Þá er ljóst að Ólafur Ragnar er strengjabrúða kvótagreifa.

Nú er ljóst að Ólafur Ragnar er ekki forseti allrar þjóðarinnar heldur strengjabrúða kvótagreifa rétt eins og ríkisstjórnin. Þarna tók hann hagsmuni kvótagreifa fram yfir almannahagsmuni.

Einnig er ljóst að þeir sem kusu Ólaf Ragnar til að tryggja sér öryggisventil gagnvart stjórnvöldum hafa keypt köttin í sekknum.

Ég man ekki eftir neinu máli seinustu ár þar sem hefur verið meiri gjá milli þings og þjóðar en í þessu máli. Nú er alveg ljóst að það verður að tryggja þjóðinni öryggisventil sem hún getur sjálf virkjað án atbeina forseta. 


mbl.is Forsetinn staðfestir lög um veiðigjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sigurður, var þá forveri ÓRG strengjabrúða ESB þegar hún samþykkti EES samninginn þrátt fyrir undirskriftir 40.000 íslendinga gegn?

Þú manst ekki eftir því, en ég man eftir því.  Eflaust valkvætt minni  af beggja hálfu  :)

Kolbrún Hilmars, 9.7.2013 kl. 17:14

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Fyrri forseti hafði þá sýn að forseti ætti aldrei að nýta 26. greinina og starfaði samkvæmt því. Núverandi forseti hefur fetað aðra braut og gekk út af þeirri venju nú til að þóknast kvótagreifum.

So er nú spurningin hvort okkar er með valkvætt minni varðandi EES samningin.

Sigurður M Grétarsson, 9.7.2013 kl. 19:44

3 Smámynd: K.H.S.

Endilega Hjálp.

K.H.S., 10.7.2013 kl. 10:53

4 Smámynd: K.H.S.

Afsakið, en  ég missti þetta frá mér. Allt í góðu ekkert að.

K.H.S., 10.7.2013 kl. 10:59

5 identicon

Sigurður, er ekki líka mikilvægt að þjóðin hafi svokallaðan "öryggisventil", að ef vilji Alþingis stangist á við vilja þjóðarinnar, að það megi safna undirskriftum til að tryggja að valdið sé ekki einungis stjórnað af rétt rúmlega meirihluta alþingismanna ! Hvað finnst þér :) 

Lotta (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 11:32

6 identicon

Má ætla af skrifum þínum að Þóra hefði neitað skrifa undir?

Persónulega þá finnst mér það mjög ólíklegt

Grímur (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 14:00

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Lotta. Jú mér finnst það mjög mikilvægt að þjóðin geti sjálf knúið fram bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Það kemur í veg fyrir að Alþingi sé að samþykkja lög sem meirihluti kjósenda er ósáttur við.

Sigurður M Grétarsson, 10.7.2013 kl. 23:35

8 identicon

Sæll.

Af hverju þurfum við veiðigjöld? Við fáum rentu af auðlindinni þó engin veiðigjöld væru. Af hverju er svona erfitt að skilja það?

Það sem menn skilja ekki er að með því að sjúga peninga úr einkageiranum yfir í opinbera geirann versna lífskjör okkar, fé sem nota mætti í verðmætasköpun er sett í óarðbær verkefni. Því stærra sem hið opinbera er, þeim mun verri eru lífskjör almennings. Hvert einasta starf hjá hinu opinbera er til á kostnað starfs í einkageiranum en einkageirinn býr til verðmæti - öfugt við hið opinbera.

Sigurður og fleiri verða að átta sig á því að hugtakið "þjóðareign" er algerlega merkingarlaust lagalega séð.

Átt þú fiskinn í sjónum? Nei, þú átt hann ekki fyrr en þú hefur haft fyrir því að sækja hann. Fiskinn á enginn fyrr en hann hefur verið veiddur og til þess þarf fjárfestingu og vinnu.

Fólk vill auðvitað fá peninga upp í hendurnar án þess að hafa fyrir nokkru og sjúga þá peninga af þeim sem verðmæti skapa og finnst það allt í lagi. Við sjáum þetta líka í viðhorfi margra til stóriðjunnar þar sem logið er upp á hana og horft framhjá staðreyndum. Þessi andúð (sem er auðvitað byggð á öfund) á þeim sem skapa verðmæti er ein af rótum þess hruns sem á eftir að verða eftir fáein ár.  

Helgi (IP-tala skráð) 17.7.2013 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband