16.3.2017 | 17:28
Fáránleg tillaga rannsóknarnefndarinnar.
Þetta er fáránleg tillaga nefndarinnar. Það er fjöldi manna sem hjólar á fjölakreina stofnbrautum á hverjum degi en þetta er eina banaslysið á hjólreiðamanni hér á landi á þessari öld. Það er því alveg ljóst að það er margt sem er heimilt sem er hættulegra en að hjóla á fjölakreina stofnbrautum.
Það er einnig út í hött og verulega ámælisvert hjá nefndinni að tala um aðgæsluleysi hjá hjólreiðamanninum og þannig kenna honum að hluta til að minnsta kosti um slysið. Það kemur fram í skýrslunni að hann var með rautt blikkljós undir hnakki og þau sjálst vel í mörg hundruð metra fjarlægð í myrkri. Það er því ljóst að það var aðgæeluleysi og hraðakstur ökumannsins sem voru orsakir slyssins en ekki eitthvað sem hjólreiðamaðurinn gerði rangt.
Ef farið verður eftir þessari tillögu þá gerir það mönnum erfiðara fyrir að nota reiðahjól til samgangna. Oft eru ekki neinar aðrar leiðir til staðar sem eru jafn góðar og stofnbrautirnar til að komast milli staða. Aðrar leiðir eru oft mun krókóttari og me meiri hæðabrytingum en stofnbrautirnar og henta því verr fyrir hjólreiðamenn. Einnig eru stofnbrautirnar oftast mun betur ruddar þegar snjóar og eru því bestu samgöngumannvirkin til að nota við hjólreiðar og stundum einu færu leiðirnar fyrir reiðhjól. Vilji menn fá hjólreiðamenn af stofnbrautum þá eru boð og bönn ekki rétta leiðin heldur að búa til aðra valkosti fyrir þá sem eru í það minnsta jafn góðir og stofnbrautirnar og eru jafn vel ruddar þegar snjóar.
Vandamálið er ekki hjólreiðamenn á stofnbrautum heldur ökumenn sem ekki taka tillit til hjólreiðamanna eða eru ekki með athyglina í lagi. Það eru bílarnir sem eru slysavaldarnir og það þarf að taka á þeim þar með talið að takmarka aksturshraða þeirra en ekki skerða ferðafrelsi annarra vegfarenda.
![]() |
Vilja skoða að banna hjólreiðar á fjölakreina vegum í þéttbýli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2017 | 08:32
Stríð gegn mannúð til að þóknast fjármálaöflum.
Þessi aðgerð er gegn allri mannúð og allri skynsemi. Þetta er einungis gert til að auka gróða þeirra sem reka sjúkratryggingafélög í Bandaríkjunum og til að hægt sé að lækka skatta á ríkasta hluta landsmanna. Þetta er gert á sama tíma og útgjöld eru aukin til hersins en minnkuð til þróunaraðstoðar.
Það sorglega við þetta er að sennilega hefur stór hluti þessara 14 milljóna manna kosið Trump án þess að átta sig á því hvað þeir voru að kjósa yfir sig með því. Og það er einnig sorglegt að þessi forkastanlega aðgerð er framkvæms af manni sem fékk ekki flest atkvæðið í kostningu um heldur vann út á sérstakt kjördæmakerfi í Bandaríkjunum.
![]() |
14 milljón manns missa sjúkratryggingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2017 | 12:31
Bann við Airbnb kallar bara á fleiri hótelbyggingar
Bann við Airbnb kallar bara á fleiri hótelbyggingar og þá verða færri iðnaðarmenn á lausu til að byggja íbúðarhús. Fólk sem þrengir að sér á sumrin meðan ferðamannastraumurinn er mestur er að minnka vandann bæði hvað varðar íbúðahúsnæði og herbergi fyrir ferðamenn og er því hluti af lausninni en ekki vandanum. Þar að auki skapar þetta miklum fjölda venjulegra heimila tekjur sem þau annars hefðu ekki.
Lausninn felst í því að sveitafélög og ríkið standi fyrir stofnun óhagnaðardrifinna (non profit) leigufélaga og að meirihluti leigumarkaðarins verði á hendi slíkra félaga. En á það hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki viljað heyra minnst enda eru eigandur leigurisanna meðal áhrifamanna í þeim flokki.
![]() |
Bann við Airbnb lausn á vandanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
1.2.2017 | 09:13
Afleiðing málflutnings Trupms og Le Pen.
Nú hefur komið í ljós að það var öfgamaður undir árhifum frá málflutningi Trumps og Le Pen sem framdi þetta ódæði. Svona atburðir eru fyrirsjáanleg afleiðing mélflutnings þeirra og annarra þjóðernisöfgamanna. Þegar mmálflutniongur margra þeirra sem ástunda versta hatursáróðurinn gagnvart Múslimum er skoðaður og Múslimum skitp út fyrir Gyðinga þá gæti sá málflutningur verið klipptur út úr hatursorðræðu Nasista gagnvart Gyðingum í aðdraganda seinni heimstirjaldar. Og málflutningur þeirra er alveg jafn rangur og jafn fyrirlitlegur og málflutningur Nasistanna.
Það er þegar búið að brenna nokkrar moskur í Bandaríkjunum þó þau ódæði veki ekki eins mikla athygli eins og hryðjuverk með mannfalli.
Ef ekki verður gripið í taumana gagnvart þessum hatursáróðri og uppgangur þjóðeremnispopúlistaflokka heldur áfram er aðeins spurning um hvenær en ekki hvort við sjáum næstu "kristalnótt" á Vesturlöndum en bara með nýjum fórnarlömbum.
Það er af þessum sökum sem það þarf að taka hart á hatursorðræðu og það á ekkeert skilt við aðför að tjáningafrelsi. Hatorsorðræða er andlegt ofbeldi sem þarf að taka á eins og hverju ðru ofbeldi.
![]() |
Sakar Fox News um lygar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.1.2017 | 08:39
Afleiðinga hatursorðræðu.
Hatursmenn múslima eru mun meiri öryggisógn fyrir verstulönd heldur en Múslimarnir. Þeir sem kynda undir þá öryggisógn eru þeir sem viðhafa hatursskrif um Múslima. Þetta voðaverk er að öllum líkindum afleiðing slíks hatursáróðurs þó vissulega geti orsök þetta tiltekna ódæðis verið önnur.
Þegar skoðuð eru skrif margra þeirra sem skrifa hatursorðræðu um Múslima í dag og Múslimum skipt út fyrir Gyðinga þá hljóma mörg þessi skrif þannig að þau gætu verið klippt út úr orðræði Nasista um Gyðnga á þriðja og fjórða til síðustu aldar. Og þau orð eru alveg hafn röng og jafn fyrirlitleg og orð Nasistanna.
Það er þess vegna sem hatursorðræða er bönnuð og á að vera bönnuð. Það hefur ekkert með tjáningafrelsi að gera.
![]() |
Sex látnir í árás í Kanada |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.1.2017 | 08:54
Hryðjuverk eða andspyrna?
Hvernig geta þeir sem réttlæta dráp Ísraela á pelstínskum vígamönnum talað um dráp Palestínumanna á ísraelskum vígamönnum sem hryðjuverak? Það eru Ísraelar sem eru hernámsliðið og þar með árásaraðilinn í þessari deilu og því getur það varka talist verri glæpur þegat Palestínumenn drapa ísraelska hermenn en þegar Ísraelar drepa palestínska andspyrnumenn. Samkvæmt alþjóðalögum hafa íbuar hernámssvæða rétt á vopnaðri andspyrnu gegn hernnáminu og telst það til sjálsvarnar. Því hafa þeir fullan rétt á að ráðast gegn hernaðalregum skotmörkum hernámslisins og þar með talið heremenn þess. Það er ekki eins og það sé munur á þessu atviki og ef það sama hefði verið gert gegn þýskum hermönnunm á hermámssvæðum þeirra í seinni heimstirjöld.
En í þessu efni verður að gera greinarmun á árás á hermenn og á óbreytta borgara. Í þessu tilfelli var ráðist á hermenn.
Þap er því svo mikil hræsni að það hálfa væri mnóg að fordæma þetta atvik en réttlæta dráp Ísraela á palestínskum vígamönnum. Þeir sem fordæma bæði eru þó samkvæmir sjálfum sér.
Bandaríkjamenn hafa verið rétt Íslraela til að drepa palestínaka vígamenn en fordæma þetta atvik og kalla það hrypjuverk. Það sýnir vel hversu einhliða málflutningur þeirra er í þessari deilu.
![]() |
Bandaríkin fordæma árásina í Jerúsalem |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (54)
25.12.2016 | 20:40
Þvílíkt kjaftæði og útúrsnúningur biskups.
Þetta er þvílíkt kjaftæði og útúrsnúningur hjá Agnesi að það hálfa væri nóg. Það hefur engin verið að ætlast til þess að dyrum kirkjunnar sé lokað fyrir börnum. Því hefur einungis verið mótmælt að grunnskólar og léikskólar séu að smala börnum í kirkju. Þetta er það mikill megin munur að menneskaj með þá menntun sem Agnes hefur veit þetta. Hún er því með vísvitandi blekkingar í jólamessu í Dómkirkjunni.
Það er vel hægt að sinna menningararfi okkar án þess að grunnskólar og leiksólar smali börnum i kirkju enda var það gert vel áður en þessar heimsóknir hófust sem eru nýlegur siður sem ekki er fyrir vikið ekki komin nein löng hefð á.
Hðfum ennigi á hreinu að þessar heimsóknir eru til þess að fá fleiri börn í kirkjkuna en ekki til að sinna neinum þörfum skólanna eða barnanna. Skólarnir geta vel sinnt sinni trúarbragðakennslu iog rækt við menningararf okkar án þessara heimsókkna og börnin hafa enga þörf fyrir þessar heimsókmnir þó sumum þeirra geti þótt þær skemmtilegar en öðrum drepleðinlegar.
![]() |
Enginn Ágústínus sem stjórnar á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
21.7.2016 | 09:28
Mýtan um að "Ísrael sé eina lýðræðisríkið í miðausturlöndum".
Það er að koma betur og betur í ljós sem öllum sem til þekkja hefur verið ljóst að fullyrðingin um að "Ísrael sé eina lýðræðisríkið í miðausturlöndum" er mýta. Ísrael er ekki og hefur aldrei verið alvöru lýðræðisríki.
Ísrael er aðskilnaðarríki og hefur því lýðræði aldrei verið betra í Ísrael heldur en í Suður Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar þar. Stór hluti íbúa í Ísrael er ríkisfangslaus og hefur því ekki kosningarétt. Þetta eru Íbúar þeirra svæða sem Ísraelar hafa hermumið og stjórna. Einnig er það svo að aðeins gyðingar sem flytjast til Ísraels geta fengið ríkisborgararétt þar. Þeir fá hann strax en aðrir innflytjendur fá hann aldrei. Og þar sem ríkisborgararéttur er forsemda fyrir kosningarétti þá er hér um það grófa mismunun að ræða hvað kosningarétt varðar að ekki er hægt að telja land með slíka mismunun til lýðræðisríkja. Og þó vissulega geti arabískir þingmann fengið ráðherraembætti í Ísrael þá eru mikivægustu ráðherraembættin frátekin fyrir gyðinga. Það á til dæmis við um forsætisráðherraembættið, varnarmálaráðherraembættið og utanríkisráðherraembættið.
Fyrir utan þetta er tjáningarfrelsi ekki upp á marga fiska í Ísrael þó vissulega séu til mörg verri ríki hvað það varðar. Það er til dæmis bannað að tala opinberlega um "naktbar" sem er orð Araba um "katastrófuna" eða hörmungarnar sem þeir meta stofnun Ísraels vera.
![]() |
Ísraelar samþykktu umdeild lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.4.2016 | 16:35
Af hverju ætti afleiðingin að vera önnur á Íslandi en annars staðar.
Hér er grein með úttekt á afleiðingum hjálmaskyldu í Ástralíu.
http://www.cycle-helmets.com
Í stuttu máli varð afleiðingin gríðerlegur samdráttur í hjólreiðum en engin samdráttur í meiðslum hjólreiðamanna. Þessi lagasetning jók því ekki öryggi hjólreiðamanna. Afleiðingin hefur orðið nokkurn vegin sú sama hjá öðrum þjóðum sem hafa sett hjálmanotkun hjólreiðamanna í lög.
Þau slæmu lýðheilsuáhrif sem af þessum mikla samdrætti í hjólreiðum hefur valdið eru talin kosta ástralskt heimbrigðiskerfi um hálfan milljarð dollara á ári.
Að "blása á það að menn hætti að hjóla ef þeir eru skyldaðir til að nota hjálm" er því einfaldlega afneitun á reynslu annarra þjóða meðan ekkert hefur komið fram sem bendir til að reynslan yrði eitthvað önnur hér á landi.
![]() |
Þakkar hjálmi að ekki fór verr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2016 | 10:32
Mjög vafasöm fullyrðing
Ekki það að ég ætli að tala fyrir þessari stefnu Reykjavíkurborgar né tala niður þetta góða veerkefni þá er það mjög slæmt þegar verið er að mála þessa heilsusamlegu og umhverfisvænu iðju sem hjólreiðar eru sem hættulegri en hún raunverulega er.
En fullyrpingin "það hefur mörgum sinnum verið staðfest að þessir tilteknu hjálmar hafi bjargað mannslífum" er í besta falli vafasöm ef ekki hreint kjæftæði. Vissulega hafa nokkrum sinnum komið yfirlýsingar um slíkt en slíkum yfirlýsingum hafa aldrei fylgt fullnægjandi rök fyrir því að lítill vafi sé um að viðkomandi hefði látist ef hann hefði ekki verið með hjálm. Það eru jafnvel dæmi um slíka yfirlýsingu þegar hjálmurinn brotnaði ekki einu sinni. Við eum að tala um hjálma úr frauðplasti sem brotna auðveldlega við högg sem valda ekki einu sinni heilahristingi þó ekki sé notaður hjálmur. Þó vissulega geti menn látist af vægu höfuðhöggi lendi það á slæmum stað þá eru höfuð okkar og barnanna okkar sterkari en við höldum og allavega margfalt sterkari en hjálmur úr frauðplasti, sem er hannaður til að verja höfuð fyrir höggi á 15 km. hraða og gerir lítið gagn sé um mikið meira högg að ræða.
Staðreyndin er sú að hjólreiðar eru hættulítil iðja og er það aðal ástæða þess að ekkert barn hefur látist í hjólreiðaslysi á þessari öld. Það er til dæmis 4 sinnum hærri tíðni alvarlegra meiðsla á hvern iðkaðan klukkutíma við knattspyrnuiðkun heldur en hjólreiðar of 5 sinnum meiri tíðni í frjálsum íþróttum. Það fylgir því minni slysahætta fyrir barn að hjóla í skólann þó hjálmlaust sé heldur en að spila fótbolta í frímínútunum.
Þrátt fyrir að stór hluti barna ef ekki meirihluti hafi hjólað án hjálms þau ár sem þessar gjafir hafa verið gefnar af Kiwanis og Eimskip þá hefur ekkert þeirra látist. Það eru meira en tveir áratugir síðan síðast varð banaslys á reiðhjóli hjá barni á þeim aldri sem njóta þessara gjafar Kiwanis og Eimskips. Hafi hjálmar bjargað mögrum banaslysum barna á þessum aldri þá ættu börn sem nota hjáma að vera að lenda í svo margfalt fleiri og alvarlegri slysum en þau hjálmlausu. Það er ekkert sem bendir til þess að svo sé.
Það er því að minnsta kosti verulegur vafi um það að hjálmar hafi bjargað einhverju mannslífi síðustu 13 árinn þó vissulega sé ekki hægt að útiloka það og hvert mannslíf er mikilvægt. En hins vegar er mjög líklegt að þessar hjálmagjafir hafi komið í veg fyrir alvarleg höfuðmeiðsl sem í sumum tilfellum hefðu getað valdið varanlegum heilaskaða.
En við skulum ekki vera að mála þessa heilbrigðu yðju sem hjólreiðar eru sem hættulegri en þær eru og alls ekki útmála það sem áhættuhegðum að hjóla án hjálms því með tilliti til slysatíðni getur það ekki á nokkurn hátt talist til slíks.
En borgin mætti alveg vera samvinnuþýðari við Kiwanis og Eimskip í þessu máli Þar er ég sammála Ólafi.
![]() |
Ólafur Hand gagnrýnir Reykjavíkurborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)