Enn einn naglinn í líkkistu hræðsluáróðurs LÍÚ.

LÍÚ hefur staðið fyrir miklum ræðsluáróðri gegn fyrningarleið í sjávarútvegi. Þeim hefur meðal annars tekist að sannfæra Samfylkingarmenn í Grindavík um að þessi leið sé glapræði og til skaða fyrir sjávarbyggðir eins og Grindavík. Slíkt er fjarri sanni.

 

Það er ekkert, sem gefur til kynna að  það skaði sjávarbyggðir að  til komi aukin samkeppni útgerðarfyrirtækja um veiðiheimildir þar, sem það fer meira eftir því hver er með besta reksturinn frekar en eftir því hver hefur bestan aðgang að lánsfé, hver fær veiðiheimildirna.

 

Veiðiheimildirnar hverfa ekki út í hafsauga þó fyrningarleiðin sé farin. Þær verða áfram til staðar þó þær færist vafalaust eitthvað milli aðila og hreinsi út lélegustu útgerðarmennina. Íslensk sjávarpláss munu því áfram njóta fiskimiðanna við atvinnusköpun eins og nú. Eini munurinn er að arðsemi þeirra mun í meira mæli renna til almennings í stað hluthafa í útgerðarfyrirtækjum.

 

Fyrningarleiðin mun því verða þjóðinni í heild til hagsbóta og mun síður en svo skaða sjávarbyggðir landsins.


mbl.is Segir nauðasamninga verða óháð fyrningarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vantar rök i þessa færslu. Það er eins og þú sért að gagnrýna áróður með árðóðri. Það væri fróðlegra að lesa þitt álit hvað raunverulega gerist þegar heimildir sem sjávarútvegsfyrirtæki hafa borgað fyrir, eru teknar af þeim og gefnar út aftur. Myndi það t.d. hreinsa út "lélegustu" húsnæðiskaupendurna ef húsnæðið væri tekið af þeim og selt aftur án þess að taka af þeim lánið?

Tommi (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 13:57

2 identicon

Þegar ríkið nær kvótanum aftur með fyrningarleiðinni, þá þarf að tryggja að almenningur fái eðlilegt endurgjald fyrir heimildirnar með því að þær verði boðnar út á Evrópska efnahagssvæðinu. Ef þær verða bara boðnar út hér á landi, mun útgerðarauðvaldið  ráða verðmynduninni. Svo á að banna að fiskvinnslur eigi fiskiskip. Allan fisk á markað, svo fiskimenn fái eðlilegt verð fyrir sitt framlag. Að auki á að banna allar togveiðar innan 50 mílna.

kjánaprik (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 15:01

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

En hvað segiru nýlegt álit til sáttanefndar um sjávarútveg að allt yfir 0,5% fyrningu myndi þýða taprekstur á sjávarútvegsfyrirtækjum, stórum sem smáum? Hvað segiru um álit Price Water House Coopers á Íslandi sem að telur fyrningarleið ófæra vegna þess að hún leiðir til neikvæðs sjóðstreymis sjávarútvegsfyrirtækja sem að á endanum þýðir gjaldþrot? Hvað myndir þú segja um afkomuviðvörun Landsbankans sem að varar við áhrifum á bankann ef að fyrningarleið verði farin? Bæði á bankinn veð í sjávarútvegsfyrirtækjunum sem að myndu fara á hausinn og í kvótanum sjálfum sem að yrði rænt af ríkinu? Og hvað segir þú um orð Björns Vals Gíslasonar sem að telur fyrningarleiðina ófæra? Ef að búið er að reka einn nagla gagnvart málflutningi LÍÚ þá er fyrir löngu búið að smíða alla helvítis kistuna í villuáróðri með fyrirngarleið. Fyrningarleiðin er helst studd af þeim sem að hafa selt kvótann, eru komnir út úr kerfinu með stórfé og vilja komast inn aftur. Þetta er kvótakóngarnir, þeir sem að hafa selt kvóta fyrir stórfé. Þessum kvótakóngum vilið þið refsa með því að binda endi á sjávarútveg á Íslandi. Sjósókn og rekstur sjávarútvegsfyrirtækja án þess að hafa eignarhald á nýtingarrétti á fiskimiðunum er einfaldlega óhugsandi. Það sér hver sá sem að starfar í greininni og hefur kynnst henni af einhverju viti.

Þessi leið ekki aðeins stórskaðar stóra sem smáa kvótaeigendur heldur bindur hún, þó það sé ekki nema tímabundið, enda á sjávarútveg á Íslandi.

Svo vil ég binda enda á þann þvætting að þjóðin beri ekkert úr bítum af sjósókn. Ég hef sjálfur verið í þeirri aðstöðu að borga 350 þúsund krónur í skatt á einni viku. Mánaðrlaunin á skipinu voru tvær milljónir. Af þeim tveimur milljónum fóru 700 þúsund fyrir hvern skipverja(að minnsta kosti, af launum skipstjórna og fleiri fór meira) til ríkisins og í áhöfn skipsins voru 16 menn. Og þetta er bara hlutur ríkisins af þeim peningum sem að áhöfnin fékk. Útgerðinn fékk líka sinn hlut og hann er skattlagður líka. Þannig að þið fólkið í landinu fáið dágóðann skerf af þeim verðmætum sem að verður til á hafi úti. Ef að þið viljið fá meiri peninga vegna sjósóknar, ráðið ykkur í áhöfn á fiskiskipi og andskotist út á sjó og vinnið fyrir því.

Jóhann Pétur Pétursson, 28.5.2010 kl. 21:42

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það að halda því fram að fyrningarleiðin stöðvi íslenskan sjávarútveg er svo mikið bull að það hálfa væri nóg. Meðan fiskur er verðmæt söluafurð munu alltaf vera til útgerðir, sem sækjast eftir að veiða þann fisk, sem íslensk fiskimið gefa af sér.

Það hefur engin sagt að íslenskt þjóðfélag beri ekkert úr býtum vegna starfsemi sjávarútvegsfyrirtæka í landinu. Það að láta þá, sem nýta þá auðlind, sem íslenska þjóðin á í fiskimiðunum í kringum landið mun hins vegar auka ávinning almennings af nýtungu þessara auðlynda. Það munu alltaf vera til útgerðarmenn, sem geta rekið sín fyrirtæki þó þeir þurfi að greiða fyrir veiðiheimildirnar. Í dag gera útgerðafyrirtækin það í raun í formi vaxta af þeim lánum, sem þau þurftu að taka til að kaupa veiðiheimildirnar. Gallinn við þau kaup var hins vegar sá að þessar útgerðir keyptu veiðiheimildir af aðilum, sem ekki áttu þær enda skýrt tekið fram i lögum að veiðiheimildirnar eru sameign þjóðarinnar en ekki eign úgerðarmanna.

Vissulega er hætt við því að sumar útgerðir verði gjaldþrota ef fyrningarleiðin er farin en þá eflir það bara aðrar útgerðir, sem taka yfir aflaheimildir þeirra.  Á endanum stöndum við því uppi með öflugri sjávarútvegsfyrirtæki og meiri arðsemi þjóðarinnar af nýtingu fiskveiðiauðlinda hennar.

Það er einfaldlega eðlilegt og sjálfsagt að þeir, sem nýti auðlyndir í eigu þjóðarinnar greiði fyrir afnotaréttinn.

Sigurður M Grétarsson, 30.5.2010 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband