaust fólk með sjálfsmorðssprengjuárás eða með því að senda flugskeyti úr orustuþotu eða árásarþyrlu? Hvers vegna er annar morðingin kallaður hryðjuverkamaður en hinn ekki? Ert þú kanski einn þeirra, sem skilgreina hyrðjuverkamann, sem mann, sem á sprengju en ekki flugher?

Hatur Araba á Ísraelum á ekki rætur í trúnni. Það á rætur í hernámi Ísraela og þeirri villimannslegu grimmd, sem þeir hafa viðhaft gagnvart íbúum hernámssvæða sinna.

Ísraelar hafa fyrst og fremst verið gerendur í árásum á almenna borgara síðastliðin 60 ár fremur en þolendur. Það eru þeir, sem feru árásaraðilinn í deilu sinni við Araba.

Ályktun Sameinuðu þjóðanna númer 194 um rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur heim hefur verið margendursamþykkt enda er hún í samræmi við alþóðalög. Það er því ekkert, sem réttlætir það að Ísraelar komist upp með að hunda hana. Þó aðrir hafi komist upp með það þá er ekkert, sem rétllætir það að palestínskir flóttamenn þurfi að líða fyrir það. Hins vegar er það alveg rétt hjá þér að það má semja um allt en þá þurfa báðir aðilar að vera samþykkir því.

Sigurður M Grétarsson, 30.12.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband