Enn ein hvítþvottaskýrsla Ísraela.

Einn hluti að áróðurstækni Ísraela felst í því að setja á laggirnar "rannsóknarnefndi" til að rannsaka umdfeild atvik og birta síðan þá "niðurstöðu rannsóknarinnar" að þeir hafi sjálfir verið góðir gæjar. Þeir hafna síðan allri samvinnu við alþjóðlegar rannsóknarnefndir meira að segja nefndir á vegum Sameinuðu þjóðanna þannig að þær geta ekki rannsakað neitt af viti og geta því ekki komið með niðurstöðu.

 

Þetta gerðu Ísraelar eftir fjöldamorðin í flóttamannabúðunum í Líbanon árið 1982 þar, sem um þrjú þúsund manns, aðallega konur, börn og gamalmenni voru myrt með köldu blóði. Þeir kenna kristnum Falangistum um og segjast ekki hafa vitað af neinu þó flest bendi til að þarna hafi verið um samstarfsverkefni að ræða milli Ísraela og Falangista, sem stjórnað var af Ísraelum. Allavega er ljóst að þeir vissu allan tíman hvað var þarna að gerast í nærri þrjá sólahringa og allan tíman umkringdu ísraelskir hermenn flóttamannabúðirnar og hindurðu alla í að flýja þaðan meðan fjöldamorðin fóru fram. Þeir lýstu einnig upp flóttamannabúðirnar á nóttunni þannig að fjöldamorðingjarnir sægju hvað þeir væru aðgera. Það er einnig margt, sem bendir til að hluti fjöldamorðingjanna hafi verið ísraaelskir hermenn í búningum Falangista. Allavega hafa sumir þeirra, sem komust lífs af sagt frá því að sumir fjöldamorðingjanna hafi talað sína á milli á Hebresku en sum börnin, sem ekki þekkja neitt annað mál en Arabísku hafa sagt að sumir hafi talað eitthvað annað mál en Arabísku.

 

Enn ein hvítþvottanefndin var skipuð eftir morðið á Rachel Corrie árið 2003. Þar var einungis talað við hermannin, sem ók yfir hana á beltagröfu og bakkaði yfir hana aftur ásamt því að tala við aðra hermann í herdeild hans. Ekki var talað við nein önnur vitni þó nóg hafi verið af þeim bæði vestrænum vitnum og Palestínumönnum.

 

Þessi skýrsla Ísraela er því ekki pappírsins virði. Það að þeir heimili ekki Sameinuðu þjóðunum að gear óháða rannsókn segir allt, sem segja þarf um þetta mál.


mbl.is Ísraelsher: Engir stríðglæpir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband