Færsluflokkur: Bloggar
11.2.2008 | 02:51
Ekki haft svona mikið við þó grjót fari á göngu- og hjólastíginn.
Það gerist ítrekað á göngu- og hjólastígnum þarna og einnig á stígnum við Sæbraut að grjót fari inn á stíginn eftir öflugt brim. Það er þó ekki verið að senda lögreglu til að loka stígnum þangað til búið er að hreinsa af honum grjótið eins og gert er nú þegar grjótið fer alla leið út á veginn. Þó má gera ráð fyrir að af þessu grjóti stafi fyrst og fremst hætta á skemmdum á bílum en minni hætta á slysi á fólki. Grjót á hjólastíg getur hins vegar skapað mikla slysahættu fyrir hjólreiðamenn og þá sérstaklega í myrkri.
Hagsmunasamtök hjólreiðamanna hafa lengi barist fyrir því að stígurinn verið færður fjær brimvarnargarðinum og nær götunni til að minnka þessa hættu en talað fyrir daufum eyrum. Rökin fyrir því að hafa stíginn þarna hefur væntanlega eitthvað með það að gera að þannig nýtist hann betur til útivistar fyrir fólk, sem vill ganga meðfram fjörunni. Ætli lausnin felist ekki í því að setja sérstakan hjólastíg nær götunni og að hann verði þá hugsaður, sem samgöngumannvirki fyrir hjólreiðamenn og jafnvel ökumenn minnstu mótorhjóla og núverandi stígur verði þá ætlaður til útivistar. Það vantar ekki plássið þarna fyrir slíkan stíg.
![]() |
Eiðisgrandi lokaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 10:26
Góð grein um þetta mál eftir ísraelskan gyðing.
Hér kemur góð grein um þetta mál. Það er ekki allt, sem sýnist.
http://zope.gush-shalom.org/home/en/channels/avnery/1201278309/
Athugið að þessi grein er ekki eftir araba heldur ísraelskan gyðing, sem gagnrýnir eigin stjórnvöld hart í þessu máli. Ætli Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson og fleiri öfgafullir "Pro Islrelar" eigi ekki eftir að kalla þennan gyðing "gyðingahatara"?
![]() |
Landamæri Gasasvæðisins opnuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2008 | 03:52
Hóprefsingar eru stríðsglæpur
Ég veit ekki hvað hefur komið fram um þetta mál í fréttum á Íslandi en ég var að sjá fréttir á ensku um þetta mál hér í Tælandi. Þar var sýnt skolpið, sem flæðir um götur á Gasa vegna þess að dælurnar, sem eiga að dæla því í burtu fá ekki lengur rafmagn. Þarna þarf fólk að vaða um í allt að 20 cm. djúpu skolpi. Það var sagt að ef dælurnar fara ekki í gang fljótlega fari skolpið að leka inn á heimili fólks en heilsufarsafleiðingar þess geti orðið hræðilegar.
Þarna var einnig viðtal við konu, sem er háð súrefniskút til að geta andað. Slíkir súrefniskútar eru hættir að berast til Gasa og því óttast konan um líf sitt. Það sama á við um fólk, sem háð er lyfjum. Þau eru að mestu hætt að berast og getur það haft hræðilegar afleiðingar fyrir þetta fólk.
Sýndar voru myndir frá sjúkrahúsi, sem senn mun ekki hafa nægt rafmagn til að halda lífsnauðsynlegum tækjum gangandi. Þarna munu læknar og aðrir forsvarsmenn spítalans þurfa að standa fyrir vali á því hvaða tæki þeir taka fyrst úr sambandi og ákveða þannig hverjir skulu lifa og hverjir deyja. Eiga þeir til dæmis fyrst að taka úr sambandi öndunarvélar mikið slasaðs fólks eða hitakassa fyrirbura og annarra sjúrka ungabarna?
Ísraelar bera fyrir sig sjálfsvörn. Þvílík nauðgun á orðinu "sjálfsvörn". Það er ekki sjálfsvörn að refsa saklausu fólki fyrir eitthvað, sem einhver annar gerir í þeirri von að þetta saklausa fólk ráðist gegn viðkomandi eða til að draga máttinn úr óvinum sínum. Í seinna stríði drápu Þjóðverjar víðast 10 eða fleiri fanga fyrir hvern þýskan hermann, sem andspyrnumenn drápu. Með þessum aðgerðum hafa þeir væntanlega bjargað lífi margra þýskra hermanna. Samt dettur engum í hug að kalla þessar aðgerðir þeirra "sjálfsvörn" enda fengu margir Þjóðverjar og stuðningsmenn þeirra dóma fyrir stríðsglæpadómstólum fyrir þessi dráp.
Það hafa líka fáir ef nokkur varpað sökinni á dauða þessara fanga yfir á andspyrnumennina, sem héldu áfram að drepa þýska hermann þó þeir vissu hvert svar Þjóðverja yrði. Það er því fáránlegt að varpa sökinni af þessum aðgerðum yfir á þá aðila, sem skjóta rakettum yfir Ísraela. Með þessum orðum er ég ekki að réttæta þessar rakettusendingar en bara að benda á að þessar aðgerir Ísraela eru ekki bein afleiðing af þessum rakettusendingum heldur meðvituð ákvörðum Ísraela um að refsa einni og hálfri milljón sakausra borgara fyrir eitthvað, sem einhverjir aðrir eru að gera.
Menn spyrja á móti, hvað eiga Ísraelar að gera? Fyrir það fyrsta þá þurfa þeir að hætta að afla sér óvina með linnulausu ofbeldi gegn nágrönnum sínum. Þeir þurfa að skila aftur stolnu landi og hleypa flóttamönnum heim. Í stuttu máli þurfa þeir að fara að haga sér eins og siðað fólk og fara að virða alþjóðalög.
Ef maður lemur einhvern nógu oft og nógu illa endar með því að hann lemur á móti. Árásir Palestínumanna á Ísraela eru aðeins afleiðing af ólöglegu hernámi þeirra og þeirri hrikalegu grimmd, sem þeir hafa sýnt íbúum hernámssvæða sinna. Með þessu er ég ekki að réttlæta árásir á óbreytta borgara því þær eru jafn mikill glæpur og þessar aðgerðir Ísraela en er aðeins að útskýra hver er frumorsök ofbeldisins í Miðausturlöndum.
![]() |
Tugþúsundir mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.1.2008 | 12:58
Lélegur útrúrsnúningur ráðherra.
Þegar Björn Bjarnason rökstuddi þessa 24 ára reglu á sínum tíma sagði hann að þessari reglu væri ætlað að koma í veg fyrir NAUÐUNGARHJÓNABÖND. Nú á að breyta þessum lögum þannig að hjónaband yngra en 24 ára gefur honum nú sjálfkrafa rétt á dvalarleyfi gagnstætt núverandi lögum en ef útlendi makinn er yngri en 24 ára á að athuga sérstaklega hvort um MÁLAMYNDAHJÓNABAND sé að ræða.
Getur einhver útskýrt af hverju það er líklegra að um málamyndahjónaband sé að ræða ef erlendi makinn er yngri en 24 ára heldur en ef hann er eldri en það?
Þetta ákvæði er einungis sett til að slá fjöður yfir það hversu vanhugsuð þessi ólög eru. Málamyndahjónabönd á Vesturlöndum eru oftast þannig að ung kona á Vesturlöndum er neydd af foreldrum sínum, sem hún er enn mjög háð vegna ungs aldurs, er neydd til að giftast manni frá heimalandi sínu til að útvega honum dvalarleyfi. Það er því yfirleitt konan með vestræna ríkisborgararéttinn, sem er yngri en 24 ára en það þarf ekki að eiga við um hin erlenda ríkisborgara.
Vegna þess að 24 ára reglan beindist aðeins að hinum erlenda maka þá náði hún ekki yfir það þegar erlendi ríksiborgarinn var orðin 24 ára en ekki íslenski makinn. Þannig eru hins vegar nauðungarhjónabönd yfirleitt. Þetta var því með eindæmum heimskulega lagasetning út frá því markmiði að koma í veg fyrir nauðunagrhjónabönd. Þessi lög gætu haft einhver áhrif í þá átt ef skilyrðið væri það að íslenski ríkisborgarinn væri orðin 24 ára til að erlendi makinn gæti fengið sjálfkrafa dvalarelyfi út á hjóhabandið.
Tveri erlendir karlmenn yngri en 24 ára giftum íslenskum konum, sem höfðu verið reknir úr landi á grunvelli þessara laga fengu að snúa aftur til landsins eftir að mál þeirra höfðu farið hefðbundnar kæruleiðir. Ég veit ekki hvort örðum þeirra eða báðum hafa verið dæmdar skaðabætur. Málið er því það að í ljós kom að þessi lög stóðust ekki almenn mannréttindaákvæði.
Nú er Björn Bjarnason að bakka með þessa þvælu sína en til að þurfa ekki að viðurkenna það þá setur hann inn þetta fáránlega ákvæði um að sérstaklega þurfi að rannsaka hvort um málamyndahjónaband sé að ræða ef erlendi makinn er yngri en 24 ára án þess að færa nein rök fyrdir því að líklegra sé að um málamyndahjónaband sé að ræða ef makinn er yngri en 24 ára. Þetta er gert til að þurfa ekki að viðurkenna að þessi 24 ára regla far alger "steypa" í upphafi. Ef eitthvað er þá er ólíklegra að um málamyndahjónaband sé að ræða ef makinn er yngri en 24 ára vegna þess að það ungur erlendur ríkisborgari er ólíklegri til að eiga pening til að greiða Íslendingi fyrir málamyndahjónamban en eldri einstaklingur.
Þessi 24 ára regla hefur gert mörgum ástföngnum ungum Íslendingnum erfitt fyrir með að fá að búa með ást sinni hér á landi og er ljótur belttur á ráðherratíð Björns Bjarnasonar. Sem betur fer sér væntanlega fljótlega fyrir endan á þessari þvælu.
![]() |
24 ára regla ekki felld niður heldur breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2008 | 03:21
Hryðjuverkaríkið Ísrael sýnir sitt tétta andlit.
Hér sýnir hryðjuverkaríkið Ísrael sitt rétta andlit. Fjöldamorð á Palestínumönnum rétt á meðan verið er að gera enn eina tilraunina til að stilla til friðar á þessu svæði. Það er fyrst og fremst tvennt, sem ég get mér til, sem markmið þessara aðgerða.
1. Æsa öfgaöflu innan Palestínu til aðgerða til að nota, sem afsökun fyrir því að slíta friðarviðræðum.
2. Senda Palestínumönnum þau skilaboð að ef þeir semji ekki um skilmála, sem eru Ísraesmönnum að skapi í þessum friðarviðræðum þá muni þeir áfram búa við þá grimmilegu kúgun að hendi Ísraela, sem þeir hafa búið við hingað til. Sem sagt. "Semjið eins og okkur þóknast eða þið hafið verra af".
![]() |
Abbas sakar Ísraela um fjöldamorð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2008 | 02:20
Hverja ætlar hann að beyta þrýstingi?
Það er góðs viti ef Bandaríkjamenn ætla að fara að beita sér til að sanngjarnir friðasamnignar náis í Miðausturlöndum. Það er hins vegar verra ef þeir ætla að beita sér til að þvinga fram afarkosti.
Ætlar Bush að beita Ísraela þrýstingi til að þeir samþykki þá eðlilegu og sjálfsögðu kröfu Palestínumanna að þeir fái allt hernumið land frá 1967 aftur og að palestínskir flóttamenn fái að snúa aftur til þeirra svæða, sem þeir voru hraktir frá hvort, sem það er innan þess lands, sem kemur til að tilheyra Ísraela eða Palestínu? Eða ætlar hann að þvinga hina kúguðu þjóð Palestínumanna til að samþykkja þá afarkosti, sem Ísraelar hafa hingað til boðið þeim. Ef hann gerir það þvingar hann ekki fram friðarsamninga heldur niðurlægjandi uppgjafarskilmála og sagan kennir okkur að slíkt getur aldrei orðið grundvöllur af langvarandi friði.
![]() |
Bush: Ég mun beita þrýstingi" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.1.2008 | 07:21
Eru uppsagnir flugmanna ekki hluti af vandamalinu?
Getur thad verid edlilegt ad lant eftir ad vedrinu hafdi slotad var enn seinkun a flugi? Eg var ad fara til Thailands thennan dag og missti af tengiflugi fra Kastrup vegna 5 thima senkunar a flugi fra Keflavik. Thegar min vel atti ad fara i loftid voru 2 timar fra thvi vedrinu hafdi slotad og thegar hun loksins for i loftid voru 7 timar fra thvi vedrinu hafdi slotad. Samt var sagt ad tofinn vaeri vegna vedurs og Icelandair neitadi ad greida hotel fyrir mig i Kaupmannahofn. Eg fekk ekki einu sinni adstod vid ad finna hotel og stod med 2 litil born kl. ellefu ad kvoldi a Kastrup og vissi ekki einu sinni nafn a hoteli i Kaupnannahofn. Eg fekk adstod annars stadar fra.
Eg er mjog vondur yfir thessu og a eftir ad kvadrta vid Icelandair thegar eg kem hem og mun lata reyna a thetta tho ekki se um stora upphaed ad raeda. Vedrid var gengid nidur thegar eg atti ad fara i loftid. Tofin var vegna skorts a ahofnum en ekki vegna vedurs. Reyndar er vedrinu ad hluta til ad kenna ad ekki fengust ahafnir en lika er um ad kenna lelegri starfsmannastefnu fyrirtaekisins, sem keyrir a lagmarksfjolda flugmanna og er thvi illa i stakk buinn til ad taka a mali eins og thessu.
Thessi framkoma Iceladair er them til mikillar skammar.
![]() |
Löggan send á reiða farþega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.12.2007 | 10:35
Hvað með herskáa Ísraela
Mögum finnst í lagi að Ísraelar drepi "herskáa" Palestínumenn en telja það hryðjuverk ef Palestínumenn drepa ísraelska hermenn eða vopnaða íbúa lanránsbyggða Ísraela. Hver er munurinn.
Er einhver munur á að drepa Palestínumann, sem hefur herjað á Ísraela eða að drepa Ísraela, sem hefur herjað á Palestínumann, hvort sem hann er í búningi hermanns eða ekki?
Er einhver munur á því að útvega Palestínumönnum vopn og því að útvega Ísraelum vopn?
Gleymum því ekki að það eru Ísraelar, sem eru hernámsliðið á þessum slóðum. Þeir eru því árásaraðilinn. Hvort er verra að útvega hernámsliði vopn en að útvega vopn til hernuminnar þjóðar, sem berst fyrir frelsi sínu og landi?
Hvenær ætli tekið verði á "herskáum" Ísraelum með sama hætti og tekið er á "herskáum" Palestínumönnum í dag?
![]() |
Ísraelar skutu lífvörð Qureia |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2007 | 21:52
Ísraelar eru snillingar í áróðurstækni.
Þetta er klár snilld hjá Ísraelum.
Þeir varpa miklum fjölda klasaprengna á þéttbýl svæði í Líbanorn, sem er gróft brot á alþjóðalögum. Þegar því er mótmælt þæfa þeir fyrst málið með því að skipa nefnd saksóknara til að rannsaka málið. Síðan tilkynna þessir saksóknarar það á AÐFANGADAG JÓLA að þeir hafi komist að þeirri niðursöðu að engin alþjóðalög hafi verið brotinn. Með þessu tryggja þeir það að þetta veki eins litla athygli á Vesturlöndum og mögulegt er vegna þess að versurlandabúar eru uppteknir við jólahald.
Þeir geta síðan treyst því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun aldrei ákæra þá í málinu vegna þess að þar hafa Bandaríkjamenn neitunarvald. Bandaríkjamenn hafa og munu alltaf beita neitunarvaldi ef ákæra á Ísraela sama hversu gróf brot á alþjóðalögum þeir fremja.
![]() |
Ísraelsmenn hætta klasasprengjurannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2007 | 10:38
Erfitt að viðurkenna að þeir eru sennilega flestir saklausir.
Þarna eru Bandaríkjamenn búnir að koma sér í fen, sem þeir eiga erfitt að koma sér upp úr. Flest bendir til þess að megnið af föngunum í Goantomano séu blásakausir. Sumum þeirra hefur verið haldið þarna árum saman og þurft að þola pyntingar. Það er aðeins búið að ákæra um tíu manns og ekki er enn komið í ljós hvort þeir eru sekir um eitthvað.
Bandaríkjamenn eru greinilega að reyna að fá heimalönd fanganna til að láta þetta líta betur út með því að setja þá beint í varhald við heimkomuna og síðan að sleppa þeim svo lítið beri á. Ráðamenn í heimalöndum þeirra eru í erfiðri stöðu vegna þess að þeir hafa tvo slæma valkosti. Annar er sá að taka þátt í þessum blekkingarleik Bandaríkjamanna eða láta fangana ella dúsa áfram saklausa í Guantomano. Bandaríkjamenn eru greinilega ekki tilbúnir til að sleppa sakausum mönnum ef það virkar illa pólitískt fyrir þá og setja því þennan þrýsting á heimalönd fanganna.
Eins og fram kom í frásögn Bretanna í kvikmyndinni Leiðin til Guantomano, sem var sýnd í sjónvarpinu um daginn, þá var þeim haldið í nokkra mánuði eftir að ljóst var að þeir væru saklausir meðan reynt var að fá þá til að játa á sig tengsl við hryðjuverkasamtök. Þeim var sagt að elli slyppu þeir aldrei úr fangabúðunum. Fangarnir létu sig ekki og á endanum var þrýstingurinn frá Bretlandi orðin of mikill fyrir Bandaríkjamenn þannig að þeir létu fangana að lokum lausa. Fangar frá arabaríkjum eru ekki í eins góðri stöðu vegna þess að þrýstingur frá ríkisstjórnum þeirra er ekki eins beittur og þrýstingur frá Evrópuríkjum.
Ég ætla rétt að vona að heimalönd þessara fanga láti ekki undan og lofi að setja saklausa menn í varðhald til þess eins að losa þá úr þessum illræmdu fangabúðum og hjálpi þannig Bandaríkjamönnum að komast hjá skömminni á alþjóðavísu fyrir að halda sakalusum mönnum við grimmilegar aðstæður og pynta þá árum saman.
![]() |
Vill hjálp vegna Guantanamo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)