Hvað á fólk að gera ef ekki er annað í boði?

Í dag hefur hjá flestum sveitafélögum verið tekinn af allur sveigjanleiki í sumarfríum leiksólabarna í sparnaðarskyni. Hvað eiga þeir foreldrar að gera sem ekki geta fengið að fara í sumarfrí á sama tíma og börnin þeirra og tekst ekki að fá eldri einstaklinga en þetta til að passa börnin sín?

Eiga þeir kannski bara að skrópa í vinnunni jafvel á þegar undirmönnuðum vinnustað vegna orlofs vinnufélaga þeirra? Það er ekki alltaf hægt að ætlast til þess að vinnufélagarnir hliðri til með sitt orlof og taki það utan besta orlofstímans vegna foreldra leiksólabarna. Þá er eðlilegra að sveitafélögin bjóði upp á sveigjanleika í orlofi leiskólabarnanna. Eða hugsanlega aðstoði foreldra við að útvega einstaklinga sem náð hafa 15 ára aldri til barnapössunar. Þetta gæti til dæmis verið í gegnum vinnuskólann.

Það sama á við um starfsdaga. Þar er ekki boðið upp á nein úrræði í leikskólum öfugt við grunnskóla. Það getur leitt til þess að foreldrar sem ekki geta tekið sér frí úr vinnu akkúrat á þeim degi þurfa einfaldlega að taka þá þjónustu sem býðst þann dag sem ekki er alltaf hjá einstaklingi sem náð hefur 15 ára aldri.

Vilji menn draga úr því að börn yngri en 15 ára séu að passa börn þá þarf að auka sveigjanleika í þjónustu leiksóla. Vel er hægt að koma því þannig fyrir að þeir sem þurfi á þeim sveigjanleika að halda greiði kostnaðinn sem af honum hlýst þannig að ekki þurfi að koma til aukin útjöld viðkomandi sveitafélags.

Svo má bæta því við að það er sitthvort að gæta barns sem enn flokkast undir það að vera "óviti" eða barns sem komið er á grunnskólaaldur og er þar með orðið nokkuð sjálfbjarga og farið að hafa vit á að passa sig sjálft á flestum þeim hættum sam geta valdið því skaða.


mbl.is Börn yngri en 15 ára starfi ekki við barnagæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er fullt af ungum stúlkum, gömlum "ömmum", sumum komnar á eftirlaun, og allt þar á milli, sem bráðvantar peninga og eru atvinnulausar. Hér er líka glás af mæðrum sem eru fastar heima með lítil börn tímabundið hvort sem er, og veitir ekkert af einu í viðbót. Bara auglýsa sjálfur, til dæmis á barnaland.is, og það hlýtur að finnast einhver sem getur tekið þetta að sér, og svo eru komnir vefir eins og possun.is þar er glás af reyndum og fínum barnapíum (þó foreldrar eigi alltaf að nota eigin dómgreind og innsæi við að meta barnapíuna.)

Eva (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband