Auðvelt að vera vitur eftirá.

Það er auðvelt að vera vitur eftirá. Það sá engin þennan hagnað fyrir þegar nýju bankarnir voru stofnsettir og þetta hefði alveg eins getað farið í hinn veginn með miklu tjóni fyrir ríkissjóð vegna síns eingnarhlutar.

Þegar verið var að stofnsetja nýju bankana á rústum gömlu bankanna þá voru þeir á núlli enda teknar jafn verðmætar eignir og skuldir út úr þrotabúum gömlu bankanna. Það var ekki hægt að hafa það öðruvísi vegna stjórnarskrárvarins réttar kröfuhafa í þrotabú gömlu bankanna auk alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að varðndi rétt kröfuhafa í þrotabúum. 

Þess vegna þurfti að leggja nýju bönkunum til eigið fé sem þurfti að lágmarki að vera 16% samkvæmt lögum og einnig einfaldlega þess sem talioð var lágmarks eigin fé banka til að þeir gætu talist traustar fjármálastofnanir. Það þurftu því að leggja nýju bönkunum til eigin fé upp á um 300 milljarða kr. og þá peninga átti ríkissjóður ekki til enda hafði hann farið mjög illa út úr hruninu. Ríkissjóður þurfti því að taka eiginfjárframlag sitt í nýju bankana að láni og greiða vexti af þeim lánum. Það er nokkuð stór hluti af þeim 90 milljörðum sem ríkissjóður greiðir árlega í vexti í dag. Og þar sem verra var. Ef illa færi með rekstur nýju bankanna þá gætu þessir 300 milljarðar orðið tapað fé sem hefði all verulega aukið líkurnar á gjaldþroti íslenska ríkisins.

Og þar var ekkert ólíkleg niðurstað. Á þessum tíma var krísan í okkar helstu viðskiptalöndum í Evrópu að byrja og ekki séð fyrir hversu djúp hún yrði. Hefði hún orðið verri en hún varð þá hefði það haft mjög slæmar afleiðingar fyrir okkar helsut útflutningsatvinnuvegi og atvinnuvegi tengda þeim og þar með haft slæmar afleiðingar fyrir íslensku bankana. 

Þess vegna var farin sú leið að leita af öðrum fjárfestum til að kaupa hlut í bönkunum og minnka þar með áhættu ríkissjóðs. Það vissu það allir að með því fengi ríkissjóður minni tekjur ef vel tækist til en á móti væri tapið minna ef illa tælist til. Ekki fundust viljugir fjárfestar sem sýnir hvert áhættumat markaðarins var á þessum fjárfestingum í íslensku bönkunum. Þá var brugðið á það ráð að þvinga kröfuhafana til að breyta kröfum sínum í tvo bankana í eignarhluti í þeim. 

Nú tókst mun betur til að lágmarka tapið að hruninu hér á landi og snúa vörn í sókn þökk sé seinustu ríkisstjórn. Þar með hefur hagnaðurinn af bönkunum orðið meiri en menn áttu vom á þegar farið var af stað með fjármögnum á þeim. Þess vegna hafa þeir hagnast vel sem fjármögnuðu þá bæði þeir sem gerðu það viljandi og þeir sem voru þvingaðir til þess. En þetta hefði alveg getað farið á hinn veginn.

En svo má líka benda á það að þessi hagnaður er enn í dag bara bókhaldslegur hagnaður. Hann verður ekki að raunverulegum hagnaði fyrr en hann er leystur út. Þó góður hagnaður hafi verið á bönkunum seinustu ár þá getur hann hæglega breyst í taprekstur á næstu árum sem gerir þá líka erfitt um vik að selja eignarhlut í þeim enda hann þá að rýrna með hverju ári sem um taprekstur er að ræða.

En eitt er alveg á hreinu. Staða ríkissjóðs þegar nýju bankarnir voru stofnaðir var ekki þannig að skynsamlegt væri að taka meiri áhættu en nauðsynlegt var til að reisa efnahag landsins við. Því var það einfaldlega skynsamlegt að leita allra ráða til að lágmarka áhættu ríkissjóðs þó í því fælist minni hagnaðarvon ef vel gengi. Einnig má bena á það að á móti þeim hagnaði sem ríkissjóður hefði fengið ef hann hefði tekið þessa áhættu þá hefði ríkissjóður þurft að greiða umtalsverðar upphæðir í vexti af þeim lánum sem hann hefði þurft að taka til að fjármagna þá eiginfjármögnun Arion banka og Íslandsbanka sem kröfuhafarnir voru þvingaðir til að gera. Þessar hagnaðartölur sem þarna eru nefndar hefðu því ekki orðið heinn hagnaður.

En lykilatriðið er þó þetta. Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftirá. 


mbl.is Dýrkeypt mistök eftir hrun hafi skapað þjóðarvá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eg get ekki seð  hvernig þeir gætu tapað a sinum viðskiptum

http://www.youtube.com/watch?v=0McsspLZYQE&feature=player_embedded

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 20:06

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er einfalt. Ef illa hefði tekist til með endurreisn efnahagslífsins hér á landi hefðu nýju bankarnig getað verið reknir meið miklu tapi og jafnvel oprðið gjaldþrota. Þá hefði eignarhlutir í þeim lækkað verulega í verði og jafnvel orðið verðlausir ef um gjaldþrot bankanna hefði verið að ræða. Það hefði verið sérlega slæmt þar sem ríkissjóður þurfti að taka lán fyrir kaupum á eignarhlutum sínum í bönkunum og hefði þá setið uppi með lánin en litlar sem engar eignir á móti.

Sigurður M Grétarsson, 9.10.2013 kl. 20:42

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Smá hugleiðing frá Arnari Guðmundssyni varðandi sölu hlutabréfa í Arion banka og Íslandsbanka til kröfuhafa í þrotabú þeirra.

"Sú staða kröfuhafanna í þrotabú Glitnis og Kaupþings að sitja upp með allar þessar krónueignir í höftum í stað þess að eiga skuldabréf á nýja ríkisbanka (eins og í tilfelli Landsbankans) er sjálf gullgæsin sem á að verpa hundruðum milljarða í þágu skuldsettra heimila. Eða svo litið sé ögn raunsærra á málið þá eru nokkrar líkur á að mat kröfuhafanna á raunvirði krónueigna sinna sé annað og lægra en virði eignanna í höndum íslenskra aðila sem getur verið liður í lausn snjóhengjunnar. Er ekki líka skuldabréf nýja Landsbankans stór hluti af "snjóhengjunni"? Hefðu kröfuhafar ekki tekið bankana værum við væntanlega með þrjú slík hangandi yfir en ekki bara eitt, eða hvað?"

Sigurður M Grétarsson, 9.10.2013 kl. 21:47

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ofsahagnaður nýju bankanna var fyrirsjáanlegur þar sem þeir fengu helmingsafslátt af lánasöfnum sem þeir innheimta nú til fulls.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.10.2013 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband