Þvílík áróðursfrétt

Þetta er auma áróðursfréttin. Þarna er látið eins og ESB sé eitthvert yrifþjóðlegt vald þar sem einhver klíka í Brussel ákveður hlutina. Því fer víðs fjarri. ESB er samstarfsvettvangur 27 sjálstæðra og fullvalda lýðræðisríkja í Evrópu og það er alltaf samið um hluti eins og þessa. Því er það kjaftæði að makrílviðræðurnar séu tilgangslausar því þó sá samningur falli sem slíkur úr gildi við inngöngu þá mun efnisleg niðurstaða hans gilda áfram.

Hvað fríverlsunarsamninganna varðar þá þurfum við vissulega að segja upp okkar samningum en við missum samt ekki fríverslunarsamning við umræddar þjóðir því við fáum í staðinn aðgang að þeim fríverslunarsamningum sem ESB hefur gert við þær. Og hvað Kína varðar þá eru samningar milli ESB og Kína langt komnri.

Þessir fríverslunarsamningar eru mun fleiri og betri en við getum nokkurn tímann náð upp á eigin spýtur eða EFTA getur náð því þjóðum heims finnst eftir mun meiri að slægjast að komast inn á 500 milljóna markað ESB heldur en 320 þúsund manna íslenskan markað eða um það bil 10 milljóna manna markað EFTA.


mbl.is Tilgangslausar makrílviðræður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar að benda þér á nokkrar villur í færslu þinni. Innihald samnigna sem falla niður verður ekki sjálfkrafa virkt og endanleg ákvörðun um veiðihlutfall Íslands er ákveðið af stofnunum ESB ef Ísland gengur inn.

ESB hefur gert fáa fríverslunarsamninga og gengur mjög illa að gera samnigna við önnur ríki. Þessu til stuðnings má t.d. nefnda samningaviðræður við Japan en þær hafa ítrekað silgt í strand. Þá hefur EFTA gert fleiri og betri fríverslunarsamninag en ESB. Það er auðveldara að semja við samtök eins og EFTA en ESB, færri hagsmunaaðilar sem vilja verja sinn iðnað eða framleiðslu.

Evrópusambandið er yfirþjóðlegt bandalag enda er það skírt tekið fram í stofnsáttmála sambandsins TFEU í dag. Bein lagaáhrif, forgangsáhrif og bein réttarverkan eru allt saman eðli yfirþjóðlegs bandalags. Þú getur lesið þig til um þetta t.d. í verkum Davíðs Þórs Björgvinssonar og Gunnars G. Schram. Davíð fjallar ágætlega um þetta í bókinni EES-réttur og landsréttur og Gunnar í Framsal ríkisvalds til Evrópubandalagsins.

Hartley, T.C. einn helsti höfundur kennslubóka í evrópurétti fjallar líka um þetta í bók sinni The Foundations of European Community Law.

Í ljósi ástandsins innan ESB í dag þá er öllum það ljóst að stóru ríkin ráða ferðinni og þau smærri fylgja með. Í TFEU sáttmálanum er líka stigið stórt skref í að færa völd frá smáríkjum til þeirra stærri og nú liggur fyrir að enn frekari þróun er í þá átt ef marka má niðurstöðu síðasta fundar utanríkisráðherra ESB ríkjanna stuttu eftir G-20 fundinn í Mexíkó.

Andri (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 00:23

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ertu virkilega að trúa því að við seljum fisk til allt að því gjaldþrota ríkja. Við getum nú þegar aukið útflutning til BNA.Svo og Suður Ameríkulanda,selt vatn og orku,allt sem landið hefur upp á að bjóða. Við getum verið okkur sjálfum nógir í matvælaframleiðslu,allt hollar afurðir,þar sem sjúkdómar hafa ekki herjað á gripi né plöntur. Hvað höfum við frá þessu bráðum andvana apparati Esb.Það er eins og að vera þræll að ánetjast þessum sálarlausu trilljónagræðgisbandalagi. Ég þori að fullyrða að þeir sem eru/voru á móti inngöngu,sem Samfylkingin þjösnaði í gegn,(reyndist vera aðlögun),leggja meiri áherslu á fullveldi en að eiga aðgang og verða þvinguð til kaupa á skolpskoluðu hænsnakjöti og öðrum kjötvörum frá Evrópu. 278 dagar eftir!! Ó sú dásemd,þegar þessi lakasta sviksamasta stjórn ,,ever,, er frá.

Helga Kristjánsdóttir, 23.7.2012 kl. 00:36

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aðildarsamningur felur í sér að löggjöf Evrópusambandsins verður alráð eða a.m.k. æðri en löggjöf hins nýja aðildarríkis. Þetta lízt þjóðarvinum illa á, en Esb-vinum harla vel ! Ömmum og öfum hinna síðarnefndu yrði það líklega helzt til bragðs að taka að snúa sér við í gröfinni við þessar fréttir yfir landamæri lífs og dauða!

PS. "Wir müßen Großmacht werden!" – stórveldisdraumur Evrópubandalagsins (Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins 1985–1995).

Jón Valur Jensson, 23.7.2012 kl. 02:12

4 identicon

LIII.  Tao vs. Globalism

1.  Væri ég nógu vitur, myndi ég fara Veginn eilífa.

2.  Vegurinn eilífi er beinn og greiðfær,

en mönnum eru krókaleiðirnar kærari.

3.  Höllin ljómar af skrauti, en akrarnir eru vanhirtir og hlöðurnar tómar.

Að búast í skart og vera girtur biturlegu sverði, eta og drekka óhóflega

og hafa fullar hendur fjár - það er ofmetnaður ræningja.

(Úr Bókinni um veginn eftir Lao Tze) 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 02:30

5 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Góð tilvitnun, Pétur Örn, í Bókina um veginn. Allir og ekki síst stjórnmálamenn ættu að glugga í þá fornu og sígildu spekibók daglega og tileinka sér sannleikann sem þar er orðaður, sumpart á milli línanna.

Það krefst að vísu heiðarlegrar viðleitni og vilja til að bæta sjálfan sig og láta gott af sér leiða fyrir náungann, þjóðarheildina og umhverfið/Jörðina.

Kristinn Snævar Jónsson, 23.7.2012 kl. 16:58

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Andri. Vissulega gilda samningar ekki sjálfkrafa við inngöngu í ESB en ESB hefur aldrei tekið veiðheimildir nér nokkrar aðrar auðlindir frá ríkjum sem gengið hafa í ESB. Það eru því engar líkur á að makrílkvóti sem við höfum samið um við ESB verði af okkur tekin við inngöngu.

ESB er samstarfsvettvangur 27 sjálstæðra og fullvalda lýðræðisríkja í Evrópu og það eru aðildarþjóðirnar sem fara með völdin. Þau einfaldlega koma sér saman um leikreglur og embættismennirnir í Brussel sjá svo um að fylgja því eftir að eftir þeim leikrelgum sé farið. Þetta er því ekki yfirþjóðlegt bandalag þó vissulega þurfi aðildarríkin að fara eftir þeim leikreglum sem um hefur verið samið meðan þau kjósa að vera áfram aðilar að þessum samstarfsvettvangi.

Ég hef séð listann yfir þau lönd sem ESB hefur gert samkomulag við ásamt þeim ríkjum sem verið er að semja við með upplýsingum um hversu langt þær eru komnar en finn ekki slóðina á henn eins og er. Þetta er þó nokkuð langur listi.

Vissulega er það svo að með mikilli fjölgun aðildarríkja ESB er samstarfið ekki að ganga upp með neitunarvaldi allra ríkja í öllum málum. Því er verið að leggja niður neitunarvald varðandi breytingar á almennum relgum en ekki varðandi breytingar á stofnsáttmála ESB og öðrum samningum sem njóta sama vægis og hann þar með talið aðildarsamningar einstakra ríkja. Á móti er verið að setja reglur um aukinn meirihluta í ráðherraráðinu til að koma breytingum í gegn. Ef ég man rétt þá geta 10 smáríki stöðvað öll mál þannig að vald stærri ríkjanna er ekki algert þó vissulega aukist það við afnám neitunarvalds.

Hitt er annað að alltaf er leitast við að ná 100% samkomulagi um öll mál þannig að alltaf er reynt til þrautar að ná málamiðlun sem öll aðildarríkin geta sætt sig við og eru nánast allar breytingar samþykktar þannig. Það reynir því mjög sjaldan á atkvæðavægi þjóða.

Sigurður M Grétarsson, 23.7.2012 kl. 18:03

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Helga Kristjánsdóttir. Það eru 27 ríki í ESB og örfá þeirra eru í alvarlegum fjárhagsvandræðum. Meirihluti þeirra er í ágætis málum miðað vð það hvernig staðan er almennt nú á tímum alheimskreppu. Það er því fráleit fullyrðing að halda því fram að þetta sé gjalþrota apparat.

Vissulega getum við framleitt flestar þær vörur sem við þurfum. Við náum hins vegar mun betri lífskjörum með milliríkjaviðskiptum þar sem við flytjum úr landi þær vörur sem við getum framleitt með hagkvæmum hætti en kaupum í stðainn inn vörur sem við getum ekki framleitt með eins hagkvæmum hætti og þær þjóðir sem standa fremst á því sviði. Milliríkjaviðskipti bæta lífskjör í öllum þeim löndum sem að þeim standa og höft á þeim rýra því lískjör. Það er þess vegna sem alls staðar í heiminum er verið að vinna að því að fella niður höft á milliríkjaviðskiptum.

Hvað hollustu matvæla áhrærir þá er það mjög orðum aukið að okkar matvælaframleiðsla skari frammúr í hollustu. Í fyrra var hér kjúklingaskortur vegna þess að salmonella óð uppi í flestum kjúklingabúum landsins. Mjög fára unnar landbúnaðarafurðir hér á landi standast hollustuviðmið sænska skráargatsins svo dæmi sé nefnt. Það eru viðurkennd hollustuviðmið næringafræðinga. Það er því mjög gegn hagsmunum neytenda og almennings almennt að banna innflutning hollari afurða en framleiddar eru hér á landi. Það þarf því að afnema almennt öll bönn við innflutningi matvæla sem ekki eru nauðsynleg vegna sjúkdómsvarna.

Sigurður M Grétarsson, 23.7.2012 kl. 18:11

8 identicon

Kristinn Snævar Jónsson

Já, það krefst svo sannarlega heiðarlegrar viðleitni og vilja til að bæta sjálfan sig og láta gott af sér leiða fyrir náungann, þjóðarheildina og umhverfið/Jörðina.

Skyldi Sigurður M. Grétarsson einhvern tíma hafa látið svo lítið að kynna sér, jafnvel tileinka sér líka, efni og anda þeirrar bókar sem varð Halldóri Laxness og Steini Steinarr eilíf uppspretta?

Kannski er það til of mikils mælst að Sigurður M. Grétarsson léti svo lítið, meintur jafnaðarmaður, að kynn sér líka speki Chuang Tze, sem margir segja að sé lykillnn að fullum skilningi á verki Lao Tze ... um Veginn eilífa. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 18:17

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Valur. Vissulega er það svo að þegar aðilar gera með sér samkomulag um samvinnu sem hefur í för með sér bæði réttindi og skyldur að þá verða menn að haga sér í samræmi við þær skyldur sem samkomulagið leggur á herðar þeirra.

Því er það svo að þegar þjóðir gera með sér samstarfssamning þá bindur það hendur herrar þeirra fyrir sig varðandi þau atriði sem samið hefur verið um. Það er aðeins stigsmunur en ekki eðlismunur á því að vera skuldbundin til að breyta lögum í samræmi við breyttar sameiginlegar ákvarðarnir eða að sameiginlegu ákvarðanirnar verði sjálfkrafa virkar. Í báðum tilfellum þurfa þjóðirnar að hlýta þeim ákvörðunum eða hætta að vera aðilar að viðkomandi samstarfsvettvangi.

Því er það svo að það að ESB reglur verði æðri lögum sem fyrir eru hér á landi verður aðeins þannig meðan við Íslendingar ákveðum að hafa það þannig. Við verðum áfram fullvalda þjóð þó við göngum í ESB og getum því hvenær sem er ákveðið að ESB reglur gildi ekki lengur hér á landi. Okkur verður hins vegar ekki lengur stætt á að vera áfram aðilar að ESB ef við gerum það og því jafngildir slík ákvörðun í raun úrsögn úr ESB.

Sigurður M Grétarsson, 23.7.2012 kl. 18:19

10 identicon

Ég hef skrifað hvort tveggja BA ritgerð og MA ritgerð um evrópurétt. Ég hef starfað við lögfræðistörf í Brussel og var í skiptinámi í Hollandi í mínu laganámi. Þú þarft því ekki
að reyna að blekkja mig um starfsemi ESB. Ég kýs miklu frekar að ræða hlutina eins og þeir eru í stað þess að elta menn í einhverjum draumórum um ESB.

Það er hreinlega rangt hjá þér að sá kvóti sem samið yrði um við ESB núna yrði ekki tekinn af Íslandi. Það er nærri því alveg öruggt að hann verður tekinn af okkur. Þá verða öll fiskimið Íslands hluti af sameiginlegum miðum ESB og til landsins koma skip frá allri Evrópu að veiða. Og nei það er ekki til nein regla um hlutfarslegan stöðugleika. Þetta er viðmið sem unnið var út frá en er hvergi skráð regla. Það er svo auðvelt að fara fram hjá henni og fjöldi leigumiðla vinna við það alla daga ársins að stunda það sem kallað er kvótahopp. Ef þú vilt lesa þig til um það hvaða afleiðingar það hefur fyrir ríki að reyna að koma í veg fyrir það og kynna þér 100% samstöðuna innan ESB þá getur þú lesið allt um það hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Factortame_litigation

Það eru til tvö hugtök sem notuð eru yfir samninga sem fjalla um frjálsa verslun. Annars vegar fríverslunarsamninga og hins vegar viðskiptasamningar. Flest kapítalísk ríki heims hafa viðskiptasamninga við önnur ríki. Þeir samningar eru takmarkaðir um vöru, magn og tíma. Fríverslunarsamningar eru opinir og bjóða upp á tækifæri fyrir alla til að versla með flestar vörur óhyndrað milli ríkja. ESB er með 4 slíka samninga utan innri markaðarins. Ísland er með 52 slílka samninga og 10 eru í farvatninu hjá utanríkisráðuneytinu og EFTA. Þú getur lesið þig til um samninga EFTA hér: http://www.efta.int/free-trade.aspx

ESB er yfirþjóðlegtvald ekki samstarf 27 ríkja. NATO er samstarfsvettvangur ekki ESB. Í stofnsáttmálum ESB sem síðar urðu að Lissabonsáttmálanum er sérstaklega getið um einsleitnimarkmið ESB og nýtt stjórnsýslulag sem næði til allra aðildarríkja. Innganga þýðir því ótvírætt framsal á fullveldi þess ríkis. Þessu neitar enginn sem hefur kynnt sér málin. Það liggur líka alveg ljóst fyrir m.a. í nálgun Alþingis sem telur inngöngu ekki mögulega nema breyta 2.gr.stjórnarskrárinnar.

Nú er lögfræði mitt sérsvið en ég þykist vita það að þegar lántökukostnaður bæði Ítalíu og Spánar er kominn um og yfir 7% á 10 ára skuldabréfum þá stefnir allt í voða. Ágætis frétt um þetta hér: http://www.reuters.com/article/2012/07/10/us-eurozone-idUSBRE8690FT20120710

Ég held að afstaða þín til ESB sé lituð af íslenskri flokkapólitík. Það er vond afstaða að þurfa að verja og þér ekki til framdráttar. Lestu þig til um sambandið og taktu sjálfstæða ákvörðun um það.

P.s.
Löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdarvald fer úr landi þ.e. endanlegar ákvarðanir á þessum sviðum liggja ekki hjá aðildarríkjum. Úrsögn er lagalega möguleg núna með tilkomu Lissabonsáttmálans en þá stendur ríki upp án allra utanríkissamninga og hefja þarf gífurlega erfitt ferli á að byggja upp traust aftur. Þá er Lissabonsáttmálinn sjálfbreytanlegur sáttmáli. Þá er ekki til skýrt fordæmi um gildi aðildarsamnings þ.e. hvar í réttarheimildaröðinni hann er. Í http://en.wikipedia.org/wiki/Factortame_litigation málinu vilja margrir breskir lögmenn meina að brotið hafi verið á aðildarsamningi Breta.

Andri (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 19:57

11 identicon

Getur það verið að Andri hafi rétt fyrir sér, að afstaða Sigurðar sé lituð af íslenskri flokkapólitík?

Getur það verið að slíkt hendi flokks-bundinn Samfylkingarmann, líkt og Sigurð M. Grétarsson?

Hverju svarar Sigurður?  Nú fer þetta að verða spennandi.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 22:04

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Andri. Vissulega er ég í Samfylkingunni sem er eini flokkurinn sem í dag hefur ESB aðild á stefgnuskrá sinni. Ég hef hins vegar verið stuðnigsmaður þess að Ísland gegni í ESB löngu áður en Samfylkingin var stofnuð svo afstaða mín er ekki lituð af flokkapólitík heldur er afstaða Safmylkingarinnar til ESB eina af ástæðum þess að ég er í Samfylkingunni.

Hvað varðar veiðiheimildir annarra ESB ríkja í íslenskri lögsögu ef við göngum í ESB þá er það einfaldlega þannir að við munum áfram hafa veiðiheimidlirnar og því munu engin ESB ríki fá að veiða hér úr stofnum sem þau hafa ekki kvóta í í dag. Hins vegar leiðir þetta til gagnkvæmra heimilda til veiða í fiskveiðilögsögu hvers annars úr sameiginlegum stofnum. Svo við tökum makrílinn sem dæmi þá munu aðrar þjóðir með veiðiheimildir í makríl fá að sækja sinn kvóta inna okkar lögsögu og við að sækja okkar kvóta í þeirra lögsögu. Reyndar er það nú þegar þannig varðandi þá fuskistofna sem við eigum sameignlega með öðrum þjóðum og höfum samið um. Við getum sótt okkar kvóta úr norsk- íslenska síldarstofninum inn í lögsögu Norðmanna og Færeyinga og öfugt. Þannig mun þetta að öllum líkindum lika verða með markílinn eftir að samið hefur veið um hann óháð aðild okkar að ESB.

Það hefur ekkert ríki þruft að láta frá sér fiskveiðikvóta vegna ESB aðildar sinnar og það er ekki í farvatninu nein löggjöf sem skyldar ríki til þess. Hryllingssögrnar um erlend fiskiskip sem munu fá að veiða fiskinn okkar hér við inngöngu er því ekkert annað en innistæðulaus hræðsluáróður.

Það eru aðildarríkin sem stjórna ESB en ekki eitthvert óslilgerint valdi í Brussel. ESB er því samstarfsvettvangur aðildrríkjanna en ekki yfirþjólegt vald. Það fer ekkert löggjafar eða dómsvald úr landi nema á þeim sviðum sem samið hefur verið um að ESB reglur gildi

Lýsing þín á stöð ríkja sem ganga úr ESB er eins og hún var áður en útganga var gerð auðveldari með Lissabon sáttmálanum. Hvert einasta ríki getur einfalelga sagt upp samningum og afnumið allar reglur ESB á stundinni og þar með er það komið úr ESB. Þetta gera þau vegna þess að þau halda að fulli sjálfstæði sínu og fullveldi þó þau gangi í ESB. Í Lissabon sáttmálanum var hins vegar búið til ferli sem einmitt er til þess að þau ríki sem vilja gang úr ESB þurfi ekki að standa uppi án viðskiptasamninga þegar þau gera það. Það fer þá í gang ferli þar sem færi gefst til að gera tíhliða viðskiptasamning milli viðkomandi ríkis og ESB sem tekur við þegar það gengur úr ESB. Þann sama tíma getur viðkomandi ríki notað til að gera viðskiptasamninga við önnur ríki sem það vill hafa viðskiptasamning við þegar það gegnur úr ESB.

Sigurður M Grétarsson, 25.7.2012 kl. 11:29

13 identicon

Sigurður það er alveg ljóst að þú hefur ekki kynnt þér inntak og eðlil Evrópusambandsins. Markmið Evrópusambandsins er samþætting og samheldni innan þess og það hefur verið MR í dómaframkvæmd ECJ allar götur síðan Van Gend en Loss dómurinn féll snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Það einkennir íslenska evrópusinna að þeir fara mjög frjálst með "staðreyndir" og þið reynið að búa til eitthvað annað Evrópusamband er raunveruleikinn býður upp á.

Þú fullyrðir að aðildarríkin missi ekkert fullveldi og allt sé unnið í samvinnu. Skoðum  núna raunveruleikann eins og hann er:
Í máli Costa gegn Enel segir dómurinn: "the transfer by the states from their domestic legal system to the community legal system of the rights and obligations arising under the treaty carries with it a permanent limitation of their sovereign rights, against which a subsequent unilateral act incompatible with the concept of the community cannot prevail . consequently article 177 is to be applied regardless of any domestic law, whenever questions relating to the interpretation of the treaty arise .“

Í 288.gr. TFEU sáttmálanum fá gerðir bein lagaáhrif sbr. greinina sjálfa:
To exercise the Union's competences, the institutions
shall adopt regulations, directives, decisions, recommendations
and opinions.
A regulation shall have general application. It shall be binding
in its entirety and directly applicable in all Member States.
A directive shall be binding, as to the result to be achieved, upon
each Member State to which it is addressed, but shall leave to
the national authorities the choice of form and methods.
A decision shall be binding in its entirety. A decision which
specifies those to whom it is addressed shall be binding
only on them.
Recommendations and opinions shall have no binding force

Í máli Van Gend en Loss segir dómurinn:
"the wording of article 12 contains a clear and unconditional prohibition which is not a positive but a negative obligation . this obligation, moreover, is not qualified by any reservation on the part of states which would make its implementation conditional upon a positive legislative measure enacted under national law . the very nature of this prohibition makes it ideally adapted to produce direct effects in the legal relationship between member states and their subject"

Þinn skilningur á ESB stangast á við skilning Evrópudómstólsins. Hvorum aðilanum vilt þú að taki meira mark á?

Í sáttmálanum segir enn fremur um völd ESB:

When the Treaties confer on the Union exclusive competence
in a specific area, only the Union may legislate
and adopt legally binding acts, the Member States
being able to do so themselves only if so empowered
by the Union or for the implementation of
Union acts.

Þá segir einnig um "sameiginlega" ákvörðunartöku :

The Member States shall exercise their competence to the extent
that the Union has not exercised its competence. The
Member States shall again exercise their competence
to the extent that the Union has decided to cease
exercising its competence.

Hvaða svið hefur sambandið vald yfir? Þau er að finna hér:

Article 3
1. The Union shall have exclusive competence in the
following areas:
(a) customs Union;
(b) the establishing of the competition rules necessary
for the functioning of the internal market;
(c) monetary policy for the Member States whose
currency is the euro;
(d) the conservation of marine biological resources
under the common fisheries policy;
(e) common commercial policy.
2. The Union shall also have exclusive competence for
the conclusion of an international agreement when
its conclusion is provided for in a legislative act of
the Union or is necessary to enable the Union to exercise
its internal competence, or insofar as its conclusion
may affect common rules or alter their scope.
Article 4
1. The Union shall share competence with the Member
States where the Treaties confer on it a competence
which does not relate to the areas referred to
in Articles 3 and 6.
2. Shared competence between the Union and the Member
States applies in the following principal areas:
(a) internal market;
(b) social policy, for the aspects defined in this Treaty;
(c) economic, social and territorial cohesion;
(d) agriculture and fisheries, excluding the conservation
of marine biological resources;
(e) environment;
(f) consumer protection;
(g) transport;
(h) trans-European networks;
(i) energy;
(j) area of freedom, security and justice;
(k) common safety concerns in public health matters,
for the aspects defined in this Treaty.
3. In the areas of research, technological development
and space, the Union shall have competence to carry
out activities, in particular to define and implement
programmes; however, the exercise of that competence
shall not result in Member States being prevented
from exercising theirs.
4. In the areas of development cooperation and humanitarian
aid, the Union shall have competence to
carry out activities and conduct a common policy;
however, the exercise of that competence shall not
result in Member States being prevented from exercising
theirs.

þá segir einnig:

The Union may take initiatives to ensure coordination
of Member States' social policies.
Article 6
The Union shall have competence to carry out actions
to support, coordinate or supplement the actions of the
Member States. The areas of such action shall, at European
level, be:
(a) protection and improvement of human health;
(b) industry;
(c) culture;
(d) tourism;
(e) education, youth, sport and vocational training;
(f) civil protection;
(g) administrative cooperation.

 Þá legg ég til að þú kynnir þér agriculture and  fisheries
kafla TFEU og hliðarsáttmála hans. Því þú hefur algjörlega rangt fyrir þér með makrílinn og kvótann. Meir að segja þingmenn Samfylkingarinnar tala um sjávarútvegskaflann sem stærsta og erfiðasta málið vegna viðræðu ferlisins við ESB. Ef það væri eins og þú vilt lýsa því þá væri þetta ekkert mál.


Gerðu nú sjálfum þér greiða og lestu þig til um ESB.

Andri (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 13:44

14 identicon

Við þetta má bæta að þeir örfáu fríverslunarsamningar sem ESB hefur eru ekki heilagri en svo að þá má endurskoða til að koma í veg fyrir samkeppni: http://mbl.is/vidskipti/frettir/2012/07/25/vilja_endurskoda_friverslunarsamning/

Andri (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 14:09

15 identicon

Evrópu er að mestu stírt af fjölmennustu þjóðum sínum, sem eru um leið hötuðustu þjóðir heims, þær sem eiga sök á mestri nýlendukúgun, þrælkahaldi, arðráni, fjöldamorðum og öðrum viðbjóði, sem náði hámarki sínu í Evrócentrískum hugsunarhætti þeim sem lá að baki helfararinnar. Evrópu þessarar verður brátt hefnt og hún látin borga sínar skuldir, eins og réttlætið krefst, þegar nýjir tímar ganga í hönd, og fyrrum nýlendur hennar verða stórveldi, en hún sjálf mun dala, fölna og loks deyja að vissu leyti. Þeir einu sem geta forðast að vera með eru þeir sem vísvitandi hengja sig ekki við þetta sökkvandi skip, og gerast þannig þjófsnautar og vitorðsmenn Evrópu í augum breytts umheims, sem er vaknaður til vitundar um eigin áhrif, og lætur ekki bjóða sér kúgun Evrópu meir, sem var stofnuð sem bandalag hinna ríku gegn hinum fátæku, hagsmunabandalag sem smurð var hugmyndafræði, hol að innan og fölsk, copy/paste frá verðugri aðilum sem eiga sér meiri framtíðar von. Evrópa þessi mun deyja og á það skilið, og það er nauðsynlegt fyrir framgang mannkynsins og til að von um RAUNVERULEGAN frið verði til, en Evrópu er stírt af því landi sem stóð fyrir tveimur heimstyrjöldum og hefur nú sameiginlegan Evrópuher á teikniborðinu...En þær þjóðir Evrópu sem ekki hafa unnið sér inn slíkar blóðskuldir með slíkum glæpum, og hafa því betra mannorð og orðspor, auk þess að vera auðugri af dýrmætustu auðlindum framtíðarinnar, þær eiga að taka höndum saman og slíta sig frá hinum illu nýlenduherrum og Þjóðverjum, hverra býður ekkert nema réttlætið sem ekkert fær stöðvar, og þá mun ekki standa steinn yfir steini frekar en þegar barbararnir réðust inn í Róm. Það kemur að skuldadögum og norðlægari þjóðir þær sem ekki vilja fölna með hrynjandi bákninu sem heimurinn hatar, af því þær verðskulda það hatur, þær ættu að taka höndum saman um raunverulegri og betri hugmyndafræði, með eigin hagsmuni og alls mannkyns að leiðarljósi. Geri þær það ekki heyra þær brátt sögunni til, og þeirra verður aldrei framar minnst nema í sögutímum. Þær munu þá ekkert frekar leggja til framtíðar mannkyns, þeirra framlag mun hafa endað, og þær fá ekki að tilheyra hinum komandi nýja heimi, sem verður reistur á öðrum grunni og annars konar, en grundvöllur hagkerfa og innri skipan hins Evrópumiðaða heims er nú að deyja, og Evrópumiðaður heimur mun deyja með honum, og heimur leiddur af æðra siðferði og skynsamlegri lögum taka við.

Einn sem veit... (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 00:34

16 identicon

Þetta er sannleikurinn. Þitt er hvað þú gerir við upplýsingarnar. Þú getur horft ánægður um öxl, eða flotið sofandi að feigðarósi dáleiddur af holróma vöggulagi Evrópubandalagsins, uns þú og þínir verða horfnir og ekki framar til og þeim hefur verið eytt úr heiminum. Þá geturðu ekki sagt þú hafir ekki verið varaður við. Réttlætisgyðjan er blind, og skeytir ekki um tár og afsökunarbeiðnir þegar að reikningsskilunum kemur, og sverð hennar er reitt til höggs.

Einn sem veit... (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 00:38

17 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=1vFK24u3lw4 

Framtíðin: Heimur sem er ekki lengur undir hæl Evrópu. Heimur þar sem viðbjóðir eins og Evrópsku stórfyrirtækin sem reyna að koma í veg fyrir Afríkumenn geti drukkið vatn án þess að borga þeim fyrir (og læra má um á youtube með að kíkja á Flow:For the love of water), hafa verið settir bak við lás og slá og hafa ekki framar nein áhrif. Jafnvel Afrík rís upp, eins og Hillary Clinton er að benda okkur á. Í þessum nýja heimi verða ný og gerólík Bandaríki rísa og verða til, sem hafa þróast fjær Evrópu en nær eigin uppruna og bestu hugsjónum vestrænnar menningar í senn. Þeir munu þróast yfir í aðra þjóð og lifa af yfirvofandi fall hins gamla vestræna heims. Upp rísa ný stórveldi sem ekki lengur þurfa á Evrópu eða velvild hennar að halda í Asíu. Þau taka stökkbreytingum eftir því sem þau fjarlægjast Evrópu. Þá rísa hinir kúguðu upp og heimta réttlæti og Evrópu verða settir valkostir, að borga skuldir sínar til síðasta blóðdropa eða sætta sig við að spila minniháttarhlutverk undir náð og miskunn annara þjóða um aldur og æfi. Einungis þjóðir Norðurbandalagsins, sem hafa klofið sig frá "gömlu Evrópu" munu lifa af þetta hreinsunartímabil og verða treyst til að leika raunverulegt hlutverk í framtíðinni, í réttlátari heimi þar sem ofríki nýlendnanna hefur verið eytt og Þjóðverjar, Frakkar og Bretar ráða ENGU meir.

Endalokin nálgast. (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 01:05

18 identicon

Það er engin von meir fyrir mestu arðræningja og morðingja mannkynssögunnar að fá að leiða þennan heim.

Og það er þegar orðið of seint (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband