Nausynlegt að afnema neitunarvald í Öryggisráðinu.

Enn einu sinni hafa Bandaríkjamenn gert lítið úr sjálfum sér með því að misnota neitunarvald sitt til stuðnings við grimmilegt hernám Ísraela á landi Palestínumanna. Það er ekki nokkur leið að réttlæta þessar aðgerðir Ísraela. Það er ekki nokkur leið að réttlæta hernám Ísraela og landrán þeirra. Samt beita Bandaríkjamenn neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að þessar með öllu óréttlætanlegu aðgerðir Ísraela séu fordæmdar.

 

Í marga áratugi hafa Bandaríkjamenn með neitunarvaldi sínu í Öryggisráði sameinuðu þjóðanna komið í veg fyrir að SÞ taki á ólöglegu hernámi Ísraela á landi Palestínumanna og því hafa Palestínumenn þurft að þjást mun meira en ella í alla þessa áratugi.

 

Það er því alveg ljóst að SÞ er ómögulegt að taka á þessu máli með þeim hætti, sem nauðsynlegt er til að koma Palestínumönnum til hjálpar meðan Bandaríkjamenn hafa neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það sama átti oft við á dögum Kalda stríðsins vegna neitunarvalds Sovétmanna.

 

Það er því alveg ljóst að til að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geti sinnt sínu hlutverki þarf að afnema allt neitunarvald þar. Það er líka ekkert, sem réttlætir það að ákveðnar þjóðir hafi meira vald en allar aðrar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.


mbl.is Palestínumenn leita til allsherjarþings SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar Þorsteinsson

Hjartanlega sammála.

Steinar Þorsteinsson, 19.2.2011 kl. 22:34

2 Smámynd: Davíð Bergmann Davíðsson

nákvæmlega, á meðan sum lönd hafa þessi völd, mun ekkert gerast í baráttunni fyrir friði á þessu svæði því miður.

Davíð Bergmann Davíðsson, 20.2.2011 kl. 01:02

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég stórlega efast að handhafar þess neitunarvalda - þá meina ég þeir allir, séu til í að sleppa því.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.2.2011 kl. 19:05

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hugmyndir virðast vera uppi um að fjölga handhöfum neitunarvalds innan öryggisráðsins, ekki af afnema það.

Enda, myndu þá handhafar núverandi beita neitun á slíka ákvörðun - "ad infitum".

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.2.2011 kl. 19:06

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vandinn liggur í ofurvaldi stjórþjóða. En erfitt að komast hjá því meðan að stjórþjóðir halda áfram að vera til.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.2.2011 kl. 19:09

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég geri nú fastlega ráð fyrir að Alsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hafi vald til að ákvaða breytingar á reglum um öryggisráðið. Það þarf því að koma fram tillaga þar um afnám þessa neitunarvalds.

Sigurður M Grétarsson, 20.2.2011 kl. 22:55

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það getur nú verið þrautin þyngri, að safna saman nægum fj. atkvæða í andstöðu við öll helstu stórveldi heimsins.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.2.2011 kl. 00:59

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það gerist ekkert ef menn reyna ekki. Það að þetta er erfitt breytir því ekki að þetta er nauðsynlegt. Þetta er ekki ómögulegt.

Sigurður M Grétarsson, 22.2.2011 kl. 21:18

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hvað heldur þú að gerist, ef þau einfaldlega neita að taka mark á slíkri atkvæðagreiðslu - sem væri þeim í lófa lagið?

Eða, þau ganga úr SÞ og stofna ný samtök sér auðveipari? Beita ríki sér handgengin, ímsum þvingunum til að ganga þar inn einnig?

--------------

Fræðileg dæmi. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.2.2011 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband