Hvenær ætla bandaríkjamenn að viðurkenna að meðferð þeirra á indjánum hafi verið þjóðarmorð?

Áður en hvíti maðurinn kom til Ameríku er talið að Indjánar hafi skipt milljónum á því svæði, sem nú telst til Bandaríkjanna. Þegar fjöldamorðum Bandaríkjamanna á þeim lauk skilst mér að þeir hafi verið um 400 þúsund. Þeir voru miskunarlaust myrtir af Bandaríkjamönnum, sem sögðu það vera aðgerðir til að gera landið byggilegt. Þeim var komið fyrir á svokölluðum "verndarsvæðum" en þaðan máttu þeir svo varla hreyfa sig. Þetta minnir reyndar svolítið á meðferð Ísraela á Pelestínumönnum en þó voru fjöldamorð Bandaríkjamanna á Indjánum mun grimmilegri og stærri í sniðum.

 

Hvenær ætli Bandaríkjamenn viðurkenni þetta, sem þjóðarmorð og hætti að dæma slátrarana í sögu sinni? Hvenær ætil þeir setji upp minningarreiti fyrir fórnarlömb þessara fjöldamorða og hvenær ætli þeir helgi einn dag á ári minningunum um þau fórnarlömb?


mbl.is Tyrkir ósáttir við Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jonni

Það er nú kannski orðum aukið að bandaríkjamenn hafi ekki gengist við þessu.  Það er mikil fjöldi minnisvarða, minningarreita og stofnanir af ýmsu tagi sem hafa haldið sögunni lifandi.  Bandaríkin hafa ekki afneitað sögunni líkt og tyrkir vilja reyna.  4. september er "Native American Day".  Hins vegar er ég alveg sammála því að betur má ef duga skal því þetta er vægast sagt mjög ljótur blettur á sögu þjóðar.

Jonni, 25.4.2009 kl. 19:47

2 Smámynd: Jonni

Ég meinti fjórði föstudagur í september.

Jonni, 25.4.2009 kl. 19:50

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég er ánægður með að heyra að meira er gert til að minnast fórnarlamba þessa þjóðarmorðs Bandaríkjamanna en hef trú á að ég hafi rétt fyrir mér hvað það varðar að Bandaríkjamenn hafa ekki viðurkennt að þetta hafi verið þjóðarmorð.

Sigurður M Grétarsson, 27.4.2009 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband