26.3.2012 | 17:39
Verður landsbyggðin að "gettói" ef útgerðarmenn fá ekki að nýta auðlind þjóðarinnar án endurgjalds?
Þetta er enn eitt dæmið um harmakvein af landsbyggðinni ef útgerðarmenn fá ekki að nýta fiskveiðiauðlind þjóðarinnar til eigin auðsöfnunar án endurgjalds. Sumir virkilega trúa þessu en aðrir segja þetta einfaldlega af því að þeir eru undir hælnum á útgerðarmönnunum. Meðan núverandi kvótekerfi er við líði þá halda útgerðarmennirnir heilu byggðarlögunum í greipum sér. Ef útgerðarmönnunum þóknast svo þá gera þeir selt kvótan úr byggðarlaginu eða farið annað með útgerðina sína. Menn segja að ef það sést til ókunnugs manns með skjalatösku í sjávarbyggðunum þá séu allir á nálum. Eignir þeirra gera orðið verðlausar og þeir sjálfir atvinnulausir ef viðkomandi er að kaupa kvóta úr byggðarlaginu.
Í þessu ljósi verður að skoða umsagnir sumra á landsbyggðinni um kvótakerfið bæði úr röðum almennings og þá sérstaklega sveitastjórnarmanna og stjórnarmanna stéttafélaga. Það þorir engin að andmæla útgerðarmönnunum. Þó útgerðarmennirnir fari ekki með kvótan úr byggðarlaginu þá geta þeir ákveðið að landa aflanum annarsstaðar og við það tapa hafnir sveitafélaganna hafnargjöldum. Gott dæmi um það var þegar bæjarstjórinn á Ísafirði neitaði að vera með á undirskriftalista gegn fyrningu aflaheimilda. Þá landaði einn togarinn í bænum í Bolungarvík í stað Ísafjarðar.
Því miður virðast stjórnarflokkarnir ætla að svíkja kosningaloforð sitt um fyrningu aflaheimilda. Það verður aldrei sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið meðan útgerðarmenn verða áfram eigendur kvótans í raun þó þeir séu það ekki á pappírnum.
Býr til gettó á landsbyggðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Velti fyrir mér hvað stjórnvöld hér ætla að gera við inngöngu okkar í Evrópusambandið. Innheimta sérstaks veiðigjalds á skv. frumvarpinu að miðast við afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Nú er það svo sem teoretiskt í lagi gagnvart íslenskum fyrirtækjum (þótt maður vilji nú ekki gera lítið úr getu og kunnáttu íslenskra útvegsmanna í bókhaldsbrellum), en þegar kemur að erlendum fyrirtækjum, sem munu veiða hér milli 12 og 200 mílna þegar við erum komin í ESB, þá hafa íslensk stjórnvöld engan aðgang að þeirra rekstrarreikningum. Sá aðgangur verður eingöngu hjá stjórnvöldum í Brussel, enda er það þeirra hlutverk að stýra veiðum og taka gjald af veiðileyfum í sameiginlegri lögsögu aðildarríkjanna.
Quinteiras (IP-tala skráð) 27.3.2012 kl. 10:14
Quienteiras. Þú ert greinilega einn af þeim sem er haldinn þeim miskilningi að einhverjar erlendár útgerðir fái heimildir til veiða úr okkar veiðiheimildum ef við göngum í ESB. Það er svo sem ekkert skrítið því andstæðingar ESB hafa heldið þeirri lygi talsvert á lofti.
Staðreyndin er sú að við höldum öllum okkar veiðiheimildum við inngöngu í ESB enda ekkert í ESB reglum sem skyldar okur til að láta þær frá okkur og hefur aldrei staðið til að setja slíkar relgur hjá ESB. Engin þjóð hefur nokkurn tímann þurft að láta frá sér veiðiheimildir við inngöngu í ESB.
Það munu því engin erlend skip koma í okkar fiskveiðilögsögu til veiða úr okkar fiskistofnum þó við göngumí ESB nema við heimilum þeim það.
Hvað flökkustofna varðar sem við eigum sameiginlega með öðrum ríkjum þá hafa þeir samningar sem við höfum gert við viðkomandi ríki falið það í sér að öll ríkin geti náð í sinn hluta veiðiheimildanna úr þeim stofnum í hvaða fiskveiðilögsögu sem er. Þannig getum við sótt okkar hlut úr Norsk-íslenska síldarstofninum í lögsögur Norðmanna og Færeyinga og þeir úr okkar fiskveiðilögsögu. Þetta er einfaldlega hagkvæmara fyrir alla aðila heldur en að hver þjóð veiði bara úr stofninum þegar hann er í hennar fiskveiðilögsögu.
Það sama mun væntanlega verða upp á teningnum með makrílinn þegar samningar hafa nást um hann óháð því hvort við göngum í ESB eða ekki.
Hvað varðar síðan auðlindagjaldið þá getum við aðeins innheimt auðlindagjald af þeim útgerðum sem veiða úr okkar kvóta og því verður þetta ekki vandamál með útgerðir sem veiða úr kvótum annarra þjóða úr flökkustofnum þear þeir eru innan okkar lögsögu.
Sigurður M Grétarsson, 27.3.2012 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.