Flýting en ekki aukning skatttekna?

Ég hef nú ekki séð nákvæma útfærslu á þessari hugmynd sjálfstæðismanna en eins og ég skil hana í fréttum þá er um það að ræða að greiddur er strax skattur af greiddu iðgjaldi í lífeyrissjóð í stað þess að greiða hann þegar upphæðin er tekin út. Þarna er því ekki verið að auka skatttekjur heldur aðeins verið að láta þær koma fyrr inn.

 

Reyndar missir ríkissjóður af skattlagningu á úttekt ávöxtunar lífeyrissjóðanna frá því greitt er inn þangað til greitt er út. Ef ávöxtunin er hærri en vaxtakjör ríkissjóðs eru þá er það tap fyrir ríkissjóð.

 

Á móti kemur að í þeim tilfellum, sem lífeyrissjóðstekjur skerða bætur almannatrygginga það mikið að þær fara niður fyrir skattleysismörk þá græðir ríkissjóður á því að hafa skattlagt meira meðan tekjur voru yfir skattleysismörkum en sleppa skattlagningu þegar tekjurnar eru hvort eð er að hluta undir skattleysismörkum.

 

Það að fara nú út í aðgerðir til að fá skatttekjur fyrr inn en ella kann að hljóma skynsamlega en gallin er sá að þetta gerir börnunum okkar erfiðara fyrir að ná endum saman í ríkisrekstri þegar stærstur hluti tekna stórs hluta þjóðarinnar er undanþegin tekjuskatti. Eftir nokkra áratugi verða eldri borgarar orðnir stór hluti þjóðarinnar og greiðslur frá lífeyrissjóðum verða meginhluti tekna þeirra. Þá munu þeir, sem þurfa að standa undir samneyslu þjóðarinnar kunna okkur litlar þakkir fyrir að hafa breytt kerfinu með þessum hætti.

 

Ég óttast því að með þessari leið sé verið að pissa í skóinn.


mbl.is Tekur undir tillögu um skattlagningu lífeyrissjóðstekna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga með þetta. 

Eitt til viðbótar sem þarf að huga að sjóðfélögunum og skattaafslætti.  Ef skatturinn er tekinn núna, þá munu sjóðfélagar ekki nýta skattafsláttinn sinn í framtíðinni þ.a. ríkið er að hirða meira af sjóðfélögum en ella.

Vörður (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 14:04

2 identicon

Þetta er rangt vörður. Þú getur reiknað það sjálfur, t.d. með 35% skatti fyrir ávöxtun upp á ca. 3,5% á ári í 40 ár. Og svo skatti eftir á. Það kemur út sama talan.

jeje (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 14:19

3 identicon

JeJe, þú ert að misskilja greinilega, launamaður sem fullnýtir skattaafslátt sinn núna, greiðir fullt skatthlutfall 37,2% af lífeyrisiðgjaldi, en þar sem ekki er tekinn skattur eftir á þá nýtir hann ekki skattaafsláttinn 42.205 kr. þegar hann fer á lífeyri.

Reiknum dæmið m.v. séreignarsparnað sem er lagður inn og tekin út í eingreiðslu.

Núverandi kerfi (miðað við óbreytt skattkerfi):

30.000 kr. lagt inn í sjóð, eftir 5% ávöxtun í 30 ár: 129.638
Viðkomandi hættir í vinnuni á þeim tíma út þessa upphæð þannig:

129.638 - skattur (37,2 % - 42.205 s) =123.630 útborgað.

Tillaga Bjarna Ben:

30.000 kr eftir 32,7% skatt þá eru lagðar inn  18.840 inn í sjóðinn sem verða svo kr. 81.425 eftir 30 ára 3,5% ávöxtun.

Það munar því skattaafslættinum 42.205 á því hvað sjóðfélaginn fær þegar hann fer á lífeyri.  

Vörður (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 14:56

4 identicon

Ég skil hvað þú meinar, ég er þó ekki að misskilja.  Þetta er töluvert flóknari reikningur með skattaafslættinum, þar sem taka verður tillit til tekna. Þú getur ekki gert ráð fyrir því að enginn frádráttur sé eftir fyrir lífeyrissjóðsgreiðslur, jahh nema ef um er að ræða einstakling með verulega háar tekjur.

Jeje (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 09:33

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jeje. Ef útgreiðslur úr lífeyrissjóðum verða skattfrjálsar þegar þær eru greíddar út þá nýtir viðkomandi ekki neinn persónuaflátt á móti þeim. Ef bætur almannatrygginga skerðast vegna lífeyrissjóðstekna þá getur það leitt til þess að skattskyldar tekjur viðkomandi fari niður fyrir skattleysismörk. Þá getur viðkomandi einstaklingur ekki nýtt persónuafslátt sinn að fullu, sem er ekki vandamál í núveransi skattlagningarfyrirkomulagi lífeyrissjóðstekna þar, sem skattlagningu er frestað þangað til upphæðin er tekin út.

Sigurður M Grétarsson, 12.6.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband