Færsluflokkur: Bloggar

Þvílíkt bull hjá Guðmundi Andra

Þessi fullyrðing hjá Guðmundi Andra er þvílitk bull að það hálfa væri nóg. Í fyrsta lagi þá var ekki búið að stofna nýju bankana formlega ári eftir hrun og þar af leiðandi voru lánasöfnin enn í eigu kröfuhafa í þrotabú gömlu bankanna. Nýju bankarnir höfðu því ekkert vald til að færa lánin niður. Á þessum tíma stóðu yfir samningaviðræður milli nýju bankanna og þrotabúa gömlu bankanna um verð á þessum lánasöfnum. Í þeim samningaviðræðum reyndu nýju bankanrir með aðstoð stjórnvalda eins og þeir gátu að koma inn almennum niðurfærslum til með þeim rökum að nauðsynlegt væri að færa lán almennt niður vegna þess sem hafði gerst. Kröfuhafarnir þverneituðu því og börðust fyrir hverju einustu krónu og gáfu ekki þumlung eftir nema niðurfærslur vegna taparðra karfna á lántaka sem ekki gátu staðið í skilum.

Í þessu efni verður að hafa í huga að kröfuhafarnir höfðu alltaf þann möguleika að selja ekki lánin til nýju bankanna og sjá sjálfir um innheimmtur. Ekki er ég viss um að það hefði hentað heimiklum í skuldavanda. Því þurftu nýju bankarnir að bjóða verð sem fengi þá til að taka þann kost að selja lánasöfnin frekar en að standa sjáflir í innheimtu þeirra.

Þar sem kröfuafarnir voru ekki til í að gefa eftir neinar innheimmtanlegar skuldir þá hefði ksotnaðurinn við það fallið á nýju bankana og þar með hefði ríkissjóður þurft að setja þeim mun meiri pening í að reisa þá við til að ná 16% eignarhlut. Með öðrum orðum þá hefði kostnaðurinn fallið ár ríkissjóð að mestu eða öllu leyti þó vissulega hefði veirð hægt að láta lífeyrisþega taka hluta kostnaðarins á sig.

Staðreynd málsins er að það er ekki og hefur aldrei verið möguleiki að færa lán heimila almennt niður án þess að skattgreiðendur og hugslanlega líka lífeyrisþegar hefðu þurft að borga brúsann. Því stendur valið og hefur alltaf staðið milli þess að lántakar greiði sitt lán að fulli sjálfir með verðbótum eða að skattgreiðendur og hugsanlega líka lífeyrisþegar greiði hluta þess fyrir þá.

Með þessum orðum er ég ekki að segja að það eigi ekki að færa niður lán þeirra fjölskyldna sem fóru verst út úr hruninu. Það sem ér er að segja að þvi fyrr sem við hættum að blekkja okkur með þeim fullyrðingum að það sé hægt að gera það á kostnað einherra annarra en skattgreiðenda og hugsanlega lifeyrisþega þeim mun fyrr getum við farið að ræða mögulegar lausnir að viti og á málefnanlegan hátt. Þá fyrst getum við farið að gera eitthvað raunhæft fyrir fólk í skuldavanda.

Og að lokum. Þeir sem virkilega halda að Jóhanna Sigurðardóttir hafi tekið afstöðu með fjármagnseigendum gegn heimilunum í landinu hafa ekki fylgst með Jóhönnu í gegnum tíðina. Hún hefur hins vegar alla tíð gert sér grein frir því að þetta er ekki spurningin um að færa fé frá fármagnseigendum til lántaka heldur að færa fé frá skattgreiðendum til lántaka.


mbl.is Jóhanna vildi ekki afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framlag Sjálfstæðismanna til uppbyggingar eftir kreppuna sem þeir ollu þjóðinni.

Það er oft þannig með patentlausnir að þær verka ekki þegar upp er staðið. Það varð hér algert efnahagshrun árið 2008 með miklu atvinnuleysi. Það tekur tíma að vinna sig úr slíku og á meðan leiðir það óhjákvæmilega til landflótta. Að halda því fram að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta atvinnuleysi og spara sér allar þær atvinnueysisbætur sem greiddar hafa verið frá hruni lýsir algerri veruleikafyrringu.

Hvaða lausnir hafa Sjálfstæðismenn komið fram með.

Auka fiskveiðar langt umfram veiðigetu fiskistofna. Það hefur aldrei þótt góð latína að éga útsæðið og hefði það bara komið niður á okkur síðar.

Fara á fullu út í samninga við stóriðjufyrirtæki án þess að vera búin að afla fjár til virkjunarframkvæmda og án þess að klára eðliegt og nauðsynlegt umhverfismat. Það að fara fram með slíkum hætti gæti leitt til þess að farið væri að óathuguðu máli út í framkvæmdir sem yllu verulegum, varanlegum neikvæðum umhverfisspjöllum sem myndu þá rýra lífsgæði komandi kynslóða. Slíkt panik í atvinnumálum hefði líka leitt til þess að viðsemjendur okkra hefðu getað séð sér leik á borði með að krefjast mjög lágs orkuverðs og lágra skatta sem komandi kynslóðir heðu síðan þurft að takast á við og greiða kostnaðinn af.

Taka strax út skatta af séreignasparnaði. Þetta hefði leitt til minnkandi skatttekna seinni kynslóða sem munu sitja uppi með mun hærra hlutfall þjóðarinnar sem eldri borgara en er í dag og hefur því mun meiri þörf fyrir þessar skatttekjur en núverandi kynslóð þó það sé kreppa.

Þó kreppa sé til staðar er engin ástæða til að fara á límingunum enda getur slíkt verið til mikils skaða til lengri tíma litið. Stóryðjuframkvæmdir verða að taka sinn undirbúningstíma enda þarf í þeim að hugsa til langs tíma. Þær eru því ekki rétta leiðin til að leysa tímabundið atvinnuleysi. Sömuleiðis þarf að hugsa nýtingu fiskistofna til langs tíma og síðat en ekki síst þarf að byggja upp skatttekjur með langtímahugsun og þá þarf sérstaklega að hugsa til þeirra kynslóða sem verða með mun hærra hlutfall eldri borgara en núveransi kynhslóð.

Í gagnum þessa kreppu sem stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leiddi yfir þjóðina hafa þessir sömu flokkar ekki gert neitt annað en að þvælast fyrir björgunaraðgerðum með því að tala niður allar aðgerðir stjórnvalds og draga kjarkinn úr þjóðinni með svarstsýnisrausi. Þeirra framlag til uppbyggingar eftir þeirra eigin klúður hefur því verið minna en ekki neitt.


mbl.is Eina leiðin að auka hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað vill Guðmundur Andri gera og hvernig vill hann skipta um gír?

 Það er auðvelt að gagnrýna og segja að skipta þurfi um gír en það er erfiðara að koma fram með raunhæfar leiðir til úrbóta. Staðreyndin er sú að stjórnvöld hafa gert umtalsvert fyrir skuldug heimili og hafa aðgerðir þeirra forðað þúsundum heimila frá alverlegum skuldavanda. Vissulega má alltaf gera betur en þeir sem hæst hafa gagrýnt stjórnvöld fyrir aðgerðarleysi hafa aldrei getað bent á leiðir sem uppfylla þau skilyrði að standast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar auk þess að vera framkvæmanleg á verulegra útgjalda fyrir skattgreiðendur. Í því efni er ég ekki að tala um örfáa milljarða heldur upphæðir af þeirri stærðargráðu að þær myndu óhjákvæmilega leiða til bæði mikilla skattahækkana auk verulega sársaukafulls niðurskurðar í ríkisútgjöldum.

Með öðrum orðum hafa gagnrýnendur aldrei getað bent á raunhæfar leiðir til fjármögnunar þeirra niðurfærsnla skulda heimilanna sem þeir hafa krafist. Aðaluppspretta fjármögnunar hjá þessum aðilum hafa verið þær niðurfærslur sem urðu á lánasöfnum gömlu bankanna þegar þau voru flutt yfir í nýju bankana. Þær niðurgreiðslur voru hins vegar aðeins í samræmi við útreikninga á því hversu háar upphæðir væri raunhæft að ná inn að teknu tilliti til tapaðra krafna vegna lakari greiðslugetu lántaka og verðlækkunar veða. Það er ekkert sem bendir til þess að þegar búið verður að dekka þessa liði verði eitthvað eftir til að gera eitthvað annað eins og að lækka skudlir þeirra sem geta greitt sínar skuldir. Allavega hefur engin getað sýnt fram það.

Því er það einfaldlega þannig að það sem hefur átt að vera aðaluppspretta fjármögnunar niðurfærslan lána heimilanna er einfaldlega uppspretta sem engan vegin er hægt að segja til um að geti gefið neitt af sér. Þar fyrir utan er stór hluti lánasafnanna í höndum aðila sem ekki hafa fengið neinar niðurfærslur við kaup á þeim eins og til dæmis Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðanna. Síðast en ekki síst þá er nánast öruggt að lögþvinguð lækkun lánanna sé brot á eignarréttarákvæði stórnarskrárinnar.

Það vantar því enn raunhæfa tillögu um fjármögnun lækkunar lána heimilanna og meðan svo er háttað er stjórnvöldum vandi á höndum með að ganga lengra en þau hafa gert.


mbl.is Heimilin tapa á verðbólgunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gnoðavogur er ekki í Fossvogi.

Gnoðavgur er í Vogahverfi sem stendur við Elliðárvog en ekki í nánd við Fossvogsdal.

Og annað. Þar sem meiðsli drengsins reyndust minniháttar og þar með hefur ekki verið um alvarlega höfuðáverka að ræða hvaða máli skiptir það þá hvort hann var með hjálm eða ekki? Af hverju kemur ekki fram í fréttinni hvort ökumaðurinn var í bílbelti eða ekki?


mbl.is Hjólaði á bifreið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekkjandi samanburður

Gleymum því ekki að hrunið varð ekki fyrr en í október 2008. Það ríkti því góðæri í landinu þrjá fjórðu hluta þess árs. Það hefur orðið mikill samdráttur í landsframleiðslu frá því ári fyrst og fremst vegna hrunsins en ekki skattahækkana. Það er því út í hött að bera það ár saman við 2010 hvað skatttekjur varðar til að fá upplýsingar um það hvort hækkaðir skattar hafi aukið skatttekjur.

Staðreyndin er sú að skatttekjur ríkisins jukust talsvert milli áranna 2009 og 2010 og er það fyrst og fremst vegna skattahækkanna því ekki var hagvöxtur milli þessara ára.

Það er alveg rétt að almennt séð er ekki talið skynsamlegt að hækka skatta í kreppu heldur þvert á móti að lækka þá til að auka veltu í þjóðfélaginu. Það eru hins vegar takmörk fyrir því hvað hægt er að skuldsetja ríkissjóð mikið áður en það er farið að bitna verulega á vaxtakjörum ríkisins. Gleymum því ekki að ekki er hægt að reka ríkisjóð með halla nema einhver sé tilbúinn til að lána honum fyrir hallarekstrinum. Til að svo sé þá þarf ríkissjóður sem rekinn er með eins miklum halla og ríkissjóður Íslands var í kjölfar hrunsins að leggja fram trúverðuga átælun um að eyða ríksisjóðshallanum og ná honum yfir í það að hafa afgang á rekstri ríkssjóðs innan fárra ára. Öðruvísi getur ríkissjóður ekki greitt skudlirnar.

Það að lækka skatta hjá ríkssjóði sem rekin er með eins miklum halla og ríkissjóður Íslands var rekinn með og treysta á að aukin umsvif í hagkerfinu eyði síðan hallanum getur ekki talist trúverðug áætlun um að eyða ríksisjóðshallanum og þar með skapar það ekki mikið lánstraust. Þr með færu vextir af lánum sem taka þarf til að dekka hallann og til að standa undir afborgunum eldri lána upp úr öllu valdi og ykju enn á hallarekstru ríkissjóðs.

Það sem verra væri er að með þessu yrði ríkissjóður sífellt stærri á innlenndum lánamarkaði sem þrýsti þá vöxtum innanlands upp úr öllu valdi. Það kæmi sér ekki vel fyrir skuldug íslensk heimili eða fyritæki. Það dregur líka úr veltu og hagvexti rétt eins og hækkaðir skattar.

Sú blandaða leið skattahækkana og samdráttar í ríkisútgjöldum í samvinnu við AGS og vinaþjóðir á Norðurlöndunum sem ríkisstjórnin hefur farið var því skynsamlegasta leiðin í stöðunni. Sú aðferð er á góðri leið með að eyða ríkissjóðshallanum ásamt því að snúa samdrætti í landsframleiðslu yfir í hagvöxt. Þetta tekur tíma en er að koma.

Lýsðkrumarar þessa lands sem nota tölur sem gera ekkert annað en að blekkja almenning til þess eins að koma höggi á ríkisstjórnina eru ekki að hjálpa til við uppbyggingu landsins eftir hrun. 


mbl.is Hærri skattar skila sér lítið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umfjöllun um Jóhönnu Sigurðardóttur í tælensku sjónvarpi

Í mrogun kallaði tengdarmóðir mín á mig þar sem hún var að horfa á tælenska sjónvarpstöð á netinu og sagði mér að verið væri að fjalla um Ísland. Ég fór til hennar og sá þar fréttakonu vera að tala og í bakgrunni voru þrjár myndir. Ein af Jónönnu Sigurðardóttur, önnur af merki Alþýðuflokksins og ein af íslenska fánanum. Fréttakonan talaði dágóða stund með þessar myndir í bakgrunni.

Ég skil nú ekkert í tælensku sem er vissulega skammarlegt eftir að vera búinn að vera giftur tælenskri konu í tólf ár og fara í nokkrar langar ferðir til Tælands. Ég spurði því tengdó um hvað umfjöllinin væri. Tendó talar nú ekki fullkomna íslensku en eftir því sem mér skilst var tilfenfið þetta.

Fyrir nokkru var systir hins brottrekna fyrrum forsætisráðherra Tælands kjörinn formaður í flokki hans. Hún er þar með forsætisráðherraefni flokksins. Miðað við skoðanakannanir þá er raunhæfur möguleiki á að sá flokkur vinni kosningarnar og að þar með fái Tælendingar konu sem forsætisráðherra eftir næstu kosningar. Það hefur aldrei gerst áður og er í raun stórfrétt í því karlremburíki sem Tæland er.

Það sem tengdó var sem sagt að horfa á var fréttaskýring þar sem verið var að fjalla um þennan möguleika á konu í stól forsætisráðherra og hluti af þeirri fréttaskýringu fólst í því að fjalla um konu sem nú er forsætistáðherra í landi sínu. Þeir völdu Jóhönnu Sigurðardóttir fyrir þá umfjöllun.

Ekki er það nú ónýtt að fá slíka umræðu um Jóhönnu og Ísland í sjónvarpi í fjarlægu 65 milljóna manna landi. Hróður Jóhönnu berst greinilega viðar.


Kvótinn fer ekki í eitthvert svarthol.

Það er þvílíkt bull að það hálfa væri nóg sú fullyriðing að sú breyting á kvótakerfinu sem nú er boðuð leiði til fækkunar starfa hjá sjómönnum og jafnvel starfsmönnum í fiskvinnslu.

Þó útgerðamennirnir missi nánast ókeypis aðgang að fiskveiðiauðlind þjóarinnar og þurfi að fara að bjóða í hluta hans á útboðsmarkaði þá verða þær fismveiðiheimildir enn nýttar og bæði sjómenn og stafsmenn í fiskvinnslu munu hafa atvinnu af því að sækja þann fisk og vinna. Vissulega getur við þetta orðið einhver tilflutningur á vinnu milli byggðarlaga en í heildina fækkar ekki störfum í veiðum eða vinnslu hér á landi við þessa bteytingu.

Fullyrðingar um fækkun starfa svo ekki sé talað um fullyrðingar um einhverja kollsteypu í sjávarútvegi verði þetta að lögum er því ekkert annað en innistæðulaus hræðsluráróður sérhagsmunaaðilda til að fá fólk til að standa vörð um þeirra sérhagsmuni. Það er fátt máttugra í slíku efni en að hræða fólk með atvinnu sinni ef það standif ekki vörð um óbreytt kerfi. Í því efni er síðan spilað á vanþekkingu fólks á eðli þeirra breytinga sem eru boðaðar.

Mesta ósanngirnin í þessu frumvarpi að mínu mati er að útgerðamenn fá að halda allt of legi í sinn gjafakvóta samkvæmt þessu frumvarpi. Það þarf að stækka leigukvótapottinn mun meira á kostnað samnignspottsins en hér er gert ráð fyrir. Einnig mætti lækka byggðarpottinn eða færa ákvarðanir um hann frá einum ráðherra í eihvers konar nefnd. Mér líkar ekki sú hugmynd um sporslur ákvarðaðar af einum manni í pólitík. Það er ávísun á að mest verður gert fyrir sjávarpláss í kjördæmi sitjandi ráðherra. Eða með öðrum orðum er þetta ávísun á spillingu.


mbl.is „Eitthvað það ósanngjarnasta sem sett hefur verið fram“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1967 landamærin eru of mikil gjöf til Ísraela.

Það er allt of mikil gjöf til Ísraela að semja um landamærin frá 1967. Þannig fá þeir helming þess lands sam Palestínumönnum var úthlutað af Sameinuðu þjóðunum árið 1947. Meira að segja sú skiptingi var mjög ósanngjörn gagnvart Palestínumönnum. Það er því ekkert sem réttlætir að Ísraelar fái svo mikið sem fermillimeter utan þess sem þeim var úthlutað þá hvað þá helmign þess sem Palestínumönnum varúthlutað til viðbótar við það.

Það að heimta eitthvað meira en 1947 landamærin er því ekkert annað en yfigengileg frekja að hálfu Ísraela svo ekki sé talað um að ætlast til þess að fá eitthvað meira en nemur landamærunum fyrir sex daga stríðið.

Ef menn setjast að á landi sem stolið hefur verið frá annari þjóð þá verða menn einfaldlea að gera ráð fyrir því að þurfa að sæta því að þurfa annað hvort að flytast á brott eða gerast borgara í því ríki sem á landið. Borgurum þessara landránsbyggða sem Netanjahu er að tala um þarna er því einfaldlega engin vorfkun.

Þessar landsánsbyggðir eru allar ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum og alþjóðasáttmálum. Þær eru einnig gróft brot á öllu sem flokkast getur undir siðaða framkomu þjóða. Að ætlast til þess að Ísraelar séu verðlaunaðir með þessi brot á alþjóðalögum, þessa frekju og gengdarlaust ofbeldi gagnvart Palestínumönnum með því að gefa þeim landið sem þeir hafa reist ólöglegar landránsbyggðir sínar á er út úr öllu korti. Alþjóðasamfélagið má einfaldlega ekki láta Ísralea komast upp með þetta. Það snýst ekki bara um sanngirni og réttlæti heldur líka virðingu fyrir alþjóðalögum. Hvernig er hægt að gera ráð fyrir að þjóðir virði alþjóðalög ef þeim er verðlaunð fyrir að brjóta þau.

Varðandi verjanleg landamæri þá hefur saga Miðausturlanda sýnt það að það eru ekki verjanleg landamæri fyrir Ísraela til að verjast árásum frá Aröbum heldur öfugt. Það eru Arabar sem þurfa á landamærum sem hægt er að verja gagnvart árásum frá Ísraelum.


mbl.is Landamæri Palestínu miðuð við 1967
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það kostar líka mannfórnir að hafa flugvöllin þar sem hann er.

Það styttir verulega meðalakstursvegalengdir innan Reykjavíkur og í raun alls höfuðborgarsvæðisins að taka Vatnsmýrina undir byggð. Færri eknir kílómetrar leiða til færri slysa. Styttri vegalengdri leiða líka til þess að fleiri fara gangandi eða á hjóli sem eru ferðamátar með mun lægtri slysatíðni á kílómetrer en bifreðaakstur.

Það kostar því líka mannfórnir að hafa flugvöllin þar sem hann er. Ég efast stórlega um að mannfórninrnar sem hljótast af lengri tíma fyrir sjúklinga utan af landi séu meiri en þær. En þar fyrir utan þarf að endurskoða staðsetningu hátæknisjúkrahússins og í því efni þarf að taka afstöðu til samspils staðsetningar sjúkrahússins og flugvallar.


mbl.is Mannfórnir færðar ef flugvöllurinn fer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Goðsögnin um það hversu mikil áhæta er fólgin í Icesave samningum.

Áberandi andstæðingar þess að við klárum Icesave málið með samningum hafa farið mikinn þar sem þeir mála skrattann á vegginn varðandi þá áhættu sem af samningum leiðir. Þar horfa þeir reyndar alveg framhjá því að öll sama áhættan bara mun hærri í krónutölum leiðir áf dómstólaleiðinni. Þar tala menn um gengisáhættu og áhættu varðandi heimtur úr þrotabúinu. Menn tala jafnvel þannig að raunhæfur möguleiki sé á að það komi nánast ekkert úr þrotabúinu. Skoðum þetta nánar.

 

Þrotabú Gamla Landsabankans er metið á um 1.200 milljarða kr. Náist sú upphæð fyrir eignirnar þá dugar hún fyrir 90% af forgangskröfum.

 

Um þriðjungur þessara eigna er í beinhörðum peningum að mestu í gjaldeyri. Það er því ákaflega lítil óvissa um þennan þátt bæði hvað varðar heimtur og gengisáhætta á móti skuld í erlendum gjaldmiðlum.

 

Hátt í annan þriðjungur í viðbót er í formi skuldabréfs frá Nýja Landsbankanum vegna kaupa hans á skuldabréfasafni Gamla Landsbankans. Þetta bréf er án efa með veði í þessu sama skudlabréfasafni. Þetta er íslenski hluti safnsins og var hann verulega mikið færður niður við kaupin. Þetta skudlabréf dekkar upphafsgreiðsluna af skuldabréfasafninu miðað við verðmat sem gerir ráð fyrir að allt fari hér á versta veg varðandi innheimtur úr þessu safni. Það er inni endurskoðunarákvæði á næsta ári og þá getur farið svo að Nýi Landsbankinn þurfi að greiða meira fyrir skuldabréfasafnið. Þetta skuldabréf er án efa með verðtryggingu enda væri annað óásættanleg áhætta bæði fyrir Nýja Landsbankann og kröfuhafa í þrotabú bankans. Nýi Landsbankinn var stofnaður með lágmarks eigin fé og því hefur það verið útilokað að taka þá áhættu að skuldabréfið væri með annars konar kjörum en skuldabréfsafnið sem ver verið að kaupa en það er að mestu í formi verðtryggðra lána.

 

Eins og margir hafa sagt í umræðunni um verðtryggð lán þá er verðtryggð íslensk króna einn sterkasti gjaldmiðillinn á byggðu bóli. Slíkt bréf rýrnar ekki að verðgildi í erlendum gjaldmiðlum nema raungengi íslensku krónunar lækkii. Það er ekki nóg að gengið sjálf lækki því ef það kemur verðbólga á móti þá hækkar verðtryggt skuldabréf sem henni nemur. Það þarf að fara allt aftur til ársins 1914 til að finna lægra raungengi en er á íslensku krónunni í dag. Það eru því hverfandi líkur á að raungildi krónunnar læki svo einhverju nemi og gerist það ekki nema hér verði annað og enn alvarlegra hrun en þegar er orðið.

 

Síðan er rúmur þriðjungur á metnu verðmæti þrotabúsins í formi hlutabréfa sem eru að mestu í erlendum fyrirtækjum. Þau eru verðmetin á þriðjung af nafnverði. Nýlega voru söluaðilar þessara hlutabréfa að hafna tilboði í Iceandic fóod sem var einum milljarði punda hærra en verðmat skilanefndar. Því var hafnað af því það þótti ekki nógu hátt. Hlutabréf þrotabúsins í þessu fyrirtæki eru til sölumeðferðar núna og miðað við þetta tilboð er flest sem bendir til að sú sala ein og sér fari langt upp í verðmat á öllu hlutabréfasafni þrotabúsins. Sú sala er í pundum. Það er því fátt sem bendir til þess að um ofmat á eignum þrotabúsins sé að ræða.

 

Svo er þess vert að geta að nú ganga skuldbréf frá Gamla Landsbankanum kaupum og sölum á 9% af nafnverði. Það er því klárt að aðilar á markaði gera ráð fyrir að söluverð eigna þrotabúsins dugi fyrir öllum forgangkröfum og talsvet upp í almennar kröfur. Það eru reynar einhverjir sem vilja túlka þetta þannig að þeir séu að treysta á að þeim þætti neyðarlaganna að setja innistæður í forgang verði hafnað af íslenskum dómstólum en það er frekar langsótt þegar haft er í huga að ESA hefur úrskurðað að þetta brjóti ekki í bága við EES reglur því þetta hafi verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir neyðarástand. Það er því heldur langsótt að aðilar á markaði setji mikið traust á að Hæstiréttu Íslands komist að annrri niðurstöðu. Þetta verðmat er því að öllum líkindum fyrst og fremst vegna þess að fjárfestar hafa trú á að eignasafn þrotabúsins sé stórlega vanmetið af skilanefnd bankans.

 

Það má því vera ljost að því fer víðs fjarri að hætta sé á að þessir þættir valdi því að Icesve samningurinn kosti okkur eihverjar hundurðir milljarða. Þessir óvissuþættir snúast í mesta lagi um einhverja tugi milljarða svo fremi að ekki verði hér annað hrun.

 

Það eina sem gæti leitt til þess að samningurinn gæti kostað okkur einhverja tugi milljarða er ef þeim þætti neyðarlaganna að setja innistæður í forgang verði hnekkt. Ef svo fer þá verður að teljast öruggt að þeim þætti neyðarlaganna að mismna innistæðueigendum verði líka hnekkt því sá þátttur stendur á mun veikari grunni. Það leiðiir þá til þess að við verðum gerð ábyrg fyrir öllum innistæðum en ekki bara lágmarkstryggingunni og þar af leiðandi mun slík niðurstaða leggja tvöfalt hærri byrgðar á okkur án samnings en með honum.

 

Staðreyndin er því klárlega sú að það er fyrst og fremst höfnun Icesave samningsins sem setur okkur í áhættu á að lenda í óbærilegri stöðu fari allt á versta veg fyrir dómstólum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband