Goltt mál að bílaumferð minnki.

Það er hið besta mál að bílaumferð minnki og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Það er hrein geðveiki hvað við Íslendingar notum einkabíla mikið. Slík notkun gengur ekki út frá unhverfissjónarmiði. Ef allir jarðabúar færu að haga sér svona myndu ýmsar náttúruauðlindir jarðar klárast fljótlega auk þess, sem við jarðabúar myndum fljótt kafna úr mengun. Sú mikla mengun, sem af bílaumferð stafar á höfuðborgarsvæðinu bæði í formi svifryks og brennslu jarðefnaeldsneytis er ásamt hávaða frá bílum að rýra lífsgæði stórs hluta borgarbúa.

 

Vissulega geta aðrir vegir tekið við meiri umferð og fátt er betra en að fara í sumabrústað um helgar. Slíku er ekki eins auðvelt að sinna með almenningssamgöngum eða því að nota reiðhjól eða sparsöm mótorhjól. Því væri betra að álögur á akstur bifreiða tæki mið af því hvar menn aka og hvenær sólahringsins. Eldsneytisgjöld eru hins vegar alveg hlutlaus gagnvarat því.

 

Ég er því þeirrar skoðunar að við ættum að hafa verðið lægra á eldsneyti en stýra akstri meira með veggjöldum á þeim vegum, sem æskilegt er að minnka umferð á. Þá myndum við setja veggjöld á stofnæðar höfuðborgarsvæðisins og væri það hæst á annatíma í umferðinni. Þá myndu menn reyna að fara sinna ferða utan annatíma og ef þeir þurfa að fara um á annatíma í og úr vinnu þá leiddi það til þess að menn reyndu í auknu mææi að nota almenningssamgöngur, sameinast um bíla eða færu hjólandi eða gangandi. Með mismunandi gjaldi á stofnbrautunum væri líka hægt að stjórna því hversu stór hluti álagsins færi á hverja götu fyrir sig.

 

Hvað skattlagningu á bíleigendur er alveg ótrúlegt að hlusta á málfutning FÍB. Þar taka þeir bæði sérstaka skatta á bíla og bílanotkun ætlaða til að fjármagna vegaframdkædir og einnig almenna skatta eins og virðisaukaskatt og tolla. Virðisaukaskattur er hins vegar hluti af almennri skattlagningu ætlaða til almennrar samneyslu eins og heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og velferðakerfisins svo dæmi sé tekið. Maður, sem á ekki bíl greiðir alveg jafn mikið í virðisaukaskatt eins og bíleigandi með sömlu tekjur. Svipað á við um tolla enda innfluttar vörur almennt með tollum.

 

Það er líka út í hött að tala um að hærri greiðslur virðisaukaskatts vegna hækkaðs verðs á eldsneyti leiði til aukinna tekna ríkisins. Væntanlega þurfa þeir, sem greiða meira fyrir eldsneyti vegna hækkunar á verði þess að draga úr neyslu á öðrum vörum og greiða þá minni virðisaukaskatt þar á móti. Tekjur ríkisins af virðisaukaskatti aukast því ekki nema heildarneysla aukist vegna hækkunarinnar. Málið er hins vegar að til lengri tíma hlýtur neysla alltaf að taka mið af tekjum þó vissulega geti verið mismunur þar á til skemmri tíma.

 

Staðreyndin er sú að sértækir skattar á bíleigendur ætlaðir til að fjármagna vegakerfið eru umtasvert lægri en útgjöld ríkis og sveitafélaga til vegagerðar og því er það fullyrðing út í hött að tala um bíleigendur, sem einhverjar "mjölkurkýr" eins og gert er í fyrirsögn þessarar fréttar.


mbl.is Mjólkurkýr á fjórum hjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fólk er á bílum vegna þess að almenningssamgöngur eru ferlegar.  TD gefur strætó ekki til baka, né er þar hægt að greiða með korti - hvorki debet né kredit.

Reiðhjól notar enginn nema geðveikustu menn, af ástæðum sem Íslendingum eru kunnar, en Evrópumönnum minna - þó þær vissulega skei, einu sinni eða tvisvar á ári.

Mótorhjól væru fín, ef þau kostuðu eitthvað minna í rekstri en bíll.  Kunningi minn átti vespu, en skifti henni út fyrir jeppa, því jeppinn reyndist ódýrari í rekstri.

Það sem þú leggur til mun ekki leysa vandann, heldur einungis breyta formi hans - breyta kóki í pepsí, svo að segja.  Það sem þyrfti að gerast, væri að fá fólk til að búa nær vinnustað sínum - td í göngufæri.  Það myndi minnka umferð.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.2.2011 kl. 08:27

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Eru almenningssamgöngur í svo góðu lagi í Kópavogi að hægt sé að ætlast til að Kópavogsbúar noti strætisvagna?  Sjálfur bý ég í Kópavogi, vinn í Reykjavík 101 og það tæki mig um 90 mínútur að komast hvora leið eða 3 klst á dag.  Ég hef ekki áhuga á að lengja þann tíma sem fer í vinnu úr 8 klst og 45 mín. í 11 klst á dag, það yrði þá lítið um tómstundir. Það er byrjað á öfugum enda með fækkun bíla á götum borgarinnar með þessu, það hefði verið skynsamlegra að byrja á almenningssamgöngum.

Kjartan Sigurgeirsson, 24.2.2011 kl. 08:48

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

til að fá fólk til að leggja bílnum verða almenningssamgöngur að virka

Óskar Þorkelsson, 24.2.2011 kl. 19:00

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ásgrímur. Ég held að þú þurfir að færa rök fyrir tveimur fullyrðingum hjá þér.

Í fyrsta lagi þarft þú að færa rök fyrir því að það séu aðeins "geðveikustu" menn, sem nota reiðhjól. Það eru þúsundir manna  á höfuðborgarsvæðinu, sem gera það og ég er einn þeirra. Ég hef notað reiðhjól til og frá vinnu allan ársins hring í 17 ár án nokkurra vandkvæða.

Í öðru lagi þarft þú að útskýra þessar "ástæður, sem Íslendingum eru kunnar". Ég er Íslendingur og mér er ekki kunnar neinar ástæður fyrir því að ekki sé hægt að nota reiðhjól til samgangna hér á landi og hef þó 17 ára reynslu í því. Vissulega hafa yfirvöld staðið sig afleitlega við að búa til almennilegar samgönguæðar fyrir hjólreiðamenn, sem gera okkur erfitt fyrir en það blessast allt og fer nú skánandi með árunum.

Ef þú ert að vísa til verðurfars í þessu samhengi þá er vert að hafa í huga máltækið "það er ekkert, sem heitir vont veður heldur aðeins óheppilegur klæðnaður". Ef maður klæðir sig rétt og er með almennilegaan útbúnað á hjólinu eins og til dæmis nagladekk í hálku þá er þetta ekkert mál. Á 17 árum hefur aldrei komið þannig veður að ég hafi ekki komist í vinnuna á reiðhjólinu. Í verstu veðrum hef ég verið fljótari á hjólinu í vinnuna en nágrannar mínir hafa verið að hreinsa snjó af sínum bílum og koma þeim út af bílaplaninu. Ég hef einfaldlega getað haldið á hjólinu út að næstu götu, sem búið er að ryðja og hjólað mína leið.

Kjartan. Þú verður nú að útskýra þetta með 90 mínúturnar hvora leið. Ég fór inn á heimsaíðu Strætó bs og reyndi að finna lengsta tíma, sem það tekur að komast úr Kópavogi í 101 Reykjavík en þó miðað við að farin væri fljótlegasta leið frá viðkomandi stað. Ég náði hæst í 48 mínútur frá endastöð leiðar 28 uppi á Vatnsenda við Álfkonuhvarf. Þaðan er hægt að komast á 48 mínútum bæði niður á Lækjartorg með því að taka leið 1 í Hamraborg og á Hlemm með því að taka leið 4 í Hamraborg. Reyndar tekur það örfáum mínútum lengri tíma að fara á Hverfisgötuna en það eru komnar 53 mínútur þegar leið 1 er búinn að fara alla hverfisgötuna upp á Hlemm.

Þessi tími á eftir að styttast strax á sunnudaginn kemur því þá fer leið 28 að ganga áfram niður í Mjódd. Þar með ætti engin að þurfa ða vera mikið lengur en 40 mínútur að komast með strætó úr Kópavogi í 101 Reykjavík.

Óskar. Almett þá virka almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu þó vissulega mættu þær vera betri. Svo skulum við ekki gleyma því að það er vissulega munur á því að minnka akstur á bíl sínum og þá sérstaklega á annatíma og því að leggja bílnum alveg. Eins má alveg fækka bílum á heimili niður í einn á heimilum með fleiri bíla. Ég er giftur maður og á þrjú börn með konunni ásamt einu barni í viðbót, sem er oft hjá mér og ég þarf að sækja og skutla heim auk þess að tengdamóðir mín býr hjá mér. Samt er aðeins einn bíll á mínu heimili og það gengur bara ágætlega. Ég fer á reiðhjóli í vinnuna og tengdamóðir mín í strætó.

Lykilatriðið er þó að það þarf að minnka umferð verulega á höfuðborgarsvæðinu til að minnka mengun og umferðahávaða til að bæta heilsufar og lífsgæði íbúa svæðisins.

Sigurður M Grétarsson, 24.2.2011 kl. 22:08

5 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Smá ónákvæmni hvort það eru 58 mínútur eða 90 mínútur, hvorutveggja er óboðlegt.  Svo er ég ekki alveg viss um að þessi tímaáætlun á vefnum standist í öllum tilvikum.  Það er víst ekki góð latína að kvarta án þess að koma með tillögur til bóta, en ég er sannfærður um að ef búnar eru til stoppistöðvar strætisvagna með góðum bílastæðum í úthverfum, þar sem eru nokkuð tíðar og snöggar ferðir í helstu kjarnana svo sem eins og í miðbæ, og í önnur atvinnuhverfi innan höfuðborgarsvæðisins, og að skólum, dragi verulega úr umferð í borginni.  Auk þess mætti flytja stæstu vinnustaðina út úr miðborginni, eins og Landspítala háskólasjúkrahús, það munar um minna en að hafa fleiri þúsund manna vinnustað á viðkvæmasta stað borgarinnar.

Svo vil ég benda á að það er ekki alltaf til bóta að fækka bílum niður í einn á heimili, það getur útheimt til muna meiri akstur, þar sem það er alls ekki gefið að heimilisfólk vinni allt á sama punkti.

Mín trú er sú að verði búinn til hringvegur um stór höfuðborgarsvæðis, með brú frá Suðurgötu, yfir á Kársnes og þaðan á Álftanes væri hægt að létta stórlega þessa eilífu umferðarhnúta sem Reykjavík einkennist af, sennilega hvergi á jarðríki jafn illa hannað umferðarkerfi.

Kjartan Sigurgeirsson, 25.2.2011 kl. 08:39

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

til að almenningsamgömngur virki þurfa þær að vera starfræktar á þeim tíma sem fólk fer til og frá vinnu.. það er ekki alltaf rauninn í henni reykjavík..

það byrja fjölmörg fyrirtæki kl 7 á morgnana eða fyrr.. þeir sem þar vinna geta ekki nýtt sér strætó.

Þetta þekki ég af eigin raun sem kjötiðnaðarmaður en vinna hóst venjulega milli 6 og 7 á morgnana og allir eðavelflestir þurftu a ðaka bíl.. ég hjólaði þó nokkur sumur og lagði mig í lífshættu í leiðinni..

tiðni vanga þarf einnig að vera örari.

Ég skoðaði www.straeto.is og sé að þeir hafa lagað þetta talsvert með tíðnina á þeim tíma sem fólk ferðast mest til og frávinnu, en þeir þurfa að byrja fyrr á morgnana .

Ég keyri strætó hér í Oslo Asker Sandvika og fyrstu vagnar frá okkur fara út kl 04.55 á morgnana og aka til kl 01.00 að næturlagi. ÞEtta gildir ekki fyrir allar leiðir en þær sem eru mest notaðar.

Óskar Þorkelsson, 25.2.2011 kl. 08:48

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tíðni ferða ætti að standa þarna að ofan í stað tíðni vagna..

Óskar Þorkelsson, 25.2.2011 kl. 08:49

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Kjartan. Þessar 48 mínútur er reyndar sá tími, sem í dag tekur þá að fara í miðbæ Reykjavíkur, sem eru lengstan tíma allra í Kópavogi að gera það. Á morgun verður strætóáætlun breytt þannig að þetta tekur mun styttri tíma með tengingu í gegnum Mjódd í stað Hamraborgar.

Mikill meirihluti íbúa Höfuðborgarsvæðisins kemst í vinnu í strætó á um það bil 30 mínútum. Það er ekki raunhæft að útbúa strætókerfi, sem styttir þann tíma mikið.

Ég er sammála þér um það að til bóta væri að færa stóra vinnustaði úr miðbæ Reykjavíkur.

Það að fækka bílum heimilisins niður í einn útheimtir yfirleitt það að ekki fari allir á heimilinu á bílnum í vinnuna. Það á sérstakelga við ef vinnustaðir heimilismanna eru í sitthvorri áttinni eða að vinnutími sé mismunandi. Þá fara þeir heimilismenn, sem eiga auðveldast með að nota almenningssamgöngur eða reiðhjól með þeim hætti í vinnuna.

Óskar. Ég er sammála þér í því að það þarf að bæta almenningssamgöngur og þá meðal annars að lengja þjónustutímann. Þú ferð hins vegar með fleipur þegar þú talar um hjólreiðar, sem hættulega leið til að komast milli staða. Slysatlur á hvern kílómeter sýna að hjá einstaklingum innan 50 ára aldurs eru alvarleg slys á hvern kílómeter lægri í ferðalögum innanbæjar hjá þeim, sem fara á reiðhjóli heldur en þeim, sem fara í einkabíl. Staðreyndin er sú að það að fara í einkabíl er hættulegasta leiðinn til að fara milli staða. Hættuminnsta leiðin er að fara í strætó.

Sigurður M Grétarsson, 27.2.2011 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband