Færsluflokkur: Bloggar

Af hverju ekki líka hraðalás fyrir ökuníðinga.

Ef verið er að skoða hugmyndir um að skylda menn, sem gerst hafa sekir um ölvunarakstur til að vera með áfengislás af hverju á þá ekki að skylda þá, sem gerst hafa sekir um ofsaakstur um að vera með hraðalás?

 

Ef menn fara út í annað hvort af þessu eða bæði þá þarf að setja viðurlög yfir menn, sem dæmdir hafa verið til að hafa svona lása tiltekið tímabil ef þeir aka einfaldlega örum bil en sínum eigin, sem er ekki með slíkan lás. Ef það er ekki gert er hætt við því að menn, sem hafi fengið slíkan dóm kaupi einfaldlega annan bíl og skrái hann á annan en sjálfan sig.


mbl.is Skoðað hvort tekjutengja eigi umferðalagasektir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna gleymir Goodalls mikilvægum þáttum

Goodall ber saman koltvísýringsnotkun við að framleiða nautakjöt og losun bíls við að brenna eldsneyti. Hann gleymir alveg koltbísýringsnotkun við að framleiða bílinn og bensínið. Samkvæmt reyndar nokkuð gamalli þýskri samantekt kostar það mengun á hátt í milljarði rúmmetra af lofti að framleiða einn bíl þegar tekið er tillit til kostnaðar við að vinna úr jörðu þá málma, sem notaðir eru í bílinn.
mbl.is Ganga skaðlegri en akstur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fráránleg hugmynd úr smiðju Frjálsinda flokksins

Þessi hugmynd er fengin úr smiðju Frjálslynda flokksins og er einhver fáránlegasta hugmynd í skattamálum, sem sést hefur í háa herrans tíð.

 

Þessi útfærsla myndi gera það að verkum að jaðarskattar yrðu um 49% á tekjubilinu 150 til 300 þúsund kr. á mánuði. Það samanstæði af tæplega 36% skattprósentu og rúmlega 13% jaðarlækkun persónuafláttar. Þegar 300 þúsund kr. tekjunum er næð myndu jaðaráhrifin fara úr 49% í tæp 36%. Við þessi háu jaðaráhrif myndu síðan bætast tekjutengingar við barnabætur, vaxtabætur og húsaleiðubætur, sem koma einna helst til þeirra tekjulægstu. Þessi hygmynd myndi einnig hækka verulega samanlögð jaðaráhrif skatta og skerðinga hjá elli- og örorkulífeyrisþegum og myndu nánast gera að engu þær lækkanir á jaðaráhrifum bóta frá TR, sem komið hafa seinustu tvö árin.

 

Margar þjóðir eru með þrepaskipt jaðaráhrif í skattkerfi sínu en þá er yfirleitt miðað við það að jaðaáhrifin hækki með hærri tekjum en ekki að þau lækki eins og þessi hugmynd leiðir af sér. Ef menn vilja lækka skatta meira til tekjuægri hópa en þeirra tekjuhærri þá er ekki hægt að gera það öðruvísi en með hækkun jaðarskatta. Það er einfalst lögmál að ef jaðarskattar eru ekki hækkaðir þá fá tekjuháir einstaklingar sömu krónutölulækkun skatta og þeir tekjulægri. Þessi útfærsla virðist hafa það eitt markmið að fela þessa staðreynd með útfærslu, sem heitir ekki hækkun skattprósentu heldur bætir tekjuskertum persónuaflætti við skattprósentuna. Þetta gerist þá aðeins á lægri tekjubilum vegna þess að þegar lækkun þessa viðbótarpersónuafláttar er búin að setja hann niður í núll þá stendur aðeins skattprósentan eftir.

 

Það er þá miklu skynsamlegra að fara einfaldlega þá leið að hækka persóuafsláttinn verulega og hækka einfaldlega skattprósentuna og stilla það af þannig að sami kostnaður yrði fyrir ríkissjóð. Ef menn færu þá leið til að hækka skattleysismörkin upp í 150 þúsund samfara hækkun skattprósentu þannig að kostnaðurinn yrði 14 milljarðar eins og þessi hugmynd kostar þá hefur það eftirtalda kosti umfram þessa hugmynd.

 

1.Kæmi betur út fyrir tekjulægri hópa. Ætli þetta væri ekki að koma betur út fyrir launþega með tekjur frá 150 þúsund upp í sirka hálfa milljón á mánuði en kæmi verr út fyrir launþega með tekjur umfram það. Það er ekki hægt að reikna það út hvar skurðpunkturinn er nema fá fyrst út hversu há skattprósentan þyrfti að vera til þess að kostnaðurinn héldist í 14 milljörðum.

2. Er miklu einfaldara í framkvæmd.

3. Er hægt að láta menn njóta þess strax án þess að raska staðgreiðslukerfini í stað þess að bíða til næsta árs.

 

Ókrostir:

 

1. Allir myndu vita það að verið var að hækka skattprósentuna en það er ekki víst að allir myndu gera sér grein fyrir því að tekjuskertur persónuafláttur er í raun ekkert annað en hækkun skattprósentu.

 

Niðurstaða:

Þetta er einhver arfavitlausasta hugmynd, sem sést hefur í skattamálum í háa herrans tíð. 


mbl.is Vill lækka skatt tekjulágra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austur Jerúsalem er ekki í Ísrael.

Austur Jerúsalem er ekki í Ísrael. Sá borgarhluti er óumdeilanlega hluti af ólöglegu hernámssvæði Ísraela. Því er það eðlileg beiðni til Ísrela að þeir séu ekki að byggja sér hús á svæði, sem ekki tilheyrir þeim.

 

Reyndar er öll Jerúsalem hluti af ólöglegu hernámssvæð Ísraela. Það eina, sem getur talist löglega til Ísraels er það svæði, sem þeim var úthlutað af Sameinuðu þjóðunum með samþykkt árið 1947. Jerúsalem er ekki innan þess svæðis. Reyndar er þriðjungur þess svæðis, sem Ísraelar réðu yfir fyrir sex daga stríðið ólöglegt hernámssvæði þeirra.

 

Að því er ég best veit er engin Evrópuþjóð með sendiráð sitt í Jerúsalem. Það er vegna þess að ekkert þeirra viðurkenir Jerúsalem, sem löglegan hluta Ísraels. Á það bæði við um austur og vesturhlutan. Ekkert ríki í heiminum ekki einu sinni Bandaríkin viðurkenna austur Jerúsalem, sem löglgan hluta Ísraels.


mbl.is Hætta ekki við byggingaráform
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendum Palestínumönnum vopn.

Oft var þörf en nú er nauðsyn. Það þarf að senda Palestínumönnum vopn svo þeir geti varið sig gegn árásum Ísraela. Það eina, sem getur komið í veg fyrir að þessir blóðþyrstu villimenn, sem stjórna Ísraelsríki, geri þessa árás er að þeir sjái fram á meira mannfall eigin manna í slíkri árás en þeir geta sætt sig við. Ef það gerist ekki getum við átt von á stófelldri slátrun saklauss fólks þegar árásin verður gerð. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að Ísraelar leggja yfirleitt litla áherslu á að draga úr mannfelli óbreyttra borgara meðal Palestínumanna þegar þeir fara út í hernaðaraðgerðir.

 

Sumir myndu kannski segja að Palestínumann gætu komið í veg fyrir þetta með því að hætta að skjóta rakettum yfir til Ísrael. Við þá vil ég segja að þegar ein þjóð hernemur aðra þá er það hernámsþjóðin, sem á sök á þeim átökum, sem hernáminu fylgir. Ísraelar gætu komið í veg fyrir frelsisbaráttu Palestínumanna með því að hætta að svipta þá frelsinu. Þeir gætu komið í veg fyrir baráttu þeirra fyrir því að fá land sitt aftur með því að skila því landi, sem þeir hafa rænt af þeim.


mbl.is Ísraelsher tilbúinn til árásar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með gangandi vegfarendur

Ég hef svolitlar áhyggjur af gangandi vegfarendum þegar hringtorg koma í stað ljósastýrðra gatnamóta. Á ljósastýrðum gatnamótum er umferð um götur stöðvaðar og þá er hægt að ganga með öryggi yfir þær. Það gerist ekki þegar um hringtorg er að ræða. Reyndar draga hringtorg úr umferðahraða þannig að kanski minnkar öryggi gangandi vegfarenda ekki eins mikið og annars væri.

 

Hvað þessi gatnamót, sem þarna var verið að skoða þá eru gatnamótin á mótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu með undirgöng undir Reykjanesbraut og gatnamót Flatahrauns og Fjarðahrauns eru með undirgöng skammt frá. Hvað varðar gatnanótin í Garðabæ þá er einfaldlega ekki mikið um gangandi vegfarendur á þeim stað.

 

Getur verið að á gatnamótum með mikið af gangandi vegfarendum hækki slysatíðni ef ljósastýrðum gantamótum er breytt í hringtorg án þess að með fylgi sérstakar ráðstafanir fyrir gangandi vegfarendur.


mbl.is Hringtorg í stað ljósa draga úr slysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir styðja verstu hryðjuverkasamtök miðausturlanda?

Sýrlendingar styðja hryðjuverkasamtökin Hezbolla og Hamas. Bandaríkjamenn styðja verstu hryðjuverkasamtök miðausturlanda, ísraeska herinn. Hver er munurinn?

 

Þarna sýnist mér Stephen Hadley þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna svo sannarlega vera að kasta steini úr glerhúsi.


mbl.is Sýrlendingum sett skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að koma með sundurliðun á þessum sköttum.

Það væri gaman að fá að sjá sundurliðun á þessum 50 milljörðum hjá Runólfi. Mig grunar að stór hluti af því sé virðisaukaskattur. Allavega hefur Runólfur talað mikið um tekjuauka ríkisins af virðisaukasktti vegna hækkaðs bensínverðs.

 

Virðisaukaskattur er hluti af almennri skattlagningu ríkisins til að mæta kostnaði við samneyslu rétt eins og tekjuskattur. Þetta eru tvær leiðir til að skattleggja almenna veltu í þjóðfélaginu. Með svona reiknikúsntum myndi koma fram lækkuð skattáagning á bíleigendur ef ákveiðið yrði að lækka virðisaukaskatt en hækka tekjuskatt á móti. Þetta er því einfaldlega röng tala um skattlagningu á bíleigendur ef virðisaukaskattur er inni í þessari tölu.

 

Einu sérskattarnir á bíleigendur eru sértækir skattar, sem lagðir eru á bíla og eldsneyti og ekki eru lagðir á aðrar vörur. Ég er sannfærður um að þeir skattar séu innan þessa viðmiðs frá OECD.

 

Runólfur talar um ýmsa hluti, sem eru í betra ástandi hér en annars staðar en sleppir alveg þeirri staðreynd að við Íslendingar erum fámenn þjóð í stóru landi og vegagerð því dýr á hvern skattgreiðanda.

 

Síðast en ekki síst þá sleppir Runólfur alveg að taka tillit til kostnaðar sveitafélaga við vegalagningu. Það að ríkið fái skatta á bíleigendur en sveitafélaögin skatta á húsnæðiseigendur breytir því ekki að sveitefélögin eru partur af hinu opinbera og því þarf að taka þeirra kostnað með. Ef það er ekki gert væri reynar auðvelt fyrir hið opinbera að breyta þessum samanburði með því að skipta sköttum á bíleigendur milli ríkis og sveitafélaga. Það væri hins vegar aðeins flæking á tekjuskiptingu ríkis og sveitafélaga.


mbl.is Sextán milljarða ofsköttun á bíleigendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna talar Rice eins og það séu bara Palestínumenn, sem beiti ofbeldi.

Rice talar þarna eins og hún hafi skilning á málefnum miðausturlanda vegna þess að hún ólst á sínum tíma upp, sem svört kona í suðurríkjum Bandaríkjanna. Hún talar meðal annars um það að hún skilji það hvernig það er fyrir Ísraela að sofa og vita ekki hvort þeir eigi eftir að slasast í sprengingu næsta dag. Hún talar eins og það séu bara Ísraelar, sem þurfa að lifa við þetta þegar staðreyndin er sú að það hafa miklu fleiri Palestínumenn lent í þessu heldur en Ísraelar. Það hafa nefnilega mun fleiri saklausir Palestínumenn fallið fyrir flugskeytum ísraelska hersins og sprengjum úr skriðdrekum þeirra heldur en Ísraelar, sem hafa fallið í sjálfsmorðsárásum Palestínumanna.

 

Rice segist skilja hvernig er að vita af hryðjuerkamönnum í sínu hverfi og á þínum eigin tilbeiðslustað og talar eins og það séu bara Ísrelar, sem búi við þetta. Þar gleymir hún því að verstu hryðjuverkasamtök miðausturlanda eru Ísraelsher. Palestínumenn verða að búa við þessi illmenni við túnjaðarinn hjá sér og einnig í sínum hverfum með öflug drápsvopn. Þeir þurfa að búa við það að geta hvenær sem er átt von á árás frá einum öflugasta her í heimi stjórnað af mönnum, sem ekki hika við að slátra saklausum Palestínumönnum ef það hentar hagsmunum Ísraela.


mbl.is Rice líkir Palestínu við Suðurríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög gott lagafrumvarp nema þetta með "ofbeldisákvæðið".

Í heild virðist mér þetta lagafrumvarp vera til mikilla bóta. Ég er þó á móti því að láta það skipta máli þegar ákveða á hvort erlendur ríkisborgari fái áframhaldandi dvalarleyfi hvort hann hefur sætt ofbeldi af hálfu maka síns eða ekki. Fyrir því eru tvær ástæður.

 

Veigaminni ástæðan er sú að það getur margt annað en ofbeldi að hálfu maka gert hjónaband óbærilegt. Af hverju að mismuma útlendingum í óbærilegu hjónabandi eftir því hvað gerir það óbærilegt. Einnig er mjög erfitt að sanna andlegt ofbeldi, sem oft getur jafnvel verið verra en líkamlegt ofbeldi.

 

Veigameiri ástæðan er hins vegar sú að þetta getur eða öllu heldur mun nær örugglega leiða til þess að eihver hóðpur Íslendinga mun að ósekju vera ásakaður af erlendum maka sínum um ofbeldi gagnvart honum. Þó sú ásökun verði væntanlega aldrei sönnuð þá getur hún sett blett á mannorð viðkomandi. Þann blett er þá ólíklegt að hann geti nokkurn tímann máð af sér. Þar fyrir utan er líklegt að þau tilfelli þar, sem hægt er að sýna fram á að ásakanir um ofbeldi séu tilhæfulausar, verði til þess að gera stöðu þeirra verri, sem raunverulega verða fyrir ofbeldi.

 

Ég tel að betra væri að setja stytta þá tveggja ára reglu, sem á að vera hægt að horfa framhjá ef um ofbeldi er að ræða, niður í eitt ár. Síðan er til viðbótar í lögum ákvæði um að hægt sé að veita áframhaldandi dvalarleyfi af mannúðar- eða sanngirnissjónarmiðum.


mbl.is Ungir jafnaðarmenn styðja frumvarp um réttarstöðu útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband