Færsluflokkur: Bloggar

Verður landsbyggðin að "gettói" ef útgerðarmenn fá ekki að nýta auðlind þjóðarinnar án endurgjalds?

Þetta er enn eitt dæmið um harmakvein af landsbyggðinni ef útgerðarmenn fá ekki að nýta fiskveiðiauðlind þjóðarinnar til eigin auðsöfnunar án endurgjalds. Sumir virkilega trúa þessu en aðrir segja þetta einfaldlega af því að þeir eru undir hælnum á útgerðarmönnunum. Meðan núverandi kvótekerfi er við líði þá halda útgerðarmennirnir heilu byggðarlögunum í greipum sér. Ef útgerðarmönnunum þóknast svo þá gera þeir selt kvótan úr byggðarlaginu eða farið annað með útgerðina sína. Menn segja að ef það sést til ókunnugs manns með skjalatösku í sjávarbyggðunum þá séu allir á nálum. Eignir þeirra gera orðið verðlausar og þeir sjálfir atvinnulausir ef viðkomandi er að kaupa kvóta úr byggðarlaginu.

 Í þessu ljósi verður að skoða umsagnir sumra á landsbyggðinni um kvótakerfið bæði úr röðum almennings og þá sérstaklega sveitastjórnarmanna og stjórnarmanna stéttafélaga. Það þorir engin að andmæla útgerðarmönnunum. Þó útgerðarmennirnir fari ekki með kvótan úr byggðarlaginu þá geta þeir ákveðið að landa aflanum annarsstaðar og við það tapa hafnir sveitafélaganna hafnargjöldum. Gott dæmi um það var þegar bæjarstjórinn á Ísafirði neitaði að vera með á undirskriftalista gegn fyrningu aflaheimilda. Þá landaði einn togarinn í bænum í Bolungarvík í stað Ísafjarðar.

Því miður virðast stjórnarflokkarnir ætla að svíkja kosningaloforð sitt um fyrningu aflaheimilda. Það verður aldrei sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið meðan útgerðarmenn verða áfram eigendur kvótans í raun þó þeir séu það ekki á pappírnum.


mbl.is Býr til gettó á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt of miklar takmarkanir á notkun þessara hjóla.

Það er þarft mál að þrengja skilgreininguna á reiðhjóli þannig að hún nái aðeins til hjóla sem hafa þann eiginleika reiðhjóla að menn snúa sveif til að komast áfram þó menn geti líka notið aðstoðar hjálparvélar. Hitt er annað mál að það er allt of stíf skilgreining að gera rafskutlu sem aðeins nær 25 km. hraða að skránoingarskyldu ökutæki sem þarf skllinöðrupróf og að lágmarki 15 ára aldur til að stjórna. Það hlýtur að vera hægt að skilgreina þessi tæki í sérstakan flokk sem lítur sérstökum reglum.

Hvað varðar það hvar hægt er að nota þessi hjól þá skulum við ekki gleyma því að maður á reiðhjóli nær auðveldlega meiri hraða en 25 km. á klst. Vissulega eru þetta þyngri hjól óg það getur gert hættu fyrir gangandi vegfarendur meiri en reiðhjól en að banna þessi hjól alfarið á göngustígum er full langt gengið. Það hlýtur að vera hægt að flokka þá einhvern veginn í sundur. Að sjálfsögðu ætti að vera heimilt að nota þessi hjól á sérstökum hjólreiðastígum.

Það er þó mest af öllu út í hött að banna notkun þessara hjóla á götum með meira en 50 km. hámarkshraða. Það takmarkar notkun þessara hjóla enda þarf oft að fara miklar krókaleiðir til að komast milli staða á höfuðborgarsvæðinu ef ekki er heimilt að fara um 60 km. göturnar. Sem dæmi mun ekki vera hægt að fara milli Reykjavíkur og Kópavogs á þessum hjólum ef bæði er bannað að nota göngustíga og görur með meira en 50 km. hámarkshraða. Þetta lokar einnig á þann möguleika að ferðast um þjóðvegi landsins á þessum hjólum.

Þetta eru mun meiri takmarkanir en eru á reiðhjólum en það er heimilt að nota þau á öllum vegum og þannig þarf það að vera til að þetta verði raunhæf farartæki. Reiðhjól eru mikið notuð á götum með yfir 50 km. hámarkshraða og hafa ekki hlotist mörg slys af þeim sökum. Það eru því engin rök fyrir því að banna umfeðr rafskutlna á slíkum vegum.

Við skulum heldur ekki gleyma því að þegar snjóar eru það stofnbrautirnar sem flestar eru með 60 km. hámarkshraða sem eru fyrst ruddar og því oft einu færu samgöngumarnnvirkin fyrir hjólreiðamenn og þá sem eru á rafskutlum. Það er því mjög mikilvægur réttur fyrir þá að geta notað þessar götur þegar þannig háttar til.


mbl.is Ákvæði um vespur ekki innleidd 2004
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afskipti sendiherra að innanríkismálum.

Ég held að öll stjórnvöld telji það óæskilegt að sendiherrar þeirra séu að vasast í innanríkismálum þeirra ríkja sem þeir eru í. Vissulega gerist það stundum að stjórnvöld í tilteknu ríki ákveða að skipta sér að innanríkismáli ríkis sem þau eru í stjórnmálasambandi við og þá eru sendiherrarnir oft notaðir til að koma þeim skilaboðum á framfæri. Ég held að í þessu tilfelli hafi kanadíslk stjóprnvöld einfaldlega ekki viljað að sendiherra þeirra væri notaður í pólitísku deilumáli á Íslandi. Að íslensk stjórnvöld hafi haft puttana í því er nú frekar léleg samsæriskenning þó vissulega sé ekki hægt að útiloka neitt í því sambandi.

En hver man ekki eftir því þegar Sigmundru var að reyna að klína því á Jóhönnu Sigurðardóttur að hún hafi beitt áhrifum sínum til að koma í veg fyrir að Noðmenn lánuðu okkur fé án þess að tengja það samstarfi við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Þetta reyndist þvættingur og rógbuðrur hjá honum enda hafði það alla tíð komið skýrt fram hjá norskum stjórnvöldum að slíkt samstarf væri forsenda lánafyrirgreiðslu hjá þeim. Ætli þessar ásakanir Sigmundar á hendur stjórnvöldum séu nokkuð annað en sambærileg leið hans til að vekja athygli á sér og ata stjórnvöld auri með fullyrðingu sem erfitt er að afsanna. Engin blaðamaður virðist fara fram á að hann sanni sitt mál.


mbl.is Stjórnvöld andvíg umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart að þeim mun meiri menntun sem menn hafa séu meiri líkur á að þeir vilja kára aðildarviðræður.

Það kemur mér ekki á óvart að þeim mun meiri menntn sem menn hafa þeim mun liklegri séu þeir til að vilja klára aðildarviðræður við ESB. Í námi er mönnum kennt að meta upplýsingar og meta upplýsingar með gagnrýnum hætti. Þess vegan eru menn líklegri til að sjá í gegnun bullið og rangfærslurnar hjá ESB andstæðingum þeim mun meiri menntun sem menn hafa. Þá eru einfaldlega minni lýkur á að menn kaupi þær mýtur og innistæðulausa hræðsluáróður sem ESB andstæðingar hafa ausið yfir þjóðina.
mbl.is Helmingur vill viðræður áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra sem fer ekki eftir samþykktum Alþignis verður að víkja.

Sem þingmaður sækir Jón umboð sitt til kjósenda og þarf að virða trúnað sinn við þá. Hann þarf reyndar líka að taka tillit til stórnarsáttmála sem hann sjálfur samþykkti þegar ríkisstjórnin var mynduð. Það dettur engum kjósanda í huga að stjórnmálaflokkur sem ekki nær meirihluta á þingi geti staðið við öll sín kosningaloforð og því gera allir sér grein fyrir því að það þarf að fórna eihverjum þeirra í stjórnarmyndunarviðræðum til að ná öðrum málum í gegn. Það eru svik við kjósendur að nýta ekki tækifæri til þess þó vissulega sé ekki í lagi að fórna hverju sem er við stjórnarmyndun. Átökin og ákvarðanirnar um það hvaða málum skal fórna og hverjum skal haldið til streytu fara fram þegar ákvörðun er tekin um það hvort menn samþykki stjórnarsáttmála við annan eða aðra flokka eða ekki. Þegar niðurstaða liggur fyrir í því efni virða allir stjórnmálamenn með viti sem vilja láta taka sig alvarlega þann stjórnarsáttmála sem gerður er og þá sérstaklega þeir sem taka að sér ráðherraembætti.

Í okkar stjórnkerfi eru ráðherrar valdir formlega á Alþingi og því er trúnaður þeirra fyrst og fremst við Alþingi þó sömu menn hafi trúnað sem þingmenn við kjósendur. Það er því eðlilegt að ráðherra sem stendur ekki undir trúnaði sínum við Alþingi og fer ekki eftir svo ekki sé talað um þvælist fyrir ákvörðunum þess sé látin víkja.

Það er einnig rangt í yfirlýsingu Jóns að verið sé að víkja honum burt vegna ESB afstöðu sinnar. Vissulega hefur það sitt að segja þegar ráðherra þvælist fyrir ákvörðunum Alþingis í jafn veigamiklu máli og ESB aðildarumsókn er en Jón hefur líka klúðrað áformum um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu svo illa að það er orðin mikil hætta á því að ekki takist að gera nauðsynlegar breytingar á fiskveiðistórnunarkerfinu á þessu kjörtímabili og þar sem það er veruleg hætta á að eftir næstu kosningar komist til valda aðilar sem ekki vilja breyta þessu kerfi þá er hætta á að Jón sé þarna búin að klúðra sögulegu tækifæri til að færa arðin af fiskveiðiauðlindinni til þjóðarinnar.

Svo bullar Jón út í eitt um að hann sé að standa vörð um fullveldi Íslands. Þarna er hann að vísa í það dómsdagsbull sem ESB andstæðingar eru alltaf að fara með um að fullveldi Íslands stafi einhver ógn af ESB aðild.

Þessi yfirlýsing Jóns er því ekkert annað en grátur manns sem var settur af vegna þess að hann stóð ekki undir væntingum í sínu starfi og þvældist fyrir þeim verkefnum sem honum var falið að vinna að þegar honum var treyst fyrir embættinu. Hann er að reyna að láta líta svo út að ástæða brottvikningar hans sé af einhverju öðru en þeirri vanhæfni sem hann sýndi í sínu embætti.


mbl.is Látinn víkja vegna ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrningaleiðin eina vitið.

Það er rétt hjá Einari að það að núverandi kvótahafar fái aðeins helming aukningar á aflaheimildum er ákveðin útgáfa af fyrningarleið þó vissulega sé ekki um fyrningu að ræða. Það er einn af höfuðkostum þessa frumvarps enda er fyrningarleiðin eina vitræna leiðin í íslenskum sjávarútvegi. Það þarf að færa auðlindarentuna frá útgerðarmönnum til almennings og hafa jafnan aðgang allra að auðlindinni.

Það voru mistök að gefa upphaflegu nefndinni jafn víðtækt umboð og hún hafði. Það átti aðeins að láta hana hafa það hlutverk að útfæra fyrningarleiðina. Svo átti alls ekki að sleikja upp LÍÚ þegar þeirra menn hættu að mæta á fundi í einhverri fýlu. Þá átti bara að klára málið án þeirra. Þegar menn hafa sér eins og ofdekraðir krakkar þá á einfaldlega að taka á slíku eins og veart er að taka á ofdekruðum krökkum í fýlu.


mbl.is Hefnd og pólitísk gíslataka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar hefur Bjarni verið?

Annað hvort hefur Bjarni verið út á túni þegar nýju bankarnir voru stofnaðir á síðasta ári eða að upphlaup hans vegna þeirra 76 milljarða sem á að greiða inn í þrotabú gömlu bankanna er lýðskrum til heimabrúks. Að hann skuli ekki vita hvernig þetta er til komið eins skýrt og þetta hefur komið fram í fjölmiðlum þrátt fyrir að vera formaður eins stærsta stjórnmálaflokks landsins er með eindæmum.

Til að útkýra þetta þarf að fara aftur til hrunsins. Inni í þrotabúum gömlu bankanna voru skuldir íslenskra heimila og fyrirtækja en verðmæti þeirra bréfa voru mjög óviss því hér hafði orðið svo slæmt hrun að ljóst var að stór hluti skuldara gæti aldrei greitt skuldir sínar að fullu og verðmæti veða hafði hrunið. Það voru tveir möguleikar í stöðunni fyrir stjórnvöld. Annar var að láta þessi skuldabréf vera inni í þrotabúum gömlu bankanna og láta þeim um að innheimta þessar skuldir eða að láta nýju bankana kaupa þessi skuldabréf með afföllum. Ef fyrri kosturinn hefði verði tekinn þá hefðu íslensk heimili og fyrirtæki í greiðsluvanda þurft að vera upp á náð og miskunn þeirra erlendu fjárfesta sem eiga kröfur í þrotabú gömlu bankana og hafa engan hag af því eð heimin eða fyrirtækin hafi greiðslugetu til framtíðar heldur aðeins að kreista eins mikið út úr þeim og kostur er. Með því að velja seinni kostinn væru það þó bankar sem ætluðu að starfa hér til framtíðar sem voru kröfuhafar og því meiri líkur á að þeir vildu halda lífi fyrirtækjum og halda heimilunum í viðskiptum til framtíðar. Þess vegna var valið að fara þá leið.

Í þessu efni þurfum við að hafa í huga að þegar samið var um verð fyrir lánasöfnin þá höfðu kröfuhafarnir líka þann valkost að selja þau ekki tin nýju bankanna heldur að eiga þau árfam sjálfir og sjá sjálfir um innheimmtu lánanna. Einnig gátu þeir selt einhverjum hrægömmum þessi skuldabréfasöfn. Þetta verður að hafa í huga þegar horft er til þess á hvaða verði samið var um að kaupa þessi lánasöfn. Það voru einfaldlega takmörk fyrir því hversu langt niður nýju bankarnir gátu prúttað verðið í skjóli þess að ekki væri um aðra kaupendur að ræða sem væru tilbúnir til þess að kaupa lánasöfnin á verði sem ekki var líklegt til að gefa skyndigróða.

Þar sem mikil óvissa ríkti um raunverulegt verðmæti þessara lánasafna þá fólst í því mikil áhætta að kaupa þau á föstu verði. Það var áhætta sem sneri að ríkissjóði því hann þurfti að reisa nýju bankana með eiginfjárframlagi sem gæti orðið verðlítið ef bankarnir töðuðu stórum upphæðum á kaupum lánasafnanna. Ríkissjóður stofnsetti bankana með því að leggja til það sem þyrfti til að þeir gætu farið af stað með lágmarks 16% eiginfjárhlutfall. Ef bankarnir töpuðu stórum upphæðum færi eiginfjárhlutfallið niður fyrir þetta og þá þyrfti að leggja til meira fé í bankana og þar væri engum öðrum til að dreifa en ríkinu.

Sú óvissa sem þetta skapaði væri slæm fyrir lánstraust íslenska ríkisins og hefði því slám áhrif á lanskjör þess. Því var mikilvægt að halda áhættunni af verðmæti lánasafnanna hjá þrotabúum gömlu gankanna eins og kostur var án þess þó að þeir ættu skuldabréfasöfnin áfram þannig að skuldarar í greiðsluvanda væru upp á þá komnir með úrlausn sinna mála.

Lausnin á þessu fólst í því að semja um verð fyrir lánasöfnin sem væri háð því hvernig hér rættist úr efnahagsástandinu og þar með verðmæti lánasafnanna. Því var samið um að í upphafi væri greitt fyrir lánasfönin sú upphæð sem reikað var með að væri lágmarksverðmæti þeirra en hafa inn í samningunum endurskoðunarákvæði í árslok 2012 þar sem verðmætið væri endurskoðað og ef verðmat þess væri þá hærra ættu nýju bankarnir að greiða til viðbótar 70-80% af hækkuðu verðmati. Með þessum samningi var stærsti hluti óvissunnar settur á þrotabú gömlu bankanna og þar með kröfuhafa þeirra og áhætta nýju bankanna og ríkisins þanni lágmörkuð.

Þær upphæðir sem nú er verið að tala um að þurfi að greiða í þrotabú gömlu bankanna er því einfaldlega mismunurinn á því lágmarksverðmæti lánasafna gömlu bankanna sem eins og það var metið þegar um lánasfönin var samið og því verðmæti sem menn telja nú að sé í þessum skuldabréfasöfnum.

Gleymum því ekki að kröfuhafarnir í þrotabú gömlu bankanna höfðu alltaf þannkostg að selja ekki lánasöfnin eins og ég hef áður sagt. Þetta var því hluti af samningi við þá um greiðslur fyrir lánasöfnin eftir miklar og langar samningaviðræður þar sem íslensk stjórnvöld og forsversmenn nýju bankanna reydu eins og hægt var að ná verðinu niður.

Það er því út í hött að halda því fram að þessar viðbótagreiðslur sé eitthvað sem hægt hefði verið fyrir íslensk stjórnvöld að vela um að greiða ekki til þrotabúana. Þetta var einfaldlega hluti af þeim ákvæðum samninganna sem héldu áhættunni af verðmætum lánasafnanna áfram hjá þrotabúunum. Það er ekkert víst að upphaflega greiðslan og viðbótargreiðslan fyrir lánasfönin verði meiri en sú greiðsla sem hefði þurft að greiða í upphafi ef samið hefði verið um fast verð. Það getur hins vegar alveg farið svo að greiða þurfi meira fyrir lánasöfnin heldur en hefði þurft að greiða ef nýju bankarnir hefðu tikið áhættuna yfir á sig en niðurstaðan getur líka orðið öfug. Það er alltaf hægt að vera vitur eftirá og jafnvel þó síðar komi í ljós að það hefði komið betur út að taka áhættuna þá er ekki þar með sagt að það hafi verið röng eða heimskuleg ákvörðun að taka ekki áhættuna. Það telst til dæmis ekki heimskulegt að tryggja sig gegn tjóni jafnvel þó ekkert tjón verði.

Það er því mákvæmlega ekkert óeðlilegt við þessar viðbótagreiðslur og þaðan af síður er hægt að túlka þær þannig að stjórnvöld hafi tekið hag fjármagnseigenda fam yfir hag heimilanna í landinu. Það var einfaldlea verið að reyna að lágmarka áhættu íslenska hagkerfisins með þessum samningum.

Það er því út úr öllu korti að tala um þetta sem eitthverja peninga sem verið sé að taka frá íslenskum heimilum eða að stórnvöld séu að velja það að láta einhverja vogunarsjóði fá peninga sem þau hefðú getað valið að láta ganga til skuldsettra heimila. Þaðan af síður er heil brú í þeim málflutningi að taka um svik við þjóðina og nefna jafnvel Landsóm yfir forystumönnum ríkisstjórnarinnar eins og Ólafur Arnarson gerir í þessari vægast sagt rætna pistli sínum sem hægt er að sjá hér.

 http://eyjan.is/2011/11/15/erlendir-vogunarsjodir-hafa-flutt-76-milljarda-af-106-milljarda-auknu-virdi-bankanna-ur-landi/

Hér snýr Ólafur öllu á hvolf og kemst að vægast sagt fáránlegri niðurstöðu.

Sama má segja um þessa grein Marinós G Njálssonar.

http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/1205420/#comments

Þarna fer maður sem hefur skrifað mjög mikið um þessi mál og meira og minna farið með bull og staðlausa stafi varðandi afskriftir til nýju bankanna og hvaða svigrúm þær gefa til flatrar niðurfellingar lána. Ég gerði talsvert af því á sínum tíma að koma með athugasemdir og leiðrétta bullið í honum á bloggsíðu hans á sínum tíma og benti honum þá meðal annars á þetta endurskoðunarákvæði árið 2012 og þá staðreynd að það verð sem bankarnir greiddu fyrir skuldabréfasöfnin í upphafi væru ekki endanleg verð. Því væri ekki hægt að álykta út frá þeim upphæðum hvert væri svigrúm bankanna til flatra afskrfta lána. Þessar athugasemdir mínar fóru mjög í pirrurnar á Marinó enda erfitt að halda úti blekkingum á blogginu þegar alltaf kemur einhver inn og leiðréttir þær. Á endanum lokaði Marinó fyrir að ég gæti gert athugasemdir á bloggsíðu hans og því getur hann nú bullað áfram án leiðréttinga frá mér.

Af þessu sögðu sést að það er út í hött að halda því fram að stjórnvöld hafi gengið erinda fjármagnseigenda á kostnað íslensks almennings þegar þau neituðu að færa áhættuna af verðmæti lánasafna gömlu bankanna yfir á íslenskt efnahagslíf og héldu þeim hjá gömlu bönkunum með ákvæði í kaupsamningum um að kröfuhafarnir fengju ekki nema lágmarksvermat á lánasöfnunum og yrðu að bíða til ársloka 2012 til að fá meira og þá í samræmi við verðmat sem þá væri gert og háð minni óvissu. Að flokak þær lokagreiðslur sem fé tekið frá íslenskum heimilum til að færa til vogunarsjóða er svo mikið bull að það hálfa væri nóg.


mbl.is Verðum að skapa ný verðmæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er tilgangslaust að vera í samningaviðræðum við þjóð sem aldrei ljáir máls á sanngjörnum samningdrögum.

Palestínumenn eru búnir að reyna að semja við Ísraela um sanngjarnar lausnir en slíkir samningar hafa alltaf strandað á ósanngirni Ísraela og mjög svo mikilli óbilgirni þeirra þar sem þeir hafa alla tíð sagt þvert nei við öllum sanngjörnum og eðlilegum kröfum Palestínumanna í slíkum samingaviðræðum.

Ísralar hafa aldrei ljáð máls á því að skila öllu hernumdum svæðum aftur. Þeir neita meira að segja því kostaboði Palestínumanna að taka upp landamærin frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Þar með eru palextínumenn að bjóða þeim að skila aðeins helmingi af ólöglegum hernámssvæðum sínum því hernámssvæði þeirra úr stríðinu 1948 til 1949 verða þar með hluti Ísraels. Þau hernámsvæði eru hins vegar alveg jafn ólögleg og hernámssvæðin úr sex daga stríðinu.

Ísraelar hafa aldrei ljáð máls á því að annað hvort verði Jerúsalem undir alþjóðlegri stjórn eins og samþykkt var af Sameinuðu þjóðunum árið 1947 þegar skipting landsins milli Gyðinga og Araba var samþykkt á sínum tíma eða að skipta borginni milli þeirra og Palestínumanna eins og skiptingin var fyrir sex daga stríðið. Ísraelar krefjast þess að þeir fái að halda borginni allri eða að minnsta kosti öllum vestur hlutanum og þeim hluta Austur Jerúsalem þar sem þeir hafa sett upp ólöglegar landránsbyggðir sínar. Þetta er krafa sem er útillokað að réttlæta og þar með útilolað að semja um.

Ísraelar hafa aldrei ljáð máls á því að palestínskir flóttamenn erlendis fái að snú aftur heim til þeirra héraða sem þeir voru hraktir frá eða foreldrar þeirra, afar og ömmur flúðu frá. Ísraelar hafa komist upp með það í rúm 60 ár að hunda þennan rétt þessara flóttamanna samkvæmt alþjóðalögum þrátt fyrir skýrar samþykktir Sameinuðu þjóðanna um að þeim beri að gera þetta.

Það er því fyrst og fremst við Ísraela að sakast að ekki hafa tekist samningar. Þetta gera þeir í trausti þess að Bandaríkjamenn komi í veg fyrir allar samþykktir í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir til að þvinga þá til að virða alþjóðalög. Þannig hafa Bandaríkjamenn hjálpað þeim við að kúga Palestínumenn í áratugi og að ræna sífellt meiru af landi þeirra. Nú treysta þeir á stuðning Bandaríkjamanna til að koma í veg fyrir að Palestínumenn fái sjálfstætt ríki auk aðildar að Sameinuðu þjóðunum án þess að semja fyrst við Ísrael. Þeir eru með öðrum orðum að beita Bamdaríkjumun fyrir sig til að þvinga Palestínumenn til að samþykkja þá afarkosti sem þeir bjóða þeim í samningaviðræðum.

Í þessu efni má ekki gleymna því að jafn ósanngjarnir samningar eins og samningstilboð Ísraela eru geta aldrei verið grundvöllur friðar. Það munu alltaf koma upp öfl sem ekki geta sætt sig við slíkan samning og eru tilbúin til að berjast fyrir betri og sanngjarnari niðurstöðu fyrir sína þjóð með vopnavaldi.

Að lokum vil ég hvetja alla að styðja við frelsisbaráttu Palestínumanna með því að skrifa undir alþóðlega undirskriftasöfnun þar sem þjóðir heims eru hvattar til að samþykkja aðild Palestínumanna að Sameinuðu þjóðunum og hvetja vini sína þar með talið Facebook vini til að gera slíkt hið sama. Vefslóð undirskriftarsöfnunarinnar er hér.

http://www.avaaz.org/en/independence_for_palestine_9/?rc=fb&pv=7


mbl.is „Dæmd til að mistakast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samningar eða málaferli

Hvað á maðurinn við að stjórnvöld hafi verið að beygja sig undir ofbeldi? Þetta mál snersit um það hvot við ættum að ljúka þessu máli með samningum eða taka áhættu fyrir dómstólum. Það kom fram í fréttum um daginn að ef allt fer á versta veg fyrir okkur fyrir dómstólum þá geti það endað með því að við þurfum að greiða allt að 400 milljarða króna. Samningaleiðin hefði aldrei getað kostað okkur nema brot af þeirri upphæð jafnvel þó þau málaferli sem samt hefðu gengið sína leið hefðu öll farið á versta veg fyrir okkur.

Miðað við núverandi mat á verðmæti þrotabús Landsbankans hefði þetta mál endað með undir 10 milljarða kostnaði fyrir ríkissjóð. Það verður að teljast ólíklegt að dómstólaleiðin kosti okkur minna en það þó vissulega sé það möguleiki.


mbl.is Beygðu sig undir ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nánast allar aðildaþjóðir hafa náð fram einhverjum breytingum í sínum aðildarviðræðum.

Það hafa nánast allar aðildaþjóðir náð fram einhverjum breytingum á ESB reglum í sínum aðildaviðræðum. Það er því rangt sem Bjarni og fleiri ESB andstæðingar halda fram að þetta sé klár pakki sem sé óbreytanlegur.

Aðildaviðræðurnar eru í alvöru með það að markmiði að ganga í ESB náist fram ásættanlegur aðildasamningur. Það er því ekki svo að menn séu að "kíkja í pakkann" án þess að ætla í raun að ganga í ESB.

Það er mikið af mýtum og hræðsluáróðri í gangi um ESB í dag. Þó þær eigi fæstar við nokkur rök að styðjast þá trúa margir bullinu og það er ástæðan fyrir því hvað margir segjats ætla að kjósa gegn aðild í skoðanakönnunum. Þegar allt liggur ljóst fyrir þegar aðildalsamningurinn er klár og búið að leiðrétta stærstan hlutan af bullinu í ESB andstæðingum er alls ekki ólíklegt að aðild verði samþykkt. Enda er það svo að það eru yfirgnæfandi lýkur að ESB aðild muni bæta lífskjör á Íslandi og það jafnvel umtalsvert.


mbl.is Enginn réttur til aðildarviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband