Færsluflokkur: Bloggar
28.12.2013 | 14:45
Forsvarsmenn álfyrirtækjanna óttast samkeppni í orkulaupum.
Það er alveg á hreinu að forsvarsmenn álfyrirtækjanna eru ekki hlutlausir álitsgjafar í raforkumálum hér á landi og þaðan af síst varðandi orkusölu um sæstreng. Þeir óttast samkeppnina við þá sölu. Það snýst ekki bara um ný álfyrirtæki heldur líka þau sem fyrir eru. Þau hafa nefnilega gert samninga við orkufyrirtæki hér á landi um orkusölu til tiltekisn tíma á ákveðnu verði og þurfa að endursemja um verðið þegar sá tími er liðinn.
Það sem styrkir okkar samningsstöðu í þeim samningum er að ef ekki nást samningar um verð þannig að samningurinn rennur einfaldlega út þá standa álfyrirtækin uppi með fjárfestingar hér á landi sem ekki nýtast þeim. Þær fjárfestingar eru reyndar í flestum tilfellum búnar að borga sig upp hjá þeim þegar þar að kemur en samt eru talverð verðmæti í þeim enn.
Það sem styrkir þeirra samningsstöðu ef ekki er til staðar sæstrengur er að ef ekki nást samningar þá stönfum við uppi með fullt af ónýttri orku sem við fáum engar tekjur af. Það er því skárra að fá lélegt verð fyrir hana en ekkert.
Ef við höfum hins vegar möguleika á að selja þá orku um sæstreng þá er þessu atriði ekki fyrir að fara og það veikir þá samningsstöðu álfyrirtækjanna. Þeir munu þá frekar vilja semja um verð sem gerur þeim einhvern arð þó lítill sé frekaar en þurfa að loka fyrirækjunum hér á landi.
Það að hafa sæstrengin mun því að öllum líkindum leiða til þess að íslenskum orkufyritækjum mun takast að má fram hærra verði en ella þegar kemur að því að endursemja um orkusölu.
Og hvað varðar umframorkuna og rökin fyrir því að það að Reyðarál hafi þurft að draga saman seglin í nokkrar vikur vegna orkuskorts er villandi umræða. Málið snýst einmitt um það að vatnsbúskapurinn í þeim ám sem virkjanirnar eru í er misjafn milli ára. Við þurfum hins vegar að geta staðið við orkusamninga og þurfum því að byggja virkjanir sem duga til að standa við þá í lélegu árferði í vatnsbúskam ánna. Það gerir það að verkum að öll hin árin er umtalsverð umframorka í kerfinu sem við fáum ekkert fyrir í dag. En sæstrengur gæti breytt því og þannig skapað okkur umtalsverðar tekjur af orkusölu án þess að þurfa að virkja til þess að ná í þær tekjur.
![]() |
Arður af sæstreng óviss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.10.2013 | 10:12
Auðvelt að vera vitur eftirá.
Það er auðvelt að vera vitur eftirá. Það sá engin þennan hagnað fyrir þegar nýju bankarnir voru stofnsettir og þetta hefði alveg eins getað farið í hinn veginn með miklu tjóni fyrir ríkissjóð vegna síns eingnarhlutar.
Þegar verið var að stofnsetja nýju bankana á rústum gömlu bankanna þá voru þeir á núlli enda teknar jafn verðmætar eignir og skuldir út úr þrotabúum gömlu bankanna. Það var ekki hægt að hafa það öðruvísi vegna stjórnarskrárvarins réttar kröfuhafa í þrotabú gömlu bankanna auk alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að varðndi rétt kröfuhafa í þrotabúum.
Þess vegna þurfti að leggja nýju bönkunum til eigið fé sem þurfti að lágmarki að vera 16% samkvæmt lögum og einnig einfaldlega þess sem talioð var lágmarks eigin fé banka til að þeir gætu talist traustar fjármálastofnanir. Það þurftu því að leggja nýju bönkunum til eigin fé upp á um 300 milljarða kr. og þá peninga átti ríkissjóður ekki til enda hafði hann farið mjög illa út úr hruninu. Ríkissjóður þurfti því að taka eiginfjárframlag sitt í nýju bankana að láni og greiða vexti af þeim lánum. Það er nokkuð stór hluti af þeim 90 milljörðum sem ríkissjóður greiðir árlega í vexti í dag. Og þar sem verra var. Ef illa færi með rekstur nýju bankanna þá gætu þessir 300 milljarðar orðið tapað fé sem hefði all verulega aukið líkurnar á gjaldþroti íslenska ríkisins.
Og þar var ekkert ólíkleg niðurstað. Á þessum tíma var krísan í okkar helstu viðskiptalöndum í Evrópu að byrja og ekki séð fyrir hversu djúp hún yrði. Hefði hún orðið verri en hún varð þá hefði það haft mjög slæmar afleiðingar fyrir okkar helsut útflutningsatvinnuvegi og atvinnuvegi tengda þeim og þar með haft slæmar afleiðingar fyrir íslensku bankana.
Þess vegna var farin sú leið að leita af öðrum fjárfestum til að kaupa hlut í bönkunum og minnka þar með áhættu ríkissjóðs. Það vissu það allir að með því fengi ríkissjóður minni tekjur ef vel tækist til en á móti væri tapið minna ef illa tælist til. Ekki fundust viljugir fjárfestar sem sýnir hvert áhættumat markaðarins var á þessum fjárfestingum í íslensku bönkunum. Þá var brugðið á það ráð að þvinga kröfuhafana til að breyta kröfum sínum í tvo bankana í eignarhluti í þeim.
Nú tókst mun betur til að lágmarka tapið að hruninu hér á landi og snúa vörn í sókn þökk sé seinustu ríkisstjórn. Þar með hefur hagnaðurinn af bönkunum orðið meiri en menn áttu vom á þegar farið var af stað með fjármögnum á þeim. Þess vegna hafa þeir hagnast vel sem fjármögnuðu þá bæði þeir sem gerðu það viljandi og þeir sem voru þvingaðir til þess. En þetta hefði alveg getað farið á hinn veginn.
En svo má líka benda á það að þessi hagnaður er enn í dag bara bókhaldslegur hagnaður. Hann verður ekki að raunverulegum hagnaði fyrr en hann er leystur út. Þó góður hagnaður hafi verið á bönkunum seinustu ár þá getur hann hæglega breyst í taprekstur á næstu árum sem gerir þá líka erfitt um vik að selja eignarhlut í þeim enda hann þá að rýrna með hverju ári sem um taprekstur er að ræða.
En eitt er alveg á hreinu. Staða ríkissjóðs þegar nýju bankarnir voru stofnaðir var ekki þannig að skynsamlegt væri að taka meiri áhættu en nauðsynlegt var til að reisa efnahag landsins við. Því var það einfaldlega skynsamlegt að leita allra ráða til að lágmarka áhættu ríkissjóðs þó í því fælist minni hagnaðarvon ef vel gengi. Einnig má bena á það að á móti þeim hagnaði sem ríkissjóður hefði fengið ef hann hefði tekið þessa áhættu þá hefði ríkissjóður þurft að greiða umtalsverðar upphæðir í vexti af þeim lánum sem hann hefði þurft að taka til að fjármagna þá eiginfjármögnun Arion banka og Íslandsbanka sem kröfuhafarnir voru þvingaðir til að gera. Þessar hagnaðartölur sem þarna eru nefndar hefðu því ekki orðið heinn hagnaður.
En lykilatriðið er þó þetta. Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftirá.
![]() |
Dýrkeypt mistök eftir hrun hafi skapað þjóðarvá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.10.2013 | 17:28
Fyrri ríkisstjórn ranglega sökuð um tjónkun við lánveitendur.
Það kemur skýrt fram í þessari frétt að fyrri ríkisstjórn lét fara fram faglega úttekt á því hvort lög um að lántakar húsnæðislána mættu skila eign sinni og þar með vera lausir allra mála gætu gagnast þeim sem væru í skuldavanda og niðurstaðan orðið sú að svo væri ekki. Það stafaði af því að það að láta slík lög gilda um þegar tekin lán stæðist ekki stjórnarskrá.
Það eru meira að segja líkur á að þetta gerði illt verra fyrir fólk í skuldavanda. Það stafar af því að slík lög gagnvart lánum teknum í framtíðinni gæti leitt til þess að lánveitendur væru tregari til að endurfjármagna lán með nýjum lánum sem í sumum tilfellum gæti leyst vanda lántaka en það væri ekki öruggt. Það stafar af því að með því að láta viðkomandi fara strax í þrot hefði lánveitandi rétt á að ganga líka að öðrum eignum viðkomandi en bara húseigninni og það til einhverra ára en þann rétt hefði hann ekki gagnvart nýja láninu því lyklalögin giltu þá um það lán.
Það var því með hagsmuni fólks í skuldavanda sem ákveðið var að fara ekki þessa leið en ekki vegna tjónkunar við lánveitendur eins og oft hefur verið ranlega haldið fram um fyrri ríkisstjórn. Það sama á við um margt annað sem fyrri ríkisstjórn gerði ekki þó þung krafa væri um það. Stjórnasrkáin annað hvort kom alfarið í veg fyrir að hægt væri að fara þá leið eða gerði hana gagnslitla fyrir þá sem í mesta vandanum væri og jafnvel gerði illt verra.
Það er einfaldlega þvæla að fyrri ríkisstjórn hafi tekið hagsmuni lánveitenda fram yfir hagsmuni lántaka í sínum aðgerðum á seinasta kjörtímabili.
Til viðbótar við þetta þá hafa slík lög bæði kosti og galla. Helstu gallarnir eru þeir að ef þetta verður að lögum verða lánveitendur tregir til að fara hátt í veðsetningarhlutfalli og munu kerfjast enn hærri vaxta ef þeir á annað borð gera það. Það mun gera fólki sem ekki hefur fé til hárrar útborgunar í íbúð enn erfiðara en ella að kaupa sér íbúð og gerir þvi enn fleiri en annars ofurselda leigumarkaðnum. Það mun bæði fjölga þeim sem eru í þeirri stöðu og gera stöðu þeirra sem þar eru enn verri en annars væri. Það er því alls ekki víst að þetta sé aðgerð sem muni bæta stöðu fjölskyldna sem eru í þröngri stöðu í dag eða í framtíðinni.
![]() |
Erfitt að koma við afturvirkni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.9.2013 | 09:23
Það er mikilvægt að trúfélög komist ekki upp með að hundsa lög.
Forráðamenn og stuðningsmenn kaþólsku kirkjunnar réttlæta þagnarskylduna með því að ef hún er afnumin þá muni menn ekki játa lögbrot til presta og þar með fari forgörðum tækifæri til að taka á málinu í gegnum trúna. Því muni það minnka líkurnar á að afbrot á við ofbeldi gagnvart börnum verð stöðvað ef prestum verði gert skyld að upplýsa um það ef slíkt er játað fyrir þeim í skriftarstól.
Það má vel vera að þetta sé rétt. Ef svo er þá ættu forráðamenn kaþólsku kirkjunnar að taka upp baráttu fyrir því að lögunum verði breytt þannig að prestarnir hafi ekki þessa upplýsingskyldu gagnvart lögreglu. En það á aldrei að vera ásættanlegt að þeir hundi landslög svo ekki sé talað um að hóta starfsmönnum sínum refsingum fyrir að fara að lögum. Á mínu mati á að taka hart á slíku.
Að mínu mati eiga yfirvöld að hafa rétt til að skrúfa fyrir greiðslur sóknargjalda og annan lögbundin stuðning til trúfélaga sem ekki fara að lögum þangað til þau hafa bætt ráð sitt. Í því efni skiptir engu máli þó lögin séu andstæð þeim trúarkenningum sem þau starfa eftir.
Annað dæmi fyrir utan þetta dæmi um kaþólsku kirkjuna eru bannfæringar Votta Jehóva gagnvart þeim em yfirgefa söfnuðinn. Félögum í söfnuðinum er bannað að hafa samneyti við þá að viðlaðri refsingu innan safnaðarins. Það á meira að segja við um nánustu ættingja. Þetta er að mínu mati svo gróft einelti að það hljóti að varða við lög og ef það gerir það ekki þá þarf að mínu mati að breyta lögum þannig að þetta verði ólöglegt. Þessi regla gerir það að verkum að það er mjög erfitt fyrir fólk að yfirgefa söfnuðinn og þá sérstaklega þá sem eru fæddir inn í hann og eiga á hættu að missa öll tengsl við sína nánustu ef þeir gera það.
Ástæða þess að mjög mikilvægt er að taka hart á trúarsöfnuðum sem ekki fara að lögum er sú að annars verður mun erfiðara að taka á öfgatrúarmönnum og söfnuðum þeirra. Þeir geta þá alltaf hófðað til mismununnar milli trúfélaga eða jafnvel ofsókna gegn sér ef þeir eru þvingaðir til að fara að lögum meðan aðrir og eldri trúsöfnuðir með mun fleiri meðlimi fái óátalið að brjóta lög séu kennisetningar þeirra andstæðar lögum.
![]() |
Tilskipun kaþólskra andstæð lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.7.2013 | 09:56
Moskur eru ekki orsök hryðjuverka múslima.
Sumir virðast halda að hvergi sé hægt að skipuleggja hryðujuverk annars staðar en í moskum. Vissulega hafa sum hryðjuverk múslima verið að hluta eða öllu leyti skupulögð í moskum. En ástæða þess að moskurnar eru notaðar eru þær að í þeim tilfellum sem það eru trúaðir múslimar sem fremja þau þá eru moskurnar staður þar sem þeir hvort eð er hittast reglulega. Ef moskurnar væru ekki til staða þá myndu þeir bara skipuleggja hryðjuverkin sín annars staðar.
Ef við viljum draga úr hryðjuverkum þurfum við að ráðast gegn orsökum þeirra. Moskur eru ekki orsakir þeirra. Ein af orsökum hryðjuverka múslima eru einmitt fordómar í garð múslima og Islam. En síðast en ekki síst er ein stærsta orsökin fyrir hryðjuverkum múslima gagnvart íbúum Vesturlanda sá mikli stuðningur sem Vesturlönd sýna hinu grimma hernámsveldi Ísrael og horfa blinda auganu á illa meðferð þeirra á Palestínumönnum sem að mestu eru múslimar.
![]() |
Mýturnar um múslima |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
9.7.2013 | 16:51
Þá er ljóst að Ólafur Ragnar er strengjabrúða kvótagreifa.
Nú er ljóst að Ólafur Ragnar er ekki forseti allrar þjóðarinnar heldur strengjabrúða kvótagreifa rétt eins og ríkisstjórnin. Þarna tók hann hagsmuni kvótagreifa fram yfir almannahagsmuni.
Einnig er ljóst að þeir sem kusu Ólaf Ragnar til að tryggja sér öryggisventil gagnvart stjórnvöldum hafa keypt köttin í sekknum.
Ég man ekki eftir neinu máli seinustu ár þar sem hefur verið meiri gjá milli þings og þjóðar en í þessu máli. Nú er alveg ljóst að það verður að tryggja þjóðinni öryggisventil sem hún getur sjálf virkjað án atbeina forseta.
![]() |
Forsetinn staðfestir lög um veiðigjald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.7.2013 | 11:48
Nú kemur í ljós hvort forsetinn er raunverulegur forseti þjóðarinnar eða strengjabrúða auðmanna.
Þessi orð hafa gengið milli manna og er einfaldlega það sem málið snýst um. Við höfum séð það á því sumarþingi sem nú var að ljúka að ríksistjórnin er strengjabrúða auðmanna. Við íslendingar erum í veruelga slæmum málum ef forsetinn reynist vera það líka.
Hagfræðingar ASÍ hafa bent á það að þessi aðgerð og nokkrar aðrar aðgerðir stjórnvalda munu draga úr hagvexti hér á landi og þar með hafa neikvæð áhrif á lífskjör í landinu.
Það hefur komið fram að ríkisstjórnarflokkarnir fengu stóra styrki í kosningasjóði sína frá útgerðarmönnum. Ef lækkun veiðileyfagjaldsins gengur eftir þá er það mjög góð ávöxtun á það fé sem í það fór. Ef forsetinn skrifar undir þessi lög þá gefur það fullt tilefni til að skoða hverjir veittu styrki í hans kosningasjóð.
![]() |
Forsetinn boðar til blaðamannafundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.7.2013 | 11:28
Sæstrengur bætir samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart stóriðju.
Við skulum ekki gleyma því að þeir samningar sem Landsvirkjun og önnnur orkufyrirtæki hafa gert við stíriðjufyrirtæki hér á landi eru til tiltekins árafjölda og þegar þeir renna út þarf að semja upp á nýtt um verð. Staðan er þá sú að stóriðjufyrirtækið hefur ekki arð af fjárfestingu sinni hér á landi ef ekki verður samið upp á nýtt um raforkusölu en á móti er Landsvirkjun í þeirri stöðu að af ekki verður um áframhaldandi rekstur að ræða þá setur hún uppi með umframorku sem ekki er hægt að koma í verð nema á mörgum árum.
Ef hins vegar er lagður sæstrengur hefur Landsvirkjun mun meiri möguleika á að koma orkuni í verð ef stóriðjufyrirtækið stoppar og því verður samningsstaða Landsvirkjunar mun betri. Það verður að teljast líklegt að það leiði til þess að Landsvirkjun nái samningum um betra verð þegar aftur þarf að semja um raforkuverð þegar núverandi samningar renna út.
![]() |
Heildargróði af lagningu sæstrengs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.5.2013 | 23:56
Áfall fyrir ESB?????
Ég held nú að fullyrðingin um að það að aðildarumsókn Íslands að ESB sé eitthva áfall fyrir ESB sé talsverðum orðum aukið svo vægt sé til orða tekið. Höfum það í huga að það var Ísland sem sótti um aðild að ESB með hagsmuni íslensku þjóðarinnar að leiðarljósen en ekki öfugt. Ríki ESB telja eðlilegt að Ísland sem lýðræðisríki í Evrópu fái aðgang að sambandinu sækist það eftir því en það er engin sérstakur akkur fyrir ESB að öðru leyti að fá Ísland inn.
Vissulega hefur það ákveðna kosti fyrir ESB að Ísland verði aðildarríki en þeir spila ekki stóra rullu hjá þeim. Ávinningur Íslands að aðild eru hins vegar umtalsverðir.
![]() |
Áfall fyrir Evrópusambandið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.5.2013 | 09:40
Hver verður staða ríkissjóðs og velferðakerfisins á kjörtímabilinu?
Verður ríkissjóður rekin með afgangi á kjörtímabilinu og það strax á næsta ári eins og allir möguleikar eru fyrir eftir trausta stjórn á fjármálum ríksiins seinust fjögur ár. Ríkissjóðshalla fór á þeim tíma úr 14% niður fyrir 1%. Verður velferðakerfið varið á sama tíma þannig að fátækt aukist ekki? Verður heilbrigiðiskerfið og menntakerfið í lagi?
Þetta eru að mínu mati lykilatriðin sem þurfa að vera í lagi næsta kjörtímabil ef það á að vera hægt að tala um góða ríkisstjórn. En til að þessir flokkar geti gert þetta þurfa þeir að svíkja öll helstu kosningaloforð sín. Það er útilolkað að efna þau og ná árangri í ríkssfjármálum. Nema þá hugsanlega með því að efna í aðra bólu með þekktum afleiðingum til lengri tíma.
![]() |
Í viðræður við Sjálfstæðisflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)