Er allt í lagi að drepa lögreglumenn?

Í þessari frétt er talað um lögreglumenn eins og þeir séu hluti af hryðjuverkasveitum Hamas. Það er ekki talað um þá, sem lögreglumenn heldur, sem meðlimi í "öryggissveitum Hamas". Þetta eru að mestu ef ekki öllu leyti einfaldlega menn, sem halda uppi lögum og reglu í landinu eins og lögreglumenn gera alls staðar. Þar, sem Palestína er ekki viðurkennt fullvalda ríki er nafngiftin eitthvað önnur en er í fullvalda ríkjum.

 

Hafa Ísraelar sýnt fram á eitthvað, sem tengir þessa menn við hryðjuverk? Eru þeir ekki bara að skáka í því skjóli að allir lögreglumen í Palestínu eru vopnaðir þannig að með því að drepa þá er ekki hægt að segja að verið sé að drepa vopnlausa óbreytta borgara.

 

Staðreyndin er sú að Ísraelar hafa síðust daga drepið yfir 300 saklausa palesstínska borgara til að hefna fyrir verknað einhverrra annarra palestínskra borgara. Þetta eru ekkert annað en hóprefsingar (collective punishment), sem teljast til verstu stríðsglæpa. Nasistar gerðu mikið af þessu og drápu oft 10 til 20 íbúa hernámssvæða sinna fyrir hvern þýskan hermann, sem andspyrnumenn drápu. Hjá Ísraelum er þetta hlutfall yfir hundrað á móti einum þannig að hvað þetta varðar eru þeir síst skárri en Nasistar.  Með þessu er ég þó ekki líkja ísraelskum stjórnvöldum í heild við Nasistastjórn þriðja ríkisins þó vissulega eigi þau margt sameiginlegt með þeim eins og til dæmis það að vera grimmt hernámsveldi, sem beitir íbúa hernámssvæða sinna grimmilegri kúgun og beitir hóprefsingum þegar íbúar hernámssvæðanna svara fyrir sig.

 

Þessi viðbrögð Ísrala er fáránlega ofsafengin miðað við þá ógn, sem þeir segjast vera að uppræta. Þrátt fyrir að tugþúsundum þessara palestínsku raketta hafi verið skotið á ólögleg hernámssvæði Ísrael þá hafa sennilega fleiri látist þar við það að renna til í baði heldur en þeir, sem látist hafa af völdum þessara raletta. Þetta væri álíka og ef maðum munti gefa einhverjum fjölskylumeðlimi mínum á kjaftinn þá færi ég og næði í haglabyssu og færi heim til hans og skyti höfuðið af einum eiða fleiri fjölskyldumeðlimum hans. Ekkert endilega af honum sjálfum heldur bara einhverjum í hans fjölskyldu til að hræða hann frá að gefa einhverjum í minni fjölskyldu kjaftshögg aftur. Ég myndi svo segna að þar, sem þessi maður hafi átt upptökin af ofbeldinu þá væri þetta bara hans sök. Ég hefð rétt á að verja mína fjölskyldu.

 

Það að kalla þessar aðgerðir Ísraela " sjálfsvörn" er nauðgun á orðinu "sjálfsvörn".


mbl.is Ban Ki-moon fordæmir árásir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband